Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
félk í
fréttum
TÓNLEIKAR
Todmobile í Norden Rocker
I—ÍLnJ
pPIB
— Skammastu þín, Hvutti. Hvað heldurðu að yrði
sagt, ef ég færi að rífa buxnaskálmarnar af fólki.
A
Anorrænni unglingaráðstefnu
sem haldin var í Reykjavík
fyrir tvemur árum kviknaði sú hug-
mynd að halda árlega tónleika með
tónlistarfólki af Norðurlöndunum.
Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í
febrúar á síðasta ári í Magasinet,
þekktum tónlistarklúbb í Gauta-
borg. Þar komu fram fyrir íslands
KOSSAR
Fyrsti opinberi koss-
inn í heilt ár geigaði!
frá versluninni
Dalakofinn, Hafnarfirði
og Laufinu,
Hallveigarstíg
„Vinir Hafnarfjarðar“
sýna
NAUSTKJALLARINN
um frækna sigurvegara sigurlaun-
in. Karl er snjall pólókarl þrátt
fyrir slæmt handleggsbrot á sínum
tíma og hann sigraði glæsilega á
mótinu. Síðan reið hann hvítum
fáki sínum til prinsessunnar sem
beið með glæstan bikar. Hann tók
við bikamum og teygði sig fram
til að smella sigurkossi á frú sína.
Þau minntust við og þúsundir
áhorfenda ætluðu að ærast af
hamingju, enda á allra vitorði að
hjónaband þeirra hefur verið svo
að segja í molum um langt skeið.
Þessu var slegið upp og rifjað upp
að atvikið væri sambærilegt við
atvik í Prag fyrir ári síðan, er Dí
þurfti að halda heim degi fyrr en
Karl og hann kvaddi hana með
kossi á kinnina að viðstöddu fjöl-
menni. Þá þótti það til marks um
að hamingja væri komin í hjóna-
bandið á ný, en síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar.
Og svo fór glansinn endanlega
af atvikinu er ljósmyndarar og
myndbandamenn lögðu fram tökur
sínar. Þá kom í ljós það sem glöggt
sést á meðfylgjandi mynd, að
Díana vék höfði sínu frá vörum
Karls og kossinn geigaði! í Daily
Mirror var gert að því skónum að
virða bæri viðleitnina, „en þau eru
greinilega í lítilli æfingu,“ var
bætt við.
TÍSKUSÝNING
í kvöld kl. 21.30
Karl og Díana krúnuerfingjar
breska heimsveldisins eru
enn í fréttunum, eða öllu heldur
meint ástlaust hjónaband þeirra.
Fyrir skömmu voru þau í opin-
berri heimsókn í Indlandi og mikið
var frá því sagt er Díana fór ein
í ástarhofið Taj Mahal. Þó hafði
Karl lýst því yfir þegar hann heim-
sótti það á árum áður, þá pipar-
sveinn, að þangað myndi hann
koma aftur síðar með eiginkonu
sér við hlið. Þrátt fyrir þau orð
sín kaus hann fremur að vera við-
staddur einhvern menningarvið-
burð 200 kílómetra í burtu á með-
an að Dí gekk ein um sali Taj
Mahal.
En fyrst kastaði tólfunum, er
Karl keppti sem gestur í póló
nokkrum dögum síðar í sömu Ind-
landsferð. Dí skyldi afhenda hin-
COSPER.
hönd Langi Seli og Skuggarnir.
Öðru sinni voru haldnir Norden
Rocker-tónleikar í Árósum og kom
þá fram Risaeðlan fyrir Islands
hönd. Fyrir stuttu voru svo þriðju
tónleikarnir haldnir, enn í Magasi-
net í Gautaborg, og kom þá fram
hljómsveitin Todmobile.
Todmobile lék seinna kvöld rokk-
hátíðarinnar, en fyrra kvöldið komu
fram Rappito frá Finnlandi, Oro frá
Svíþjóð og Pompei and the Pills frá
Noregi. Seinna kvöldið komu svo
fram Todmobile, grænlenska hljóm-
sveitin Zikasa og danska hljóm-
sveitin Dreamland. í bæklingi sem
gefinn var út til að kynna tónleik-
ana var varpað fram þeirri spurn-
ingu hvort Todmobile væri ekki of
stór fyrir tónleika sem þessa, en
einnig sagt að hljómsveitin væri
besta íslenska hljómsveitin á eftir
Sykurmolunum.
íþrótta og tómstundaráð studdi
Todmobile til fararinnar, en Norden
Rocker verður næst haldið í Turku
í Finnlandi í október nk.
Helena
Ljósmynd/Helena Stefánsdóttir
Todmobile á sviðinu í Magasinet í Gautaborg.
Díana víkur sér fimlega undan vörum bónda síns..
COSPER
• «e
Stórglæsilegir kjólar og dragtir
sem klæða hverja konu
við öll hugsanleg tækifæri.
velkomin.
* ^ TI2KAN
LAUGAVEGI 71 ■ 2. HÆÐ
SÍMI l0770