Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 29 plurgminW^lí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hrópað úr sandkassa Isamtali við Ríkisútvarpið í fyrrakvöld, sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, að Morgunblaðið „hefði lokað sig af í þröngsýni sérhagsmuna í þessu máli og mest öll umfjöllun þeirra ber keim af áróðursbrögð- um“, og vísaði ráðherrann þar til skrifa Morgunblaðsins um fisk- veiðistefnuna. Jafnframt sagði sjávarútvegsráðherra um Morg- unblaðið, að „þeir hafa í raun og veru horfið að því er varðar um- fjöllun um sjávarútvegsmál frá því að vera nútíma fréttablað yfir í það að vera áróðursmál- gagn“. Ráðherrann bætti því við í lok samtalsins við Ríkisútvarpið, að efnistök Morgunblaðsins á umfjöllun um fiskveiðistefnuna „sýni hins vegar hversu það er orðið aðþrengt í öfgafullum skoð- unum á þessu“. í ræðu á ráðstefnu háskóla- nema á Akureyri sl. laugardag var Morgunblaðið einnig ofarlega í huga Þorsteins Pálssonar. Hann sagði m.a.: „Ef menn hefðu ekki annað við að styðjast en áróðurs- skrif Morgunblaðsins, væri nær- tækast að ætla að sjávarútvegur- inn hefði um langan tíma verið afæta á hinum, sem stunda þjón- ustustörfin í þjóðfélaginu." Áður hafði ráðherrann í ræðu sinni vitnað til „lýðskrumara, sem höfða til hinna 87 hundraðshluta þjóðarinnar, (sem) tala gjarnan með óvirðingu um fulltrúa þröngra sérhagsmuna, þegar for- ystumenn sjávarútvegs hafa kvatt sér hljóðs til þess að ræða um málefni atvinnugreinarinn- ar.“ í ræðunni á Akureyri lýsti sjáv- arútvegsráðherra þeirri skoðun, að útvegurinn ætti að greiða í sameiginlegan sjóð landsmanna, þegar atvinnufyrirtækjunum hefði verið tryggð eðlileg arðsemi og sagði síðan: „Hvenær menn ná því marki vituní við ekki, en ég hef bæði í gamni og alvöru sagt, að óumdeilt hljóti að vera að markinu sé náð, þegar útveg- urinn hefur eignast meirihluta í þjónustufyrirtækjum eins og Morgunblaðinu og Eimskip." í ræðu á aðalfundi LÍU í nóv- embermánuði sl. kallaði Þor- steinn Pálsson, talsmenn gjald- töku af sjávarútvegi „nýskatt- heimtumenn“ og sagði: „Það eina, sem virðist sameina fylking- ar hinna nýju skattheimtumanna íslands eru slagorð eins og „sæ- greifar“ og samlíkingar um það hveijir það eru sem ferðast á fyrsta farrými og hveijir í gripa- lest.“ Síðan bætti ráðherrann við: „Ég hef hins vegar aldrei heyrt því haldið fram, að aukin skatt- heimta sé talin líkleg til þess að auka hagræði á öðrum sviðum í atvinnulífinu. Ég hefði til að mynda gaman að heyra eigendur Morgunblaðsins skýra það út fyr- ir mér, að hagræði og hagnaður af rekstri blaðsins yrði miklum mun meiri, ef ríkisvaldið legði nýja skatta á pappírsnotkun blaðsins.“ Hvert skyldi nú vera tilefni þessara síendurteknu fúkyrða Þorsteins Pálssonar í garð Morg- unblaðsins? Tilefnið er þetta: Morgunblaðið hefur á undanförn- um mánuðum og misserum hald- ið uppi harðri baráttu fyrir rétti íslenzku þjóðarinnar til eignar- halds á þeirri auðlind, sem hún á sameiginlega samkvæmt ís- lenzkum lögum og sögulegri hefð. Morgunblaðið hefur haldið uppi harðri baráttu gegn þeirri stefnu, sem Þorsteinn Pálsson hefur gerzt helzti talsmaður fyr- ir, að fámennum hópi útgerðar- manna sé afhent þessi auðlind endurgjaldslaust og leyft að stunda viðskipti með hana sín í milli. „Sérhagsmunir" Morgun- blaðsins eru því einungis fólgnir í því, að blaðið gerir tilraun til að vernda eignarrétt hvers ein- asta einstaklings í landinu og koma þannig í veg fyrir, að sam- eiginleg auðlind verði einkaeign örfárra fyrirtækja og einstakl- inga. Sjávarútvegsráðherra virðist fyrirmunað að taka upp málefna- legar umræður við Morgunblaðið og raunar ýmsa aðra, sem hafa áþekkar skoðanir. Hann sýnist ekki geta tjáð sig um málið án þess að veitast að blaðinu með stóryrðum. Hvað veldur? Er skortur á málefnalegum rökum í vopnabúri sjávarútvegsráðherra? Hvað veldur þvi, að ráðherrann sýnist ekki geta fjallað um deil- umar um fiskveiðistefnuna af þeirri reisn, sem hæfir þessu mikla máli en heldur uppi umræð- um af því tagi, sem fremur eiga heima í sandkassanum á Alþingi? Þessi talsmáti hæfir ekki for- manni Sjálfstæðisflokksins í átta ár, forsætisráðherra í hátt á ann- að ár og þeim manni, sem mesta ábyrgð ber í sjávarútvegsmálum okkar íslendinga. Þá kröfu verð- ur að gera til Þorsteins Pálssonar að hann ræði fiskveiðistefnuna á málefnalegum og upplýsandi grundvelli. Ella á hann á hættu að þjóðin hætti að hlusta á hann. Þrátt fyrir mikinn og djúpstæðan skoðanaágreining milli Morgun- blaðsins og sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistefnuna á blaðið aðrar og betri óskir til handa Þorsteini Pálssyni en þær, að hann missi traust og trúnað fólksins í landinu. Uflutningsráð, LIU og ICECON: Reynt að selja eða leigja notuð fiskismp til útlanda Magnús Gunnarsson formaður Útflutningsráðs og SAS telur að með því megi draga úr afkastagetu skipastólsins ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands, Landsamband íslenskra útvegsmanna og ICECON hafa undanfarna mánuði, eða allt frá miðju síðasta ári, unnið að sameiginlegri athugun á möguleikum Islendinga á sölu eða lcigu íslenskra fiskiskipa til erlendra aðila, auk þess sem kannaðir hafa ver- ið möguleikar á að fá verkefni fyrir íslensk fiskiskip á fjarlægum mið- um. Könnunin hefur einkum tekið til möguleika í ákveðnum löndum Suður-Ameríku, Afríku og Rússlandi. Magnús Gunnarsson formaður Útflutningsráðs, sem auk þess er formaður Samstarfsnefndar atvinnu- rekenda í sjávarútvegi segist binda ákveðnar vonir við að með þessu megi draga úr afkastagetu íslenska fiskveiðiflotans, þótt hann vari sterk- lega við því að menn Iíti á þessa möguleika sem cinhverja allsherjar- iausn. Þegar séu komin á skrá um 40 fiskiskip, sem mögiegt kunni að reynast að selja eða leigja úr landi. Magnús ræðir hér í samtali við blaða- mann Morgunbiaðsins um þær athuganir sem gerðar hafa verið, hvað sé verið að kanna nú og hvers megi vænta í kjölfar þessra athugana. - Nú hafa Norðmenn og Færeying- ar reynt fyrir sér, einmitt á því sviði sem þið eruð að kanna möguleikana á, án þess að hafa orðið vel ágengt. Er reynsla þeirra ekki með þeim hætti, að óráðlegt sé fyrir okkur ís- lendinga að einblína á sölu fiskiskipa til þriðja heimsins, sem einhveija lausn á allt of mikilli afkastagetu íslenska fískveiðiflotanum? „Það er ákveðinn stigsmunur á því sem Norðmenn og Færeyingar hafa verið að gera og við. Þeir eru með gífurlega offjárfestingu og þeir hafa verið með óskaplega dýr og mikil skip. Þeir hafa byijað að leita fyrír sér í þessum löndum með sín dýrustu og stærstu skip. Þess vegna hafa þeir ekki mátt við neinum áföll- um og kannski ekki haft nægilegt úthald í þessum tilraunum sínum. Það er hins vegar engin launung á því, að hér er síður en svo um ein- falda hluti að ræða. Því fer fjarri að ég meti það svo að í þessu felist ein- hver allsheijarlausn. Ég held þó að við verðum að kanna þetta til hins ítrasta, bæði hvað varðar sölu á skip- unum og sölu á þekkingu og sölu á tækjum til veiða og vinnslu. Markaðurinn fyrir sölu á notuðum fiskveiðiskipum er mjög erfiður, því það eru margar þjóðir að reyna að selja skipaflota sinn í ljósi aflasam- dráttar og eins vegna þess að svig- rúm til veiða á alþjóðlegum fiskimið- um hefur minnkað mjög mikið.“ - En hvernig erum við í stakk búin til þess að reyna að hasla okkur völl í uppbyggingu sjávarútvegs í löndum þriðja heimsins? Höfum við til þess burði og þau sambönd sem nauðsynleg eru? „Það er alveg ljóst að ICECON hefur á undanförnum árum aflað feikilegra sambanda í þessum alþjóð- lega sjávarútvegsheimi, en vandinn hefur alltaf verið sá, þegar að fram- kvæmdastigi verkefnanna er komið, að gagnaðilinn hefur oftast nær vilj- að fá eitthvert framlag frá þeim að- ila sem hann hugði á samstarf við. hér erum við að tala um samáhættu- þáttinn (joint venture). Þar hafa ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki ekki haft fjárhagslegt bolmagn til þess að fara í miklar áhættufjárfestingar. En ég tel að málið horfi öðru vísi við nú, vegna þess að allir eru búnir að gera sér grein fyrir því, að við þurfum að nýta ákveðinn hluta flotans og tækin með öðrum hætti en hingað til. Því tel ég að þegar búið er að að taka af skrá í gegnum úreldning- arsjóð fiskiskipin og færa veiðiheim- ildir þeirra yfir á önnur skip, sé kom- ið svigrúm til þess að ná því sem eftir stendur í verðmætum í þessum skipum með því að selja þau til fjar- lægari landa, þótt því fylgi áhætta. Áhættan er hvort sem er fyrir hendi, en það er enginn annar möguleiki fyrir hendi, til þess að nýta eignim- ar. Þess vegna kann nú að vera koin- inn flötur fyrir það að hrinda svona hugmyndum í framkvæmd.“ - En hvað með framkvæmdina? Krefst hún ekki mikillar samvinnu og samráðs hér innanlands og eru ekki mörg ljón í veginum, áður en við getum farið að flytja notuð físki- skip í stórum stíl til landa þriðja heimsins? „Framkvæmdin er vissulega mjög flókin. Við höfum verið með vanga- veltur um það að fyrirtæki geti sjálf- stætt ráðist í svona viðskipti og þá þyrfti bara að leiða saman þá aðila sem hefðu áhuga fyrir slíku hér á landi og í viðkomandi löndum. Önnur leið sem hefur verið rædd í okkar hópi, er sú að við myndum reyna að sameina hér heima í einn hóp þá sem vildu reyna fyrir sér í slíkum viðskipt- um og jafnvel að koma á laggirnar fjárfestingasjóð, þar sem menn legðu þessi verðmæti inn í sjóðinn og fjár- festingasjóðurinn yrði þá fram- kvæmdaaðili fyrir hönd íslensku fyr- irtækjanna á svona verkefnum. Þessi vinna sem hefur verið unnin á okkar vegum frá því á miðju síðasta ári hefur fyrst og fremst miðast að því að safna upplýsingum og sambönd- um í framhaldi af því sem ICECON hefur verið að gera. Þetta hefur ver- ið gert'í samstarfí milli Samstarfs- nefndar atvinnurekenda í sjávarút- vegi, Guðmundar Kristjánssonar á vegum LIÚ, Páls Gíslasonar á vegum ICECON og Ingjalds Hannibalssonar á vegum Útflutningsráðs íslands." - Þið hafíð sent menn til viðkom- andi landa ekki satt? „Jú, við höfum fylgt athugunum okkar eftir með því. Við höfum sent mann niður til Chile á vegum Út- flutningsráðs, sem á að kanna mögu- leikana á sölu á fiskiskipum, þekk- ingu, vélum og tækjum sem við fram- leiðum fyrir sjávarútveginn, til Chile og Perú. Þar erum við komin með fótfestu og ákveðna þekkingu, sem vonandi skilar okkur einhveiju. ICECON hefur verið í könnunarvið- ræðum um sömu möguleika í Argent- ínu, við höfum á vegum Útflutnings- ráðs haft mann starfandi í Namibíu og Suður-Afríku um tíma. Við stefn- um að því að senda mann til Mið- Austurlanda í apríl og loks er búið að ákveða að ráða mann í ákveðinn tíma, tvo til þijá mánuði, til þess að fylgja eftir viðfangsefnum í Kamt- sjatka í Rússlandi. Auk þessa eigum við í sjálfstæðum könnunarviðræðum um sama efni við ýmis önnur lönd, eins og t.d. Oman. Þetta hefur allt komið út úr þess- ari vinnu okkar og líka framlagi manna eins og Össurar Skarphéðins- sonar, alþingismanns, sem hefur ver- ið í miklu sambandi við Kamtsjatka menn, og Þrastar Ólafssonar, aðstoð- armanns utanríkisráðherra, sem nýtti ferð sem hann fór á vegum utanríkisráðuneytisins til að athuga möguleika á samstarfsverkefnum í suðurhluta Afríku. Það er mjög ánægjulegt, þegar opinberir aðilar, hvort sem það eru alþingismenn, embættismenn eða ráðherrar, taka þátt í þessu starfi með þeim hætti sem þessir tveir menn hafa gert. Ég vildi persónulega sjá mun meira af slíkri þátttöku stjórnmála- og emb- ættismanna. Við höfum sent öllum íslensku sendiráðunum erlendis kynningu á þessari viðleitni okkar og beðið þau um að kanna möguleika á þessu sviði. Auk þess erum við að undirbúa samskonar samband við alla íslensku konsúlana erlendis.“ - En hvað með fjárhagslegt bol- magn þeirra þjóða sem þið horfið einkum til? Eru þessi lönd í stakk búin til þess að byggja upp sjávarút- veg sinn á þann hátt sem við höfum gert? „Það er tvímælalaust fyrir hendi mjög mikill áhugi hjá flestum þess- ara landa á samstarfi við íslendinga á þessu sviði. Við erum þekktir fyrir það á hinum alþjóðlega fiskmarkaði að framleiða góða og vandaða vöru og eins sjá þessi lönd sér hag í því að eiga samskipti við þjóð sem er ekki of stór, því þá er ekki sú hætta fyrir hendi að eitthvað annað búi að baki, en samstarf á þessu-sviði. Við erum náttúrlega að kynna okkur fjár- hagslegt bolmagn þessara þjóða til þess að ráðast í uppbyggingu sjávar- útvegs. Á undanförnum árum höfum við í gegnum ICECON verið í sam- starfí og sambandi við ýmsar alþjóð- legar peningastofnanir. Það er áhugi hjá ýmsum alþjóðlegum þróunarsjóð- um að styrkja svona viðleitni þessara landa. Við erum komnir í töluvert góð samböiid við þessa aðila og höf- um tekið að okkur ýmis verkefni fyrir þá. Ég nefni sem dæmi ICECON í Suður-Ameríku og skýrslugerð um ástand sjávarútvegsmála í Eystra- saltslöndunum. Ég legg áherslu á Magnús Gunnarsson það að þetta er síður en svo auðvelt verkefni fyrir okkur í framkvæmd, og hér er ekki um neinar einfaldar lausnir að ræða. En menn hafa verið að tala um það, að við þyrftum að efla alþjóðlega starfsemi okkar, sem ég held að sé okkur mjög hollt, þeg- ar litið er til framtíðaruppbyggingar íslensks sjávarútvegs - við þurfum að tengjast sjávarútvegsstarfsemi eins víða í heiminum og hægt er. Þetta þurfum við að gera með sam- eiginleg arðsemismarkmið okkar og þeirra sem við störfum með í huga. Ég er sannfærður um að á þessu sviði eigum við erindi“ - Allir eru sammála um nauðsyn þess að draga úr afkastagetu ís- lenska fiskveiðiflotans. Þið eruð þarna að ræða um fiskiskip sem hvort eð er hafa verið úrelt. Gerir úreldingin það kannski að verkum að þau skip sem þannig verður hægt að selja, verði boðin viðkomandi lönd- um á því verði sem þau ráða frekar við, og eru þannig betri söluvara en þau skip sem t.d. Norðmenn og Færeyingar eru að bjóða í sömu lönd- um? „Ég held að lykillinn að þessu sé einmitt þessi. Það er það sem hefur breyst frá tilraunum okkar á þessu sviði frá undanförnum árum, til þess að fara inn í svona verkefni, að við erum farin að úrelda skipin. Það skiptir því mjög miklu máli að lána- stofnanir, bankar og sjóðir hér heima hafí skilning á þessum verkefnum. Oft á tíðum verður nauðsynlegt að fjármagna þessa starfsemi og oft er því þannig varið að lánastofnanir eiga einhver veð í umræddum skipum sem úrelt hafa verið, sem erfitt yrði að losa um, nema sérstakur skilning- ur viðkomandi lánastofnunar á verk- efninu komi til. Framkvæmdalega er ekki hægt að afskrá skip og fá úreldinguna, nema ljóst sé að skipið fari úr landi, en slíkt er ekki hægt, ef innlend veð hvíla á því. Þegar við förum að fara meira ofan í þessa hluti hér heima, eru það ýmis svona tæknileg vandamál sem við þurfum að- leysa, það er alveg ljóst.“ - Þú segir að þið séuð þegar komn- ir með á skrá um 40 skip sem hugs- anlega söluvöru. Eru þetta ekki göm- ul skip og léleg? Eru þau boðleg í svoria viðskipti? „Við erum komnir með á skrá yfir 40 fískiskip, sem koma til greina. Það er engin launung á því að sum þessara skipa eru gömul og úr sér gengin og þess vegna mjög vafasamt að það borgi sig að fara í svona starf- semi með þau. Hins vegar eru sum þessara skipa, þótt þau séu gömul, í góðu standi, því þeim hefur verið haldið vel við. Þess vegna er alls ekki útilokað að hugsa sér sem fyrsta skref í uppbyggingu á sjávarútvegi, þar sem tæknin er ekki mikil, að hægt sé að nýta þau. Við þurfum að átta okkur á því hvort tækifærin eru fyrir hendi á þessu sviði og hvort við getum nýtt okkur þau. Við vitum af því að víða í þessum . löndum er mjög takmörkuð aðstaða til þess að taka við fiskinum í landi og þess vegna hafa menn iagt meiri áherslu á að fá skip sem geta unnið fiskinn úti í sjó. við höfum hins veg- ar ekki áhuga á að selja skip úr landi sem geta unnið fískinn úti í sjó, því reyndin er sú, eins og málum er hagað núna, að vinnsla úti í sjó skil- ar mönnum bestri afkomu. En í mörgum þessara landa er einnig áhugi fyrir því að byggja upp vinnslu í landi, heimamarkað og útflutnings- starfsemi. Mörg þessara landa hafa verið með erlend frystiskip og vinnsl- uskip inni í sinni landhelgi þar til fyrir nokkrum árum. Þeirra markmið er að efla atvinnuástand almennt og koma upp vinnslu í landi. Við höfum þá bæði yfír þekkingunni að ráða og tækjakosti, til þess að bjóða upp á aðstoð við slfka uppbyggingu. Við höfum hér yfír að ráða heilu frysíi- húsunum sem hægt væri að flytja þarna niðureftir, að minnsta kosti að stórum hluta.“ - Það hefur verið fremur hljótt um þessa vinnu ykkar fram til þessa. Telur þú að það styttist í það að ein- hver áþreifanleg niðurstaða liggi fyr- ir hvað einstök verkefni og samninga varðar? „Við erum að sjá ákveðin tæki- færi skapast. Þau eru kannski ekki komin á það stig að hægt sé að segja af eða á hvort þau eru framkvæman- leg. Ég held hins vegar að í þeim möguleikum sem þarna eru, geti verið raunsætt að segja að hluti lausnarinnar á of stórum fískveiði- flota okkar liggi, en á þessari stundu ætla ég engu að spá um það hvenær eitthvað áþreifanlegt mun liggja fyr-, ir.“ Viðtal: Agnes Bragadóttir Ríkisstjórnin samþykkir að kanna byggingu nýs húss yfir Hæstarétt: Tillögum dóms- málaráðherra um Safnahúsið hafnað RÍKISSTJÓRNIN féllst á fundi sínum á þriðjudag ekki á hugmyndir dóms málaráðherra um að framtíðarhúsnæði Hæstaréttar yrði í Safnahúsinu vi< Hverfisgötu. Meirihluti sérstakrar nefndar sem dómsmálaráðherra hafð skipað tii að gera tillögur um framtiðariausn á húsnæðismálum Hæstarétt ar Islands mælti með Safnahúsinu við Hverfisgötu sem besta kostinum Dómarar Hæstaréttar aðhylitust eindregið þá leið. Næstbesta kostinn taid nefndin vera að byggja nýtt hús yfir Hæstarétt. Ríkisstjórnin ákvað a<’ hefja undirbúning að byggingu nýs húss og í því sambandi er efst á blað að byggja á ióð við Listabraut í Kringlumiðbæ, gegnt húsi Verslunarskól: Islands. Frumáætlun nefndar dómsmálaráðherra var að kostnaður við bygg ingu 1.800 fermetra nýbyggingar fyrir Hæstarétt yrði 360 milljónir krón: en að kostnaður við flutning réttarins í 2.300 fermetra húsnæði safnaliúss Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að það yrði sjálfstæð ákvörðun við undirbúning fjárlaga næsta árs hvenær hafist verður handa við byggingu en þá ætti nán- ari athugun að hafa leitt í ljós hversu mikið húsrými þurfí og hver kostn- aður verði. „Ég vænti þess að um mitt þetta ár geti menn verið komn- ir það vel á veg að hægt verði að taka ákvörðun um það,“ sagði Þor- steinn. Hann sagði að enn lægi ekk- ert fyrir um hvenær stefnt væri að því að Hæstiréttur flytti í nýtt hús- næði. Aðspurður hvers vegna samráð- herrar hans hefðu ekki stutt tillögu nefndarinnar og hans sjálfs um Safnahúsið sagði Þorsteinn Pálsson að fyrst og fremst hefðu menn ekki verið tilbúnir til að taka ákvörðun um það nú hvers konar starfsemi yrði í safnahúsinu þegar Landsbóka- safnið flyst þaðan í Þjóðarbókhlöð- una. Hins vegar hefði ekki verið unnt að draga lengur ákvörðun um það hvaða leið skyldi fara varðandi húsnæðismál Hæstaréttar. Hann sagði að engin andmæli hefðu borist frá yfirvöldum húsfriðunarmála við þvi að Hæstiréttur flyttist í Safna- húsið. Dómsmálaráðherra skipaði nefnd til að leggja til framtíðarlausn á húsnæðismálum Hæstaréttar þann 9. október síðastliðinn og var einkum lagt fyrir nefndina að kanna mögu- leika á flutningi réttarins í Safnahús- ið en einnig skyldi kanna aðra kosti, þ.á.m. byggingu nýs húss. Nefndina skipuðu ráðuneytisstjóramir Þor- steinn Geirsson, formaður, Knútur Hallsson, Björn Friðfinnsson og Magnús Pétursson, ásamt Garðari Halldórssyni húsameistara og Guð- rúnu Erlendsdóttur, forseta Hæsta- réttar. í niðurstöðum nefndarinnai segir: „Nefndin telur ýmsa kost fylgja þeirri lausn að Hæstiréttui flytji starfsemi sína í Safnahúsið vic Hverfísgötu, jafnvel í áföngum, eftii því sem þar losnar húsnæði. Mælii meirihluti nefndarinnar með þeirr tillögu sem besta kostinum. Náist ekki samstaða um þá lausn eða verði framkvæmd hennar enr ekki talin tímabær, þá er nefndir. sammála um, að mæla með því til vara, að byggð verði nýbygging yfii starfsemi Hæstaréttar." Nefndin taldi lóðina við Listabraut einkum ákjósanlega en kannað hafði verið hjá borgaryfirvöldum hvort hún stæði til boða fyrir nýbyggingu Hæstaréttar. Aðrir kostir sem nefndin kannað en hafnaði að lokinni skoðun var a> Hæstiréttur yrði fluttur í Skóla vörðustíg 9, Hegningarhúsið, en þa var rétturinn til húsa fírá stofnui árið 1920 og til 1949 er flutt var . dómhúsið við Lindargötu. Það ái dæmdi Hæstiréttur í 134 málum en á síðasta ári í 332 málum. Fundarað- staða og vinnuaðstaða dómara í hús- inu við Lindargötu er talin óviðun- andi, auk þess sem húsnæðisskortui- stendur í vegi fyrir fjölgun aðstoðar- fólks og ýmsum öðrum úrbótum og endurbótum á starfsemi réttarins. Nefndin kannaði möguleika á 500 fermetra viðbyggingu við dómhúsið við Lindargötu en hafnaði þeim kosti, meðal annars að því er fram kemur í niðurstöðum hennar, þar sem hugmyndin mætti andstöðu dómara Hæstaréttar sem telja mikil- vægt að rofin verði húsnæðisleg tengsl Hæstaréttar og Stjórnarráðs íslands og sjálfstæði Hæstaréttar, sem æðsta dómstigs landsins, verði að undirstrika í sjálfstæðri byggingu. Manni getur nú sámað! Málsvörn æviráðins persónuleika eftir Véstein Ólason í Lesbók Morgunblaðsins laugar- daginn 14. mars er löng grein eftir Þorstein Antonsson rithöfund, myndskreytt og glæsilega upp sett. Þorsteinn kemur víða við í grein sinni eins og hans er vandi, aðalefn- ið er fordæming á ýmsu sem hann telur setja svip á bókmenntir lands- ins, og ríkjandi tilfínning er gremja yfír hinu og þessu. Meðal þeirra sem fá á baukinn eru kennarar í bók- menntum við Háskóla íslands. Það sem Þorsteinn segir um þau efni er skelfilegt rugl og eiginlega ekki svaravert, nema af því að það hefur verið birt með viðhöfn í langöflug- asta menningartímariti landsins. „Víst skiptir þú máli“ heitir grein Þorsteins, og er eins og hann sé þar að stappa stálinu í sjálfan sig gagn- •vart fálæti lesenda, sem hann telur væntanlega að ráðist af myrkra- verkum bókmenntamafíunnar í landinu undir forystu háskólakenn- ara. Til að sýna að mér finnist orð Þorsteins skipta máli skal ég taka til athugunar það sem hann segir um bókmenntakennslu í Háskóla íslands. Ætli það sé ekki dæmigert fyrir greinaskrif hans? Þorsteinn segir: „Verkaskiptingin er hreint og beint hlægileg. Kenn- arar í bókmenntafræðum í Háskóla íslands álíta sig lénsherra, að hver og einn þeirra hafi alræðisvald yfír ákveðnum skika íslenskrar bók- menntasögu. Inn { lénið má enginn fara nema spyija herrann leyfi (svo!).“ Hvað er nú til í þessu? Vita- skuld er ákveðin verkaskipting með- al kennara í bókmenntum við Há- skóla Islands eftir sérþekkingu manna og áhugamálum eins og við allá háskóla, en hver sem nennir að blaða í Kennsluskrá háskólans um nokkurra ára bil getur sannfært sig um að verkaskipting breytist frá ári til árs og engin sérstök svæði eru friðhelg eða frátekin handa einstök- um mönnum. Sjálfur hef ég, svo að ég taki dæmi, kennt bókmenntir frá öllum öldum íslenskrar bókmennta- sögu og ekki þurft að standa í neinu stríði til að fá „heimildir" einhverra lénsherra. Ég á mér heldur ekkert frátekið svæði og yrði því fegnastur ef einhver annar vildi t.d. annast kennslu í sagnadönsum sem ég hef mest fengist við að rannsaka. Ann- ars er verkaskiptingin í meginatrið- um þannig að einn hópur kennara fæst einkum við fornbókmenntir en annar hópur einkum við nútímabók- menntir, og vitaskuld er það hag- kvæmt fyrir alla aðila að sami mað- ur kenni sama námskeið oftar en einu sinni. Þetta er nú allt lénsveldið. Niðurstaða þessarar speki um lénsfyrirkomulagið er harður dómur sem vænta má. „Grillurnar eru því bagalegri sem bókmenntir þola síður en önnur menningarviðleitni að vera slitnar úr samhengi við almenna þekkingu og reynslu. En hvorugu er fyrir að fara í þessari deild skól- ans.“ Undir þessum dómi væri erfitt að sitja — manni getur nú sárnað, eins og þar stendur — ef höfundur sýndi ekki greinilega að hann hefur hvorki almenna né sérstaka þekk- ingu á því sem hann er að tala um. Lítum á næstu klausu: „Að athuguðu máli hefur sýnt sig að mikið magn skrifa fyrritíða manna hafa legið óbirt vegna þess eins að þau falla ekki að persónu- leika æviráðinna háskólakennara. Helstir frumkvöðlar að bókmennta- þróun 20. aldar hafa hreinlega ekki verið uppgötvaðir, s.s. Benedikt Gröndal sem kenndi Laxness, Þór- bergi og Steini að hlæja og þar með þjóðinni." Þessi ættartala hlátursins kann nú að orka tvímælis, þótt Bene- dikt Gröndal hafí vissulega verið meiri húmoristi en við Þorsteinn Antonsson. En hvað er hæft í ásök- uninni? Ekki er nóg með það að Benedikt Gröndal sé sjálfsagt viðfagnsefni í kennslu um bók- menntir 19. aldar, heldur hefur Bók- menntafræðistofnun háskólans ný- lega gefið út kandidatsritgerð Þóris Óskarssonar, þar sem rækilega er fjallað um fagurfræði Gröndals, og auk þess staðið að útgáfu á kvæðum hans og fleiri ritum með inngangs- ritgerð og skýringum svo að tryggt megi verða að stúdentar og aðrir eigi að þeim greiðan aðgang. Þessi síðar nefnda bók birtist í ritröðinni íslensk rit, sem bókmenntakennarar við Háskóla íslands hafa staðið að og ritstýrt. Það er kannski fróðlegt í ljósi þess sem Þorsteinn segir um einsýni okkar og vinstri villu að telja upp hvað hefur verið gefið út í þessri ritröð í bókmenntasögulegri tíma- röð: Sólarljóð, sagnadansar, sýnis- bók sagnaritunar á upplýsingaröld, Jón Þorláksson, Bjarni Thorarensen, Benedikt Gröndal, Matthías Joch- umsson, Þorgils gjallandi, Hulda og Davíð Stefánsson. í undirbúningi er sýnisbók ljóða eftir íslenskar konur og Vídalínspostilla. Þetta eru eink- um verk frá fyrri tímum. Ekki er „Enginn maður getur hafið sig yfir samtím- ann, hvorki rithöfundar né bókmenntakennarar. En ég held að heppi- legra sé að umræða um þau efni hefjist á skýr- ari og skynsamlegri málflutningi en þeim sem hér er gerður að umtalsefni.“ það vegna þess að við sinnum ekk- ert nútímabókmenntum, en varla getur listinn talist sanna að við vilj- um ekki halda öðru að nemendum en sósíalískum verkum. Sannarlega er alltof mikið af bókmenntum fyrri tíma enn óprentað, en ef ekki væru aðrar ástæður til þess en „persónu- leiki æviráðinna háskólakennara" væri vandinn fljótleystur. Eitt sinn bauð Þorsteinn Antonsson stofnun- inni til útgáfu uppskrift sína á sögu eftir Eirík Laxdal. Ritstjórnin hafði einmitt rætt um að æskilegt væri að stuðla að útgáfu á a.m.k. ann- arri hvorri skáldsögu Eiríks, en sá sem athugaði handrit hans fyrir stofnunina taldi að vinnubrögð Þor- steins væru þannig löguð að ekki væri hægt að taka handrit hans til útgáfu. Háskólastofnun verður að sjálfsögðu að gera kröfur um ná- kvæmni og fræðileg vinnubrögð við útgáfu. Okkur gildir einu þótt sér- vitringar og grillufangarar hafi það til marks um að við höfum ekki áhuga á innihaldi ritanna. Ná- kvæmnin í vinnubrögðum og frá- gangi er einmitt til marks um virð- ingu fyrir innihaldi. Útgáfa Þor- steins komst nú samt á prent og er vonandi að ráðin hafí verið bót á þeim annmörkum sem upphaflega voru á verki hans. Með ýmsum þokukenndum um- mælum ýjar Þorsteinn að því að ein- hver annarleg og menningarfjand- samleg sjónarmið valdi því hvaða efni er valið til kennslu í bókmennt- um við háskólann. Ef litið er í kennsluskrá þessa árs, sem er mótuð af hinum æviráðnu, kemur í ljós að fjórir íslenskir rithöfundar fá um- ijöllun í sérstökum námskeiðum í íslensku eða almennri bókmennta- fræði, aðrir falla undir tímabil og stefnur. Hveijir eru þessir fjórir? Jónas Hallgrímsson, Matthías Joc- humsson, Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness. Um tvo þá síðar- nefndu fjalla fastir kennarar, um hina tvo lærdómsmenn sem ekki starfa við háskólann en hefur sem sagt verið boðið inn í lénsríkið. Jú, það er satt, Halldór Laxness var lengi sósíalisti. Sannarlega væri gaman að geta fjallað rækilega um verk fleiri höfunda en við gerum, og mikilvægt væri að geta að stað- aldri boðið hæfum mönnum utan háskólans til fyrirlestrahalds. En því miður er staðan þannig nú á hinum miklu sparnaðartímum að ekkert fé er til stundakennslu og ekki er hægt að bjóða annað en það sem fastir kennarar, æviráðnir eða til skemmri tíma, geta leyst af hendi með ikennsluskyldu sinni. Margt af því sem Þorsteinn Ant- onsson segir í grein sinni er þess eðlis að erfiðara er að festa hendur á því en þessum atriðum sem nú voru nefnd, en ætli það sé ekki víða jafnrangt eða villandi? Hitt er svo annað mál að vissulega er það áhugavert umræðuefni hvernig póli- tík, menningarmál og bókmenntir fléttast saman á ýmsum tímum og hafa fléttast saman hér á landi á undanförnum áratugum. Enginn maður getur hafið sig yfír samtím- ann, hvorki rithöfundar né bók- menntakennarar. En ég held að heppilegra sé að umræða um þau efni hefjist á skýrari og skynsam- legri málflutningi en þeim sem hér er gerður að umtalsefni. Vandséð er hvers forseti Tékkóslóvakíu á að gjaldg, að mynd hans skuli birtast í þessum þokubakka. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.