Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 25 Ráðstefna M. V. B. um íbúðarhúsnæði: Forsjárhyggja hins opinbera gagnrýnd MIKIL gagnrýni kom fram á for- sjárhyggju hins opinbera í hús- næðismálum á ráðstefnu, sem Meistara- og verktakasamband byggingarmanna gekkst fyrir að Hótel Loftleiðum s.l. þriðjudag. Sagði Orn Isebarn, formaður Meistarafélags húsasmiða, að nánast á hverju ári væri reglum Húsnæðisstjórnar breytt og að minnsta kosti þrisvar á undan- förnum 10 árum hefði verið um stórvægilegar breytingar að ræða og kerfinu nánast umsnúið. Þetta hefði haft slæm áhrif á alla starfsemi og áætlanagerð byggingafyrirtækjanna. Ríkj- andi húsnæðislánakerfi væri andstætt einkaframtakinu og með því væri nánast verið að ýta fólki inn í félagslega húsnæði- skerfið. Ráðstefnan, sem bar yfirskriftina íbúðarhúsnæði: Einkaeign - opinber forsjá, var haldin vegna óvissunar, sem nú ríkir á byggingamarkaðnum og var ætluð byggingaraðilum íbúð- arhúsnæðis á frjálsum markaði og forráðamönnum fyrirtækja í hús- byggingageiranum, fasteignasöl- um, steypu- og efnisssölum, húsein- ingaframleiðendum, iðnrekendum auk ijölda annarra aðila. Á fundinum kom fram að ástæð- ur samdráttarins í þjóðfélaginu væru ekki aðeins að finna í áföllum Davíð Oddsson forsætisráðherra. í TILEFNI af 65 ára afmæli Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, verður Ráðstefna um náttúru- vernd FÉLAG leiðsögumanna og Land- varðafélag Islands efna til ráð- stefnu laugardaginn 21. mars í Odda húsnæði _ félagsvísinda- deildar Háskóla Islands og verð- ur þar fjallað um náttúruvernd á íslandi og hlutverk landvarða og leiðsögumanna. Ráðstefnan hefst klukkan 14 og er áætlað að hún standi fram til klukkan 18. Á ráðstefnunni er gert ráð fyrir að fulltrúar Ferðamálaráðs, Nátt- úruverndarráðs og frá stjórnmála- flokkunum sitji fyrir svörum um framtíðarstefnu í náttúruvernd og ferðamálum. Morgunblaðið/Sverrir Jóhanna Sigurðardóttir flytur ávarp sitt á ráðstefnunni. vegna ytri aðstæðna. Ríkisútgjöld til bygginga á félagslegu íbúðarhús- næði hefðu verið aukin til muna. Á síðasta ári námu útlán úr Bygging- arsjóði verkamanna til bygginga á félagslegum íbúðum rúmum 5,2 milljörðum kr. og eftirspurn eftir slíku húsnæði væri meiri en fram- boð. Þetta hefði m. a. leitt til mik- Davíð Scheving Thorsteinsson framkvæmdastjóri. efnt til afmælisfagnaðar laugar- daginn 21. marz í Valhöll, Háa- leitisbraut 1. Heiðursgestur verður Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra en veizlustjóri Davíð Scheving Thorsteinsson fram- kvæmdastjóri. Fagnaðurinn byijar kl. 19.00 með fordrykk en síðan hefst borð- hald. Eftir hátíðarkvöidverðinn verður ýmislegt gert til skemmtun- ar og meðal annars munu þingmenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins bregða á leik. Afmælisfagnaðurinn verður op- inn öllum fyrrverandi og núverandi Heimdellingum sem og öðrum vel- unnurum félagsins. Þá er hátíðin tilvalin fyrir fyrrverandi stjórnar- menn sem vilja hittast og rifja upp liðna tíma. Miðaverð er kr. 2.000 en kr. 1.500 fyrir skólafólk. Eftir hátíðar- kvöldverðinn, kl. 22.30, verður hús- ið opnað fyrir aðra en matargesti og verður aðgangur þá ókeypis og öllum heimill. Miða- og borðapant- anir verða í Valhöll. (Frétljitilkynning) ils samdráttar í sölu á nýjum íbúð- um, sem byggðar eru á ftjálsum markaði. Einar Kr. Guðfinnsson alþingis-' maður sagði, að félagslega íbúða- kerfið hefði skapað sjálfheldu úti á landsbyggðinni, ekki vegna þess að fólki væri auðveldað að eignast þak yfir höfuðið heldur vegna þess að þar væri öryggið fyrir því að geta selt aftur sökum kaupskyldu sveit- arfélaganna. Við endursöluna væri upphaflegt kostnaðarverð fram- reiknað að frádregnum afskriftum. Með þessu væri ekki einungis búið að koma á fót félagslegu kerfi til að hjálpa fólki við að kaupa sér húsnæði, heldur líka félagslegu kerfi til þess að selja, á meðan mjög erfitt væri að selja íbúðir á ftjálsum markaði úti á landi. Þórólfur Halldórsson, formaður Félags fasteignasala, sagði vanda byggingariðnaðarins nú vera fyrst og fremst heimatilbúinn. Ríkjandi viðhorf byggingarmanna væri að halda áfram að byggja, hvað sem öllum öllum markaðslögmálum liði. Enginn hefði hvatt byggingariðnað- inn til að byggja svo mikið, sem raun ber vitni, hvorki einkaaðilar, bankar né lánastofnanir og allra sízt markaðurinn sjálfur. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra vísaði allri gagnrýni á bug og varpaði fram þeirri spurn- ingu, hvort hægt væri að tala hér um velferðarþjóðfélag, þegar þeir sem kröppust kjörin hafa, sæju engar lausnir aðrar en að greiða 40.000-50.000 kr. af 60.000- 70.000 kr. launum í húsaleigu á mánuði. í máli hennar kom fram, að hún hyggst á næstunni leggja fram frumvarp um húsaleigulög, sem feli m. a. í sér jöfnun á hús- næðiskostnaði láglaunafólks á leig- umarkaði. Talið væri, að um 14.000 íbúðir væru á leigumarkaði, þar af nærri 3.000 íbúðir á vegum sveitarfélaga og félagasamtaka. Sagði Jóhanna, að stór hluti leigjenda væri lág- launafólk og líkt og íbúðareigendur fengju vaxtabætur, væri það mikið réttlætismál að koma á jöfnun á húsnæðiskostnaði þessa fólks. Ráðherrann sagði ennfremur, að núverandi framgangsmáti við und- irbúning og framkvæmd bygginga á félagslegum íbúðum fæli ekki í sér nægilega hvatningu til að lækka kostnað þessara íbúða og hægt ætti að vera að ná fram töluverðum sparnaði og betri nýtingu fjár- magns. Þetta sæist m. a. þegar skoðað er uppgjör Byggingarsjóðs verkamanna vegna félagslegra íbúða árin 1990-1991. Þar kæmi t. d. fram töluverður munur á með- alverði á fermetra á því húsnæði, sem byggt var í Reykjavík og á Suðurnesjum eða rúml. 13.000 kr. Á árinu 1991 hefði byggingar- kostnaður félagslegra fjölbýlishúsa- íbúða verið frá 53.200 kr. á fer- metra þar sem hann var lægstur og upp í 92.200 kr., þar sem hann var hæstur. Munur milli hæsta og lægsta verðs væri því 73%, en sam- svarandi hlutfali árið áður var enn verra eða rúm 78%. Þessi mikli verðmunur gæfi til kynna töluvert svigrúm til að lækka kostnaðarverð félagslegra íbúða. Auk framangi-eindra fluttu erindi á ráðstefnunni þeir Ragnar Önund- arson, framkvæmdastjóri íslands- banka, Yngvi Örn Kristinsson, for- maður stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins, Þorlákur Helgason, var- formaður Neytendafélags höfuð- borgarsvæðisins og Guðmundur Eiríksson, framkvæmdastjóri Loft- orku Borgarnesi. Ráðstefnustjóri var Hreinn Loftsson, aðstoðarmað- ur forsætisráðherra. 65 ára afmælishátíð Heimdallar á laugardag HLBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - allt í eintti ferö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.