Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 t HELGA JÓNSDÓTTIR frá Mosum, andaðist í Sunnuhlíð 12. mars sl. Útför hennar fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 21. mars nk. kl. 11.00. Systkini hinnar látnu. t Dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG MARÍA JÓNSDÓTTIR, Langholtsvegi 126, Reykjavík, lést í Landspítaianum þriðjudaginn 17. þ.m. Aðstandendur. t Systir okkar, KRISTJANA KRISTÓFERSDÓTTIR frá Stóradal, sem lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 15. mars, verður jarðsungin frá Stóradalskirkju laugardaginn 21. mars kl. 13.00. Ögmundur Kristófersson, Guðni Kristófersson, Ingibjörg Kristófersdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengamóðir, amma, langamma og langalangamma, SÓLVEIG S. MAGNÚSDÓTTIR, Hjallatúnl, VíkíMýrdal, sem andaðist 12. mars sl., veröur jarðsungin frá Víkurkirkju laugar- daginn 21. mars kl. 15.00. Magnúsína G. Sveinsdóttir, Tómas Ó. Ingimundarson, Sigríður J. Sveinsdóttir, Páll Jónsson, Hrefna Sveinsdóttir, Þórður J. Sveinsson, Áslaug H. Vilhjálmsdóttir, og fjöiskyldur. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN SIGMUNDSSON, Hjallabraut 9, Þorlákshöfn, áður bóndi Vestra-Fróðholti, Rangárvöllum verður jarðsunginn frá Þorlákshafnarkirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlega bent á Krabbameinsfélagið. Jónfna Árnadóttir, Grétar Þorsteinsson, Elísa Þorsteinsdóttir, Árni V, Þorsteinsson, Anna Hjálmarsdóttir, Gunnar R. Þorsteinsson, Valgerður Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA GEIRLAUG PÁLSDÓTTIR frá Lögbergi, Vestmannabraut 56A, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Páll Guðjónsson, Guðbjörg Þorkelsdóttir, Lovfsa Guðjónsdóttir, Ágúst Helgason, Þorsteinn Guðjónsson, Gísli Magnússon, Lilja Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR BERGSSON, Hábergi 40, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. mars kl. 15.00. Gréta Marfa Garðarsdóttir, Ágúst Þór Sigurðsson, Jóhanna Lárusdóttir, Bergdfs Sigurðardóttir, Arnar Jóhannsson, Garðar Hóðinn Sigurðsson, Esther Ósk Ármannsdóttir, Fanney Sigurðardóttir, Eirfkur Sigurðsson, Brynja Sigurðardóttir, Drífa Sigurðardóttir. , Kveðjuorð: Jóhann Jónasson Fæddur 24. september 1925 Dáinn 2. febrúar 1992 Það var að morgni 2. febrúar að litla systir mín vakti mig og sagði að pabbi væri í símanum. Afi var búinn að vera lengi veikur þannig að mig grunaði hvað pabbi ætlaði að segja mér og þegar ég fór í sím- ann sagði hann að afi okkar væri dáinn. Nú þegar hann er dáinn þá sit ég og hugsa um hvað það var nú gott að eiga svona góðan afa. Alveg frá því ég var smástelpa þótti mér gaman að heimsækja ömmu og afa, þau voru alltaf svo góð við mig og systkinin mín og alltaf vorum við velkomin. Afi og amma voru vön að vera hjá okkur á jólunum, en engan grunaði að jólin 1991 yrði þau síðustu sem við fengjum að hafa afa hjá okkur. Ferðir afa til Reykjavíkur urðu allt- af fleiri og fleiri því hann var svo oft veikur, í síðasta sinn kvöddum við hann rétt eftir áramótin og það varð hans síðasta ferð frá Þórs- höfn. Við sáum hann aldrei aftur. Við eigum eftir að sakna afa okkar mikið en við eigum margar góðar minningar um hann sem munu lifa. Við munum aldrei gleyma honum. Elsku amma, Guð styrki þig í þinni miklu sorg. Gulla, Jóhann og Eygló Jónasarbörn. Hryggjast og gleðjast, hér um fáa daga. Heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Það er mikill sjónar- sviptir að manni eins og Jóa Jónas- ar, eins og hann var jafnframt kall- aður. Þorpið okkar hefur beðið mik- ið afhroð við slíkan missi. Hann helgaði sinni heimabyggð allt sitt starf og allan hug. Auk þess að vera afburða aflamaður þá vann hann af velferð og framfaramálum heima á Þórshöfn svo að meira og betur var ekki hægt að gera sann- ur, heill og traustur. Hann var skemmtilegur ákafamaður um allt sem hann gerði, hvort heldur hann var að vinna, skemmta sér eða að gera eitthvað fyrir þann sem þurfti einhvers með þá var enginn fyrri til en hann. Hann var stundum svolítið sér- stakur í orðum ef honum fannst hann þurfa að setja ofaní við okkur eða segja okkur eitthvað til synd- anna, þeirra sem unnu hjá honum, en ósköp gekk honum illa að fela brosið eða góða drenginn á bakvið, svo manni fannst það vera hálfgerð- ar gælur. Það að vera í vinnu hjá Jóa Jónasar var að vera vel tryggð- ur. Við sem þekktum hann svo vel kveðjum hann með þakklæti og trega. Una Guðjónsdóttir. Hann tengdafaðir minn, Jóhann Jónasson frá Skálum, er nú farinn í sinn síðasta róður að ströndinni hinum megin. Erfítt er að trúa því að hann eigi ekki eftir að hringja framar og spyija frétta eða til að láta skutla sér niðrí bragga eða í sparisjóðinn, en þessi garpur sem alltaf var á gangi hér áður, átti orðið erfítt með að fara á milli húsa. Hvað þá að hann komi ekki oftar í heimsókn til okkar með mola í vasanum handa barnabörnunum og hlýtt klapp á höfuð þeirra. Söknuð- urinn er sár og skarðið stórt. En það er von mín og trú að hans síðasti róður verði ekki síður happasæll en allir hinir sem hann fór í lifanda lífi. Elsku Gulla mín og þið öll, við skulum venna okkur við minning- una um sterkan og góðan dreng. Farinn ertu vinur - fjarri liggja brautir, ef þú sérð ennþá veg. Kvaddi eg þig þögull á krossgötum, - harmur þá meinaði máls. Hugði eg og fyrst - Lát þá hvellrómaðri mæla þér maklegt hrós. En lítt þú skeyttir loftungum heims, - þvi kveð ég lágróma Ijóð. Skjótlega dagssól skundar að miðmunda, - svipul er lífdaga lengd. Blunda þú, vinur, bíða verð eg nætur. Hittumst að morgni - ef morgnar. („Farfuglar'* Gísli Jónsson.) Þorbjörg Þorfinnsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELÍA GUNNLAUGSDÓTTIR frá Gnýstöðum, verður jarðsungin frá Tjarnarkirkju á Vatnsnesi laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Sóiveig Árnadóttir, Jón Auðunsson, Gunnlaugur Árnason, Helga Berndsen, Guðmundur Árnason, Hildigunnur Jóhannsdóttir, Skúli Árnason, Ragnheiður Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ANNA SVANHILDUR DANÍELSDÓTTIR, Engihjalla 25, Kópavogi, sem andaðist 8. mars sl. á heimili sínu, verður jarðsungin föstu- daginn 20. mars nk. frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Synir, tengdadætur, barnabörn og bræður. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, , ÞÓRARINN VALDIMARSSON frá Göngustöðum, sem lést þann 14. mars í Dalbæ, Dalvík, verður jarðsunginn frá Urðakirkju laugardaginn 21. mars kl. 13.30. Zophonías Antonsson, Halla Árnadóttir, Valur Þórarinsson, Anna Þorvarðardóttir, Hrafnhildur I. Þórarinsdóttir og barnabörn. + Systir okkar, mágkona og frænka, FANNÝ JÓNSDÓTTIR, sem andaðist í Sjúkrahúsi Húsavíkur 10. mars, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Sigríður Pálína Jónsdóttir, Georg Jónsson, Sigurður V. Jónsson, Ingibjörg Jósefsdóttir og systkinabörn hinnar látnu. Haraldur Sigurgeirsson, Margrét Þorleifsdóttir, María Sigfrfður Sigurðardóttir, + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA DÓRA GUÐJÓNSSON, Laugarnesvegi 54, lést á heimili sínu þriðjudaginn 17. mars sl. Útförin auglýst síðar. Þorvaldur Guðjónsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir okkar. ÓLI SVERRIR ÞORVALDSSON (Ólí blaðasali), verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. mars kl. 10.30. Kristján Þorvaldsson, Guðrún Þorvaldsdóttir, Björg Hafsteins, Arndfs Þorvaldsdóttir. p H1 '11 Minningarkort Bandalags íslenskra skáta Sími: 91-23190 L BSD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.