Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
Þingmannafrumvarp:
Menningarsjóður útvarps-
stöðva verði lagður niður
ÞRÍR þingmenn hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu
á útvarpslögum. Þingmennirnir Ásta R. Jóhannesdóttir (F-Rv),
Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) og Ossur Skarphéðinsson (A-Rv)
vilja fella burt ákvæði útvarpslaga um Menningarsjóð útvarps-
stöðva. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að eignir sjóðsins skuli
við gildistöku laganna renna til Sinfóníuhljómsveitar Islands.
Flutningsmenn frumvarpsins
segja m.a. í greinargerð að það
hafí komið skýrt fram í umræðum
á Alþingi um útvarpslög, árið
1935, að tilgangur Menningar-
sjoðs útvarpsstöðva væri tvíþætt-
ur. í fyrsta lagi að létta af Ríkisút-
varpinu kostnaði sem það hefði
af rekstri Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands, þ.e. 25% af rekstrarkostnaði
hljómsveitarinnar umfram tekjur.
Og í öðru lagi að veita fjárframlög
til eflingar innlendri dagskrárgerð
sem verða ætti til menningarauka
og fræðslu.
Samkvæmt útvarpslögum frá
1985 eru tekjur Menningarsjóðs
útvarpsstöðva sérstakt gjald,
menningarsjóðsgjald sem skal
Þingmannatillögur
ræddar á kvöldfundi
ALÞINGI fundaði í fyrrakvöld frá kl. níu fram til miðnættis. Var
samkomulag milli forsætisnefndar og formanna þingflokkanna
um þétta fundarhald. Umræður um stjórnarfrumvörp hafa reynst
tímafrekari heldur enn vænst hafði verið. Hefur afgreiðsla þeirra
þingmála sem þingmenn leggja fram liðið fyrir þetta. En í fyrra-
kvöld tókst að ljúka fyrri umræðu um þijár þingmannatillögur og
í gær, á 104. þingfundi, var þeim vísað til nefnda.
vera 10% og leggjast á allar aug-
lýsingar í útvarpi. Af gjaldi þessu
skal greiðast hlutur Ríkisútvarps-
ins af rekstrarkostnaði Sinfóníu-
hljómsveitar íslands, áður en til
úthlutunar á styrkjum til útvarps-
stöðva kemur.
í greinargerðinni segir m.a:
„Rekstrarfé útvarpsstöðva er aug-
lýsingatekjur. Þær starfa á fijáls-
um markaði í samkeppni við aðra
fjölmiðla. Tíu prósenta skattur á
auglýsingaverð veikir samkeppn-
isstöðu útvarpsstöðva á auglýs-
ingamarkaði þar sem aðrir fjöl-
miðlar bera ekki slíkan skatt.“
Einnig segir í greinargerðinni: „Sé
mnnci
yfírlit yfir greiðslur og styrki úr
sjóðnum undanfarið skoðað er ljóst
að hann hefur ekki náð að gegna
því hlutverki sem honum var upp-
haflega ætlað.“ Flutningsmenn
vitna einnig til'skýrslu Ríkisendur-
skoðunar frá árinu 1988, þar sem
segir: „Ljóst er að sú fyrirætlan
með lögum um Menningarsjóð út-
varpsstöðva að létta af Ríkisút-
varpinu hluta af rekstrarkostnaði
Sinfóníuhljómsveitar íslands hefur
ekki náð tilgangi sínum þau tvö
ár sem sjóðurinn hefur starfað.“
Flutningsmenn segja einnig að
reglugerðarbreytingar sem hafi
verið gerðar árið 1991 hafi síst
orðið til bóta og stangist á við lög
um Menningarsjóðinn. Þá var hlut-
verk sjóðsins skilgreint að nýju;
auk útvaipsstöðvanna skyldi einn-
ig veita framleiðendum dagskrár-
efnis framlög til eflingar innlendri
dagskrárgerð. Þetta ákvæði
stangist á við lögin um Menningar-
sjóðinn þar sem kvæði á um að
úthluta skuli til útvarpsstöðva eft-
ir að hlutur Ríkisútvarpsins í
rekstrarkostnaði Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar væri greiddur.
í fyrrakvöld var fyrst til lykta
leidd 3. umræða um stjórnarfrum-
varp um breytingu á umferðarlög-
um. En af því loknu, um hálf tíu
leitið, hófst fyrri umræða um
þingsályktunartillögu Stefáns
Guðmundssonar (F-Nv) um endur-
skoðun iðnaðarstefnu. Umræðu
varð lokið þegar klukkuna vantaði
um stundarfjórðung í ellefu. Á
104. fundi Alþingis í gær var
málinu vísað til iðnaðarnefndar.
Steingrímur J. Sigfússon (Ab-
Rv) mælti fyrir þingsályktunartil-
lögu um styrkingu Kolbeinseyjar.
Að þessari tillögu með Steingrími
standa þingmenn úr öllum flokk-
um. Framsögumaður taldi það
skyldu að trygga landsréttindi
okkar og varna því að þessi mikil-
vægi grunnlínupunktur breytist úr
eyju í flæðisker. Umræðu var lok-
ið hálftíma síðar. I gær var málinu
vísað til samgöngunefndar.
Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl)
flutti framsöguræðu fyrir tillögu
til þingsályktunar um kennslu • í
grunnskólum í réttri líkamsbeit-
ingu. Meðflutningsmenn með Ingi-
björgu eru Finnur Ingólfsson
(F-Rv) og Jón Kristjánsson (F-Rv).
Framsögumaður taldi að viðstadd-
ir sem setið hefðu á fundum síðan
snemma morguns ættu að skilja
að röng líkamsbeiting leiddi til
margvíslegra kvilla, t.a.m. bijósk-
los í hrygg og slitgigtar, og óþæg-
inda, s.s. vöðvabólgu og verkja í
öxlum. Aðrir þingmenn töldu til-
Iögu Ingibjargar hið besta mál og
tóku undir það að forvarnastarf
mætti ekki vanrækja. Um kl. 23.40
var umræðu lokið. Málinu var vís-
að til menntamálanefndar í gær.
Jón Helgsson (F-Sl) mælti fyrir
tillögu til þingsályktunar um at-
hugun á vistfræðilegri þróun land-
búnaðar. Meðflutningsmenn með
Jóni eru Egill Jónsson (S-Al),
Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne),
Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn)
og Kristín Einarsdóttir (SK-Rv).
Flutningsmenn vilja fela ríkis-
stjórninni að gera úttekt á hve
miklu leyti íslenskur landbúnaður
uppfylli þær kröfur sem gera verð-
ur til hans með tilliti til sjálfbærr-
ar þróunar þannig að hann spilli
ekki náttúrlegum auðlindum held-
ur auki verðmæti þeirra. Fram-
sögumaður lagði ríka áherslu á
að höfðuðmáli skipti að landbún-
aðurinn væri stundaður í sátt við
umhverfi sitt. Þegar Jón hafði lok-
ið sinni ræðu vantaði klukkuna
tvær mínútur í miðnættið. Frestaði
Bjöm Bjarnason varaforseti Al-
þingis þessari umræðu og sleit
fundi.
Lagabreytingar vegna EES-aðildar:
Alþingi á mikið verk-
efni fyrir höndum
Tímasetningar varðandi þinglega meðferð óvissar
ÓVÍST er enn um væntanlega samþykkt samninga um evrópskt
efnahagssvæði, EES, og nauðsynlegrar lagabreytingar á íslénskum
lögum í kjölfar þeirrar samþykktar. Salome Þorkelsdóttir forseti
Alþingis telur að það þurfi a.m.k. 4-6 vikur til þessa verks. Stjórn-
arandstæðingar telja líklegt að þetta verkefni reynist tímafrekara.
Að afloknum atkvæðagreiðslum
í gær á 104. fundi Alþingis, kvaddi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
(SK-Rv) sér hljóðs um gæslu þing-
skapa. Ingbjörg Sólrún hafði ný-
verið fengið í hendur fundargerð
frá skrifstofu Fríverslunarsam-
taka Evrópu, EFTA. þar væri
greint frá sameiginlegum fundi
forseta þjóðþinga EFTA-ríkjanna
sem haldinn hefði verið 21. febr-
úar í Strassborg. Það hafi vakið
athygli Ingbjargar Sólrúnar að þar
kæmi fram að Salome Þorkelsdótt-
ir forseti hefði greint frá því að
af íslands hálfu væri reiknað með
því að það myndi taka Alþingi um
4-6 vikur að aðlaga um 200 laga-
ákvæði að væntanlegum EES-
samningi. Þeirri vinnu ætti að
verða lokið fyrir lok 115. löggjaf-
arþingsins, 30. september.
Ræðumaður vildi spyija þing-
forsetann, á hverju hann byggði
þetta mat? Hvenær þess væri að
vænta að þingmenn fengju um það
upplýsingar, hvernig þeirra starfi
yrði háttað í sumar, ef EB-dóm-
stóllinn veitti ESS-samningnum
sína blessun?
Salome Þorkelsdóttir þingfor-
seti sagði þær upplýsingar sem
kæmu fram í þessari fundargerð
væru byggðar á upplýsingum sem
embættismenn þingsins hefðu afl-
að á fundi sem hefði verið haldinn
Sigxtrðar Óla Ólafssonar minnst
í UPPHAFI þingfundar á AI-
þingi í fyrradag minntist forseti
þingsins Sigurðar Óla Ólafsson-
ar, fyrrverandi alþingismanns,
með svofelldum orðum:
„Sigurður Óli Ólafsson fyrrver-
andi kaupmaður og alþingistnaður
andaðist í fyrradag, sunnudaginn
15. mars, 95 ára að aldri.
Sigurður Óli Ólafsson var
fæddur 7. október 1896 í Neista-
koti á Eyrarbakka. Foreldrar hans
voru hjónin Ólafur bóndi í Neista-
koti og söðlasmiður Sigurðsson
bónda og trésmiðs í Eintúnahálsi
og á Breiðabólstað á Síðu Sigurðs-
sonar og Þorbjörg Sigurðardóttir
bónda í Neistakoti Teitssonar. Að
loknu barnaskólanámi var hann í
unglingaskóla á Eyrarbakka ve-
turna 1911-1913 og nam bókhald
við norskan bréfaskóla einn vetur.
Næstu árin stundaði hann ýmis
störf til lands og sjávar, var með-
al annars stundakennari við barn-
askólann á Eyrarbakka veturinn
1915-1916. Hann var bifreiðar-
stjóri að atvinnu og verslunarmað-
ur á Eyrarbakka 1919-1927.
Hann rak ásamt tengdaföður sín-
um verslun á Selfossi á árunum
1927-1964, stundaði síðan versl-
unar- og skrifstofustörf í Reykja-
vík 1964-1974.
Sigurður ÓIi Ólafsson var í
hreppsnefnd Sandvíkurhrepps
1938-1947 og 1947-1962 í
hreppsnefnd Selfosshrepps, sem
þá var orðinn sérstakur hreppur,
oddviti Selfosshrepps var hann
1947-1958. Sýslunefndarmaður
var hann 1938-1958. Hann var
um skeið í sóknarnefnd Laugar-
dælasóknar og síðar Selfosssókn-
ar. Formaður skólanefndar Hér-
aðsskólans á Laugarvatni var
hann frá 1951-1967. Við alþing-
iskosningarnar árið 1949 var
hann kjörinn varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Árnessýslu
og átti sem slíkur sæti varamanns
tímabundið á næstu þremur þing-
um. Við fráfall Eiríks Einarssonar
frá Hæli í nóvember 1951 hlaut
hann fast þingsæti og var þing-
maður Árnesinga til 1959 og síð-
an þingmaður Suðurlandskjör-
dæmis til 1967, sat á 19 þingum
alls. Forseti efri deildar Álþingis
var hann 1959-1967. Hann var
yfirskoðunarmaður ríkisreikninga
1964-1967. Árið 1966 var hann
skipaður í endurskoðunarnefnd
laga um þingsköp Alþingis.
Sigurður ÓIi Ólafsson vann
lengst af verslunarstörf. Hann
kom að Selfossi í upphafi þéttbýl-
ismyndunar þar, stofnaði verslun
og fylgdist með vexti byggðarinn-
ar. Hann var kjörinn til forustu
og átti hlut að því að Selfoss varð
að sjálfstæðu sveitarfélagi og síð-
ar að fjölmennum kaupstað. Hann
var áhrifamikill, framsýnn og
hagsýnn í störfum sínum fyrir
sveitarfélagið og átti þátt í að
tryggja því landrými til frambúð-
ar. A Alþingi fylgdi hann fram
með gætni og festu þeim málum
sem hann taldi horfa til hagsbóta
fyrir kjördæmi sitt og þjóðina í
heild. Hann var mannkostamaður,
háttprúður og naut almennra vin-
sælda. Hann var gæddur þeim
eiginleikum sem henta til farsæls
ævistarfs.
Eg vil biðja háttvirta alþingis-
menn að minnast Sigurðar Óla
Ólafssonar með því að rísa úr
sætum.“
um það hvernig standa ætti að
undirbúningi þessara mála, þegar
þar að kæmi. Þingforseti sagðist
ekki geta tímasett hvenær þessu
verki mætti lokið verða. Forseti
sagðist gjarnan vilja fá tækifæri
til að lesa fundargerðina til að
geta gefíð ítarlegri svör.
Svavar Gestsson (Ab- Rv)
gagnrýndi það að fyrstu vísbend-
ingar um hvernig tekið yrði á
Evrópumálunum kæmu fram á
fundi sem haldinn væri erlendis.
Hann vildi að haldinn yrði fundur
með formönnum þingflokkanna
um þá vinnu sem framundan væri,
ef EES yrði raunveruleiki. Stein-
grímur Hermannsson (F-Rn)
sagði það ljóst að þingforseti gæti
ekki sagt til um það hvort þetta
mál kæmi fyrir þingið. En ef sú
yrði raunin, vildi hann benda á að
samkvæmt þeim upplýsingum sem
hann hefði frá þjóðþingum ann-
arra Norðulanda, væri svo metið
að þetta yerk gæti tekið allt að
þremur mánuðum. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) tók
undir efasemdir Steingríms Her-
mannssonar um hve mikinn tíma
yrði að ætla sér til verksins. Hún
taldi nauðsynlegt að Alþingi væri
ljóst hvernig ætti að standa að
þessu verki.
Salome Þorkelsdóttir þingfor-
seti sagði það eðlilegt og sjálfsagt
að um þetta mál yrði íjallað á
fundi með formönnum þingflokk-
anna. Hún vænti þess að þá myndi
verða þess kostur að gefa ítar-
legri upplýsingar. Páll Pétursson
(F-Nv) formaður þingflokks fram-
sóknarmanna taldi nauðsynlegt að
fá munnlega skýrslu frá ríkis-
stjórninni um það hvernig ætti að
taka á þessu máli og hvaða laga-
breytingar yrði að gera. Menn
veltu því líka mjög fyrir sér hvort
yrði af þessari vinnu, en eftir þeim
heimildum sem hann hefði bestar,
væri líklegt að EB-dómstóllinn
myndi ekki gera athugasemdir og
þá væri hægt að ganga í þessa
vinnu á Alþingi.