Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 Þj óðernishyggj a íslendinga eftir Jóhann Hauksson Þjóðernishyggja hefur gríðarleg áhrif á alla umræðu og skoðana- myndun hér á landi hvað varðar útlönd og samskipti íslands við þau. Þetta kemur sérlega skýrt í ljós í athugun sem ég gerði fyrir ekki löngu á tengsium skoðana um EES-samninginn og þjóðernis- hyggju. En þjóðernishyggja er illt fyrirbæri og heimskulegt, að auki snýst hún um nokkuð sem vart er til. Þjóðemishyggja er sú hugmynd að það sem er af ákveðnu þjóð- erni, því sem þjóðernishyggjan beinist að, sé betra en annað. Hún er aðferð ákveðins hóps til að sam- einast í samanburði, þar sem „við“ erum betri'en „hinir“. Ef maður er ísienskur þjóðernissinni þá væri t.d. íslenskt oststykki ósjálfrátt betra en útlent, jafnvel þó á ostun- um væri enginn munur annar en upprunaland, og sama gildir um t.d. lög og dómstól. Hlutir, fyrir- bæri og menn eru þá ekki dæmdir ^if sjálfum sér heldur eftir uppruna- landi. Þjóðernishyggja skilur sig þar frá föðurlandsást að sú síðar- nefnda beinist einungis að viðkom- andi landi sem maður „elskar“, þar sem manni líður vel, þykir fallegt og gott. Því er ekkert því til fyrir- stöðu að maður geti haft „föður- landsást" til fleiri en eins lands (gætum að því að orð eru ekkert annað en merkimiðar sem hengdir eru á fyrirbæri og því segir „föður- !ands“-hlutinn í orðinu ekkert um lyrirbærið. Eins hefði verið hægt að kalla það „góðslandstilfinning" eða ,,andramúst“). Ættjarðarást er þannig jákvæð í sjálfri sér en þjóð- emishyggja neikvæð. Málið flækist nokkuð vegna þess að þjóðernishyggja hefur þróast í tvö birtingarform. Er hún varð til í lok 18. aldar í Vestur-Evrópu og í Norður-Ameríku var hún mikið blönduð mannhyggju og snerist um það að menning og þjóðfélagsað- stæður viðkomandi lands hefðu yfirburði. „Frelsi, jafnrétti, bræðra- lag“ og það sem því tengdist gat verið öllum til handa ef þeir vildu. Menn gátu sem sagt orðið franskir með því að fara þangað og trúa á þær hugmyndir sem þar ríktu, og sem vom þá „betri“. Síðar kom upp austar í álfunni þjóðernishyggja sem var hlutlæg. Viðkomandi þjóð var þá betri í sjálfri sér og aðrir gátu ekki orðið hluti af henni. Þjóð- in er þá „hæfari" af náttúmnnar hendi vegna erfðalegra áhrifa, vegna guðlegs vilja eða annars þess háttar. Aðrir, þeir sem eru ekki hluti af þjóðinni, eru verri og eru óforbetranlegir, þ.e. þeir verða það áfram - geta aldrei orðið hluti af „þjóðinni góðu“. Eins og við öll vitum leiddi þessi hugmynd, trú, til mestu grimmdarverka mann- kynsins, til mestu niðurlægingar þess mannlega, til þess að illska mannsins náði hámarki sínu. Það háðulega við þessa síðari þjóðernishyggju, sem er sú sem leikur lausum hala hér á íslandi, er að hún snýst um þjóð - þeirra góðu og hæfu - en ef grannt er skoðað em engin einkenni sem ein- kenna þjóð, og sem hægt er að skilgreina hana með. Menn hafa sagt að kynþáttur, og kynþáttareinkenni, ákvarði þjóð. Það stenst enga rannsókn því eng- in kynþáttareinkenni eru sameigin- leg íslendingum, Frökkum eða Þjóðveijum, og aðeins þeim. Til dæmis er ekkert kynþáttalegt sé- reinkenni á íslendingum sem eng- inn annar hefur. Bandaríska þjóðin er samsett úr nærri öllum kynþátt- um veraldar, stór hluti bresku þjóð- arinnar er litað fólk úr fyrri nýlend- um Breta, og svona væri hægt að telja endalaust. Einnig er hægt að fara aftur i tímann. Fyrir þúsund árum var íslenska þjóðin (sem raunar leit ekki á sig sem slíka) samansafn fólks sem kom frá Nor- egi, írlandi og víðar. Því gætu þeir sem hafa gaman af því að skipta fólki í kynþætti talið þar a.m.k. tvo kynþætti sem mynduðu sömu þjóð. Oft er líka sagt að menning móti þjóð. Hvaða skilning sem menn leggja í hugtakið menning stenst þessi skoðun heldur ekki dóm staðreynda. Ef lítið er ármenn- ingu sem lífsaðstæður, þá er engin séríslensk menning til, 'því allsstað- ar í kringum okkur býr fólk á sama hátt og við. Ennfremur mætti þá segja að á Islandi séu margar þjóð- ir því lífsaðstæður bænda eru t.d. aðrar en verkafólks, og lífsafstæð- ur sjómanna eru frábrugðnar lífs- aðstæðum menntamanna. Ef á hinn bóginn er litið á menningu sem list- ir og listsköpun á ákveðnu svæði, þá er heldur engin íslensk þjóð til því listir hér hafa ekkert sérís- lenskt í sér. Afurðir lista gætu rétt eins hafa verið gerðar í öðrum lönd- um og/eða af útlendungum. Tungumál hefur talið mynda þjóð, þar sem t.d. íslendingar eru íslenskir því þeir tala íslensku. En eru þá Astralir, Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadabúar, Suður-Afr- íkumenn og Nýsjálendingar ein þjóð? Svisslenska þjóðin er þá ekki ein en fjórar, og einn hluti Sviss- lendinga er Þjóðverjar, og annar Frakkar. Frakkar væru ekki bara í Frakklandi, og í Sviss, heldur lfka víða í Afríku og í Quebec í Kanada. Hluti Finna talar sænsku. Eru þeir Svíar? Allir íbúar Suður- og Mið- Ameríku eru þá Spánveijar, að Brasilíumönnum undanskildum en þeir væru portúgalskir. Eins og við sjáum er allt þetta fáránlegt. Oft segja þjóðernissinnar að sag- an móti þjóðina. Þá höfum „við búið saman í hundruð, eða þúsund, ára“ og „við höfum gert“ hitt og þetta. Þessi skoðun horfir framhjá þeirri staðreynd að menn lifa í tæp hundrað ár, og eru að auki aðeins til á líðandi augnabliki. Að auki höfum „við“ ekki gert neitt, heldur einstaklingarnir sem framkvæmdu. Dæmi er að „við íslendingar" unn- um ekki heimsmeistaramótið í brids, heldur aðeins þeir sem sátu að spilum með hjálp þeirra sem í kringum þá voru. Eins skrifuðum „við“ ekki Islendingasögurnar, heldur Snorri Sturluson og aðrir höfundar þeirra. Sannleikurinn er sá að þjóð er huglægt fyrirbæri, hún er samsafn einstaklinga sem trúa því að þeir myndi eina og sameiginlega þjóð sem greinir þá frá öðrum. Þetta er þó ekki svo einfalt því hópurinn verður að viðurkenna þá kröfu ein- staklinganna að þeir séu hluti af honum, og þar kemur það inn í að það er betra að eiga eitthvað sam- eiginlegt með þeim sem maður vill sameinast. Gott er að tala sömu tungu, hafa sömu trú, svipaðan UPPSELT á sýningar í Borgarleikhúsinu '0:' og Þjóöleikhúsinu 22. mars AUKASÝNIN ; t tíis / íþróttahúsi Fjölbrautaskólans í Hir Breiðholti við Austurberg ~ ,, > í' Mk » TL-P • mánudaginn 23. mars mr : w :i 8 ;l kl. 20.30. ■Hr'. í14 íþróttahúsi Seltjarnarness við ILM1 Suðurstönd þriðjudaginn 24. mars g- $ML /v ?.|F ] [w kl. 20.30. / Forsala / Mm/ JfM / .. s ’ ’ mt .Mt: á báðar sýningar í versluninni Betra líf, 4Bm '• ■fyr\ jvÉjL Laugavegi 66, símar 623336 og 626565. Tryggðu þér miða iMSSK&lí! filHÉiliHfeil „Þjóðernishyggja er sú hugmynd að það sem er af ákveðnu þjóðerni, því sem þjóðernishyggj- an beinist að, sé betra en annað. Hún er að- ferð ákveðins hóps til að sameinast í saman- burði, þar sem „við“ erum betri en „hinir“.“ hörundslit o.s.frv., en þó er ekkert af þessu nauðsynlegt. Strangt til tekið er trú á sameiginlega þjóð nægjanleg, sameiginlegur þjóðfáni, þjóðsöngur, þjóðhetjur - vilji til að vera af sömu þjóð. Þjóðernishyggja er tilfinningaleg og óskynsamleg, eins og trúar- brögð, og hún sameinar fólk eins og trúarbrögð. Munurinn á trúar- brögðum og þjóðernsishyggju er að þau fyrrnefndu beinast oft að Guði sem þá er góður, þau miða að þeim sem trúa og veita þeim lífsfyllingu. Þar að auki eru kær- leikur og umburðalyndi mikilvægur í þeim. Þjóðernishyggja beinist ekki síður gegn hinum en að þeim sem mynda þjóðina. I þjóðernis- Jóhann Hauksson hyggju er hvorki að finna kær- leika né umburðarlyndi heldur andúð, óvild og fyrirlitningu. Þess vegna er hún vond. Þess vegna ber okkur að forðast hana og beijast gegn henni. Þess vegna ber okkur ekki að mynda skoðanir með hana til grundvall- ar, og ef við höfum gert það verðum við að henda þeirri skoð- un frá okkur en taka til okkar skynsamleg rök og byggja á þeim. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla íslands. Hilmar Jensson Skúli Sverrisson Bandarísk-íslenskur kvartett í Púlsinum Jass Guðjón Guðmundsson Hilmar Jensson gítarleikari hefur kallað saman tvo af félögum sínum frá Berklee-tónlistarskól- anum í Boston til tónleikahalds í Púlsinum í kvöld og annað kvöld. Þeir sem leika með Hilmari eru Skúli Sverrisson bassaleikari, Jim Black trommuleikari og Chris Speed tenórsaxafónleikari sem lærði sín fræði í New England Conservatory of Music. Skúli er mönnum að góðu kunnur fyrir magnaðan bassaleik með Full Circle, sem lék í Púlsinum fyrir u.þ.b. einu ári. Hilmar, sem er á góðri leið með að verða einn af fremstu djassgít- arleikurum landsins, lauk námi frá Berklee síðsumars 1991 og var síðan undir handaijaðri Hal Crook, básúnuleikara í hljómsveit saxafónleikarans Phil Woods. Hilmar segir að Crook hafi kennt sér fjölmargt enda þótt þeir leiki á gerólík hljóðfæri, enda fari þar mikill kennari. Hilmar hefur með- al annars leikið með Jens Winth- er, Chet Baker Dana, og saxafón- istanum Uffe Markusen, sem lék hérá fyrstu Rúrek-hátíðinni 1990. Chris Speed þykir einn af efni- legri trommuleikurum vestanhafs. Hann hefur meðal annars leikið með stórsveit Artie Shaw, hljóm- sveitinni Human Feel og stórsveit- inni Orange - then blue, nafngift sem minnir óneitanlega á Mingus- arstandardinn Orange was the color of her dress - then silk blue. Um það bil eitt ár er liðið frá því að Skúli Sverrisson kom hing- að til lands með hljómsveit sinni Full Circle og hélt tvenna eftir- minnilega tónleika á Púlsinum. ■ Þar lék sveitin efni af hljómdiskn- um Secret Stories sem fékk góða dóma í Down Beat skömmu síðar. Skúli er ótvírætt einn efnilegasti rafbassaleikari í nútímadjassi í Bandaríkjunum og er alltaf sér- stök ánægja að fá tækifæri til að heyra hann á tónleikum. Jim Black lék eins og Speed með hljómsveitinni Human Feel og hefur auk þess leikið með gítar- leikaranum John Scofield. Það eru því engir aukvisar sem mæta til leiks í Púlsinum, enda þótt hár aldur sé ekki farinn að há þeim að ráði. Meðal efnis á tónleikunum verða frumsamin verk sem hugs- anlega verða gefin út á hljómdisk, öll frumsamin. Verkin eru flest eftir Hilmar en félagar hans koma einnig við sögu. Hilmar segir að áhrifa gæti ef til vill frá banda- ríska píanóleikaranum og tón- skáldinu Paul Motian í verkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.