Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN IAUSTURRIKI Sigurður Sveinsson er bjartsýnn á leikinn í dag. Ekki þrándur í götu okkar - segirSigurðurSveinsson, aldursforseti íslenska landsliðsins, um Hollendinga „VIÐ SÁUM leik Hollands og Egyptalands á myndbandi rétt áðan. Hollendingar eiga ekki að vera þrándur í götu okkar hér í Linz,“ sagði Sigurður Sveinsson, aldursforseti ís- lenska landsliðsins. „Við verð- um að gefa allt sem við eigum í leikinn og reyna að taka Hol- lendinga á taugum i byrjun. Hollendingar leika flata vörn, en sóknarleikur þeirra er í ró- legri kantinum. Þeir hanga mikið með knöttinn. Við þurfum að þétta vörn okkar á miðj- unni þar sem Hol- lendingar eru með hávaxna leikmenn, sem geta skotið - flest mörk Hollendinga gegn Egyptum komu með langskotum fyrir utan miðjuna. SigmundurÓ. Steinarsson skrifar frá Linz Við þurfum ekki að ná toppleik til að leggja Hollendinga og Belga að velli, en Norðmenn verða eflaust erfiðari viðureignar. Við verðum að vinna þá til að komast með fjögur stig í milliriðilinn. Þegar við leikum gegn þeim á að vera kominn ákveð- in stígandi hjá okkur. Þetta verkefni hér í Austurríki leggst vei í mig. Við erum ákveðnir að láta verkin tala og slá á þær umræður sem hafa verið heima, en margir hafa ekki trú á að við gerum stóra hluti,“ sagði Sigurður Sveins- son, sem hefur leikið í sautján ár með landsliðinu. Hann lék sinn fyrsta landsleik 17 ára, 1976, gegn Dönum í Vestmannaeyjum. „Það er alltaf jafn skemmtjlegt að taka þátt í svona mótum. Ég mun leika handknattleik eins lengi og heilsan leyfir," sagði Sigurður. Vonandi náum við upp réttum dampi - segir Þorbergur Aðalsteinsson, sem velur ekki liðið gegn Hol- landi fyrr en Ijóst verður hvort Júlíus Jónasson kemst í tæka tíð „ÞAÐ ER góð stemmning í hópnum og við erum komnir hingað til Austurríkis til að ná einu af fjórum efstu sætunum og tryggja okkur farseðilinn á HM í Svíþjóð," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálf- ari íslands. Fyrsti leikur ís- lenska liðsins verður gegn Hol- lendingum í dag. „Við eigum að leggja Hollendinga að velli, síðan verður hver leikur tekinn fyrirsig.*1 Þorbergur sagði að það væri oft erfitt að komast í gang. „Von- andi náum við upp réttum dampi gegn Hollendingum. Leikurinn gegn þeim er aðeins fyrsta skrefíð af mörgum sem verða tekin hér - næst verða það Belgíumenn og síð- an Norðmenn," sagði Þorbergur, en hann mun ekki velja endanlegt lið fyrir leikinn gegn Hollandi fyrr en séð verður hvort Júlíus Jónasson kemst í tæka tíð frá Spáni. „Það er ljóst að Guðmundur Hrafnkelsson og Bergsveinn Berg- sveinsson verða i markinu. Valdi- mar Grímsson og Bjarki Sigurðsson verða hægri hornamenn og Sigurð- ur Sveinsson og Kristján Arason fyrir utan hægra megin. Konráð Olavson verður í vinstra horninu og Birgir Sigurðsson og Geir Sveinsson á línunni, en síðan er óljóst hveijir verða fyrir utan vinstra megin, eða þá sem leik- stjórnendur. Ef Júlíus kemur ekki verða Héðinn Gilsson og Sigurður Bjarnason fyrir utan hægra megin og þá yrði einn leikmaður í hlut- verki leikstjórnanda, líklega Gunnar Gunnarsson," sagði Þorbergur. Kristján Arason kemur til með að leika mest i vörninni og vera lykilmaður í að útfæra hraðaupp- hlaup. „Kristján er ekki orðinn það góður að hann geti beitt sér af full- um krafti í sókninni, en hann er allur að koma til,“ sagði Þorbergur. Héðinn Gilsson snéri sig á ökkla vinstri fótar á æfingu í gærmorg- un, en hann snéri sig einnig á sama ökkla fyrir þremur vikum. „Þetta er ekki það slæmt að ég geti ekki leikið. Okklinn verður „teipaður“ fyrir leikinn," sagði Héðinn. ■ JANUSZ Czerwinski, sem var landsliðsþjálfari íslands í B-keppn- inni í Austurríki 1977, er einnig hér núna. Hann er formaður pólska handknattleikssambandsins og að- alfararstjóri liðsins. ■ FYRIRKOMULAGIÐ í B- keppninni breytist þegar Evrópu- keppni landsliða verður tekin upp haustið 1993. „Það er stórkostleg breyting. Þá förum við að leika al- vöruleiki heima og heiman,“ sagði Þorbergur. ■ BOGDAN Kowalczyk, sem þjálfaði landsliðið áðuren Þorberg- ur tók við því, er einnig hér í Aust- urríki. Hann er þjálfari í Inns- bruck. ■ REIKNAÐ er með að um 500 áhorfendur verði á leikjum í A-riðl- inum hér í Linz, en um 700 í B-riðl- inum í Salzborg. Aðgöngumiði á tvo leiki kostar kr. 600, en að- göngumiði á alla þrjá leikdagana kostar kr. 1.500. ■ ÍÞRÓTTAHÖLLIN í Vín, þar sem úrslitaleikurinn fer fram, tekur 6.000 áhorfendur. Það er ekki reiknað með svo mörgum áhorfend- um og það þó svo að Austurríkis- menn leiki til úrslita. ■ TÍU fermetra rauð auglýsing er á miðju gólfinu í íþróttahöllin þar sem Islendingar leika. Þegar leikmenn sáu auglýsinguna varð Kristjáni Arasyni að orði: „Nú, það verður þá ekkert sjónvarpað heim.“ ■ LANDSLIÐ ísraels á að vera vel samæft. Það eru hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn af sextán frá sama félaginu - Rision Lezion. ■ LEIKMENN verða lyfjapróf- aðir í B-keppninni og fer einn úr hveiju liði í próf eftir hvern leik. ■ ISLENSKA fékk óvænt æfingu í íþróttahúsi barnaskóla í gærmorg- un. Menn voru drifnir úr morgun- mat og á æfingu. Frí var gefið í skólanum á meðan og krakkarnir 'horfðu á, og höfðu gaman af. ■ BJARNI Felixson var ánægður þegar hann kíkti á æfingu hjá liðinu í gær, því Konráð Olavson var í KR-búningi. ■ NOKKRIR íslendingar komu hingað í gær til að fylgjast með íslenska liðinu. Ekki var það þó breiðfylking, því _út úr langferða- bílnum stigu 11 íslendingar. ■ ÞAÐ verða dómarar frá Aust- urríki sem dæma leik Islands og Hollands í dag. Allt er þegar þrennt er! Góður árangur landsliðsins í keppni í Alpalöndunum 1986: B-keppni í Sviss Þjálfari: Bogdan Kowalczyk 1992: B-keppni í Austurríki Þjálfari: Þorbergur Aóalsteinsson* 1978: HM í Danmörku 1988: OL í Seoul 1993: HM í Svíþjóð ?? 'Þorbergur lék með landsliðinu í B-keppninni bæði í Austum'ki 1977 og í Sviss 1986 Gott klifur í Ölpunum íslenska landsliðinu hefur alltaf gengið vel í mótum í Alpalöndunum Austur- ríki og Sviss. Það er eins og snjórinn, kuldinn og fjallalofið hafi góð áhrif á íslenska handknattleiksmenn. 1977 varð íslenska liðið í fjórða sæti í B-keppninni í Austurríki og tryggði sér rétt til að leika í heimsmeistarakeþpninni í Dan- mörku árið eftir. 1986 hafnaði íslenska liðið í sjötta sæti í heimsmeistarakeppn- inni í Sviss og tryggði sér rétt til að leika á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Allt er þegar þrennt er. Nú er íslenska liðið í Austurríki að beijast um rétt til að taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð 1993. Förum í úrslK - segir Kandija þjálfari Austurríkismanna Austurríkismenn eru bjartsýnir á gengi sinna manna í B- keppninni. Þeir ætla sér farseðilinn til Svíþjóðar, þar sem heimsmeist- arakeppnin fer fram 1993. „Við höfum undirbúið okkur vel og ætlum að standa uppi sem sigur- vegarar,“ sagði Vinko Kandija, þjálfari Austurríkismanna. „Ég hef trú á að við leikum um fyrsta sætið gegn Islendingum, sem eru með öflugt lið. Það sýndu þeir hér á móti á dögunum, en þá lögðu þeir okkur að velli, 23:14, í úrslita- leik. Hollendingar eru einnig með sterkt lið og til alls líklegir. Við beijumst líklega við Svisslendinga um að leika úrslitaleikinn, en ég spái því að Austurríki, ísland, Sviss og Holland verði í fjórum efstu sætunum hér í B-keppninni.“ Austurríkismenn, sem leika í D-riðli ásamt Finnum, Bandaríkja- mönnum og Japönum, léku æfinga- leiki gegn Króatíu um sl. helgi og unnu örugglega, 29:22, og töpuðu síðan 24:20. Austurríkismenn eru taldir sigur- stranglegastir í D-riðli, en ekki má afskrifa Finna með þá Jan Rönne- berg, sem leikur á Spáni, og Mika- el Kallmann, sem leikur með Wallan-Massenheim í Þýskalandi. Danir eru taldir sigurstrangleg- astir í B-riðli, en leik þeirra stjórnar gamla kempan Erik Veje Rasmuss- en. Svisslendingar eru taldir sigur- stranglegastir í C-riðli og íslending- ar í A-riðli. Fyrstu leikirnir fara fram í dag, en þá leika: A-Riðill: fsland - Holland, Noregur - - Belgía. B-riðill: Pólland - ísrael, Danmörk - - Egyptaland. C-riðill: Sviss - Búlgaría, Argent- ína - Kína. D-riðill: Finnland - Bandaríkin, Japan - Austurríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.