Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 &[l5> © 1991 Jim Unger/Distribuled by Universal Press Syndicate „ éa hef heyrt CÁ körton þin hfifi afré þriburo.■', Það var svakalega gaman. Við lékum bara leiki fullorð- inna. BRÉF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Þitter valdið Frá Jakobi Gunnari Péturssyni Sagt er að lýðræði sé grundvöllur að heilbrigðum stjórnunarháttum. Það byggir á valdi lýðsins varðandi forystuhlutverk. Innan þess kerfis hljóta pólitíkusar að verða persónu- leg endurspeglun umbjóðenda sinna í verkum sínum. Takist pólitíkusi að beita blekkingum og fölskum gylliboðum sér til framdráttar, vitn- ar það um andlegan slappleika kjós- enda hans. En er sá slappleiki fyrir hendi í miklum mæli nú, á tímum fjölmiðlafjölda og upplýsingaæðis? Vissulega, því miður. Það sanna mörg dæmi. Útfrá því hefur þróast neikvæð þrætubókarþráhyggja milli mál- skrafsmanna í stjórnkerfinu og hlotið þann hljómgrunn að undrun sætir. Þetta hlýtur að teljast óeðli- legur veruleiki í lýðræðislandi. Spyija má: Er ástæða til að íhuga hvort menntunaraukning almenn- ings sé tekin að virka í átt til lömun- ar á rökréttri hugsun, djörfung og hugrekki er varðar heilbrigða og heillaríka stjórnunarhætti? Svo virðist sem blindur geti valist til að leiða blinda. Líklega ráða persónu- legir sérhagsmunir, raunhæfir eða ímyndaðir mestu um hvar fólk skip- ar sér í stjórnmálaflokka. Þar mun mannvonskan mega sín mest. Þvínæst vegtyllur, sem á einhvern hátt gefa fyrirheit um yfirráð eins yfir öðrum. Prílið í metorðastigan- um. Og þeir sem eru í álitlegum stöðum njörvast stjórnmálalegu fylgi við yfirmenn sína af ótta við að missa þær annars. Bókuð réttindi í lýðfrjálsu landi eru að allir hafí fullt frelsi til skoð- ana og ákvarðana í vali og stuðn- ingi á sviði stjórnunarmála. En að nýta sér þau réttindi til fulls er -ekki eins auðvelt og í fljótu bragði sýnist. Það útheimtir ómældan kjark að ráðast beint framan að heimskunni og blekkingunum. Þeir, sem það gjöra, mega vita að þeir verða hundeltir og lítillækkaðir af hinum pólitísku sjónhverfinga- seggjum, sem eiga allt sitt undir andlegri blindu og trúgirni einhvers fjölda einstaklinga. Um leið og slík- ir pólitíkusar hampa sinni lýðræðis- ást hátt og vítt, þá beina þeir at- höfnum sínum að sérhagsmunum hér og þar. Þeir ráða í störf og stöð- ur út frá flokkslegu þjónustumati á umsækjendum. Slíkt er jafnvel orðið svo algengt að það vekur varla athygli lengur. Það er skýrt dæmi um hvernig lestirnir geta þróast í að teljast sjálfsagðir hlutir. Þar sem stjórnmálaleg forræðis- mennska spannar yfir stöðugt víð- tækara svið forystu og frumkvæðis í mannlegum athöfnum, varðar miklu að fólk fari að rumska. Að vísu höfðar það lítið til úrbóta þó æ fleiri læri að þekkja muninn á réttu og röngu, ef vilja og áræði skortir til að nýta þann lærdóm í verki. Huglaus velferðarunnandi fær litlu áorkað þó hygginn sé. Það ætti að mega fullyrða að nútímafólk skorti tæpast þekkingu á hverjir möguleikar þess eru, ef það vill snúa lýðræðislegri lands- stjórnun til betri vegar. Fremur mun vanta að það hafi þróað innra með sér þá visku, sem felur í sér mannkærleika, fórnfýsi og kjark til að beijast gegn löstum og órétt- læti. Hver sem er innbyggður auð- legð þeirra mannkosta selur ekki frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. JAKOB GUNNAR PÉTURSSON Skólastíg 16 Stykkishólmi , Frábær ferð Frá Guðrúnu Þorsteinsdóttur: Mig langar til að senda fáeinar línur í tilefni þess að við hjónin erum nýkomin úr ferð frá Benid- orm á Spáni. Þangað fórum við á vegum Samvinnuferða-Land- sýn þann 23. janúar. Sannast að segja þá finnst mér að við íslend- ingar séum heldur sparsamir á viðurkenningu og þakklæti fyrir það sem vel er gert okkur til handa. Við vorum þarna í yndis- legu veðri og vellystingum í þijár vikur, sem liðu allt of fljótt. Allur aðbúnaður eins og best verður á kosið. Þetta var 18 hæða hótel sem fjöldi íslendinga kannast sjálfsagt við, „Paraiso" og er örstutt frá ströndinni, mesta lagi 8-10 mínútna rölt. Þarna eru tvær sundlaugar í húsagarðinum sem allir hótelgestir áttu greiðan aðgang að, hvenær dags sem var, og var önnur heit. Og það sem mig undraði mest í sambandi við þægindi, í íbúð var óþijótandi hitt vatn svo og baðaðstaða sem var með þvílíkum ágætum. Hrein bað- handklæði fengum við á þriggja daga fresti, íbúðin þrifin og skipt á rúmum vikulega, sannkallaður lúxús. Þetta var mjög samstilltur og skemmtilegur 26 manna hópur, allflestir eldri borgarar en yngra fólkið í hópnum lét okkur svo sann- arlega ekki finna fyrir aldursmun, enda yngdist maður upp með hveij- um deginum sem leið fyrir góða líðan. Það var tekið vel á móti okkur á Alicante flugvellinum en þar var mættur okkar frábæri fararstjóri Kjartan Trausti Sigurðsson. Hann lá svo sannarlega ekki á liði sínu með að gera okkur öllum dvölina ógleymanlega, hvort heldur var í skoðunarferðum og fróðleik um 'and og þjóð eða með sinni græsku- lausu gamansemi, sem hann kryddaði frásagnir sínar með, en þar hafði hann af nógu að taka. Ég held að mér sé óhætt að segja að ég mæli fyrir munn allra þeirra sem í þessum hóp voru þeg- ar ég leyfi mér að fullyrða að Kjart- an Trausti er frábær fararstjóri. Þó gekk hann ekki heill til ykógar meðan þessi ferð stóð yfir en það er önnur saga og við vorum svo sannarlega ekki látin gjalda þess. En það fór ekki framhjá neinum held ég að hann er einn af þeim mönnum, sem lætur sér annt um fólk. Við Samvinnuferðir-Landsýn vil ég segja þetta: Kærar þakkir frá okkur hjónum fyrir frábæra ferð og veru á Benidorm vikurnar frá 23. janúar til 13. febrúar, og síðast og ekki síst, „ykkar heill“ með ykk- ar einstaka og trausta fararstjóra, sem svo mjög var okkur öllum til halds og trausts í þessari eftirminni- legu ferð. GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR Hraunbæ 103 Reykjavík HÖGNI HREKKVÍSI ,, eFneL'ÝswR. fy&(Z „ eFr/FtLVSTue. fv&z. S/yihÞJOFNA0. " ST&fitþJÓFNAÐ." Víkverji skrifar Umræðan um íþróttir hérlendis í vetur hefur að miklu leyti tekið mið af fjárhagserfíðleikum Handknattleikssambandsins og hvort Þorbergur landsliðsþjálfari Aðalsteinsson gæti notað þennan eða hinn leikmanninn í b-keppnina, sem hefst í Austurríki í dag. Nú er þessi umræða að baki, að sinni að minnsta kosti, og eins og venju- lega þjappai' íslenska þjóðin sér á bak við landsliðið. Víkverji efast ekki um að um leið og flautað verð- ur til fyrsta leiksins síðdegis verða þúsundir Islendinga við sjónvarps- tækin og fylgjast þannig með “strákunum okkar“ eins og gjarnan er sagt þegar mikið liggur við. íslenska liðið hefur alla burði til að bera sigur úr býtum í þessari keppni og liðið sem á endanum hélt til Austurríkis er góð blanda yngri og eldri leikmanna. Menn mega þó ekki gleyma því að fram- farir hafa orðið miklar í handbolta víða um heim og lið eins og það hollenska leggur allt undir í leiknum í dag. Það er heldur ekki langt síð- an að íslendingar mættu til leiks í heimsmeistarakeppninni í Sviss árið 1986 og töldu aðeins formsatriði að Ijúka leiknum gegn S-Kóreu með stórsigri. Reyndar lauk leiknum með stórsigri, en það voru Asíu- mennirnir sem unnu ótrúlega auð- veldlega. A íþróttasíðu blaðsins í gær var fjallað um aðdraganda keppninnar og þar kemur fram að landsliðið undir stjórn Þorbergs Aðalsteins- sonar hefur náð mjög góðum ár- angri. Eftir fyrstu leiki liðsins und- ir stjórn Þorbergs fóru gárunarnir að kalla hann Tobba taplausa. Von- andi verður ástæða til að rifja það upp á næstunni, en tökum bara einn leik fyrir í einu. XXX Skrifari var reyndar á dögunum í Austurríki, nánar tiltekið í Vínarborg. Með það í huga að að- eins rúm vika var þar til b-keppnin í handknattlkeik byijaði lék Vík- veija hugur á að vita hvernig undir- búningur gengi og hvað fólk héldi um röð efstu liða. Niðurstaðan af þeim athugunum var í sem allra stystu máli sú, að fólk hafði ekki hugmynd um keppnina og var ná- kvæmlega sama hvernig hún færi. Reyndar fann Víkveiji leigubílstjóra nokkurn sem hafði pata af keppn- inni, sá hafði séð keppnina auglýsta í íþróttahúsi og hafði mestar áhyggjur af því að körfuboltaæfing- ar sonar hans féllu niður vegna þessa handbolta. Niðurstöður þessarar léttvægu skoðanakönnunar breyta því þó ekki að vegur handknattleiksíþrótt- arinnar hefur aukist víða um heim á síðusfu árum og styrkur andstæð- inga okkar þá um leið. Enn um sinn verður þó trúlega bið á því að hand- bolti kallist þjóðaríþrótt nema á íslandi - þegar vel gengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.