Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 r I Hollenskir dagar: Ætla að matreiða íslenskan fisk með hollensku grænmeti - segir Francois Fagel sem matreiðir hollenskan mat á Hótel Loftleiðum Á meðan á Hollenskum dög- um stendur 18.-28. mars mun hollenskur matreiðslumeistari Francois Fagal kynna hollenska matargerð á sælkerakvöldum á Hótel Loftleiðum. Francois er þekktur matreiðslumaður í Hol- landi og rekur veitingastaðinn „Yfirvaraskeggið" í Utrecht, skammt frá Amsterdam. fyrir matreiðslukennslu sína en veitingastaðinn. „Ég hef meðal annars gert 40 matreiðsluþætti í sjónvarpi og skrifaði á tímabili matreiðsludálk í hollenska Play- boy,“ segir Francois og þegar hann er spurður hvemig matreiðsludálk- ur geti átt heima í slíku blaði er hann snöggur til svars. „Áhugi á góðum mat og því að horfa á eitt- hvað fallegt fer ótrúlega oft sam- an.“ Francois segist ætlað að leggja áherslu á að matreiða fisk á Is- landi. Með honum ætlar hann að hafa hollenskt grænmeti. Morgunblaöið/Anna (Junnhildur Francois í miðju, ásamt matreiðslumönnunum Peter, Michiel og Rob, á veitingastaðnum „Yfirvaraskegginu“. Jóhannes Georgsson framkvæmdastjóri SAS: Skandinavísk yfirvöld höfnuðu umsókn SAS og Flugleiða um 100% makaafslátt Skýr stefna að greiða þurfi eitthvað fyrir farmiða, segja dönsk yfirvöld Francois á 7 bræður sém allir reka þekkta veitingastaði í Hol- landi. „Við fengum áhuga á mat- reiðslu þegar við vorum látnir hjálpa á veitingastað föður okkar. Núna rekum við allir veitingastaði í Hollandi. Bræður mínir reka lúxusveitingastaði en minn er fijálslegri. Eg vil að fólk geti kom- ið hingað hversdagslega klætt og afslappað. Önnur regla er að ekki er hægt að panta borð á staðnum. Ef allt er fullt verður fólk einfald- lega að bíða.“ Ekki er Francois síður þekktur JÓHANNES Georgsson, fram- kvæmdastjóri SAS á íslandi, seg- ir að skandinavísk yfirvöld hafi bæði hafnað umsókn SAS og Flugleiða um að láta frímiða fyr- ir maka fylgja flugmiða á „busi- ness-class“ til Norðurlandanna. Gagnrýni Flugleiða á að SAS ráði á einhvern hátt fargjöldum milli Islands og Norðurlandanna sé því röng. Hann segir það auk þess alrangt að SAS hafi verið heimilað meira en Flugleiðum á íslenska markaðnum. Torkild Saxe þjá danska samgönguráðu- neytinu segir það skýra stefnu ráðuneytisins að greiða þurfi eitthvað fyrir flugmiða. Jóhannes segir að SAS hafi í allan vetur boðið sérstök tímabund- in makafargjöld með 90% afslætti víða í Evrópu og fundist tími kom- inn til að bjóða slíkt á íslandi líka. „Þegar við höfðum sótt um 90% afslátt til íslenskra og skandinaví- skra yfirvalda sóttu Flugleiðir um 100% afslátt til íslenskra yfirvalda. Við ákváðum að gera slíkt hið sama og sóttum um 100% afslátt bæði til íslenkra og skandinavískra yfír- valda,“ segir Jóhannes. Hann segir að íslensk yfirvöld hafi heimilað báðum flugfélögum að veita 100% makaafslátt en skandinavísku yfirvöldin hafi hafn- að því. „Umsóknum beggja félag- anna var því hafnað, ekki einungis umsókn Flugleiða og SAS stendur á engan hátt fyrir þessu," segir Jóhannes. Hann segir það alrangt að SAS hafí verið heimilað meira en Flug- leiðum á íslenska markaðnum eins og haft sé eftir Pétri J. Eiríkssyni í Morgunblaðinu í gær. „SAS hefur aldrei sótt um fargjald frá íslandi öðruvísi en Flugleiðir hafi verið þar meðumsækjandi eða að Flugleiðir hafi áður verið búið að sækja um viðkomandi fargjald nema í eitt skipti þegar SAS sótti um sex nátta fargjald í október sl. og því var hafnað af íslenskum yfirvöldum þrátt fyrir samþykki skandinav- ískra,“ segir Jóhannes. „SAS flýgur til fleiri borga en Flugleiðir í Skandinavíu og það er ekki hægt að láta farþega líða fyr- ir það að SAS fái ekki skráningu á fargjöldum á ákvörðunarstaði vegna þess að Flugleiðir fljúgi ekki þangað. Á sama hátt hafa Flugleið- ir nýtt sér sitt innanlandsnet,“ seg- ir Jóhannes. Torkild Saxe hjá danska sam- gönguráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri skýr stefna ráðuneytisins að greiða þyrfti fyrir flugmiða og því hefði umsóknum um fría farmiða fyrir maka verið hafnað. „Við féllumst hins vegar á að einungis þyrfti að borga 10% fyrir miðann sem ekki getur talist mikið,“ sagði Torkild. Nýfundnaland: Mótmæli sjómanna vekja mikla athygli Frá Hirti Gíslasyni blaðamanni Morgunblaðsins í St.,John’s á Nýfundnalandi. MIKILL áhugi er nú á Nýfundnalandi á því að flyija landhelgina út í 350 mílur til að vernda þorskstofninn á Grand Bank fyrir ágangi skipa frá Evrópubandalaginu. Fremstur í flokki fer fylkisþingmað- urinn John Efford en hann er jafnframt formaður samtaka sjó- manna á Nýfundnalandi og Labrador. Hann ásakar John Crosbie sjávarútvegsráðherra og stjórnina í Ottawa um linkind gagnvart EB og segir þá fórna hagsmunum Nýfundnalendinga fyrir við- skiptahagsmuni annarra fylkja Kanada. John Efford ætlar að taka málin í sína hendur geri ríkissljórnin ekkert. Hann ætlar meðal annars að fá Eyjólf Konráð Jónsson til ráðgjafar sem sérfræðing í Alþjóða hafréttarsáttmálanum og segir útgerðarmenn og sjómenn fara út til að klippa aftan úr veiðiþjófunum. Kristínn Sigmundsson syngur með Sinfóníuhljómsveitínni Efford stóð fyrir mótmælum við húsakynni sjávarútvegsráðuneyt- isins hér í St. John’s snemma á þriðjudagsmorgun og voru þau nokkuð fjölmenn þrátt fyrir tölu- verðan kulda og veittu fjölmiðar þeim mikla athygli. Það var fyrir atbeina Effords að þeir Arthúr Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda, og Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Gæsl- unni, komu til St. John’s til að kynna heimamönnum hvað um væri að vera á íslandi og hvernig nota megi klippumar úr þorska- stríðinu. Arthúr segir viðtökumar hér hafa verið stórkostlegar og menn hafí mikinn áhuga á íslandi og íslenskum sjávarútvegi. VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Þorskkvótinn við Nýfundnaland og Labrador var skorinn niður um 30% fyrir skömmu vegna lélegrar stöðu þorskstofnsins og telja menn að rányrkja skipa frá Evrópu- bandalaginu, aðallega Spáni og Portúgal, ráði mestu um hvernig komið er fyrir þeim gula. Skipin veiða þorskinn rétt utan við 200 mílna lögsöguna inni á landgranni Kanada og fara í engu eftir settum kvótum, að sögn Effords. Hann segir þessi skip taka allt af 400.000 tonn af þorski árlega og við það verði að sjálfsögðu ekki unað. Vegna niðurskurðarins á kvótanum hafa veiðar á djúpsævi verið bannaðar og veiðar smærri báta nær ströndinni hefjast ekki fyrr en með vorinu. Því hefur fjór- um stórum frystihúsum verið lokað en í því stærsta unnu um 1.000 manns. Þessi slæma staða á Nýfundna- landi hefur vakið athygli um allan heim og næstu tvær vikumar streyma blaðamenn frá öllum heimshornum hingað til St. John’s í tugatali til að kynna sér stöðuna. KRISTINN Sigmundsson bari- tonsöngvari mun syngja með Sin- fóníuhljómsveit íslands á tónleik- um í rauðri tónleikaröð í Há- skólabíói í kvöld, fimmtudag 19. mars, kl. 20.00. Á efnisskrá tón- leikanna verða þijú verk: Tristan og ísold, forleikur eftir Richard Wagner, Söngvar förusveins eft- ir Gustav Mahler og Sinfónía nr. 6 eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Krist- inn Sigmundsson verður ein- söngvari en hljómsveitarstjóri verður breski hljómsveitarstjór- inn Igor Kennaway, en hann stjórnar í forföllum Petris Sakar- is, aðalhljómsveitarstjóra Sinfón- íuhljómsveitarinnar. Kristinn Sigmundsson bariton- söngyari var ráðinn til óperunnar í Wiesbaden haustið 1989 og kom þar fyrst fram í aðalhlutverki óper- unnar Don Giovanni. Hann hefur sungið við óperur í Svíþjóð, Hol- Iandi, Englandi og Þýskalandi og hér heima þar sem hann hefur kom- ið fram í óperam og á einsöngstón- leikum. Hann hélt síðast tónleika á íslandi í fyrravor, í Þjóðleikhúsinu. Kristinn Sigmundsson Igor Kennaway hefur víða komið fram á alþjóðlegum tónlistarhátíð- um og stjómað óperum og sinfóníu- hljómsveitum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann lauk nýlega Igor Kennaway við hljóðritun tónlistar Síbelíusar fyrir BBC með Ulster-hljómsveit- inni og vinnur nú við uppfærslu óperunnar „The Pilgrim’s Progress" eftir Vaughan Williams. afsláttur* ’Miðast við staðgreiðslu af ROSSIGNOL skíðum og skíðaskóm » hummél SPORTBUÐIN ÁRMÚLA 40 • SÍMI 813555 i I » ► ► I i í í > i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.