Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
r I
Hollenskir dagar:
Ætla að matreiða íslenskan
fisk með hollensku grænmeti
- segir Francois Fagel sem matreiðir
hollenskan mat á Hótel Loftleiðum
Á meðan á Hollenskum dög-
um stendur 18.-28. mars mun
hollenskur matreiðslumeistari
Francois Fagal kynna hollenska
matargerð á sælkerakvöldum á
Hótel Loftleiðum. Francois er
þekktur matreiðslumaður í Hol-
landi og rekur veitingastaðinn
„Yfirvaraskeggið" í Utrecht,
skammt frá Amsterdam.
fyrir matreiðslukennslu sína en
veitingastaðinn. „Ég hef meðal
annars gert 40 matreiðsluþætti í
sjónvarpi og skrifaði á tímabili
matreiðsludálk í hollenska Play-
boy,“ segir Francois og þegar hann
er spurður hvemig matreiðsludálk-
ur geti átt heima í slíku blaði er
hann snöggur til svars. „Áhugi á
góðum mat og því að horfa á eitt-
hvað fallegt fer ótrúlega oft sam-
an.“
Francois segist ætlað að leggja
áherslu á að matreiða fisk á Is-
landi. Með honum ætlar hann að
hafa hollenskt grænmeti.
Morgunblaöið/Anna (Junnhildur
Francois í miðju, ásamt matreiðslumönnunum Peter, Michiel og
Rob, á veitingastaðnum „Yfirvaraskegginu“.
Jóhannes Georgsson framkvæmdastjóri SAS:
Skandinavísk yfirvöld höfnuðu umsókn
SAS og Flugleiða um 100% makaafslátt
Skýr stefna að greiða þurfi eitthvað fyrir farmiða, segja dönsk yfirvöld
Francois á 7 bræður sém allir
reka þekkta veitingastaði í Hol-
landi. „Við fengum áhuga á mat-
reiðslu þegar við vorum látnir
hjálpa á veitingastað föður okkar.
Núna rekum við allir veitingastaði
í Hollandi. Bræður mínir reka
lúxusveitingastaði en minn er
fijálslegri. Eg vil að fólk geti kom-
ið hingað hversdagslega klætt og
afslappað. Önnur regla er að ekki
er hægt að panta borð á staðnum.
Ef allt er fullt verður fólk einfald-
lega að bíða.“
Ekki er Francois síður þekktur
JÓHANNES Georgsson, fram-
kvæmdastjóri SAS á íslandi, seg-
ir að skandinavísk yfirvöld hafi
bæði hafnað umsókn SAS og
Flugleiða um að láta frímiða fyr-
ir maka fylgja flugmiða á „busi-
ness-class“ til Norðurlandanna.
Gagnrýni Flugleiða á að SAS
ráði á einhvern hátt fargjöldum
milli Islands og Norðurlandanna
sé því röng. Hann segir það auk
þess alrangt að SAS hafi verið
heimilað meira en Flugleiðum á
íslenska markaðnum. Torkild
Saxe þjá danska samgönguráðu-
neytinu segir það skýra stefnu
ráðuneytisins að greiða þurfi
eitthvað fyrir flugmiða.
Jóhannes segir að SAS hafi í
allan vetur boðið sérstök tímabund-
in makafargjöld með 90% afslætti
víða í Evrópu og fundist tími kom-
inn til að bjóða slíkt á íslandi líka.
„Þegar við höfðum sótt um 90%
afslátt til íslenskra og skandinaví-
skra yfirvalda sóttu Flugleiðir um
100% afslátt til íslenskra yfirvalda.
Við ákváðum að gera slíkt hið sama
og sóttum um 100% afslátt bæði
til íslenkra og skandinavískra yfír-
valda,“ segir Jóhannes.
Hann segir að íslensk yfirvöld
hafi heimilað báðum flugfélögum
að veita 100% makaafslátt en
skandinavísku yfirvöldin hafi hafn-
að því. „Umsóknum beggja félag-
anna var því hafnað, ekki einungis
umsókn Flugleiða og SAS stendur
á engan hátt fyrir þessu," segir
Jóhannes.
Hann segir það alrangt að SAS
hafí verið heimilað meira en Flug-
leiðum á íslenska markaðnum eins
og haft sé eftir Pétri J. Eiríkssyni
í Morgunblaðinu í gær. „SAS hefur
aldrei sótt um fargjald frá íslandi
öðruvísi en Flugleiðir hafi verið þar
meðumsækjandi eða að Flugleiðir
hafi áður verið búið að sækja um
viðkomandi fargjald nema í eitt
skipti þegar SAS sótti um sex nátta
fargjald í október sl. og því var
hafnað af íslenskum yfirvöldum
þrátt fyrir samþykki skandinav-
ískra,“ segir Jóhannes.
„SAS flýgur til fleiri borga en
Flugleiðir í Skandinavíu og það er
ekki hægt að láta farþega líða fyr-
ir það að SAS fái ekki skráningu
á fargjöldum á ákvörðunarstaði
vegna þess að Flugleiðir fljúgi ekki
þangað. Á sama hátt hafa Flugleið-
ir nýtt sér sitt innanlandsnet,“ seg-
ir Jóhannes.
Torkild Saxe hjá danska sam-
gönguráðuneytinu sagði í samtali
við Morgunblaðið að það væri skýr
stefna ráðuneytisins að greiða
þyrfti fyrir flugmiða og því hefði
umsóknum um fría farmiða fyrir
maka verið hafnað. „Við féllumst
hins vegar á að einungis þyrfti að
borga 10% fyrir miðann sem ekki
getur talist mikið,“ sagði Torkild.
Nýfundnaland:
Mótmæli sjómanna
vekja mikla athygli
Frá Hirti Gíslasyni blaðamanni Morgunblaðsins í St.,John’s á Nýfundnalandi.
MIKILL áhugi er nú á Nýfundnalandi á því að flyija landhelgina út
í 350 mílur til að vernda þorskstofninn á Grand Bank fyrir ágangi
skipa frá Evrópubandalaginu. Fremstur í flokki fer fylkisþingmað-
urinn John Efford en hann er jafnframt formaður samtaka sjó-
manna á Nýfundnalandi og Labrador. Hann ásakar John Crosbie
sjávarútvegsráðherra og stjórnina í Ottawa um linkind gagnvart
EB og segir þá fórna hagsmunum Nýfundnalendinga fyrir við-
skiptahagsmuni annarra fylkja Kanada. John Efford ætlar að taka
málin í sína hendur geri ríkissljórnin ekkert. Hann ætlar meðal
annars að fá Eyjólf Konráð Jónsson til ráðgjafar sem sérfræðing
í Alþjóða hafréttarsáttmálanum og segir útgerðarmenn og sjómenn
fara út til að klippa aftan úr veiðiþjófunum.
Kristínn Sigmundsson syngur
með Sinfóníuhljómsveitínni
Efford stóð fyrir mótmælum við
húsakynni sjávarútvegsráðuneyt-
isins hér í St. John’s snemma á
þriðjudagsmorgun og voru þau
nokkuð fjölmenn þrátt fyrir tölu-
verðan kulda og veittu fjölmiðar
þeim mikla athygli. Það var fyrir
atbeina Effords að þeir Arthúr
Bogason, formaður Landssam-
bands smábátaeigenda, og Helgi
Hallvarðsson, skipherra hjá Gæsl-
unni, komu til St. John’s til að
kynna heimamönnum hvað um
væri að vera á íslandi og hvernig
nota megi klippumar úr þorska-
stríðinu. Arthúr segir viðtökumar
hér hafa verið stórkostlegar og
menn hafí mikinn áhuga á íslandi
og íslenskum sjávarútvegi.
VZterkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Þorskkvótinn við Nýfundnaland
og Labrador var skorinn niður um
30% fyrir skömmu vegna lélegrar
stöðu þorskstofnsins og telja menn
að rányrkja skipa frá Evrópu-
bandalaginu, aðallega Spáni og
Portúgal, ráði mestu um hvernig
komið er fyrir þeim gula. Skipin
veiða þorskinn rétt utan við 200
mílna lögsöguna inni á landgranni
Kanada og fara í engu eftir settum
kvótum, að sögn Effords. Hann
segir þessi skip taka allt af
400.000 tonn af þorski árlega og
við það verði að sjálfsögðu ekki
unað. Vegna niðurskurðarins á
kvótanum hafa veiðar á djúpsævi
verið bannaðar og veiðar smærri
báta nær ströndinni hefjast ekki
fyrr en með vorinu. Því hefur fjór-
um stórum frystihúsum verið lokað
en í því stærsta unnu um 1.000
manns.
Þessi slæma staða á Nýfundna-
landi hefur vakið athygli um allan
heim og næstu tvær vikumar
streyma blaðamenn frá öllum
heimshornum hingað til St. John’s
í tugatali til að kynna sér stöðuna.
KRISTINN Sigmundsson bari-
tonsöngvari mun syngja með Sin-
fóníuhljómsveit íslands á tónleik-
um í rauðri tónleikaröð í Há-
skólabíói í kvöld, fimmtudag 19.
mars, kl. 20.00. Á efnisskrá tón-
leikanna verða þijú verk: Tristan
og ísold, forleikur eftir Richard
Wagner, Söngvar förusveins eft-
ir Gustav Mahler og Sinfónía nr.
6 eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Krist-
inn Sigmundsson verður ein-
söngvari en hljómsveitarstjóri
verður breski hljómsveitarstjór-
inn Igor Kennaway, en hann
stjórnar í forföllum Petris Sakar-
is, aðalhljómsveitarstjóra Sinfón-
íuhljómsveitarinnar.
Kristinn Sigmundsson bariton-
söngyari var ráðinn til óperunnar í
Wiesbaden haustið 1989 og kom
þar fyrst fram í aðalhlutverki óper-
unnar Don Giovanni. Hann hefur
sungið við óperur í Svíþjóð, Hol-
Iandi, Englandi og Þýskalandi og
hér heima þar sem hann hefur kom-
ið fram í óperam og á einsöngstón-
leikum. Hann hélt síðast tónleika á
íslandi í fyrravor, í Þjóðleikhúsinu.
Kristinn Sigmundsson
Igor Kennaway hefur víða komið
fram á alþjóðlegum tónlistarhátíð-
um og stjómað óperum og sinfóníu-
hljómsveitum víða í Evrópu og
Bandaríkjunum. Hann lauk nýlega
Igor Kennaway
við hljóðritun tónlistar Síbelíusar
fyrir BBC með Ulster-hljómsveit-
inni og vinnur nú við uppfærslu
óperunnar „The Pilgrim’s Progress"
eftir Vaughan Williams.
afsláttur*
’Miðast við staðgreiðslu
af
ROSSIGNOL
skíðum og skíðaskóm
» hummél
SPORTBUÐIN
ÁRMÚLA 40 • SÍMI 813555
i
I
»
►
►
I
i
í
í
>
i
I