Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 BIKARKEPPNIN / URSLITALEIKUR KARLA Morgunblaðið/Sverrir Hvor hefur betur I kvöld, John Rhodes eða Rondey Robinson. Ráðast úrslitin á vítalínunni? Stefnir í einvígi Robinson og Rhodes ÞEGAR tölulegar upplýsingar um Hauka og Njarðvíkinga eru skoðaðar kemur ýmislegt í Ijós Ef árangur lykilmanna er bor- inn saman er munurinn mestur á vítalínunni, þar hafa Njarðvík- ingar vinninginn og getur það skipt sköpum í jöfnum leik. Njarðvíkingar hafa betur í frá- köstum. Fimm sterkustu Njarðvíkingarnir hafa tekið 286 sóknarfráköst í vetur og 463 varn- arfráköst, en hjá Haukum eru sömu tölur 255 og 453. John Rhodes hjá Haukum er með 18,7 fráköst að meðaltali í leik en Ronday Robinson hjá Njarðvíkingum hefur tekið 15,8. Vítahittni leikmanna getur skipt sköpum í jöfnum leik. Þeir fimm Njarðvíkingar sem flest vítaskot hafa tekið í vetur eru með 70,9% hittni en hjá Haukunum er sam- svarandi tala 68,5%. Rhodes hefur ekki gengið vel á línunni, hefur tekið 94 skot og hitt úr 36, sem gerir 38,30% nýtingu. Robinson hefur hins vegar skotið 126 sinnum og hitt 79 sinnum, 62,70%. Rhodes hefur hins vegar vinning- inn hvað varðar skot innan teigs, gerir að meðaltali 11,3 stig í leik þaðan en Robinson 8,8. Haukar hafa sjö leikmenn sem hafa gert fleiri en 100 stig í vetur, alls 2.231 stig, en Njarðvíkingar eru með átta slíka sem hafa gert 2.333 stig. Langskyttur liðanna, Jón Arnar Ingvarsson í Haukum og Teitur Örlygsson í Njarðvík eru með mjög svipaðan árangur í þriggja stiga skotum. Jón Arnar með 143/65, eða 45,45% nýtingu. Teitur er með 147/61, eða 41,50% nýtingu. Morgunblaðið/Sverrir Tilbúnar í slaginn. Haukastúlkurnar Guðbjörg Norðfjörd og Sólveig Pálsdótt- ir (til vinstri) togast á við Önnu Maríu Sveinsdóttur og Elínborgu Herbertsdótt- ur frá Keflavík. Stelpumar lofa spennandi leik BIKARÚRSLITALEIKUR kvenna í körfuknattleik verður í Laug- ardalshöllinni í dag og hefst klukkan 18. Þar leika IBK, sem hefur verið svo til ósigrandi í kvennakörfunni undanfarin ár, og Haukar. Liðin lofa skemmti- legum og spennandi leik. Stelpurnar eru tilbúnar í slaginn og allar heilar. Það tala allir um að Keflvíkingar séu sterkari en við og ég get tekið undir það að hluta,“ sagði Ingvar Jónsson þjálf- ari kvennaliðs Hauka. „Við ættum að geta unnið þrjá leiki af tíu og það er á hreinu að við erum ekki búin að tapa bikarúr- slitaleiknum fyrr en mótheijar okk- ar hafa unnið okkur," sagði Ingvar. Hannes Ragnareson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍBK, sagðist geta tekið undir með Ingvari um að ÍBK væri með betra lið. „Stúlk- urnar eru tilbúnar í leikinn og ætla sér sigur. Við höfum leikið fjórum sinnum til úrslita og unnið þrisvar. Liðinu hefur gengið vel að undan- förnu og við erum því bjartsýn á kvöldið," sagði Hannes. Þess má geta að liðin hafa leikið fjóra leiki í vetur. Staðan er 2:2. Keflavík hefur unnið tvo af þremur leikjum í deildinni og Haukar einn auk þess sem Haukar unnu ÍBK í Reykjanesmótinu. Morgunblaðið/Sverrir Fyrirliðar og þjálfarar liðanna við hinn glæsilega bikar sem DV gaf og nú er keppt um í fimmta sinn. Frá vinstri eru Friðrik Rúnarsson, þjálfari UMFN, Ástþór Ingason, fyrirliði UMFN, Henning Henningsson, fyrirliði Hauka og Ólafur Rafnsson, þjálfari Hauka. Vöm UMFN geysisterk og sóknarleikur. Hauka öflugur Bergur Steingrímsson og Kristinn Óskarsson dæma úrslitaleik karla. Dómarar á kvennaleiknum verða Kristinn Albertsson og Jón Otti Ólafsson. Ingvar Jónsson Haukamaður mun væntanlega fylgjast með báðum bikarúrslitaleikjun- um. Hann þjálfar kvennalið Hauka og í karlaliðinu á hann tvo syni, Jón Amar og Pétur. Kefiavíkurdömur teljast lík- legri til sigurs í kvenna- leiknum þó ekki sé nema vegna þess að þær unnu ÍS á leiðinni í úrslitain. ÍS hefur komið mikið við sögu í bikarnum undanfarin ár og það lið sem leggur ÍS hefur alltaf unnið, nema þegar ÍS hefur orðið meistari. Aldur leikmanna karlalið- anna er ekki ósvipaður, og óhætt er að fullyrða að þjálf- ararnir eru ekki aldraðir. Friðrik Rúnarsson er aðeins 23 ára og trúlega yngsti þjálfari sem verið hefur í bikarúrslitum. Ólafur Rafnsson er 28 ára. Rondey Robinson hjá Njarð- vík er geysisterkur mið- heiji. í vetur hefur hann gert 590 stig, 22,6 að meðaltali í leik. Hann hefur tekið 413 frá- köst, tekið 126 vítaskot og innan teigs hefur hann skotið 335 skotum og hitt úr 229, sem ger- ir 68,36% nýtingu. Ingi Gunnarsson formaður körfuknattleiksdeildar UMFN hefur verið í eldlínunni í 40 ár. Hann vonast eftir skemmtilegum leik, leik sem hægt er að tala um lengi, lengi. Nike-umboðið, Austurbakki hf., gefur verðlaun til þeirra leikmanna úrslitaleikj- anna sem útnefndir verða bestu menn leikjanna. Það eru blaða- menn sem velja bestu leikmenn leikjanna. Njarðvíkingar eiga mögu- leika á að vinna tvöfalt í ár, eins og árið 1987. Svo gæti farið að sambýlisfólk fagni sigri í kvöld. Friðrik Ragnarsson úr UMFN og Svandís Gylfadóttir úr ÍBK leika nefnilega bæði til úrslita í kvöld. BIKARURSLITALEIKUR Hauka og Njarðvíkinga verður í Laug- ardalshöll í dag og hefst klukk- an 20. Búast má við skemmti- legum og fjörugum leik því Haukarnir hafa verið á mikilli siglingu sfðari hluta vetrar og um styrkleika Njarðvíkinga þarf ekki að fjölyrða. Samkvæmt öllu eðlilegu verða Njarðvíkingar að teljast sig- urstranlegri en í bikarkeppni, getur allt gerst og aldrei hægt að bóka neitt. Víst er að augu margra munu beinast að miðherjum liðanna, Rondey Robinson hjá Njarðvík og John Rhodes hjá Haukum, en þeir eru trúlega sterkustu erlendu mið- heijarnir í körfunni. „Við erum taldir með lakara lið en þegar tölulegar upplýsingar um liðin eru skoðaðar, og þá sérstak- lega eftir áramótin, kemur margt skemmtilegt í ljós,“ sagði Ólafur Rafnsson, þjálfari Hauka. „Eftir áramótin höfum við unnið 11 leiki og tapað 6 og er það svipað og hjá Njarðvíkingum. Við höfum gert 106 stig að meðaltali í leik og er það meira en Njarðvíkingar hafa gert. Vömin hjá þeim er hins vegar gríð- arlega sterk og við þurfum að finna leið til að sigrast á henni.“ Ingi Gunnarsson formaður körfu- knattleiksdeildar UMFN sagðist vonast eftir skemmtilegum leik þar sem betra liðið færi með sigur. „Ég vona bara að drengimir mínir skili báðum titlunum heim,“ sagði Ingi. Njarðvíkingar hafa fjómm sinn- um orðið bikarmeistarar. Fyrst árið 1987 og síðan þrjú ár þar á eftir. Haukarnir hafa hins vegar tvívegis orðið bikarmeistarar, 1985 og 1986. Leikir liðanna hafa oftast verið skemmtilegir og spennandi og er skemmst að minnast leiksins í Njarðvík fyrr í vetur en þar fóra heimamenn með sigur af hólmi, 92:90 í jöfnum leik. Rútuferðir í Laugardalinn Mikil stemmning er fýrir úr- slitaleik Hauka og UMFN og verða rútuferðir frá báðum bæj- arfélögunum þannig að enginn ætti að missa af leiknum þess vegna. Heiðursgestir á leikjunum verða bæjarstjórar þeirra þriggja bæja sem hlut eiga að máli. Jóna Ósk Guðjónsdóttir forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður fulltrúi bæjar- ins í fjarveru Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarstóra en af Suð- urnesjum koma Kristján Pálsson úr Njarðvík og Ellert Éiríkssosn úr Keflavík. Báðir eru þeir miklir áhugamenn um körfuknattleik, enda sjálfsagt vandfundir Suður- nesjamenn sem ekki hafa áhuga á körfuknattleik, og eru báðir fasta- gestir á heimaleikjum sinna liða. Fulltrúi þess bæjarfélags sem tapar mun afhenda fyrirliða sigur- liðsins bikarinn í lok leiks. Weriólfur h(. PantiS tímantega fyrir Bila og hópa 24.-29. júní Þau lið sem óska eftir að taka þátt í SHELLMÓTI TÝS 1992, er verður haldið i Vestmannaeyjum 24. júní til 29. júní n.k. tilkynni þátttöku eigi síðar en 20. mars til: Knattspyrnufélagið Týr Pósthólf 395 902 Vestmannaeyjar eða Knattspyrnufétagið Týr Símbréf: 98-12751 'U 1992 í þátttökutilkynningu skal koma fram nafn félags, nafn þjálfara og símanúmer, áætlaður fjöldi þátttakenda. Einnig nafn, heimili og símanúmer ábyrgðarmanns hópsins. Allar nánari upplýsingar veitir Ævar Þórisson, framkvæmdastjóri Týs í síma 98-12861. Þetta skip er í smiðum hjá skipasmíða- stöðinni SIMEK A/S í Noregi. Er væntanlegt til Eyja i júni 1992 og þá upp ferðir milli lands og Eyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.