Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 Liechtenstein: Þjóðaratkvæði vegna EES? Umbótastefna de Klerks sigrar í Suður-Afríku: Ztírich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. MEIRIHLUTI kjósenda í Liecht- enstein samþykkti um helgina að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli hald- in um milliríkjasamninga þjóðar- innar í framtíðinni ef þingið, eða minnst 1.500 manns, óska þess. Sams konar tillaga var felld fyrir þremur árum. Samtök smærri atvinnurekenda stóðu að tillögunni. Þingið og ríkis- stjórn landsins voru andvíg henni. Andstæðingar hennar óttast að möguleikar dvergríkisins í utanríkis- málum minnki við það að þjóðin geti krafist beinna afskipta af samninga- gerð. Hans Adam fursti lýsti því nýlega yfir að Liechtenstein myndi samþykkja samninginn um evrópskt efnahagssvæði. Nú virðist blasa við að ríkisstjórnin verði að upplýsa þjóð- ina betur um stefnu sína og sann- færa hana um ágæti EES. Forseti Suður-Afríku hampar dagblaði þar sem skýrt er frá niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forsetinn fékk umboð til áfram- haldandi umbóta í afmælisgjöf F.W. DE Klerk, forseti Suður- Afríku, hafði ærna ástæðu til að halda uppi á daginn í gær. Hann varð 56 ára gamall og fékk líklega stórbrotnustu af- mælisgjöf ævi sinnar þó ekki væri um stórafmæli að ræða. íslendingar í Suður-Afríku: Úrslitin gleðileg Á ÞRIÐJA tug Islendinga eru búsettir í Suður-Afriku, að sögn Hilmars Kristjánssonar, ræðismanns íslands í Jóhann- esarborg, og voru þeir sem Morgunblaðið ræddi við í gær ánægðir með úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar á þriðju- dag. Hilmar sagði að mikil spenna hefði ríkt í kringum kosningarnar og aldrei hefðu auglýsingar verið jafn mikið notaðar. Þórarinn Guðmundsson, sem rekur bólstrunarverkstæði í Jó- hannesarborg, sagði að sér litist mjög vel á úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar. „Þetta eru mjög góð úrslit. Ég held að það sé minni hætta á upplausn í landinu eftir þetta. Við vonum bara að Sameinuðu þjóðimar fari ekki að skipta sér af málum. Þetta er hlutur sem við verðum að ráða úr héma sjálf,“ sagði Þórarinn. Sjálfur sagðist hann lítið skipta sér af stjómmálum og ætti það almennt við um íbúa landsins. „Ég held samt að það verði ein- hver innbyrðis átök blökkumanna hér þegar þeir fara að taka við völdum. Hér í landinu búa þrettán mismunandi ættbálkar en í t.d. Ródesíu voru þeir einungis tveir.“ Sólveig Pétursdóttir, sem búið hefur í Jóhannesarborg síðan 1968, sagði alla sem hún þekkti vera mjög ánægða með úrslitin. „Það höfðu reyndar fæstir áhyggjur af' þvl að de Klerk myndi tapa en fæstir töldu að sigurinn yrði svona afgerandi." Hún sagði fæsta óttast breyting- ar á stjórnskipan landsins. Allir gerðu sér grein fyrir því að til dæmis yrði minna fjármagni var- ið til menntunar fyrir hvít börn í framtíðinni. Sigur umbótastefnu hans í þjóð- aratkvæðagreiðslunni meðal hvítra Suður-Afríkubúa á þriðjudag var ótvíræður. Um 70% þeirra sem greiddu atkvæði studdu forsetann og hann hefur því fengið óskorað umboð til að halda áfram á þeirri braut sem leiða mun til meirihlutastjórnar svertingja í Suður-Afríku. De Klerk þurfti nauðsynlega á þessu umboði að halda. Stefna forsetans hefur sætt harðri gagn- rýni frá hægri og hann og Þjóðar- flokkurinn hafa þurft að sitja und- ir ásökunum um að hafa farið á bak við kjósendur. Þannig hefur því verið haldið á lofti af andstæð- ingum de Klerks að hann hafi ekki minnst einu orði á áform sín fyrir síðustu kosningar og því hafi hann engan rétt haft ti! að semja um afnám pólitískra forréttinda hvítra. Sá flokkur sem harðast hefur barist gegn umbótunum er Ihalds- flokkurinn, sem upphaflega var stofnaður af óánægðum þing- mönnum úr Þjóðarflokknum, sem ekki gátu sætt sig við fyrstu vark- áru skrefin burt frá aðskilnaðar- stefnunni, sem stigin voru á sínum tíma af forvera de Klerks í forseta- embætti, Pieter Botha. Eftir að íhaldsflokkurinn vann sigur í nokknjm aukakosningum í vetur jókst þrýstingurinn á de Klerk. Vissulega var hægt að benda á að þó svo að þessi kjör- dæmi hefðu ávallt verið sterk vígi íhaldsflokksins þá höfðu þau orðið mjög illa úti í þeirri efnahags- kreppu sem Suður-Afríka hefur átt við að etja síðustu ár. Það breytti því hins vegar ekki að sí- fellt fleiri fóru að spyija sig spurn- inga um hve vel forsetinn stæði í raun að vígi. Óróleika fór að gæta meðal viðsemjenda hans og á al- þjóðavettvangi og íhaldsmenn sóttu enn frekar í sig veðrið. De Klerk varð að bera stefnu sína undir kjósendur en hann kaus að gera það ekki í almennum þing- kosningum þar sem óánægja með efnahagsmál og önnur mál gæti skipt sköpum. í staðinn stillti hann hvíta minnihlutanum upp við vegg og spurði hvort halda ætti áfram umbótastefnunni. „Já“ eða'„nei“. Hann tefldi djarft og vann. En þó 70% hafi staðið með hon- um verður hann áfram að hafa áhyggjur af þeim sem sögðu nei. Úrslitin jafngilda því að um ein milljón hvítra Suður-Afríkubúa sé ekki reiðubúin að veita svertingj- um aðild að stjórn landsins. Til að slá á ótta hvíta minnihlut- ans kynnti de Klerk ýmsa var- nagla í kosningabaráttunni sem hann sagðist leggja áherslu á í samningaviðræðunum við blökku- menn. Þannig segist hann einung- is geta fallist á nýja stjórnarskrá ef þar sé að finna hömlur á valdi þjóðhöfðingja landsins, hann setji það skilyrði að einn flokkur geti ekki farið með allt framkvæmda- valdið og að sérstök þingdeild sjái um að tryggja réttindi minnihluta- hópa og fijálst markaðskerfi. Þessi skilyrði kunna að hafa róað marga hvítra en það gæti reynst torsótt að ná þeim fram við samninga- borðið. Skilhaður í vændum hjá Andrew prins? London. Reuler. HJÓNABAND Andrews Bretaprins, hertoga af Jórvík, og Sarah Ferguson virðist á enda, en breskir fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að fyrir helgi væri von á yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni um skilnað þeirra hjóna. Hefur kosningabaráttan vegna þingskosning- anna 9. apríl nk. fallið í skugga af skilnaðarfregninni. Blaðið Daily Mail fullyrti reyndar að samkomulag hefði náðst um skilnaðinn og Elísabet drottning undirbyggi að gefa út formlega til- kynningu þess efnis. Hermt er að lögfræðingar kon- ungsijölskyldunnar hafi setið á rök- stólum um síðustu helgi og skipst á skoðunum um það á hvaða laga- legu forsendum ætti að byggja skilnaðinn. Sömuleiðis hefðu her- togahjónin af Jórvík rætt einslega um framtíð sína á heimili þeirra í gær. Sarah Ferguson, sem gjaman er kölluð Fergie, var föl og mædd að sjá að sögn blaðaljósmyndara sem fylgdust með er hún fór með yngri dóttur sína á barnaheimili í gær- morgun. Andrew og Sarah voru gefin saman i Westminster Abbey í júlí 1986 og þótti brúðkaupið og um- gjörð þess minna helst á ævintýri. Fergie hefur verið undir smásjá íjöl- miðla og sætt gagnrýni fyrir klæða- burð, líkamsburði og framkomu. Það sem þó er talið hafa leitt til hjúskaparörðugleika þeirra hjóna er samband hennar við bandarískan olíukóng, Steve Wyatt frá Texas. Varð samband þeirra opinbert í jan- úar sl. en þá skýrðu fjölmiðlar m.a. frá því að til væru ljósmyndir sem sýndu Fergie og Wyatt svo gott sem í faðmlögum á laugarbakka við Miðjarðarhaf á sama tíma og Andrew hefði verið við skyldustörf á hafí úti en hann er sjóliðsforingi í breska flotanum. Reynist fregnirnar á rökum reist- ar yrði það ekki í fyrsta sinn sem Elísabet drottning stendur frammi fyrir ósætti í hjónabandi ríkiserf- ingjanna. Anna prinsessa, elsta bam hennar, skildi við Mark Phillips í ágúst 1989 og undanfarið hafa breskir íjölmiðlar flutt hverja fregn- Reuter Andrew Bretaprins og Sarah Férguson ganga út kirkjugólfið eftir að hafa verið gefin saman í Westminster Abbey. ina af annarri um stirða sambúð Karls Bretaprins og Díönu konu hans, sem gengu í hjónaband fyrir áratug en eru tæpast sögð lengur í sambúð. Yngsti sonur hennar, Játvarður, er ólofaður en hefur ver- ið orðaður við samkynhneigð sem hann hefur hins vegar neitað. Þessu til viðbótar endaði hjónaband Margrétar prinsessu drottningar- systur með skilnaði árið 1978. Boða þriggja þjóða sljórn í Bosníu LEIÐTOGAR þjóðernishóp- anna í Bosníu-Herzegovínu - múslima, Serba og Króata - hafa samþykkt að mynda sameiginlega stjórn, að því er Muhamed Cengic, aðstoðar- forsætisráðherra landsins, sagði í gær. Þeir hafa einnig undirritað samning um að landinu verði skipt í þrjú svæði eftir þjóðerni meirihluta íbúanna. Þetta er árangur tveggja daga samningavið- ræðna leiðtoganna fyrir til- stilli Evrópubandalagsins sem lauk í Sarajevo í gær. Rússar semja um Tsjetsjen HÁTTSETTUR embættis- maður rússneska þingsins, Víktor Zhígúlín, sagði í gær að rússnesk stjórnvöld væru reiðubúin að semja við leið- toga sjálfstjómarlýðveldisins Tsjetsjen um sjálfstæði þess á fundi þeirra í næsta mánuði. Hann lagði þó áherslu á að fyrst þyrftu Tsjetsjen-búar að leysa flóknar landamæradeil- ur við aðrar Kákasusþjóðir. Cheney gaf út gúmmítékka DICK Cheney, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, upp- lýsti á~ blaðamannafundi í Washington í fyrrakvöld að hann hefði gefið út 25 inni- stæðulausar ávísanir á reikn- ing sinn í sérstökum banka fyrir þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem hefur verið lokað vegna fijálslegrar ávísanaútgáfu þingmanna. Hann sagði að bankinn hefði geymt ávísanirnar í allt að fimm daga og sú hæsta hefði hljóðað upp á 2.000 dali. Hann hefði gefið ávísanirnar út frá júlí 1988 þar til hann lét af þingmennsku vorið 1989. Bankinn hefði aldrei látið sig vita af því að ávísanirnar væru innistæðulausar. Um 500 fórust í skjálftanum TALA látinna í landskjálftan- um í Tyrklandi á föstudag var komin í 479 í gær en ólíklegt var talið að hún yrði hærri en 500. Litlar sem engar líkur eru taldar á að fleiri finnist á lífi í rústunum þótt leit verði haldið áfram næstu daga. Skjálftinn olli mestu tjóni í borginni Erzincan, þar sem um 100.000 manns misstu heimili sín. Heggur Bush á hnútinn? HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, kvaðst í gær bú- ast við því að George Bush Bandaríkjaforseti myndi fall- ast á málamiðlun til að höggva á hnútinn í GATT-við- ræðunum um aukið fijálsræði í milliríkjaviðskiptum. Hann vildi þó ekki tjá sig um þetta frekar. Kohl heimsækir Bush um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.