Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
Verjum grunnskólann
eftir Ingibjörgu
Einarsdóttur
Á síðustu árum og áratugum
hafa orðið mjög miklar þjóðfélags-
breytingar hér á landi. Bylting hef-
ur átt sér stað í kjölfar tæknivæð-
ingar og stóraukinnar þátttöku
kvenna í atvinnulífi. Ólíkir aldurs-
hópar hafa minni samskipti sín á
milli en áður var og breytingar
hafa orðið á fjölskyldugerð. Uppeld-
isskilyrði á heimilum hafa breyst
vegna margs konar tækninýjunga.
Börn og unglingar sem alast upp í
nútímaþjóðfélagi verða fyrir mörg-
um ólíkum og oft andstæðum kröf-
um og væntingum úr ýmsum áttum.
Fjölmiðlar hafa þar mikil áhrif og
eru nánast í samkeppni við heimili
og skóla um afstöðu til ýmissa lífs-
gilda.
Skólinn er hluti af samfélaginu
og getur haft mikil áhrif á samfé-
lagsþróunina þar sem skólinn á rík-
an þátt í að móta þá einstaklinga
sem eiga að erfa landið. En samfé-
lagið hefur einnig áhrif á skólann
og í því sambandi er afar mikilvægt
að þau tengsl séu þess eðlis að
horft sé til framtíðar.
Menntun er ein meginstoð lýð-
ræðis, undirstaða almennrar vel-
ferðar og menningar. Hver maður
hefur rétt til menntunar, eins og
staðfest er í mannréttindasáttmál-
um sem íslendingar eru aðilar að.
íslenska ríkinu ber skylda til að
tryggja þegnum sínum rétt til
menntunar með lögum um grunn-
skóla og öðrum lögum.
Á sl. vori voru samþykkt lög um
grunnskóla á hinu háa Alþingi. Að
samþykktinni stóðu allir flokkar og
gætti nokkurrar bjartsýni í röðum
kennara við setningu laganna. Mál-
ið var mikilvægt fyrir alla sem bera
hag grunnskólans fyrir ■ bijósti.
Skólum er nefnilega ætlað að veita
menntun og því hlýtur öll endur-
skoðun skólamála að hafa það
markmið að skólar ræki þetta hlut-
verk sitt betur, þ.e. veiti betri
menntun.
Fleira vakti bjartsýni þetta vor.
Út kom hjá menntamálaráðuneyt-
inu framkvæmdaáætlun í skólamál-
um til ársins 2000, þekkt undir
nafninu „Til nýrrar aldar“. Þetta
var langtímaáætlun um þróun skól-
amála unnin í samvinnu við kenn-
ara, foreldra og fleiri starfshópa í
landinu. í apríl var einnig tilbúið
til dreifingar hjá ráðuneytinu
kynningarrit til foreldra sem bar
heitið „Grunnskólinn okkar“ og í
því var að finna allar helstu upplýs-
ingar um grunnskólann.
Við fengum gott sumar hvað
varðaði veðurfar og við tók ný ríkis-
stjórn. Á íslandi eni engar kröfur
gerðar til stjórnmálamanna um
menntun, þekkingu eða starfs-
reynslu. íslenskir stjórnmálamenn
taka að sér ráðherraembætti í svo
til hvaða málaflokki sem vera skal
og er oft haft á orði að tilviljun
ráði þar meiru en áhugi eða þekk-
ing á því sviði. Það getur haft í för
með sér að ákvarðanir sem hafa
áhrif á afkomu heilla starfsstétta
og jafnvel framtíð heillar kynslóðar
séu teknar af vanþekkingu af
mönnum sem hafa enga hæfni til
að valda þeim vanda sem þeim er
trúað fyrir.
Ríkisstjórn bölmóðsins var nú
tekin við og nú skyldi bregðast við
tímabundnum vanda. Við vitum öll
SIGGISVEINS OKKAR MAÐUR ÚR SPORTVÖRUDEILDINNI ER í
B-KEPPNI HEIMSMEISTARAMÓTSINS í HANDBOLTA.
adidas
EQUIPMENT
DIDAS!
GETRAUNALEIKUR Á BYLGJUNNI
KLUKKAN14-16 FYRIR HVERN LEIK í
HEIMSMEISTARAKEPPNINNI
KRINGLU
BORGARKRINGLUNNI SÍMI:679955
að hér er ekki á ferðinni viðvarandi
alvarlegur vandi. En þegar skera á
niður ríkisútgjöldin þá vitum við líka
að öll slík vinnubrögð byggjast á
verðmætamati, mati á því hvað sé
nauðsyn og hvað sé óþarfi. Ég er
alveg viss um að flestar íjölskyldur
myndu fyrst leita annarra leiða til
sparnaðar en þeirra sem gera ekk-
ert annað en að hefna sín fyrr eða
síðar.
Eitt af fyrstu verkum nýs ráð-
herra menntamála í upphafi þessa
skólaárs var að ógilda fram-
kvæmdaáætlunina „Til nýrrar ald-
ar“ án nokkurra raka. Það eru ein-
mitt vinnubrögð af þessum toga
sem kennarar hafa alltaf mótmælt
og eru afar óánægðir með að
menntastefna í Iandinu sé háð duttl-
ungum einstakra ráðherra.
Næsta verkefnið var að banna
dreifingu á foreldrabæklingnum
„Grunnskólinn okkar“. Foreldrar og
kennarar sættu sig ekki við þessi
málalok og að einhverjum breyting-
um undangengnum hyggst ráðu-
neytið nú dreifa bæklingnum til
ákveðinna aldurshópa!
En þá erum við komin að alvar-
legasta þættinum, sem er Bandorm-
urinn. Ormur þessi ber nafn með
rentu því samkvæmt orðabók
Menningarsjóðs merkir bandormur
sníkjudýr er lifir til skiptis í tveimur
dýrategundum eða mönnum. Ég gat
þess hér fyrr að grunnskólalögin
voru samþykkt með samstöðu allra
stjórnmálaflokka á síðastliðnu vori.
En sannleikurinn er sá að Bandorm-
urinn ógildir í veigamiklum atriðum
núgildandi lög um grunnskóla.
Ákveðið hefur verið að skera niður
um 180 milljónir til grunnskólans
og ekki er enn ljóst hvort þeim
sparnaði verði náð á árinu 1992 eða
á næsta skólaári. Svör ráðuneytis-
ins eru afar loðin. Menntamálaráð-
herra vill fækka kennslustundum
en þar hefur smátt og smátt sigið
á ógæfuhliðina. Hann telur heppi-
legast að fækka kennslustundum í
efstu bekkjum grunnskólans og
nefnir þar 4.-10. bekk. í 4. bekk
Ingibjörg Einarsdóttir
„Foreldrar, kennarar
og stjórnmálamenn
þurfa að mynda varð-
sveit um grunnskólann,
styrkja hann og styðja
og vernda hann fyrir
sífelldum niðurskurði.“
eru 9 ára börn og samkvæmt skil-
greiningu foreldra og kennara til-
heyra þau ekki efstu bekkjum
grunnskólans. í skjóli Bandormsins
virðist ætlunin að framkvæma veig-
amiklar grundvallarbreytingar á ís-
lenska skólakerfinu. Sú breyting er
t.d. gerð á grunnskólalögunum að
vikulegur kennslutími á bekk í
grunnskólum skuli ekki lengur
tryggður í lögum heldur skal hann
vera ákveðinn með reglugerð
menntamálaráðuneytisins frá ári til
árs. Þessu mótmæla kennarar og
spyija um rétt barna. Eiga grunn-
Aöalfundur
Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Alþýbubank-
inn hf., Reykjavík, árið 1992, verður haldinn
í Átthagasal Hótels Sögu, Reykjavík, miðviku-
daginn 1. apríl nk. og hefst kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar 4.06.
í samþykktum félagsins.
Abgöngumibar að fundinum verða afhentir hlut-
höfum eða umboðsmönnum þeirra í íslands-
banka, Kringlunni 7, 1. hæð (útibúi), Reykjavík,
dagana 27., 30. og 31. mars nk., svo og á fundar-
degi. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1991,
ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja,
verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá 25. mars.
Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fund-
inn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins skrif-
lega í síðasta lagi 24. mars nk.
Reykjavík, 13. mars 1992.
Stjóm Eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankinn hf.
JtltrgMmMafoifti
Metsölublaó á hverjum degi!
skólanemar að hlíta geðþótta-
ákvörðunum misviturra stjórnvalda
hveiju sinni?
Önnur lagabreyting á grunnskól-
alögunum varðar fjölda nemenda í
bekkjardeildum. Samkvæmt lögun-
um átti fjöldi í bekkjardeild frá
4.-10. bekk að vera 28 á næsta
skólaári. Með Bandorminum er veitt
heimild til að fjölga nemendum upp
í 30. Þetta þýðir lélegri þjónustu
við hvern nemanda sem að sjálf-
sögðu kallar á aukna sérkennslu.
Hvað sparast þá? Eða er e.t.v. í
lagi að fleiri nemendur fari ólæsir
út úr grunnskóla?
Kennarar eru kvíðnir og ósáttir
við að börnin skuli gjalda niður-
skurðarins. Þar er ráðist á garðinn
þar sem hann er lægstur sem er
reyndar háttur þessarar ríkisstjórn-
ar í fleiru, og mörkuð stefna sem
gengur þvert á æskilega þróun. Það
er varhugavert að höggva á þær
rætur sem eiga að næra íslenskt
þjóðlíf. í grunnskólalögunum eru
ákvæði sem eru fyrst og fremst
nemendum til hagsbóta og eiga að
hyggja þeim markvissari menntun
en koma auk þess til móts við þarf-
ir þjóðfélagsins sem byggir á vinnu-
framlagi beggja foreldra. Á ég þar
bæði við einsetinn grunnskóla með gg
samfelldum skóladegi og fækkun V
nemenda í stórum bekkjardeildum.
En það er þetta með gildismatið. |
Til þess að hægt sé að einsetja •
grunnskólana í Reykjvík vantar að
sjálfsögðu húsnæði. Það var reiknað |
út fyrir tveimur árum að þetta við- "
bótarhúsnæði fengist fyrir sömu
upphæð og fór í bílastæði undir
ráðhúsið við Tjörnina. í þessu sam-
bandi vil ég einnig vísa til nýrrar
skýrslu frá Hagfræðistofnun Há-
skólans sem segir að einsetning
skóla og lenging skóladags í grunn-
skólum myndi t.d. skila 2,5 millj-
arða hagnaði á ári. Er þar miðað
við 35 stundir vikulega fyrir öll
börn í grunnskóla.
Forsætisráðherra sagði opinber-
lega fyrir skömmu að íslenska skól-
akerfið væri of dýrt. Hið sanna er
þó að framlag þess opinbera til ís-
lenska skólakerfísins á nemanda er
það lægsta sem þekkist í þeim lönd- I
um sem við berum okkur gjarnan
saman við. Ég tel það hins vegar
enga tilviljun að fjárframlög til f
einkaskóla aukast nú og ríkið legg-
ur verulegt fé til hinna svokölluðu
einkaskóla. Verslunarskólinn fær p
180 milljónir á nýjum fjárlögum,
eða sömu upphæð og spara á í
grunnskólanum. Væri það ekki rök-
rétt leið í þessum miklu þrengingum
að losa sig við einkaskólana sem
aðrir ráða yfir? Þeir geta þá orðið
alvöru einkaskólar en ekki bara í
þykjustunni.
Yfirmenn menntamála í landinu
vega þungt að kennarastéttinni
þessa dagana. Þeir segja kennara
ávallt með reidda hnefa og ekki til-
búna til samvinnu. Þetta er ekki
rétt því kennarar eru tilbúnir til
samvinnu og viðræðna um allt er
varðar faglegt skólastarf en þeir
taka ekki þátt í aðgerðum er vega j
að andlegri og félagslegri heill
grunnskólabarna.
Við höfum sparað og sparað í j
mörg ár og nú eigum við að auka
hraðann og kenna sama námsefni
á styttri tíma. Treysta foreldrar sér j
til að auka hagræði í uppeldinu svo
börnin taki fyrr út þroska? Eða eins
og segir í textanum „mér finnst að
börnin ættu að fæðast stærri, um
fermingu það gæti látið nærri". Það
væri auðvitað þjóðhagslega mjög
hagkvæmt!
Foreldra- og kennarafélög um
allt land hafa á síðustu vikum sent
frá sér mótmæli. Fólk mótmælir því
að mepntun íslensku þjóðarinnar
eigi að fara eftir hagsveiflu. Fólk
telur að hér sé um ranga stefnu
að ræða, að þessar aðgerðir verði
að stöðva áður en alvarlegt tjón
hlýst af.
Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Foreldrar, kennarar og stjórnmála-
menn þurfa að mynda varðsveit um
grunnskólann, styrkja hann og
styðja og vernda hann fyrir sífelld-
um niðurskurði. Það þarf sterka
varðsveit til að stöðva þessa óheilla-
þróun. 1
Höfundur er grunnskólakennari.