Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 23 Hámarksvinnutími evrópskra flugmanna: Tillögurnar fela í sér slökun á öryggiskröfum - segir Tryggvi Baldursson, formaður FIA SAMTÖK evrópskra flugmanna hafa brugðist harðlega við tillögum Samtaka evrópskra flugmálayfirvalda, JAA, að samræmdum reglum um hámarksvinnutíma flugmanna innan Evrópubandalagsins og EFTA- ríkjanna. Hámarksflugstundir íslenskra flugmanna eru 8 tímar innan 15 tíma hámarksvaktar en 6 tímar hjá starfsbræðrum þeirra á Norður- löndunum hjá SAS en ef tillögurnar ná fram að ganga verður hámarks- flugstundir evrópskra flugmanna 11 á dag. að tveggja manna áhöfn ynni 12 stunda vinnudag fimm nætur í röð, eða 60 stunda vinnuviku. íslensk lög kvæðu á um 40 stunda vinnuviku, en vinnuvika norrænna flugmanna hjá SAS væri að hámarki 42 stund- ir. Hann sagði að flest stærri flugfé- lög í Evrópu hefðu miklu þrengri reglur varðandi hámarksvinnutíma þannig að þessar tillögur snertu þau ekki. Hins vegar óttuðust menn að á sameinuðum markaði Evrópu yrði aukinn þrýstingur á flugfélög og þar af leiðandi flugmenn líka að taka upp hámarksvinnutíma. Tryggvi Baldursson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að verði tillögurnar samþykkt- ar, en þær eru lagðar fram meðal annars vegna þrýstings frá flugfé- lögum, yrði með þeim slakað á ör- yggiskröfum og bendir hann á að talið sé að 75% allra flugslysa megi rekja til mannlegra mistaka, m.a. af völdum þreytu flugmanna. Þetta hlutfall myndi án efa aukast ef til- lögur JAA ná fram að ganga. Tiyggvi sagði að í tillögunum væri gert ráð fyrir að leyfilegt yrði Landspítalinn: Tæki er fjarlægir valbrá bráðlega tekið í notkun LANDSSPÍTALINN hefur fengið nýtt tæki, sem fjarlægir valbrá á fólki með lasertækni, og verður byijað að nota það í aprílmánuði næstkomandi. Að sögn Olafs Einarssonar, sérfræðings á lýtalækn- ingadeild Landspítalans, er nú hægt að bjóða upp á lasermeðferðir til þess að fjarlægja valbrá hér á landi, en hingað til hefur fólk þurft að fara erlendis í slíkar meðferðir. Tryggingastofnun ríkisins liefur jafnframt hætt að aðstoða fólk við að fara til útlanda í með- ferð af þessu tagi. Tækið var fengið í lok síðasta árs og að sögn Olafs hefur hann ásamt tæknimanni farið í þjálfun erlendis á tækið og búist er við að það verði tekið til notkunar fyrir páska. „Þar til fyrir fáum árum var í raun engin góð meðferð til, til að ijarlægja valbrá. Fólk hefur sett á sig farða og þannig falið valbrána og stundum hefur einnig verið reynt að taka hana og setja húð yfir, en þá sést það og það kemur ör og ■ húðin er miklu hvítari,“ segir Olaf- ur. Hann segir að fólk þurfi að koma fjórum til sex sinnum í meðferðina á sex til átta vikna fresti og að í hvert skipti fölni valbráin þannig að á endanum hverfi hún svo til alveg. Ennfremur segir hann þetta vera bestu meðferðina til að fjar- lægja valbrá. Mennirnir keyptu 650 grömm af hassi í Amsterdam í seinni hluta júlí 1990. Um 350 grömm fluttu þeir til landsins í 110 smokkum, sem þeir gleyptu, en afganginn skildu þeir eftir hjá kunningjafólki í Lúxemborg. Eftir að þeir höfðu selt efnið hér, fyrir 1000 krónur hvert gramm, fór annar þeirra aftur til Amsterdam og keypti þar 800 grömm af hassi, sem. hann fékk útlending til að flytja hingað til lands. Sjálfur náði hann í 200 grömm af hassi til kunningjanna í Lúxemborg og flutti það heim. Þegar útlendingurinn kom hing- að til lands tók sá mannanna, sem ekki fór utan, á móti honum, greiddi honum 204 þúsund krónur fyrir flutninginn, hýsti hann um tíma og geymdi hassið heima hjá sér, að sögn til að erfiðara væri að tengja útlendinginn og veru hans hér við íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki sett neinar reglur um hámarks- vinnutíma flugmanna og eingöngu er farið eftir kjarasamningum flug- félaga við flugmenn. Flugmála- stjórn er aðili að JAA og mun því væntanlega taka upp nýju reglurnar verði þær að veruleika. Tryggvi sagði að þó svo að tillögur JAA næðu fram að ganga giltu kjara- samningar einstakr-a flugfélaga áfram gagnvart þeirra flugmönn- um. Hins vegar gætu flugféiög eft- ir að reglurnar tækju gildi nýtt sér hámarkstimann til fulls í gegnum sína kjarasamninga. Hann segir þessa meðferð fyrst og fremst vera ætlaða fyrir fólk með valbrá í andliti en jafnvel megi nota hana vegna valbrár annars staðar á líkamanum. Hann segir að talsverður hópur fólks hér á landi hafi valbrá í andliti þar sem með- ferð af þessu tagi hafi ekki verið til staðar hérlendis, en að meðal- tali fæðist um sex börn á ári með valbrá í andliti bæði stórar eða smáar. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins fóru 19 sjúklingar í 62 ferðir alls til útlanda vegna slíkrar meðferðar og nam kostnaður um 21 milljón króna. Þess má geta að mikil aukning hefur verið í þessum ferðum, en árið 1988 fóru 5 sjúklingar utan í þessu skyni. Ný sending Gæðaflísar á góðu verði. — — Wa — """ ,*"1"*** T □ — □ > f p m hqppíi T m ILL!U ft’J iiWGA r D B L L H t Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Dæmdir fyrír smygl og sölu á 1,3 kg af hassi TVEIR menn, báðir á 23. aldursári, hafa verið dæmdir í 5 og 7 mánaða fangelsi í sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum. Mennirnir fluttu um 1,3 kíló af hassi til landsins á árinu 1990, en efnið keyptu þeir í tveimur ferðum til Amsterdam. félaga hans. Þegar lögreglan gerði húsleit hjá öðrum mannanna í ág- úst 1990 fundust 94 grömm af hassi. í dómi sakadóms er það virt mönnunum til þyngingar refsingar að þeir sammæltust um að fremja brot. Annar þeirra hlaut 5 mánaða fangelsi. Hinn hafði með brotum sínum rofið skilorð dóms frá desem- ber 1988 fyrir tékkafals og var refsing hans ákveðin 7 mánaða fangelsi. Að auki var honum gert að greiða 60 þúsund króna sekt í ríkissjóð, þar eð hann lét af hendi fíkniefni gegn fégjaldi og hafði hagnað af. Greiðist sú sekt ekki kemur fangelsi í 15 daga í hennar stað. Upptækar voru gerðar 61 þúsund krónur og 100 belgískir frankar, sem fundust við húsleitina og efnið sem fannst við sömu leit var einnig gert upptækt til eyðing- með Norrænu ? Sigling með Norrænu er ævintýri, sem allir ættu að láta eftir sér, og frekar fyrr en síðar! Hvers vegna ekki að láta nú drauminn rætast og drífa sig með Norrænu í sumar ? Norræna siglir frá Seyðisfirði vikulega 4/6-1/9 til nágrannalanda okkar, Færeyja, Danmerkur, Hjaltlands og Noregs. Og nú bætist einn áfangastaður við, Skotland, með gamla góða Smyrli, sem siglir frá Seyðisfirði til Aberdeen og til baka frá Scrabster á norðurströnd Skotlands. Norræna getur flutt 1050 farþega og 300 bíla. Öll aðstaða um borð er eins og best verður á kosið. Lúxusklefar með tvöföldu rúmi, tveggja manna klefar, fjögurra rnanna klefar eða svefnpokapláss. Leikherbergi fyrir bömin, sólbaðsþilfar og verslanir með mikið úrval af tollfrjálsum vamingi. Fyrsta flokks veitingastaður og ágætur skyndibitastaður. i Notalegur bar og næturklúbbur með lifandi tónlist fyrir nátthrafna. Sigling meb Norrænu - ævintýralegt sumarfrí. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Öll almenn farseblasala Laugavegi 3, Rcykjuvík, sírni 91-626362 og Fjarðargötu 8, Seyðisfirði, sími 97-21111 NÝR DAGUR AUGL ÝSINGASTOFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.