Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 20
mm 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 Kynbótamat Búnaðarfélags ís- lands fyrir undaneldishross eftir Kristin Hugason í lok fyrri greinar undirritaðs um kynbótamat Búnaðarfélags ís- lands fyrir undaneldishross, sem birtist í Morgunblaðinu þann 18. desember síðastliðinn, var þess getið að síðar yrði svarað ýmsum fullyrðingum Halldórs Gunnarsson- ar úr Morgunblaðsgrein hans frá 14. nóvember síðastliðnum. Nokk- uð er nú umliðið, og hér í Morgun- blaðinu hafa birst greinar um efnið þar sem mistúlkanir Halldórs Gunnarssonar um hina svonefndu BLUP-aðferð eru leiðréttar það vel að ég hef litlu við að bæta. Á ég þar við greinar þeirra Stefáns Aðal- steinssonar frá 4. janúar síðastliðn- um og Þorvaldar Árnasonar í febrú- ar. Hins vegar sé ég ástæðu til að gera fáein atriði að umtalsefni, sem ég sum hver ætlaði mér að taka fyrir í síðari grein, í tilefni greinar Gríms Gíslasonar (Stefán Aðal- steinsson og Blup-ið) frá 21. janúar síðastliðnum. Hver er lagður í einelti? í grein sinni lætur Grímur Gísla- son, ritari Félags hrossabænda, að því liggja að Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti og varafor- maður Félags hrossabænda m.m., sé lagður í einelti, já í einelti, af hverjum og hvers vegna? Jú, hann sé málsvari almennings innan hrossaræktar og hestamennsku og að honum sæki flokkur hrokafullra menntamanna, sem vanti bæði bijóstvitið og reynsluna í þeim við- urkennda þætti alþýðumenningar í landinu sem hrossaræktin sé. Það er fjarri öllu lagi að halda því fram að Halldór Gunnarsson sé lagður í einelti vegna persónu- legra skoðana sinna á hrossarækt eða öðru, hann hefur fullan rétt til að hafa þær skoðanir í friði. Ástæða þess að afstaða Halldórs Gunnarssonar í þeim atriðum er snerta kynbótastarfið í hrossarækt- inni hefur verið tekin til sérstakrar umfjöllunar er sú að hann hefur talið sig hafa umboð frá félagasam- tökum til að halda uppi linnulausu skítkasti út í þá starfshætti í grein- inni sem byggja á viðurkenndum fræðum. Það kom gleggst í ljós á meðan Halldór sat í Hrossaræktar- nefnd Búnaðarfélags íslands, að hann gat með engu móti sætt sig við að unnið væri í samræmi við fræðin eða það sem best er vitað. Þessum atriðum öllum voru gerð rækileg skil í fyrri grein undirritaðs og verða ekki frekar endurtekin hér. Alþýðumenning og hrossarækt Hver skyldi alþýðumenning í hrossarækt vera? Spyr sá sem ekki veit. Hins vegar þekki ég þátt hestsins í íslenskri þjóðmenningu 'og veit hvert rúm í sál manna þessi ferfætta vera getur skipað. Hesta- mennskan er íþrótt sálar og lík- ama, hestamennskan er elsta og þjóðlegasta íþrótt landsmanna. Ríðandi kom Skarphéðinn að Mar- karfljóti þegar hann vann lang- stökksafrekið. Það er svo allt annað mál að halda því fram að gamlar kerlingabækur um hrossakynbætur standi á þjóðlegum merg. Sérstak- lega í ljósi þess að ég hygg að bestu hrossaræktarmenn hvers tíma hafí þegar betur er að gáð alltaf notfært sér það sem best var vitað af bókum og af reynslu. Það er svo enn í dag. Á íslandi hefur umræða um hrossarækt eigi að síður æði oft verið á huglægum nótum, líkt og umsögn mín hér að framan um hestamennskuna ber vitni. í ann- arri búfjárrækt landsmanna er umræðan mikið frekar með vísinda- m> W *Tertudiskur *Mót til páskaeggja- og konfektgerðar *Electrolux uppþvottavél Juðari Peugeot Nýjung! Bjálkaklæðning olíufúavarin (kr./m) W.C. m/setu-Roca Eldhús/baðvifta Eldhúsinnrétting, 2 gerðir Verðdæmi: Yfirskápar 40 cm Innihurðarhúnar * Vasaljós, tvö í pakka m/rafhlöðum *Fæst einnig í Heimasmiðjunni í Kringlunni Áður Nú Afsl. 1154 796 31% 1006 694 31% 64.500 51.600 20% 6.231 4.673 20% 311,25 265 15% 24.995 19.996 20% 4.516 3.613 20% 7.085 5.314 25% 907 726 20% 637 509 20% Skútuvogi 16, Reykjavik Helluhrauni 16, Hafnarfirði legu (líffræðilegu) yfírbragði. Þetta er viss ókostur fyrir hrossaræktina en helgast af sérstöðu hennar sem felst í að skapa draum, gæddan holdi og blóði. Aflvaki hesta- mennskunnar er þráin eftir þeim draumi í líki gæðings. Draumur án tengsla við raunveruleikann í huga þess er vakir nefnist skýjaborg. Seint verða skýjaborgir að veru- leika. í íslenskri hrossarækt felast miklir möguleikar. Þeir felast í að gera draum sem flestra hesta- manna um heim allan að veruleika á þann hátt að gera þeim kleift að eiga gæðing frá íslandi og njóta hans. Leiðin til að geta uppfyllt þennan draum liggur hins vegar eftir stigum raunveruleikans þar sem vísindin eru haldreipið. Af þessu helgast stefna Búnaðarfélags Islands að færa sér í nyt vísindaleg- ar nýjungar í leiðbeiningarþjónustu félagsins í hrossarækt sem og í öðrum þáttum starfsemi félagsins. Búnaðarfélagi íslands er enda fengið það hlutverk af löggjafanum að vinna með faglegum hætti að vexti og viðgangi íslensks landbún- aðar. Merking hugtaka í umræðu um hrossakynbætur þarf, rétt eins og í öðrum greinum, að nota fræðiorð og hugtök af stakri nákvæmni, eigi skilningur að nást og efnið að komast til skila. Það nægir ekki að segja bara það sem manni fínnst. Hér á eftir verða nokkur grundvallarhugtök búfjár- kynbótafræðinnar gerð að umtals- efni í þessu sambandi. Kynbótamarkmið - úrvalsmark. Þessum tveimur hugtökum er iðu- lega ruglað svo mjög saman í um- ræðu um búfjárrækt hér á landi, og ekki einungis í hrossarækt, að öll umræðan fer út um víðan völl. í hrossaræktinni er úrvalsmarkið (selection criteria) skilgreint í dóm- stiga kynbótahrossa. Það eru 14 eiginleikar sem mynda úrvalsmark- ið og þeir eru nánar skilgreindir í stigunarkvarða kynbótadóma, sjá fyrri grein höfundar. Kynbótamarkmiðið (breeding objective) er aftur á móti miklu víðfeðmara hugtak sem líklega er erfíðara að skilgreina í hrossarækt en flestallri annarri búfjárrækt. Úrvalsmarkið er hluti kynbóta- markmiðsins en ýmsir fleiri mikil- vægir eiginleikar, sem tengdir eru hreysti, fijósemi o.fl., koma þar til sögunnar. Auk þess ber ætíð að hafa í huga í kynbótastarfí í hrossa- rækt að breytileiki stofnsins er auðlind. Erfðabreytileiki er verð- mætur þar á sama hátt og í ann- Kristinn Ilugason „í ljósi þess að ég hygg að bestu hrossaræktar- menn hvers tíma hafi þegar betur er að gáð alltaf notfært sér það sem best var vitað af bókum og af reynslu.“ arri búfjárrækt en einnig á fleiri vegu því að góð hross eru ekki öll góð á sama hátt. Því ber að við- halda sem fjölbreytilegustum eigin- leikum og að sami eiginleikinn sé til í mörgum útgáfum ef svo má segja. Það gefur ræktendum færi á að selja hross við hvers hæfí og hrossabúskapurinn í heild fær séð við sveiflum á mörkuðum innan- lands sem erlendis. Því er breyti- leiki stofnsins hluti kynbóta- markmiðsins í íslenskri hrossarækt. Kynbótadómar - kynbótamat. Á kynbótasýningum sem fara fram í samræmi við ákveðnar reglur eru hrossin sem koma til sýningar dæmd kynbótadómi. Dómur á hveiju hrossi er nefndur einstakl- ingsdómur. Þá er dæmt svipfar, útlitsgervi eða hæfíleikar hross- anna í þeim eiginleikum sem ganga inn í úrvalsmarkið. Einstaklings- dómarnir eru huglægir en eru framkvæmdir á kerfisbundinn hátt á grunni stigunarkvarðans. Rann- sóknir hafa sýnt að nákvæmni að- ferðarinnar er mjög viðunandi. Ein- staklingsdómi má líkja við vigtun. Á kynbótasýningunum eru einnig dæmd hross með afkvæmum sem felst í því að einstaklingsdómar allra dæmdra afkvæma hrossanna eru vegnir saman. Kynbótamatið er aftur á móti mælikvarði á eðlisfar, þ.e. erfða- eðli hrossanna, hvað eiginleika úr- valsmarksins varðar. Kynbótamati má líkja við að vigta þann hluta atgervis eða fegurðar hrossanna sem þau munu geta skilað til af- kvæmanna. Út á það gengur kyn- bótamat undaneldisgripa. Kynbóta- matið er reiknað út með ákveðinni VESTURUND Fundir með sjávarútvegsráðherra Þorsteini Pálssyni og alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi Sturlu Böðvarssyni og Guðjóni Guðmundssyni: Stykkishólmi fimmtudaginn 19. mars kl. 20.30 i Hótel Stykkishólmi. Ólafsvík föstudaginn 20. mars kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Fundirnir eru öllum opnir. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.