Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 Háskóli og heimaþúfa eftir Gunnar Markússon Bókasafn, hvað er nú það? Þó að spurningin sé einföld hafa þó svörin við henni orðið æði misjöfn. Þegar íslenskur sveitarstjóri var, fyrir rúmum áratug, spurður hví viðkomandi hreppsnefnd væri svo spör á fé til bókasafnsins, sem raun var á, svaraði hann: „Hér á bæ höfum við allt annað og þarfara að gera við peningana en kaupa fyrir þá klámbækur handa taugaveikluð- um kerlingum.“ í sjónvarpsviðtali við suður- afríska rithöfundinn Nadine Gordimer (Nóbelsverðlaunahafí í bókmenntum 1991) kom m.a. fram hvaða bækur hún hefði lesið í æsku. Þegar hún var spurð hvar hún hefði náð í allar þessar bókmenntaperlur svaraði hún að bragði: „í bókasafn- inu, það var minn háskóli.“z. Já, hún getur stundum orðið ansi löng leiðin frá íslandi til himna- ríkis. Hvar standa svo íslensk bókasöfn í þessum Jakobsstiga? Sem betur fer virðast a.m.k. stjórnvöld standa nær rithöfundin- um en sveitarstjóranum. Það er lögbundið, að allar byggð- ir landsins skuli njóta þjónustu al- menningsbókasafna og að þau skuli vera mennta-, upplýsinga- og tóm- stundastofnanir fyrir almenning.2 Um hlutverk safnanna segir í reglugerð, að þau skuli veita al- menningi möguleika á ævimenntun. Þau eiga einnig að gangast fyrir sýningum, fyrirlestrum og tónleika- flutningi. Svo eiga þau að vera upplýsinga- og gagnamiðstöð, þar sem haidið sé sérstaklega til haga efni, sem varðar umdæmið, sem í hlut á." Það er stórt orð Hákot, sagði karlinn. En ætli að það hafí engum á hinu háa Alþingi dottið í hug að eitthváð mundi þetta nú kosta? Jú, jú, sei, sei. Sveitarfélögin skyldu borga brúsann. „Þetta,.skylduverkefni sveitarfé- laga var iyrst leitt. í lög ... árið 1955 ... , án nokkurs samráðs við þau eða samtök þeirra.“' Sumar sveitarstjórnir álitu þetta illa byrði og rangláta, sem þær töldu sig hvorki hafa getu né vilja til að axla, en öðrum varð þetta hvatning til þess að sinna enn betur verkefn- um, sem þær höfðu áður unnið að og einn af forsvarsmönnum þeirra sagði: „Það þarf að vinna að því, að bókasöfnin, sem alhliða menningarstöðvar, verði forgangs- verkefni sveitarfélaganna og verð- ugt stolt.“s En er annars nokkur ástæða til þess að vera að þessu brambolti, sem kostar stórfé? Svar mitt er að öft hafi verið þörf, en nú sé nauðsyn. í nýlegri blaðagrein gat að lesa: „ESS-samningurinn mun reyna mjög á innviði íslenskrar þjóðmenn- ingar. En ef við íslendingar stönd- um okkur vel á menningarsviðinu þá getum við borið höfuðið hátt á alþjóðavettvangi.“c Eg vildi taka árinni snöggtum dýpra í. Ég held að frammistaða okkar á menningarsviðinu næstu 50 árin skeri úr um það hvort hér á landi búi áfram íslensk þjóð eða lítill dropi í einhverskonar evro- amerískri naglasúpu. I því stríði hljóta bókasöfnin að verða eitt af veigamestu vopnabúr- unum. Helmingur hreppsnefnda stendur í stykkinu „En hvað er þá orðið okkar starf?“ Hefir eitthvað áunnist síðan 1955? Þeirri spumingu er hiklaust óhætt að svara játandi. Á síðustu 20 árum hafa orðið stórstígar „Okkur var auðvitað ljóst, að langt væri í að við raundum eignast stórt bókasafn. Því var strax ákvðeið að reyna að eignast sem best safn bóka um Suður- land og umfram allt að safna öllu tiltæku efni um Þorlákshöfn, hvort sem það væri í prent- uðu formi eða ein- hveiju öðru.“ framfarir í bókasafnsmálum kaup- staðanna, en því miður ekki allra því að árið 1986 lét nær þriðjungur bæjarstjórna (26,83%) sig hafa það að greiða ekki einu sinhi lögboðið lágmarkframlag til safns síns. Sennilega dágóður háskóli í þeim bæjum. I hreppasöfnunum er þetta þó ennþá víðar mesta basl og barning- ur. Árið 1986 greiddu 16,64% hreppsnefnda ekki krónu til bóka- safnsmála og aðeins 46,84% greiddu meira en lög krefja sem lágmark.7 Bókasafnið var minn háskóli, sagði nóbelsskáldið. Hvernig menningarmiðstöðvar eru íslensk bókasöfn? Mér vitanlega er ekki til nema eitt Gerðuberg og aðeins einn apó- tekari mun hafa tekið það ómak af bæjarstjóm sinni, að þurfa að hugsa fyrir slíku. Svo er meira eða minna — sennilega mest — minna góð aðstaða fyrir slíka hluti í sum- um kaupstaðasöfnunum, en úti um hinar dreifðu byggðir mun þetta tæpast til. Af hveijp drekkur Jeppi var spurt fyrir löngu síðan. Af hveiju stendur rámur helm- ingur hreppsnefnda í landinu ekki í stykkinu í bókasafnsmálum? Hafa nefndirnar brugðist söfnun- ’um eða söfnin nefndunum? Hvað geta notendur safnánna sótt þang- að annað en bækur til afþreyingar- lesturs? Hvaða markmið hafa safn- stjórnirnar sett sér? Hér verður hver og einn að gera svarið upp við guð sinn og sam- visku. í 9. gr. áðurnefndrar reglugerðar um almenningSbókasöfn segir m.a. að þau eigi að vera upplýsinga- og gagnamiðástöðvar, þar sem haldið sé sérstaklega til haga efni sem varðar umdæmi þeirra. Það er deginum ljósara, að fá- mennur sveitahreppur getur ekki eignast bókafjölda á við stóru kaup- staðina. Er hinsvegar ekki jafn ljóst, að í hveiju einasta byggðarlagi landsins eru sögu- eða náttúru- fræðileg verðmæti, sem betur eru geymd en gleymd? Auðvitað hefi ég ekki hugmynd um hvernig unnið er í hinum ein- stöku söfnum vítt og breitt um land- ið. Get aðeins sagt hvernig unnið hefir verið hér í Þorlákshöfn og hvaða árangur hefir náðst. Árið 1965 voru hér um 400 íbú- ar, sem áttu að sækja bókasafns- þjónustu í Hveragerði (um 25 km). Það ár var safnið hér stofnað með rúmlega 100 bókum. Okkur var auðvitað ljóst, að langt væri í að við mundum eignast stórt bókasafn. Því var strax ákveðið að reyna að eignast sem best safn bóka um Suðurland og umfram allt að safna öllu tiltæku efni um Þor- lákshöfn, hvort sem það væri í prerftuðu formi eða einhverju öðru. Að þessu marki hefir svo verið unnið síðan og er nú svo komið, að við eigum allgóðan bókakost um Suðurland. Um þorpið sjálft er það að segja, að upplýsingar um fjármál og aðra starfsemi hreppsnefndarinnar eru auðvitað geymdar á skrifstofu sveitarstjóra. Öllum öðrum spurn- ingum um staðinn hvort sem þær varða atvinnumál, sögu eða nátt- úrufræði á að vera hægt að svara í safninu svo fremi að þær út- heimti ekki sérhæfðar vísindarann- sóknir. Auk þess á ekki að vera til sú spurning um Strandarkirkju eða heilagan Þorlák, að safnið geymi ,ekki svar við henni. Mér 'er það fullljóst að þessi árangur hefir því aðeins náðst, að sem forstöðumaður safnsins hefi ég vart séð út fyrir bæjarmörk Þorlákshafnar og svo til ekkert af landinu nema Suðurland. Safnið hér er svo sem ekki neinn háskóli, en okkur á að vera vorkun- arlaust að vita góð skil á heima- þúfu okkar. Nú kann einhver að fussa yfír þessari þröngsýni og tauta í barm sér: „Lókalpatríósimi, ljótt orð og ljótur þankagangur." Auðvitað er orðið ljótt og ætti helst aldrei að notast, en ég er ekki alveg viss um að hugsunin á bak við það sé ljót. Er ekki ættjarðarást- in byggð upp af átthagaást allra litlu Jónanna út og suður um landið? Hvað væri hægt að segja um sumar af fegurstu byggingum Evr- ópu ef ekki mætti raða litlum og ósjálegum múrsteinum svo listilega saman? Heiraildir: 1 Nadine Gordimer. Þáttur í ríkissjónvaprinu 20. febrúar 1992. 2 Lög um almenningsbóka- söfn nr. 50/1976 l.gr.3 Reglugerð um almenn- ingsbókasöfn 7. mars 1978, 9. gr. * 1 Magnús E. Guðjónsson: Sveitarfél. og almenningsbóka- söfn. Sveitarstjórnarmál. 6. tbl. 81. bls. 363. 5Sama og 4, bls. 367. 6 Ólafur M. Jóhannes- son: Til fánans. Morgunblaðið 21. febrúar 1992, bls. 6. 7 Bókafulltrúar rikisins. Árs- skýrsla 1986. Tafla M. Rvík., 1989. Höfundur er bókavörður í Porlákshöfn. i < < < < < Hvar nýtist fé til hjálparstarfs best? eftir Hannes Hauksson Umræða um þróunar- og neyðar- aðstoð í okkar heimshluta hefur ein- kennst af nokkurs konar uppgjöri undanfarin misseri. Bent hefur verið á að mörg risastór verkefni, sem opinberir og hálfopinberir aðilar frá Vesturlöndum hafa ráðist í til hjálp- ar fátæku fólki hafí mistekist og jafnvel unnið meira tjón en gagn. Á réttmæti þessara fullyrðinga skal enginn dómur lagður hér en aðeins á það bent að þróunaraðstoð í stór- um stíl á sér ekki langa sögu og með góðum vilja má draga lærdóm af mistökum, hafí þau verið gerð. Umfram allt verður að forðast að láta meint mistök draga úr okkur kjarkinn því að mýmörg dæmi sýna svo ekki verður um villst að með tiltölulega litlum fjármunum frá Vesturlöndum er unnt að hjálpa fátækum og nauðstöddum í þriðja heiminum og ekki síður þar sem tímabundið neyðarástand ríkir, líkt og núna í þeim ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Nú þarf að staldra aðeins við og leita heppilegustu leiðanna til að hjálp til nauðstaddra komist örugg- lega til skila. Það þarf með öðrum orðum að finna því fé sem veitt er til hjálparstarfs þann farveg sem nýtir það best. Margir fræðimenn sem um þessi mál fjalla hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að fijáls fé- lagasamtök á Vesturlöndum í sam- vinnu við systurfélög í þeim löndum „Umfram allt, verður að forðast að láta meint mistök draga úr okkur kjarkinn því að mý- mörg dæmi sýna svo ekki verður um villst að með tiltölulega litl- um fjármunum frá Vesturlöndum er unnt að hjálpa fátækum og nauðstöddum í þriðja heiminum og ekki síður þar sem tímabundið neyðarástand ríkir, líkt og núna í þeim ríkjum sem áður tilheyrðu Sov- étríkjunum.“ sem hjálpina þiggja hafi sýnt bestan árangur á þessu sviði. Énda hafa opinber fjárframlög til hjálparstarfs í löndunum í kringum okkur í æ ríkari mæli runnið til félagasamtaka á borð við Rauða krossinn, kirkjuna og fleiri. Sem betur fer hafa íslensk stjórnvöld einnig sýnt viðleitni í þessa átt, þótt enn séum við íslend- ingar eftirbátar allra þjóða sem við berum lífskjör okkar saman við hvað varðar framlög til nauðstaddra í heiminum. Öryggisnet fyrir alla Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru 150 og verða væntanlega hátt í 170 áður en langt um líður vegna upplausnar ríkja- bandalaga eins og Sovétríkjanna og Júgóslavíu. Með öðrum orðum þá starfar Rauði krossinn í nánast öll- um Iöndum heims og þegar neyðar- ástand skapast leggjast öll félögin á eitt í hjálparstarfí, ýmist með fjár- framlögum, útvegun hjálpargagna eða mannafla. Það liggur í hlutarins eðli að Rauðakrossfélög á Vesturlöndum eru fyrst og fremst gefendur en ekki þiggjendur. Það má þó ekki gleymast að þessi stóra hreyfíng er ekki síður öryggisnet fyrir ríkar þjóðir en fátækar. Það sýndi sig best í Vestmannaeyjagosinu fyrir 19 árum, en þá streymdu í gegnum Rauða kross íslands framlög frá útlöndum sem námu hundruðum milljóna króna á núvirði. Það er athyglisvert að þá var einna rausn- arlegasta framlagið frá sovéska Rauða krossinum, sem nú hefur beðið okkur um hjálp. Það er gott fyrir okkur sem búum á eldijalla- eyju að vita af þessari baktrygg- ingu, sem krefst engra iðgjalda, þó að hún vitaskuld leggi á herðar okkar siðferðilegar skyldur gagn- vart umheiminum. Vantar þrýsting Þessum skyldum höfum við ekki gegnt hingað til, því miður, en ýmis- legt bendir til að áhugi á hjálpar- Hannes Hauksson starfí sé að glæðast, það finnum við hjá Rauða krossinum. Nú er það okkar sem við þetta störfum að nýta byrinn, kynda undir umræðu, benda stjórnvöldum á möguleikana og hvetja þau til dáða. Við vitum að það er ekki vilji íslenskra stjórn- málamanna að draga lappirnar í þessum efnum; það sýna samþykkt- ir Alþingis. En einhverra hluta vegna hefur hjálparstarf orðið út- undan við afgreiðslu ijárlaga - sennilega vegna skorts á þrýstingi frá áhugahópum, félagasamtökum og þeim stofnunum ríkisins sem um þessi mál eiga að fjalla. Okkar hlut- verk er að fara með hagsmuni þeirra sem minnst mega sín í heiminum, sem oftast eru í fjarlægum löndum, gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Það er ánægjulegt að tveir leiðar- ar Morgunblaðsins í vikunni sem leið fjölluðu um mannúðarstarf, annars vegar hér heima og hins vegar í þróunarlöndum. 1 síðar- nefnda leiðaranum kom fram, að þótt við tíundum allt sem flokka má undir hjálparstarf í útlöndum - tvíhliða hjálp, sem veitt er beint til hinna hjálparþurfi; marghliða hjálp, sem veitt er í gegnum Sameinuðu þjóðirnar, safnanir Hjálparstofnun- ar kirkjunnar og Rauða krossins - náði heildarhjálpin í fyrra vart 300 milljónum króna, sem er aðeins 0,08% af þjóðarframleiðslu 1991. Við náum með öðrum orðum ekki nema litlu broti af því sem þijátíu ára tilmæli Sameinuðu þjóðanna telja æskilegt og aðeins á bilinu 7 til 10% af því sem aðrar Norður- landaþjóðir leggja til þessara mála miðað við höfðatölu. Þó var síðast- liðið ár okkur hagstætt í þessum samanburði, því að sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hafa framlög okk- ar verið nálægt 0,05% að meðaltali síðasta áratug. Að leysa þekkingu úr læðingi Rauði kross íslands er nú aó safna fé til hjálparstarfs í þeim ríkj- um sem áður tilheyrðu Sovétríkjun- um, en þar ríkir nú mikil neyð á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Þó að allir geri sér grein fyrir því að fátækt í heiminum er víða meiri en í þessum heimshluta og færa megi fyrir því rök að nær væri að safna fé og senda það til Afríku, þar sem milljónir manna búa við ógnun hungurvofunnar, má það ekki gleymast að takist að fleyta sam- veldislýðveldunum yfir erfiðasta hjallann geta þau áður en langt um líður lagt okkur lið í hjálparstarfi í þróunarlöndum, eins og þau raunar gerðu fyrir örfáum árum. í samveld- isríkjunum er menntunarstig hátt og þau ráða yfír mikilli þekkingu á sviði tækni og vísinda sem þau eru fús til að miðla. Ég ætla að ljúka þessari grein með tilvitnun í leiðara Morgunblaðs- ins á fimmtudaginn var og gera hans orð að mínum: „Þeir sem eiga forsjóninni skuld að gjalda fyrir far- sæld í lífínu mega gjarnan og eiga gjarnan að greiða afborganir af þeirri skuld til menningar og mann- úðarstarfs í samfélaginu . . .“ Höf'undur er framkvæmdastjóri Rjwikt kross íslnnds. t c i I I I ( p
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.