Morgunblaðið - 05.05.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 05.05.1992, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1992 Fangelsi í 4 ár fyrir manndráp af ásetningi TVÍTUG kona, Jónína Sigríður Guðmundsdóttir, hefur verið sak- felld fyrir manndráp af ásetningi og dæmd til fjögurra ára fangelsis- vistar fyrir að hafa þann 11. janúar síðastliðinn orðið sambýlis- manni sinum að bana á heimili þeirra og tveggja ungra barna þeirra i Vestmannaeyjum með því að leggja hann flökunarhnífi í hjartastað. Atburðurinn átti sér stað laust eftir klukkan sjö að morgni laugar- dagsins 11. janúar. Maðurinn sat ásamt kunningjum sínum að drykkju á heimilinu og neitaði ósk- um konunnar, sem einnig var ölv- uð, um að vísa gestunum út. Fram kemur í dóminum að hún hafði tvisvar hringt og óskað eftir lög- regluaðstoð við að fjarlægja gestina en vegna aðstæðna var illmögulegt fyrir lögreglu að fara strax á stað- inn, að því er segir í dóminum. Eftir tilraunir til að fá lögreglu á staðinn kom til frekari orðaskipta milli sambýlisfólksins og í fram- haldi af því sótti konan flökunar- hníf í eldhús íbúðarinnar sem hún otaði að manninum og lagði síðan til hans í hjartastað þegar hann hæddist að henni að því er fram kemur í dóminum. í niðurstöðum dómsins segir að skert dómgreind hennar vegna mik- illar áfengisneyslu verði ekki virt henni til málsbóta. Hins vegar hljóti að vega þungt þegar refsing hennar sé ákvörðuð að maðurinn hafi mis- boðið henni þegar hann hafi af- dráttarlaust synjað réttmætri beiðni hennar um að gestir hans færu úr íbúðinni. Það hversu lögregla hafí verið illa í stakk búin til að koma til að- stoðar hafi aukið á reiði konunnar sem og, að því er virðist, kæruleys- isleg viðbrögð mannsins við yfirvof- andi hættu. Full reiði og í mikilli geðshræringu, sem maðurinn hafi átt þátt í að skapa, hafi hún lagt til hans með hnífnum. Konan var sakfelld fyrir manndráp af ásetn- ingi þar sem henni hafí hlotið að vera ljóst að það að leggja hnífnum til mannsins gat dregið hann til dauða en ekki var talið að hún hefði fyrirfram ætlað að ráða honum bana. Við ákvörðun refsingar var með- al annars tekið tillit til þess að kon- an var 19 ára þegar hún framdi brotið og þess að eftir atburðinn hafi hún verið full iðrunar og hafi játað brot sitt hreinskilnislega. Einnig er meðal annars vísað til 75. greinar hegningarlaganna þar sem segir að færa megi refsingu niður ef brot hafí verið framið í ákafri geðshræringu eða svo sé ástatt að öðru leyti að verknaðurinn sé ekki talinn líkt því eins refsiverð- ur og venjulegt sé um samskonar brot. Samkvæmt því að refsing konunnar ákveðin 4 ára fangelsi. I málinu var konan sýknuð af ákæru vegna tékkafölsunar. Við dómsuppkvaðningu í gær tók konan sér 14 daga frest til að ákveða hvort hún áfrýji dóminum og að sögn Björns Helgasonar sak- sóknara hefur ákæruvaldið ekki tekið afstöðu til þess hvort dómin- um verði áfrýjað. Morgunblaðið/Jóhann Guðmundsson Gorbatsjov hefur viðdvöl á íslandi Mikhaíl Gorbatsjov, fýrrum Sovétleiðtogi, gerði stuttan stans í Leifs- stöð á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna á laugardag. Boeing 727 flugvél er flutti hann til Bandaríkjanna lenti á Keflavíkur- flugvelli á hádegi og hóf flugið um það bil klukkustund síðar eftir að tekið hafði verið inn eldsneyti. Eiginkona Gorbatsjovs, Raísa, var í för með honum ásamt fylgdarliði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var Gorbatsjov í senn afslappaður og ræðinn. Reykjavíkurborg: 160 mílljónum verði varið til Hellissandur: Grunaðir um að nauðga 13 ára telpu TVEIR piltar um tvítugt hafa ver- ið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags vegna gruns um að þeir hafi nauðgað 13 ára telpu í verbúð á Hellissandi aðfaranótt 1. maí. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var telpan ásamt vinkenu sinni á líku reki í samkvæmi í verbúð- inni um kvöldið ásamt piltunum en vinkona hennar var farin úr húsinu þegar atburðurinn átti sér stað. RLR fer með rannsókn málsins en þar fengust í gær engar upplýsingar um atvik málsins. Mennirnir voru handteknir daginn eftir, annar í Ólafsvík og hinn á Akranesi. Þeir voru færðir til Reykja- víkur og úrskurðaðir þar í gæsluvarð- hald af sakadómi. ----» ♦ ♦--- Ríkissaksóknari: Ekkí ólögmæt aðferð við handtökuna RÍKISSAKSÓKNARI telur að rannsókn á kæru sem lögð var fram gegn tveimur lögreglumönn- um vegna meints harðræðis við handtöku tveggja manna í Mos- fellsbæ að morgni 22. mars síðast- liðins hafi ekki leitt í Ijós að lög- reglumennirnir hafi beitt ólög- mætum aðferðum miðað við að- stæður. Þetta tilkynnti ríkissaksóknari rannsóknarlögreglu í gær og jafn- framt að ákæruvaldið geri enga kröfu um frekari aðgerðir gegn lög- reglumönnunum. ----»-»■■♦-- Sjávarútvegs- viðhalds skóla og skólalóða í BORGARRÁÐI verður væntanlega lögð fram í dag tillaga um rúm- lega 160 milljón króna aukafjárveitingn til viðhalds skóla og skólalóða auk þess sem sett verði á laggirnar 35 störf við námskeið á vegum íþrótta- og tómstundaráðs og í íþróttamannvirkjum í sumar. Ástandið í atvinnumálum borgarinnar er nú betra en það var fyrir nokkrum vikum. Að sögn Markúsar Amar Antons- sonar, borgarstjóra, hefur ástandið í atvinnumálum borgarinnar batnað að undanfömu og em nú um 1.300 manns á skrá hjá Ráðningarskrif- stofu Reykjavíkur en voru tæplega 1.500 fyrir nokkmm vikum. „Við gerum samt sem áður ráð fyrir að borgin þurfí að grípa inn í með því að leggja til fé í sérstök verkefni sem bætt gætu atvinnuástandið," segir Markús Örn. Hann segir að í dag verði rædd í borgarráði tillaga sem geri ráð fyrir rúmíega 160 milljón króna aukafjár- veitingu til viðhalds skóla og skóla- lóða auk 35 starfa við sumamámske- ið á vegum íþrótta- og tómstunda- ráðs og í íþróttamannvirkjum í sum- ar. Nú er gert ráð fyrir í ijárhags- áætlun að 130 milljónum verði varið til viðhalds skólahúsnæðis og 18,2 milljónum til venjubundins viðhalds skólalóða. „Aukafjárveitingarnar em sam- tals upp á 153,7 milljónir varðandi skólana. og lóðirnar þannig að ef þetta verður samþykkt má gera ráð fyrir að um miðbik verktímans í sum- ar fái 110 manns störf við þessi verk- efni,“ segir Markús Öm. Hann segir að auk þess hafí verið óskað eftir því við forstöðumenn fyr- irtækja borgarinnar, veitufyrirtækja og hafnarinnar að þeir geri áætlanir um hvað hægt sé að flýta verkefnum á þeirra vegum eða taka fyrir af nýjum verkefnum með tilliti til að- stæðna nú á vinnumarkaðnum. Félagsmálaráðuneytið og Sam- band íslenskra sveitarfélaga hafa komið sér saman um ákveðnar við- miðunartölur varðandi fjárhag sveitarfélaga þar sem miðað er við að nettóskuldir sveitarfélaga fari að jafnaði ekki yfír 50% af sameiginleg- um árlegum tekjum og hættumörk- um sé náð þegar hlutfallið er orðið 80-90%. í nýju fréttabréfí frá Lands- bréfum hf. kemur fram að miðað við 50% skuldsetningu gæti Reykjavík aflað lánsfjár fyrir rúmlega 3,3 millj- arða króna. Aðspurður segir Markús Örn að möguleikar á slíkri lántöku hafí ekki komið til umræðu. „Þessar tölur sýna að fjárhagsstaða borgarinnar er mjög sterk en ég er ekki meðmæltur því að við förum að taka stórfelld erlend lán til að taka á vanda sem Roskinn maður lést úr berklum MAÐUR um sextugt, sem fannst látinn á heimili sínu á Hvolsvelli í síðustu viku, greindist með berkla við krufningu og er talið að þeir hafi dregið hann til dauða en maðurinn mun ekki hafa gengið með annan sjúkdóm. Að sögn Þorsteins Blöndal yfirlæknis Iungna- og berklavarnardeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur má telja víst að með einföldum hætti hefði verið unnt að lækna berklana ef maður- inn hefði leitað læknis vegna þess hósta og óþæginda sem víst er talið að hafi hrjáð hann. Við berklapróf sem gert var á föstudag á fólki í nánasta umhverfi mannsins fundust tveir menn af tíu með jákvæða svörun við berklaprófi, sem jafngildir ekki því að fólkið hafi greinst með berkla. Talið er lík- legt en þó ekki víst að ástæðu hinn- ar jákvæðu svörunar megi rekja til umgengni fólksins við hinn látna. Þetta fólk hefur verið sett á fyrir- byggjandi lyíjameðferð. Ibúum Hvolsvallar stendur til boða að gang- ast undir berklapróf, hvort sem þeir hafa verið í smithættu vegna um- gengni við manninn eða ekki. Þótt 15-20 tilfelli berkla komi upp hérlendis á ári hvetju er það fátítt eða einstakt á síðari árum að maður deyji af þeirra völdum, sem ekki á jafnframt við annan sjúkdóm að stríða. Að sögn Þorsteins Blöndal geta berklar hins vegar átt þátt í dauða fólks sem langt er leitt af öðrum sjúkdómum, svo sem al- næmi. Bakterían berst á milli með úðasmiti, eða hósta berklasjúklinga. Við berklapróf í grunnskólum hef- ur um eitt af hveijum þúsund börn- um gefið jákvæða svörun en meðal íslendinga 60 ára og eldri reynast allt að 40% gefa jákvæða svörun, að sögn Þorsteins. Hann sagði að 90% berklatilfella kæmu upp hjá fólki sem lengi hafi gefíð jákvæða svörun á berklaprófi lengi án sjúk- dómseinkenna en veikist af berklum þegar viðnámsþróttur líkamans dvíni af öðrum orsökum. Á árunum í kringum 1930, áður en lækning við sjúkdómnum fannst, dóu árlega um 200 af hveijum 100.000 íslendingum úr berklum, sem miðað við núver- andi íbúatölu jafngilti um 500 dauðs- föllum úr sjúkdómnum á ári. vonandi er tímabundinn." „Ég legg einnig áherslu á að það má ekki líta á þetta ástand sem úr- lausnarefni Reykjavíkurborgar einn- ar. í tengslum við kjarasamningana kom yfirlýsing frá ríkisstjórninni að hún hygðist setja á laggimar sér- staka nefnd til að huga að atvinnu- málunum og gera það í samvinnu við sveitarfélögin. Við munum að sjálfsögðu tilnefna okkar fulltrúa í samvinnu við atvinnumálanefnd rík- isins um stöðu máia hér í Reykja- vík,“ segir Markús Öm. ráðherra Oman í heimsókn Sjávarútvegsráðherra Oman, Sheikh Mohammed bin Abdulla bin Zaher Al-Hinai, er í opinberri heimsókn hér á landi þessa vikuna til viðræðna við starfsbróður sinn Þorstein Pálsson. Með Sheikh Mohammed í för eru nokkur fjöldi embættismanna og full- trúa úr sjávarútvegi og viðskiptalífí Omans. í dag heimsækir ráðherrann meðal annars Vigdísi Finnbogadótt- ur, forseta íslands. Heimsókninni lýkur á fímmtudagskvöld með fundi Þorsteins Pálssonar og Sheik Mo- hammeds í sjávarútvegsráðuneytinu. Farþegar Sólarflugs fara með Flugleiðum HALLDOR Sigurðsson framkvæmdastjóri Atlantsflugs segir að hann sé gáttaður á málflutningi Guðna Þórðarsonar hjá Flugferðum-Sólar- flugi í þeirri deilu sem fyrirtækin hafa átt í síðustu daga. „Staðreynd- in er sú að Sólarflug skuldaði okkur 34 milljónir króna er við riftum samningi okkar við ferðaskrifstofuna,“ segir Halldór. Guðni Þórðarson hjá Sólarflug segir að þeir séu nú að kanna tilboð sem þeim hafa bor- ist um flug en í dag munu farþegar þeirra fara með einni af vélum Flugleiða utan. af samningnum við undirskrift, 10% þrjátíu dögum fyrir flug og síðan 80% sjö dögum fyrir flug og ekkert af þessu stóðst.“ Guðni Þórðarson segir að Sólar- fíugi hafi borist fjöldi tilboða í Ieigu- flug fyrir farþega þeirra og að þau tilboð séu nú í könnun. Farþegar ferðaskrifstofunnar fara í dag utan með þotu frá Flugleiðum en fyrir flug Sólarflugs á föstudag verður Tri-Star-þota Atlanta notuð. Guðni segir að fyrir föstudag eigi svo að liggja fyrir varanleg lausn á flug- vélamálum Sólarflugs í sumar. Með Flugleiðum í dag fara farþegar á leið til Kaupmannahafnar og Lond- on, samtals rúmlega 100 manns. í máli Halldórs kemur einnig fram að Atlantsflug sé að íhuga að fara í skaðabótamál gegn Flug- ferðum-Sólarflugi vegna vanefnda á samningnum sem þessir aðilar gerðu með sér um leiguflug í októ- ber sl. Eru lögfræðingar Atlants- flugs nú að skoða það mál. „Ég veit ekki hvað Guðni er að fara þegar hann segir að ein af ástæðum þess að hann hætti viðskiptum við okkur hafi verið að ein af vélum okkar hafí verið kyrrsett af fjár- hagsástæðum. Slíkt er della,“ segir Halldór. „Þetta hefur ekki komið fyrir og ég sé enga skynsemi í svona málflutningi. Hinsvegar má nefna að Guðni átti að borga okkur 10%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.