Morgunblaðið - 05.05.1992, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1992
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Útför Jóns Karlssonar gerð frá Akureyrarkirkju
Útför Jóns Karlssonar var gerð frá Akureyrarkirkju í gær. Séra Hannes Öm Blandon, sóknarprestur í Laugalands-
prestakalli í Eyjafjarðarsveit jarðsetti. Viðstaddir útförina voru fulltrúar alþjóða Rauðakrossins í Genf. Útfararræða
og bænir voru að hluta flutt á ensku, en eiginkona Jóns, foreldrar hennar og systir eru enskumælandi. Hluti Kórs
Langholtskirkju söng við athöfnina undir stjórn Jóns Stefánssonar, en Jón söng með kórnum meðan hann var
búsettur hér á landi. Fulltrúar Rauða krossins stóðu heiðursvörð við kistuna og fulltrúi frá alþjóða Rauða krossinum
í Genf flutti ávarp í erfidrykkju að lokinni athöfn. Kistuna báru bræður Jóns, Gunnar, Hólmgeir, Hans, Randver
Ingvar, og Stefán Öm Stefánsson frændi Jóns.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 5. MAI
YFIRLIT: Á vestanverðu Grænlandshafi, vestur af Vestfjörðum, er 979
mb lægð sem þokast heldur suður, en 980 mb lægð skammt norður
af Melrakk8sléttu hreyfist norðaustur.
SPÁ: Suðvestan stinningskaldi en sfðan hægari vestan eða norðvestan.
Þurrt norðaustanlands í fyrstu en annars él, síst suðaustanlands. Hiti á
bilinu 0-5 stig. Kólnandi norðanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Vestan strekkingur við suðurströndina, norð-
vestlæg átt norðaustanlands en hægviðri norðvestanlands. Smáskúrir
vestanlands og él norðaustantil en þurrt og bjart veður suðaustanlands
og einnig í innsveitum norðvestanlands. Hiti 0-6 stig, hlýjast suðautan-
lands.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg norðvestlæg og síðar breytileg átt. Él
við norðurströndina í fyrstu en annars þurrt og nokkuð bjart veður. Hiti
0-4 stig.
Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus
Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir
er 2 vindstig. * Él
A V
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
A / / / ~~— Þokumóða
Hálfskýjað * / * 5 5 Súld
r * r * Slydda oo Mistur
Sky|að / * / * * * 4 Skafrenningur
^4/^ Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður
/
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hltl veður
Akureyri 10 skýjað
Reykjavík 2 slydduél
Bergen 7 súld
Helsinki 13 skýjað
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Narssarssuaq +7 heiðskírt
Nuuk +9 skýjað
Ósló 14 rigning
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Aigarve 21 heiðskírt
Amsterdam vantar
Barcelona 20 mlstur
Berlín 13 léttskýjaö
Chicago vantar
Feneyjar 24 léttskýjað
Frankfurt 15 léttskýjað
Glasgow 13 skýjað
Hamborg 12 léttskýjað
London 16 léttskýjað
Los Angeles 16 skýjað
Lúxemborg 14 skýjað
Madríd 19 hátfskýjað
Malaga 21 skýjað
Mallorca 20 skýjað
Montreal 4 léttskýjað
New York vantar
Orlando 20 mistur
París 15 léttskýjað
Madeira 17 skýjað
Róm vantar
Vín 14 alskýjað
Washington 12 léttskýjað
Winnipeg +2 léttskýjað
Breytingar á ríkisstjórn til umræðu:
Get vel hugsað mér
að snúa mér að
öðrum verkefnum
-segir Jón Baldvin Hannibalsson
JÓN Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra segist vera jákvæð-
ur gagnvart þeirri hugmynd að
gerð verði uppstokkun innan rík-
isstjórnarinnar í kjölfar af-
greiðslu EES-málsins. „Þegar
þessu mikla máli er lokið og það
hefur verið endanlega til lykta
leitt get ég vel hugsað mér að
snúa mér að öðrum verkefnum,"
segir hann. Aðspurður segist Jón
Baldvin eiga við að þetta gæti átt
sér stað eftir að EES- samningur-
inn hefur verið til lykta leiddur
á Alþingi. Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra segir að ekki hafi átt
sér stað umræður um breytingar
af hálfu sjálfstæðismanna en ef
Alþýðuflokkurinn vilji gera
breytingar muni því verða vel
tekið. Jón Baldvin segir þetta mál
varða stjórnarflokkana báða.
„Ég vona að menn ræði hver vilji
utanríkisráðherra og Alþýðuflokks-
manna er í málinu þegar utanríkis-
ráðherra kemur heim. Það hafa eng-
ar formlegar umræður átt sér stað
á milli flokkanna um þetta en ef
Alþýðuflokkurinn hefur áhuga fyrir
slíkum breytingum munum við vera
liprir í þeim efnum," sagði Davíð.
„Við höfum ekki rætt um neinar
breytingar hjá okkur, hvorki inn-
byrðis eða útávið en við höfum aldr-
ei útilokað að slíkar breytingar gætu
átt sér stað á kjörímabilinu. Þetta
virðist aðallega vera hjá Alþýðu-
flokknum,“ sagði Davíð.
Forsætisráðherra sagði of fljótt
að segja til um hvort breytingar
yrðu gerðar strax í sumar. „En mið-
að við ummæli utanríkisráðherra og
viðskiptaráðherra sýnist það geta
gerst,“ segir Davíð.
Athugasemd
í lok dagskrárkynningar á
heimildarmyndinni „í köldum
sjó“ sem að sýnd var í Sjónvarp-
inu 1. maí sl. segir „Dr. Jón
Axel Axelsson samdi handritið".
Þetta er meinleg villa. Hið sanna
er að handrit og texti myndar-
innar eru árangur náins sam-
starfs hóps áhugamanna um
kuldavarnir og Sigmars B.
Haukssonar, sem var frumkvöð-
ull að gerð myndarinnar. Sam-
starfshópinn skipuðu einstakl-
ingar frá Slysavarnaskóla sjó-
manna, Landhelgisgæslu, Borg-
arspítala og rannsóknastofu HI.
í lífeðlisfræði.
Þeir sem auk undirritaðs
lögðu mesta vinnu í gerð hand-
rits og texta eru læknarnir Alma
D. Möller og Amaldur Valgarðs-
son og Sigurður Steinar Ketils-
son skipherra.
— Jóhann Axelsson
lífeðlisfræðingur.
Ritgerðasafn Þórarins
Þórarinssonar fyrrverandi
ritstjóra og alþingismanns
VINIR og samstarfsmenn Þórar-
ins Þórarinssonar, fyrrv. alþingis-
manns og ritsljóra Tímans, hafa
ákveðið að gangast fyrir útgáfu
ritgerða- og greinasafns eftir
hann og fyrirhugað að bókin komi
út í haust. Efnisval er unnið í sam-
ráði við Þórarin og undirbúningur
vel á veg kominn. Ritið verður um
240 bls. að stærð og vandað að
frágangi í hvívetna.
Til þess að tryggja ijárhagsaf-
komu útgáfunnar er sú leið valin að
safna áskrifendum að bókinni. Áætl-
að áskriftarverð er 2.500 til 2.900
kr. Hefur þegar verið hafíst handa
um áskriftasöfnun. Nöfn áskrifenda
verða birt sem heillaóskaskrá í bók-
inni. Því er æskilegt að þeir, sem til
verður leitað með sérstöku bréfí og
óska að heiðra Þórarin á þennan
hátt, staðfesti áskrift sína tímanlega.
Þess skal getið að áskriftaloforð ber
að senda skrifstofu Framsóknar-
flokksins, Hafnarstræti 20, 101
Reykjavík.
Þórarinn Þórarinsson
Rannsóknir á djúpslóð og búrfiski:
Mikilvægt verkefni
— segir sj ávarútvegsráðherra
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að fyrirhugaðar
rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar á djúpslóðinni kringum landið
og þeim tegundum sem þar er að finna, þar á meðal búrfisk, séu
mikilvægt verkefni.„Sjávarútvegsráðuneytið hefur lagt áherslu á að
unnin væri rannsóknaráætlun um þetta verkefni og við erum nú
með þá áætlun til skoðunar," segir Þorsteinn.
Fram kom í frétt í Morgunblaðinu
á sunnudag að aðstoðarforstjóri
Hafrannsóknarstofnunar telur
rannsóknina kosta um 30 milljónir
króna og að það fé hafi stofnunin
ekki tiltækt fyrr en á næsta ári.
Aðspurður um hvort ráðuneytið
muni beita sér fyrir að fé verði afl-
að svo hægt sé að framkvæma
þessa rannsókn fyrr segir Þorsteinn
að ráðuneytið hafi ekki sérstaka
sjóði til að láta af hendi í þetta
verkefni. „Fé til þessa verkefnis
verður að koma af ráðstöfunarfé
Hafrannsóknarstofnunar og þó ég
telji að þessi rannsókn sé eitt af
brýnustu málum stofnunarinnar er
það hún sjálf sem raðar verkefnum
sínum í forgangsröð," segir Þor-
steinn Pálsson.