Morgunblaðið - 05.05.1992, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
7
Listasafn íslands:
Sýning á mósaíkverkum frá
fyrstu öldum okkar tíma
Jórdaníudrottning
opnar sýninguna
JÓRDANÍUDROTTNING opn-
ar 30. maí nk. sýningu á mósa-
íkverkum, skartgripum og
kvenbúningum í Listasafni ís-
lands. Mósaikgólfin koma frá
Þjóðminjasafni Jórdaníu en
skartgripirnir og búningarnir
frá einkasafni frú Widad Kaw-
ar í Amman. Mósaíkin er komin
til landsins og voru kassarnir
með verkunum, sem vega um 6
tonn, opnaðir í Listasafni ís-
lands í gær.
Að sögn Beru Nordal, forstöðu-
manns Listasafns íslands, er sýn-
ingin mikill listviðburður.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
fáum hingað listaverk frá þessu
forna menningarsvæði og það er
ómetanlegt fyrir okkur sem þekkj-
um þetta land aðeins vegna þeirra
Morgunblaðið/Sverrir
Bera Nordal forstöðumaður Listasafns íslands, Þorgeir Ólafsson listfræðingur og Viktor Smári
Sæmundsson skoða eina mósaíkmyndina.
átaka sem þar hafa verið undan-
farna áratugi," segir Bera.
Jórdanía og Palestína eru hluti
forns menningarsvæðis sem
tengdist um langan tíma veldi
Rómveija í Miðausturlöndum og
síðar Býsanska ríkinu. Þetta hafði
mikil áhrif á menningararfleifð
þessa svæðis, einkum í norður-
hluta núverandi Jórdaníu. í suður-
hlutanum er hins vegar samfélag
hirðingja og bænda sem þróuðu
með sér litríka skreytilist í búning-
um, skarti og teppum.
Bera segir að sýningin gefi
góða innsýn í báðar þessar menn-
ingarhefðir. „Mósaíkmyndirnar
voru afsprengi borgarmenningar-
innar. Myndirnar koma frá norð-
ur- og vesturhluta Jórdaníu en
þær fundust við fornleifauppgröft
í byggingum frá rómverskum- og
býsönskum tíma og eru taldar
vera frá 6. til 8. öld eftir krist.“
Hún segir að mósaíksýningin
samanstandi af tveimur stórum
mósaíkgólfum og hlutum úr öðr-
um. Gólfin séu bæði úr kirkjuleg-
um byggingum, almenningsböð-
um og frá einkaheimilum yfirstétt-
arinnar. Búningarnir og skartið
séu hins vegar arfleifð hirðingja-
samfélagsins.
„Sýningin er ekki síður athygl-
isverð þar sem þetta er í fyrsta
sinn sem Jórdanir senda svo stóra
mósaíksýningu út fyrir landstein-
ana,“ segir Bera.
1992 ■ ■ 1992
ESCORT/ORION
Nýr Ford á aðeins 899.000
Þú veröur að koma og prófa nýju Ford Escort og Ford Orion bílana hjá Globus, því annars sérðu
þessa kraftmíklu pýsku gæðagripi fljúga framhjá þér, með einhvern annan undir stýri. Pctta eru
ótrúlega kraftmíklír bílar og aksturseiginleikarnir eru slíkir að þú hefur tæþast kynnst öðru eins.
Nýju Ford Escort og Ford Orion eru fjölskyldubilar nútimans, rúmgóðir, vandaðir, öflugir og
sparneytnir. Og þú færð þá á aðeins frá 899 þúsund krónum með ryðvörn og skráningu.