Morgunblaðið - 05.05.1992, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
Sinfóníutónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands, sl. fimmtudag í Háskólabíói,
voru skemmtilegir, ekki síst vegna
þess að efnisskráin var nokkuð
óvenjuleg, með sinfóníu eftir Mad-
etoja, einleiksverkum eftir Martinu
og Hummel og lauk með Eldfuglinum
'eftir Stravinskí, heldur og að flutn-
ingur óbóleikarans, Maurice Bo-
urgue, var hrein snilld. Ekki
skemmdi það, að flutningur sveitar-
innar, undir 'stjórn Petris Sakaris,
var góður, bæði í sinfóníunni eftir
Madetoja og í meistaraverki Stra-
vinskis, Eldfuglinum, þar sem mest
reyndi á hljóðfæraleikarana.
Það verður ekki sagt að fyrsta sin-
fónían eftir Levi Madetoja sé spenn-
andi verk en hún er vel samin, sér-
staklega lokakaflinn, þar sem gat að
heyra skemmtilegar og jafnvel sér-
kennilegar tónmyndir, en einmitt
skortur á áhugaverðum tónhending-
um gera verkið í heiid nokkuð við-
burðasnautt, sérstaklega í hæga kaf-
lanum, sem annars er falleg tónsmíð.
Hljómsveitin var góð og auðheyrt að
stjórnandinn var þama vel heima.
Tvö einleiksverk voru viðfangsefni
óbósnillingsins Maurice Bourgue, hið
fyrra konsert fyrir óbó og hijómsveit
Armstrong
Traust einangrunarefni
fyrir vatns og hitalagnir,
svo og kœlikerfi.
jVið þessir með reynsluna
* | mœlum með Armstrong.
i Gott að vinna með og
4 svo níðsterkt. J
Heildsala
Smásalc
*
i
i
t
i
i
VATNSVIRKINN HF.
ÁRMLILA 21 SÍMAR 686455 - 685966
FAX 91-687748
XDC
eftir Bohuslav Martinu, og hið síðara
Adagio, stef og tilbrigði fyrir óbó og
hljómsveit op. 102 eftir Johann
Nepomuk Hummel. Konsertinn eftir
Martinu er góð og skemmtileg tón-
smíð og að því leyti sámkvæmt klass-
ískri hefð að fyrsti kaflinn er veiga-
mesta tónsmíðin, hægi kaflinn lióð-
rænn tónleikur og sá síðasti fjörugur
tæknilegur. Maurice Bourge lék kon-
sertinn afburða vel og naut blæríkur
leikur hans sín mjög vel í hæga kafl-
anum og ekki síst í kadensu síðasta
þáttarins, sem var í heild glæsilega
fluttur. Tilbrigðaverk Hummels er
beinlínis samið fyrir leiksnilling á óbó
og það var hreint ævintýri að hlýða
á leik Maurice Bourgue.
Lokaviðfangsefni tónleikanna var
Eldfuginn eftir Stravinskí. Hljóm-
sveitin flutti þetta meistaraverk mjög
vel undir markvissri stjórn Petris
Sakaris. Stravinskí gerði þrjár mis-
mundandi svítur, þar sem nokkru
munar í kaflaskipan og stærð hljóm-
sveitar. Ekki er getið í efnisskrá
hvað gerð var leikin en það var sú
nr. 2, sem notið hefur mestra vin-
sælda. Eldfuglinn er svíta, unnin upp
úr ballettverki og hefði mátt fjalla
ögn um þáttskipan verksins í efnis-
skrá tónleikanna, í stað þess að láta
aðeins heiti kaflanna (á frönsku)
duga. Þarna er um að ræða tíma-
mótaverk, ekki aðeins á sviði kon-
serttónlistar heldur og fyrir sögu
ballettsins. í þessu verki sameinast
þijú inikilvæg atriði. í fyrra verkinu
eru veruleg áhrif kennarans Rim-
skys-Korsakofs, sem var afburða-
maður í hljómsveitarrittækni og ann-
að, áhrif þau sem Stravinskí varð
fyrir í París og má rekja beint til
Debussys. Það þriðja og mikilvæg-
asta, sem Stravinskí segir sjálfur
frá, er að hann, nærri ómótaður,
stendur allt í einu mitt í hringiðu
nýjunganna og honum tekst að til-
einka sér þær og fella að þeirri tón-
list, sem hann var alinn upp í og
ætíð var eitt af sérkennum Stra-
vinskís. Stravinskí setti ekki fram
neinar kenningar, frekar en Bartók,
en fá tónskáld hafa haft eins mikil
áhrif á þróun tónlistar og þessi nýj-
ungadjarfi snillingur.
Listahátíð á Seltjarnarnesi:
„Vorið og sköp-
unarverkiðu
_________Tónlist____________
Ragnar Björnsson
Þegar keyrt er vestur Eiðis-
granda, við Eiðistorg upp á Nesveg,
er komið á yfirráðasvæði Seltjarnar-
ness; og Nesvegur farinn í vestur,
þá eru á hægri hönd íbúðarblokkir
sem minnt gætu á nútíma geimfeij-
ur, blokkir þessar standa við Austur-
stræti, en svo mun gatan heita. Við
enda Nesvegar er Kirkjubraut en
þar stendur kirkja þeirra Seltjarnar-
nesbúa. Þegar stigið er út úr nútíma
farartæki okkar Islendinga er geng-
ið á hellulögn hvar hellurnar eru
lagðar í öðru mynstri en finnast
Reykjavíkurmegin, ef þær finnast á
annað borð innan borgarmarka.
Rati einhver síðan inn í sérkennilega
og fallega kirkju þeirra Seltirninga
blasir við hellulagt gólf úr hvítum
marmara, sem rennur saman við
marmaralagðan predikunarstólinn
og mun þetta hvorutveggja vera ein-
stakt í íslenskri kirkju. Með þing-
menn úr báðum vængjum Alþingis,
meðal gesta, og svartan flygilinn
standandi fyrir framan altarið, í
þessu ævintýralega umhverfi hófst
listahátíð í Seltjamarneskirkju undir
heitinu „Vorið og sköpunarverkið".
Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon
hófu leikinn með tónverki frá bar-
okk-tímanum. Ekki áttaði ég mig á
hljómburði, en a.m.k. hefði ég kosið
sembal í stað píanósins, en hljóm-
burðurinn skilaði ekki píanóinu skíru
og raunar ekki vel sellóinu heldur.
Elísabet Eiríksdóttir söng tvö lög
eftir Haydn og Grieg. Svo er með
Elísabetu eins og mörg okkar ágætu
„talent", tækifærin til að koma sem
oftast fram vantar til þess að ná
fram öllu sem inni býr. Vilhelmina
Ólafsdóttir lék á píanóið í lögunum
tveim. Kirkjan virðist skila söng
vel, en óþarfi er að taka mikið á —
syngja sterkt. Njörður P. Njarðvík
las frumsamin Ijóð, sem mitt er ekki
að dæma, en féllu vel mínu geði.
Barnakór söng undir stjórn Jóns
Karls Einarssonar og Sesselju
Guðmundsdóttur. Dansararnir,
Birgitte Heide, Helena Jóhannsdótt-
ir og Ingibjörg Pálsdóttir dönsuðu
ljóðrænan vals við undirleik Julians
Briems á gítar (sem var hljóðupp-
taka), tónlist eftir Granados, en
dansahöfundur var Ásdís Magnús-
dóttir. Þessari setningu listahátíðar
lauk með leik Kolbeins Bjarnasonar
á flautu, „Vorsálm" eftir japanska
tónskáldið Fukushima. Eins og
vænta mátti skilaði Kolbeinn þess-
um flutningi með miklum ágætum,
sýndi flesta ótrúlega möguleika
flautunnar og eigin hæfni til að
skila þessari tegund tónlistar. Kol-
beinn lauk þessari fjölbreyttu athöfn
í kirkjunni með örstuttum þáttum —
9 talsins— eftir Atla Heimi Sveins-
son, sem hann kallar „Örstef“, var
það skemmtilegur endir dvalarinnar
í Seltjarnarneskirkju. Ágóði af tón-
leikunum, en flytjendurnir gáfu sitt
framlag, á að renna til orgelkaupa
í kirkjuna og vonandi ræðst val org-
elsins af þekkingu en ekki bara
smekk einhverra, eins og of oft hef-
ur orðið ofaná á landi voru.
Laredo* M/T Laredo* LTL M+S’ PLUS Steeler* Ralley* GTS
Hjólbar&ar fyrir þó sem gera kröfur
— Einstök mýkt í akstri.
— Hljóölátir. — Ótrúleg ending.
- Frábært grip við allar aðstæður.
UNIROYAL
SÖLUAÐILAR: GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. RÉTTARHÁLSI 2
og umboðsaðilar um allt land SKIPHOLTI 35
Danni (Þorsteinn Guðmundsson) á barnum, kaldur karl í fyrstu
en mýktin kemur síðar í Ijós.
Særðar sálir
Leiklist
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
And-Leikhúsið sýnir í Tungl-
inu: Danni og djúpsævið bláa.
Höfundur: John Patrick Shan-
ley-
Leikstjórn og þýðing: Ásgeir
Sigurvaldason.
Lýsing: Egill Örn Árnason.
Leikhljóð: Ólafur Óm Thorodds-
en.
Förðun: Árdís Bjarnþórsdóttir
og Hildur Jóhannsdóttir.
Nýtt leikhús hefur bæst í leik-
húsflóru höfuðborgarsvæðisins og
er sem oftar um að ræða ungt
fólk sem stillir saman strengi í
því skyni að koma listsköpun sinni
á framfæri. Sem betur fer fyrir
leikhúsáhugafólk. Þær raddir
hafa stundum heyrst að gagnrýn-
endur væru óeðlilega velviljaðir
starfsemi leikhópa og horfðu á
sýningar þeirra mildari augun en
sýningar stóru leikhúsanna eða
stofnanaleikhúsanna eins og sum-
ir vilja kalla þau. Ég vísa þessari
gagnrýni til föðurhúsanna því
hafi sýningar leikhópanna fengið
jákvæða umfjöllun þá hefur það
einungis verið vegna þess að þær
áttu það svo sannarlega skilið.
Einhvern veginn er það líka svo
að margar af eftirminnilegustu
sýningum undanfarinna ára eru
slíkar sýningar eða sýningar stóru
leikhúsanna á litlu sviðunum sem
eru tvímælalaust viðbrögð þeirra
við góðu gengi kjallaraleikhús-
anna svokölluðu. Það er einmitt
þetta návígi við leikarana sem
hefur heillað fólk svo mjög, ekk-
ert er hægt að fela. Þetta er nak-
ið leikhús þar sem krafturinn sem
felst í góðri leiklist fær notið sin
að fullu og áhorfandinn upplifir
eitthvað nýtt. Auðvitað verða sýn-
ingar ekki góðar bara við það að
fara á lítið svið en góðar sýningar
geta orðið vondar við að fara á
stórt svið. Þá hverfur nándin sem
er eitt það helsta sem leikhúsið
hefur fram yfir helstu keppinauta
sína; bíóið og sjónvarpið. Sumar
sýningar eiga vissulega einungis
heima á stóru sviði og þær eiga
sína töfra líka ef vel tekst til.
Sprengikraftur sýningarinnar á
Danna og djúpsævinu bláa felst
ekki síst í þessari nánd sem og
stórgóðum leik þeirra Helgu
Brögu Jónsdóttur og Þorsteins
Guðmundssonar. Verkið var
frumsýnt í New York árið 1984
og hlaut prýðis móttökur enda um
margt áhugavert. Höfundur
bregður upp snarpri mynd af
tveimur einmana utangarðsmann-
eskjum sem rekast saman eina
kvöldstund. Þetta eru þau Rúna
og Danni, tvær sárar sálir á skjön
við þjóðfélagið. Köld og gróf á
yfirborðinu en mjúk einhvers stað-.
ar undir niðri. Þessa næturstund
sem þau eiga undir sviknum mána
grafa þau sig inn í hvert annað á
einfaldan og hjartnæman hátt.
Rúna er þjökuð vegna atburðar
úr fortíðinni, hún þráir fyrirgefn-
ingu syndanna. Hún hefur raunar
aldrei ráðið yfir lífi sfnu, áður var
það faðir hennar en nú þessi at-
burður sem hefur grafið um sig
í sálinni. Danni er óöryggið upp-
málað og bregst við því með því
að kýla mann og annan. Hans
eina vörn gegn veröldinni er að
berja frá sér; það gera hann líka
allir reiðan. Nema Rúna. Persónu-
sköpun þeirra Helgu Brögu og
Þorsteins var hreint til fyrirmynd-
ar. Strax á fyrstu sekúndunum
gáfu þau tóninn. Helga (Rúna)
við barinn að róta í hnetum svo
óendanlega lífsleið og Þorsteinn
(Danni) við borðið, allur krambúl-
eraður, á sífelldu iði og stuttur í
spuna. Helga var einkar sannfær-
andi í tilfinningasveiflum Rúnu;
köld og hörð að segja frá fortíð
sinni, feimin og bljúg í rómantísk-
um leik þeirra Danna. Augun allt-
af talandi tilfinningasjór. Þor-
steinn lék ekki síður af fingrum
fram, kröftugur, ailt að því ofsa-
fenginn í fyrstu en þegar Rúna
hefur svipt í burtu skel Danna þá
færðist leikurinn á rólegra plan.
Þau Þorsteinn og Helga voru
ákaflega samstillt í leik sínum og
studdu hvort við annað. Leikstjór-
inn hefur greinilega laðað fram
það besta í leikurunum og sýning-
in er bæði ljóðræn og ágeng. Þýð-
ingin var einnig vel af hendi leyst,
textinn á bragðmiklu og krass-
andi máli.
Leikskrá var óvenju fræðandi
og er það til fyrirmyndar, einkum
var gaman að fá yfirlit Martins
Regals yfír þróunina í bandarískri
leikritun á þessari öld.
Sýningin naut sín ágætlega í
Tunglinu, leikrýmið átti auðvitað
einkar vel við í baratriðinu fyrir
hlé. Eftir hlé er áhorfendum snúið
við og þar er eldrautt rúm megin
leiksvæðið. Danni og djúpsævið
bláa er kröftug sýning sem höfðar
áreiðanlega til uiigs leikhúsáhug-
afólks og And-Leikhúsið getur
verið ánægt með frumraun sína.