Morgunblaðið - 05.05.1992, Síða 17

Morgunblaðið - 05.05.1992, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 17 ardeyfu vegna hávaða á vinnu- stöðum, en hún virðist algeng. Á árabilinu 1981-1991 greindust um 3.570 einstaklingar sem orðið höfðu fyrir slíkri heyrnarskemmd. Skráning vinnuslysa og atvinnu- sjúkdóma er eitt af því sem bæta þarf hér á landi. Vinnuslys og atvinnusjúkdómar leiða til mannlegrar þjáningar sem allir eru sammála um að forðast beri með tiltækum ráðum. Hitt er einnig ljóst að kostnaður samfé- lagsins vegna þessa er mikill og forvarnir því þjóðhagslega hag- kvæmar ef árangur næst. Sam- kvæmt úttekt á vegum Alþjóða- vinnumálaskrifstofunnar er þessi kostnaður víða á Vesturlöndum talinn á bilinu 1-3,25% af vergri landsframleiðslu („The cost of Occupational Accidents and disea- ses“, ILO, Genf 1984). Hér á landi jafngildir þetta 3-11 milljörðum á ári m.v. landsframleiðslu 1991. Til þess að auka vinnuvernd á íslandi þarf fjölmargt að gera. Mikilvægast er, að mati þess sem þetta ritar, að innra starf að þess- um málum aukist á vinnustöðun- um sjálfum. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnendur fyrirtækja og stofnana m.a. að taka þessi mál fastari tökum en algengast hefur verið. Þeir þurfa að móta ákveðna stefnu þar sem öryggi og vellíðan starfsmanna er sett í fyr- irrúm og fylgja henni fast eftir með markvissu starfi í samvinnu við starfsmenn og með þátttöku þeirra. Á vinnuverndarári verður lögð áhersla á slíkt innra starf í fyrirtækjum. Stjórnendur fyrir- tækja og stofnana yfir tiltekinni stærð munu í næsta mánuði fá hvatningarbréf ásamt leiðbeining- um um það hvernig unnt er að bera sig að til að ná árangri. Nán- ar verður einnig fjallað um leiðir til að ná árangri innan fyrirtækj- anna sjálfra í sérstakri grein hér í blaðinu síðar. Höfundur cr forstjóri Vinnueftirlits ríkisins. Laufey Steingrímsdóttir mæli sé og flokkast því fremur til ábætisrétta en undirstöðufæðu. Engjaþykknið er til dæmis svo fitu- ríkt að það líkist meira ijómabúðing en hollum morgunverði. í venju- legri mjólk eða súrmjólk eru um 4 grömm af fitu í hveijum desilítra eða 100 grömmum. í léttmjólk eru aðeins 1,5 grömm af fitu en í sama magni af engjaþykkni með morgun- korni eru hvorki meira né minna en 9,2 grömm af fitu. Með fjölbreyttu vöruúrvali verður æ brýnna að neytendur fylgist með innihaldi matvara og hafi næga þekkingu til að geta valið af skyn- semi. Þeir sem gefa hollustunni ein- hvern gaum velja fremur fituminni mjólkurvörur dagsdaglega en nota ijómann tii hátíðabrigða. Höfundur er skrifstofustjóri Manncldisráðs. Umhverfisráðherra: Osoneyðandi efni bönn- uð frá 1. janúar UNNIÐ er að undirbúningi að setningu reglugerðar í umhverfisráðu- neytinu sem mun leggja bann við innflutningi, sölu og notkun klórflúor- kolefna og halona á íslandi og er gert ráð fyrir að notkun á öllum ósoneyðandi efnum sem eru á bannlista verði hætt fyrir 1. janúar 1995. Eiður Guðnason umhverfisráðherra upplýsti þetta í svari við fyrirspurn frá Hjörleifi Guttormssyni alþingismanni á Alþingi á fimmtudag sem var um hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að beita sér fyrir að hætt verði við notkun ósoneyðandi efna í síðasta lagi 1995. í ræðu umhverfisráðherra kom fram að stefnt væri að því að reglu- gerðin verði gefin út síðar á þessu ári. Eiður sagði að þetta væri í samræmi við aðgerðir um stöðvun á notkun ósoneyðandi efna í Svíþjóð og Noregi. Ákveðnir fyrirvarar yrðu þó settir varðandi notkun á afmörk- uðum sviðum eins og til dæmis í slökkvikerfum farþegaflugvéla. 1995 Ráðherra sagði einnig að til stæði að auka ósonrannsóknir á norður- hveli jarðar. „íslendingar munu fylgja áætlunum sem þær þjóðir fylgja sem lengst ganga í þessum efnum,“ sagði Eiður. Hjörleifur fagnaði yfirlýsingu umhverfisráðherra sem hann sagð- ist álíta að væri skuldbindandi um að Island myndi setja reglur um að allri notkun ósoneyðandi efna, sem eru á bannlista, verði hætt fyrir 1995. KÚPLINGS -LEGUR -DISKAR, -PRESSUR, SVINGHJÓLSLEGUR Allir sem Tópasi geta valdið ættu að taka þátt í Tópas hjólaleiknum. Nældu þér í þátttökublað á MHI JMTTXf næsta sölustað Tópas og þú átt möguleika á að hljóta glæsilegt DBS reiðhjól í sumarglaðning. Gangi þér vel og gleðilegt hjólasumar. Glæsilegir vinningar: 12 DBS reiðhjól. 50 Britax hjólreiðahjálmar. 100 Tópasbolir. i Skilafrestur er til 23. maí 1992.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.