Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
Stærsta auðlindin
Hæfing starfskrafta í atvinnulífinu
eftir Vilhjálm
Einarsson
Hér á eftir verður gerð grein
fyrir nokkrum niðurstöðum úr
könnun sem gerð var í febrúar 1992
og miðaði að því að afla upplýsinga
um vinnandi fólk á íslenska vinnu-
markaðnum um þessar mundir;
hvernig því liði og hvaða áhuga það
hafi á að bæta kunnáttu sína, þekk-
ingu eða þroska. Um var að ræða
símakönnun og farið eftir tilviljana-
kenndu úrtaki úr þjóðskrá. 600
manns á aldrinum 25-65 ára voru
spurðir. Þeir sem ekki kváðust vera
virkir í atvinnulífinu voru ekki
spurðir um afstöðu sína til þeirra
þátta sem á eftir fara.
Framkvæmd
Samdar voru 20 spurningar,
margar fjölþættar. Spurt var m.a.
um:
* áhuga á uppriljun eða endurnýj-
Lcimbakjötsveisla 1.-10. maí
lOdaga
tilbei
veitiaga-
hísaana í
lambakiats-
ríttna
Dagana 1.- 10. maí bjóða
valin veitingahús pér Ijúffenga
lambakjötsrétti á sérstöku
tilboðsverði. Hver staður býður
uppáfjóra rétti, af ólíkum toga og
á verði semfólk hefur
ekki vanist áður. TJppskriftin
fylgir hverjum rétti.
Verið velkomin og njótið vel!
SAMBAND VEITINGA- OG GISTIHUSA
SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU Á LAMBAKJÖTI
un á starfsþekkingu og af hvaða
toga slíkur áhugi væri,
* ánægju í starfi og líðan (höfuð-
verk, eymsli í vöðvum, þreytu),
* áhuga á líkamsrækt, slökun, til-
fínningalífi og mannlegum sam-
skiptum,
* áhuga á sögu, bókmenntum og
ýmsu er varðar þjóðlífið.
Samsetning hópsins
Úrtakið náði til 600 karla og
kvenna á aldrinum 25-65 ára. Alls
svöruðu 456 eða 76%. Af þeim voru
400 manns „virkir“ eða í a.m.k.
hlutastarfi. Þetta gæti bent til þess
að 87,7% af fólki á aldrinum 25 ára
til 65 ára hefði vinnu utan heimilis.
Langflestir voru í fullu starfi eða
77% og í fullu eða meira en hálfu
starfi 87,5%. í hálfu starfi voru 7%
en aðeins 5,5% í minna en hálfu
starfi.
Áhugi á upprifjun eða
endurnýjun
Ein spurning könnunarinnar
hljóðaði svo: Hve mikinn áhuga
hefur þú á uppriíjun eða endurnýjun
á starfsþekkingu þinni? Hefurðu
mikinn áhuga á því, nokkurn áhuga
eða ekki áhuga?
Ekki er hægt að segja annað en
að starfsfólkið á hinum íslenska
vinnumarkaði sé opið fyrir því að
afla sér nýrrar reynslu og þekking-
ar. Innan við fimmti hver starfs-
kraftur annaðhvort veit ekki (5%)
hvort hann hafi áhuga eða beinlínis
yfirlýsir að hann hafi það ekki
(14,3%).
TAFLA 1
Veitekki
Ekki áhuga
Nokkurn áhuga
Mikinn áhuga
5%
14,3%
30,5%
44,3%
TAFLA 2
Til að geta breytt um starf 33%
Til að geta hækkað í launum54%
Til að geta sinnt starfi betur 7%
Til að líða betur í starfi 40%
Vilhjálmur Einarsson
„Ekki er hægt að segja
annað en að starfsfólk-
ið á hinum íslenska
vinnumarkaði sé opið
fyrir því að afla sér
nýrrar reynslu og
þekkingar.“
Hversu mikil hæfing er í
gangi?
Þegar könnunin fór fram kváðust
16,5%, eða einn af hveijum sex,
vera þátttakendur í „fræðslu, þjálf-
un eða námskeiði". Þeir sem hins
vegar höfðu notið einhverrar
fræðslu síðastliðna 12 mánuði voru
37% eða rúmlega einn af hverjum
þremur.
Er „hamingjusamasta þjóð í
heimi“ ánægð í vinnunni?
Fólk var spurt að því hversu
ánægt það væri með starf sitt.
„Ertu mjög ánægð(ur), frekar
ánægð(ur), frekar óánægð(ur) eða
mjög óánægð(ur)“? Svörin sem
komu ættu að gleðja íslenska at-
vinnuveitendur:
Af hverju stafar áhuginn?
Næst voru þeir sem mikinn eða
nokkurn áhuga höfðu spurðir að
ástæðum fyrir því. Þeim voru gefn-
ir fjórir valkostir og jafnframt að
tíunda eitthvað annað. Niðurstaðan
sést hér á eftir:
TAFLA 3
Mjög óánægður 0,8%
Frekar óánægður 3,8%
Frekar ánægður 52,5%
Mjög ánægður 43%
Þess ber að gæta að fólk mátti
nefna fleiri en eitt atriði. Það breyt-
ir ekki því að um það bil níu af
hveijum tíu höfðu löngun til að
sinna starfí sínu betur og álíka
margir vildu leggja á sig endur-
menntun/hæfíngu til að líða betur
í starfínu.
Eins og fram kemur á línuritinu
eru meira en nítján af hveijum tutt-
ugu (95,5%!) aðilum sem starfandi
eru í atvinnulífinu annaðhvort frek-
ar ánægðir eða harðánægðir með
starf sitt eftir niðurstöðum könnun-
arinnar að dæma.
Athyglisverð svör
Eins og fram kom hér að framan
var könnunin allvíðtæk og snerti
skoðanir fólks um sjálft sig einkan-
lega með hliðsjón af því á hvaða
sviðum menn helst vildu njóta leið-
sagnar til að bæta sinn hag í víð-
ustu merkingu orðanna. Segja má
að könnunin sé liður í þeirri við-
leitni minni, sem fram hefur komið
í nokkrum Morgunblaðsgreinum
undangengin misseri, að benda á
þörfina á bættrí ogjafnarí aðstöðu
til fullorðinsmenntunar. Þar hefi ég
oft bent á að framtíðarverkefni
héraðsskólanna væri vel vaiið á
þessu sviði.
Eins og lesa má í svörin sem
gerð er grein fyrir hér að framan
er ljóst, að betur má ef duga skal
hvað varðar fullorðinsfræðsluna:
Aðeins liðlega þriðjungur vinnandi
fólks tók þátt í fræðslu eða nám-
skeiðum allt síðastliðið ár meðan
fjórir af hveijum fimm segja sig
hafa nokkurn eða mikinn áhuga á
slíku.
Mesta auðlindin
Nýlega fór fram í Noregi könnun
á viðhorfi fólks til lífsins og tilver-
unnar. Niðurstöður könnunarinnar
komu ýmsum þægilega á óvart:
Margt benti til þess að Norðmenn
hefðu tekið ríkidæmi sitt til endur-
mats og að meirihluti fólks hefði
annað gildismat en stjórnmálamenn
og forsprakkar vinnumarkaðarins
gerðu sér grein fyrir, þegar aðeins
var karpað um launin. Könnunin
sýndi að almenningi í Noregi er
annt um umhverfi sitt og heilsu,
bæði andlega og líkamlega. Góður
efnahagur er forsenda góðs lífs en
Iífsgæðin batna aðeins að vissu
marki í hlutfalli við aukna kaup-
getu.
Eins og flestir vita breyttist hag-
ur landsins mjög við tilkomu olíu-
teknanna fyrir um það bil þrjátíu
árum. Kaupmáttur launa jókst stór-
lega og „framfarir" urðu stórstígar.
En ýmsir fylgikvillar skutu upp
kollinum. Margir sýktust af „vel-
megunarsjúkdómum“. Eiturlyfja-
neysla jókst stórlega, sjálfsvígum
fjölgaði og ýmsir fóru að spyija:
Hvar endar þetta ef svo fer sem
horfir?
íslenska könnunin, sem grein
þessi byggist á, sýnir að mínu mati
svipaðar niðurstöður og hin norska.
Skyldu svörin við spurningunni um
ástæður fyrir áhuga á endurmennt-
un (tafla 2) ekki koma ýmsum á
óvart? Er ekki full ástæða fyrir for-
svarsmenn vinnumarkaðarins að
gefa þessu gætur! Svo virðist sem
aðrir þættir en kaupið eitt skipti
meira máli en ætla mætti þegar
hlustað eða horft er á „vígaferli"
stríðsmannanna í kjarabaráttunni.
Ég læt lesendum eftir að túlka
töflu 2. Eins og getið er um í upp-
hafi greinarinnar er könnunin nýaf-
staðin. Hér í blaðinu munu birtast
fleiri greinar eftir því sem úrvinnsla
fer fram. Eitt virðist mér koma
skýrt fram:
Starfandi fólk á íslandi er upp
til hópa ánægt í starfi en það hefur
mikinn hug á að bæta sig, bæði
sína eigin líðan, hæfni og aðstöðu
en ekki síður að geta skilað betra
verki. Slíkt fólk er mesta auðlind
hverrar þjóðar. Slíka orku þarf að
virkja.
Höfimdur er skólameistari
Menntaskólans á Egilsstöðum.
Undanþágnr til löndunar
einkennileg ráðstöfun
- segir Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ
„MÉR ÞYKIR afar einkenniieg sú ráðstöfun sjávarútvegsráðherra
að heimiia hér landanir erlendra skipa, sem veiða rækju á Do-
hrnbanka. Samkvæmt nýsamþykktum lögum var ætlunin að þrengja
stöðu þeirra skipa til löndunar hér, sem veiða úr sameiginlegum
fiskistofnum. Rækjan á Dohrnbanka er sameiginlegur stofn, sem við
höfum árum saman verið að reyna að fá Grænlendinga til að tak-
marka sókn í en ekkert hefur gengið. Nú virðumst við einfaldlega
komin á fjóra fætur vegna skammtíma viðskiptahagsmuna, en hugs-
um ekki um framtíðina og uppbyggingu rækjustofnins," segir Krist-
ján Ragnarsson, framkvæmdasfjóri LIU.
Alþingi samþykkti nýlega frum- sérstaka undanþágu frá lögunum.
varp til laga, þar sem erlendum
fískiskipum er heimilað að leita hér
almennrar þjónustu og landa afla
sínum í höfnum landsins. Þó er í
lögunum ákvæðl þess efnis, að
stundi viðkomandi skip veiðar úr
sameiginlegum fiskistofnum, þurfi
Sjávarútvegsráðherra heimilaði
með reglugerð fyrir skömmu er-
lendum fiskiskipum að leita hafnar
hér og landa afla sínum þrátt fyr-
ir að þau stunduðu veiðar úr sam-
eiginlegum fískistofnum. Þarna er
um að ræða rækjuna á Do-
hrnbanka, djúpkarfa og kolmunna.
Kristján Ragnarsson segir, að
íslendingar hefðu árum saman
reynt að fá Grænlendinga til sam-
vinnu hvað varði nýtingu rækju-
stofnsins á Dohrnbanka en ekkert
hafi gengið. Því hafi það ákvæði
í nýju lögunum að banna landanir
skipa, sem veiða sameiginlega
stofna, verið ætlað sem þrýstingur
á Grænlendinga til að ganga til
samvinnu um nýtingu rækjunnar.
Þessar undanþágur komi í veg fyr-
ir slíkan þrýsting og dragi verulega
úr því langtíma markmiði, sem
samkomulag um skynsamlega nýt-
ingu rækjustofnsins er.