Morgunblaðið - 05.05.1992, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
23
erfiðu búi og skilaði því af sér rneð
sóma. Bæjarstjórnarár Sigurjóns eru
rómuð fyrir framkvæmdir og fram-
farir. Þá var byggt nýtt sjúkrahús,
nýtt ráðhús, yfirbyggð sundlaug,
fullbyggð hafnarbryggja, sem þá var
með þeim stærstu á landinu. Á þess-
um árum var lagður flugvöllur á
Siglufirði. Strákagöng voru boruð í
gegnum fjallið, þannig að Siglfirð-
ingar þurftu ekki lengur að búa við
sumarveginn um Siglufjarðarskarð.
Þá var einnig lagður grundvöllur að
hitaveitu fyrir Siglufjörð. Siguijón
var mikill baráttumaður fyrir sína
heimabyggð. Síldarsaltendur fengu
oft að finna fyrir því er þeim, sem
aðkomumönnum, var gert að greiða
gjöld til staðarins. En það var oftast
leyst með einbeitni og lipurð, sem
Siguijóni ér gefið í ríkum mæli.
Alþýðuflokkurinn stendur í mikilli
þakkarskuld við jafnaðarmanninn
Siguijón Sæmundsson. Hann hefur
unnið mikið og gott starf í þágu
flokks og þjóðar. A þessum tímamót-
um senda alþýðuflokksmenn honum
hugheilar hamingjuóskir með von
um að gæfan og gjörvuleikinn, sem
fylgt hafa honum alla tíð, megi enn
vera hans förunautar um ókomna
daga.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Trúlega hefur það verið að sum-
arlagi, seint á landnámsöld, að
norskur víkingur, Þormóður rammi,
sigldi fyrstur manna inn á fagur-
gerðan fjörð, sem gengur frá norðri
inn í Tröllaskaga miðjan. Allar göt-
ur síðan hefur Siglufjörður verið líf-
höfn sæfarenda við Norðurland,
varinn fjöllum á þrjá vegu en nesi
í norður gegn öldum úthafsins. Ef
við gefum okkur að Þormóður
Jandnámsmaður hafi tekið undir
sumarsöng fuglanna þegar hann
steig á land á Þormóðseyrinni, sem
við hann er kennd, skömmu fyrir
árið 1000, þá hefur verið sungið
norður þar í um það bil tíu aldir.
Og enn syngja þar einstaklingar og
kórar fullum hálsi og allra bezt að
ýmsra dómi Siguijón Sæmundsson,
prentsmiðjustjóri og fyrrverandi
bæjarstjóri, sem verður áttræður í
dag í siglfirzku vorkyrrðinni.
Siguijón Sæmundsson er fæddur
5. maí 1912 í Lambanesi í Austur-
Fljótum. Fljótin eru ein sumarfeg-
ursta byggð landsins og þar koma
grös græn undan snjó þegar vetur
konungur stendur upp úr veðurfars-
legum valdastóli. Siguijón fæddist
svo að segja inn í vaknandi gróður-
ríki Fljótanna og sá veruleiki er
táknrænn fyrir starfsferil hans all-
an. Foreldrar hans vóru Herdís Jón-
asdóttir og Sæmundur Kristjánsson,
bóndi og skipstjóri, af kunnum ætt-
um norður þar. Siguijón hóf prent-
nám hjá Oddi Björnssyni á Akur-
eyri árið 1928 og lauk burtfar-
arprófi frá Iðnskóla Akureyrar
1935. Sama ár keypti hann Siglu-
fjarðarprentsmiðju sem hann hefur
rekið síðan af myndarskap, lengi
vel ásamt bókaútgáfu.
Prentsmiðja Siglufjarðar óx í
höndum Siguijóns og var um langt
árabil í hópi þekktustu fyrirtækja á
sínu sviði á Norðurlandi. En bóka-
útgáfan og prentverkið nægðu ekki
athafnaþrá hans. Siguijón var mik-
ill félagsmáladrifkraftur á Siglufírði
og lagði hvarvetna gott til mála.
Tónlistin stóð þó hjarta hans næst.
Störf hans í þágu Karlakórsins Vís-
is og Tónlistarskóla Siglufjarðar eru
orðin mikil að vöxtum og verða seint
fullþökkuð. Sjálfur er hann söngv-
ari af Guðs náð og var lengi ein-
söngvari með Karlakórnum Vísi á
blómaskeiði hans, bæði hérlendis og
erlendis. Það verður áreiðanlega
tekið lagið í síldarbænum á áttræð-
isafmæli Siguijóns Sæmundssonar.
Sigutjón Sæmundssonar var bæj-
arfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í tvö
kjörtímabil, 1950—1958, og. bæjar-
stjóri í önnur tvö, 1958—1966. Vann
hann Siglufirði vel á þessum árum,
sem og fyrr og síðar, enda glögg-
r'Srl)
steinsteypu.
Þ.ÞORGRfMSSON&CO
Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640
skyggn, harðduglegur og velviljað-
ur. Við sem með honum unnum á
þessum árum stöndum í þakk-
arskuld við hann fyrir drengskap
hans og góðvild.
Siguijón Sæmundsson kvæntist
árið 1935 Ragnheiði Jónsdóttur,
bónda á Hallgilsstöðum í Hörgárdal
í Eyjafirði, St. Melstaðs og konu
hans Albínu Pétursdóttur. Börn
þeirra eru tvö: Stella Margrét, gift
Ingvari Jónassyni, lágfiðluleikara
hjá Sinfóníuhljómsveit íslands, og
Jón Sæmundur Siguijónsson, hag-
fræðingur hjá heilbrigðisráðuneyt-
inu og fyrrv. alþingismaður, kvænt-
ur Birgit Henriksen frá Siglufirði.
Við Siglfirðingar sunnan heiða
sem eigum þess ekki kost að heim-
sækja Siguijón í dag, sendum hon-
um og Ragnheiði hugheilar ham-
ingjuóskir í blaði allra landsmanna
í tilefni af áttræðisafmæli hans með
hjartans þökkum fyrir öll gömlu og
góðu árin „í Þormóðs ramma fögr-
um firði“. Guð og gæfan fylgi þeim
hjónum um ókomin ár.
Stefán Friðbjarnarson.
VSÍ varar við viðmiðunarlaunatöflu tæknifræðinga:
Fylgjum hækkunum á útseldri vinnu
- segir Þorsteinn Egilsson formaður Stéttarfélags tæknifræðinga
í FRÉTTABRÉFI Vinnuveitendasambands íslands er varað við
viðmiðunarlaunatöflu, sem Tæknifræðingafélag Islands sendi til ýmissa
fyrirtækja í febrúar síðastliðnum. Þar segir m.a: „Þessi launatafla,
sem hækkuð var um 2%, er að sjálfsögðu merkingarlaus og óskuldbind-
andi fyrir alla aðila, því hún lýsir einungis óskum og vonum Tæknifræð-
ingafélagsins um launahækkun fyrir félagsmenn sína.“ Þorsteinn
Egilsson formaður Stéttarfélags tæknifræðinga, segir að viðmiðunar-
launataflan hafi verið hækkuð í kjölfar ákvörðunar Félags ráðgjaf-
andi verkfræðinga um að hækka útseida vinnu frá verkfræðistofum
um 2%. Félagið er viðsemjandi séttarfélagsins, en ekki Vinnuveitenda-
sambandið.
Tvö félög eru innan Tæknifræð-
ingafélags íslands, Stéttarfélag
tæknifræðinga er vinna á ftjálsum
markaði og er félag Ráðgjafaverk-
fræðinga þeirra viðsemjendur og
Kjarafélag tæknifræðinga en það
eru tæknifræðingar í opinberri þjón-
ustu. Samkvæmt upplýsingum frá
Tæknifræðingafélagi Islands er
launaskrá Kjarafélagsins lægri en
Stéttarfélagsins en algengt sé að
tæknifræðingar í Kjarafélaginu
semji um laun samkvæmt viðmiðun-
arlaunatöflu Stéttarfélagsins.
Viðmiðunartaflan er send til allra
félaga í Tæknifræðingafélagi ís-
lands.
„Þetta er viðmiðunarlaunatafla,
sem er þannig til komin að Félag
ráðgjafaverkfræðinga, sem er okkar
viðsemjandi, hækkaði útselda vinnu
um 2% í haust,“ sagði Þorsteinn.
„Þessi hækkun hefur skilað sér inn
til þorra þeirra verkfræðistofa sem
eru innan FRV og í kjölfarið
hækkuðum við okkar viðmiðunar-
launatöflu til samræmis við þær
hækkanir. Við höfum að undanförnu
gefið út viðmiðunarlaunatöflu og er
hún ekki samkvæmt samningum
heldur er þetta tafla, þar sem miðað
er við þær hækkanir sem eru á
markaðinum. Tæknifræðingar hjá
hinu opinbera hafa að vísu fylgt
þessari töflu en okkar viðsemjendur
eru FRV.“ Þorsteinn sagðist ekki
átta sig á umboði Vinnuveitenda-
sambandsins til að vara við
viðmiðunartöflunni, þar sem það sé
ekki aðilar að samningum við félög-
in.
Þakmálning
Sérhönnuð
fyrir
íslenskar
aðstæður
f
^LASTMÁLNlN0
FllA-QQROmRNAflEf"1
árujám
aöra
málmfleti
ÞlASTIVIÁ
ÁVERKSMIÐJAN SJÖFN
,
EYRI: Glerárgötu 28 Sími 96-30425 / GARÐABÆ: Goöatúni A
JÓNUSTUMIÐSTÖÐ MÁLARA: Snorrabraut 56 Reykjavík Sími 91-
------------------------ , ................ . ...