Morgunblaðið - 05.05.1992, Síða 25

Morgunblaðið - 05.05.1992, Síða 25
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 25 Sigurður Bragason Stefán Arngrímsson Ólafur Bjarnason Óperusmiðjan: Nýir söngvarar í La Bohéme ÞEIR Sigurður Bragason baritónsöngvari og Stefán Arngrímsson bassasöngvari sungu á dögunum fyrstu sýningar í uppfærslu Óperu- smiðjunnar og Borgarleikhússins á La Bohéme. Sigurður, sem fer með hlutverk málarans Marcellos, söng sýna fyrstu sýningu 23. apríl, en Stefán þremur dögum síðar, þann 26. Stef- án syngur hlutverk heimspekings- ins Colline. Ólafur Bjarnason, sem starfar við óperuna í Regensburg í Þýskalandi, mun svo taka við af Þorgeiri Andréssyni sem Rodolfo og syngur hann sína fyrstu sýningu 3. maí. Saman munu svo fyrrgreindir þrír söngvarar koma fram á sýn- ingu í maí og syngja þeir allir fyrst á sýningunni 6. maí. Faxamjöl: Ekki kvartað undan ólykt „VERKSMIÐJAN hefur verið starfrækt frá marsbyrjun og við höfum engar kvartanir fengið um ólykt frá henni, enda Ieggur engan reyk eða lykt héðan,“ sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri Faxamjöls hf., í samtali við Morgunblaðið. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu síðasta haust höfðu íbúar í vesturbæ Reykjavíkur áhyggjur af hugsanlegri mengun frá fiski- mjölsverksmiðju, sem Faxamjöl var þá að setja upp í Örfirisey. „Þe.ssi ótti var ástæðulaus," sagði Gunnlaugur Sævar. „Nú þefur verksmiðjan verið starfrækt frá 5. mars, en fólk í næstu húsum er enn að spyrja okkur hvenær hún verði gangsett. Það er okkur mikið gleðiefni hve vel hefur tekist til með mengunarvarnir, enda viljum við vera góðir íbúar í Vesturbæ.“ Fiskimjölsverksmiðjan í Örfiris- ey vinnur úr úrgangi frá fisk- vinnslustöðvum, s.s. Granda. Saga Siglar og Ose- berg sukku við Spán Víkingaskipin Saga Siglar, Oseberg og Gaia í New York-höfn í september á síðasta ári. NORSKU víkingaskipin Saga Siglar og Oseberg sukku út af suðaustur strönd Spánar á sunnudag. Ellefu manna áhöfn skipanna tveggja var bjargað. Þrír íslendingar sigldu með skipunum á síðasta ári, en þeir voru ekki um borð nú. Saga Siglar og Oseberg voru á leið milli borganna Valencia og Sevilla á Spáni, en skipin áttu að verða framlag Norðmanna til heimssýningarinnar Expo 92 í Sevilla. Þar átti að koma skipun- um fyrir við hlið eftirlíkinga þriggja skipa Kólumbusar, til að minnast fundar Ameríku. Mjög slæmt veður gerði á leið skipanna og tókst skipvetjum að senda út neyðarkall í þann mund er skipin voru að sökkva. Sex manna áhöfn Saga Siglar var bjargað fljótlega um borð í drátt- arbát. Áhöfn Oseberg komst um borð í gúmbjörgunarbát. Nokkurn tíma tók fyrir björgunarlið að finna gúmbátinn, þar sem afar slæmt var í sjóinn, en skipveijum var loks bjargað um borð í sama dráttarbát og fann Saga Siglar. Saga Siglar var 57 fet að lengd, en Oseberg nokkru stærra, eða 71 fet. Enginn íslendingur var um borð í Saga Siglar og Oseberg þegar skipin sukku. Þrír íslend- ingar hafa siglt með skipunum, þau Eggert Sigurðsson, Gerður Rósa Gunnarsdóttir og Herdís Ellen Gunnarsdóttir. Þau voru í áhöfn skipanna þegar þau lögðu upp í maí í fyrra frá Þrándheimi í Noregi ásamt Gaiu, sem nú er á leið til umhverfisráðstefnunnar í Rio de Janero í Brasilíu. Um borð í Gaiu eru tveir íslendingar, Gunnar Eggertsson og Ríkharður Pétursson. mm Wm ity-VA mm ■m m WW m mm: M k LLLECJ DAGAR 2,0-50% 5-15,MAÍ f&iRnfaior Patagonia ímVertu ’staðgreitt ana xfrfiV+ý:::. : • ■:■■:■■■ Póstsendum samdægurs 9S&Í ■■■■■:,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.