Morgunblaðið - 05.05.1992, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
45
Að lokum vil ég senda eiginkonu
hans og fjölskyldu mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Lúðvík H. Gröndal.
Nú ríkir mikil sorg meðal hjúkr-
unarfræðinga því á morgun, 4.
maí, er kvaddur hinstu kveðju Jón
Karlsson hjúkrunarfræðingur sem
féll vegna stríðsátaka við hjúkrun-
arstörf í Afganistan 22. apríl síðast-
liðinn.
Þvílíkur atburður — þvílík sorg.
Hjúkrunarstörf eru margvísleg
og sumum þeirra fylgir mikil
áhætta. Margir hjúkrunarfræðingar
hafa fengið hættulega og langvinna
sjúkdóma við hjúkrunarstörf, orðið
fyrir meiðslum og nokkrir hafa stað-
ið aðeins sekúndubrot frá dauða-
stundu. Slík áhætta fylgir störfum
hjúkrunarfræðinga. En Jón Karls-
son er fyrsti íslenski hjúkrunarfræð-
ingurinn sem lætur lífið við hjúkrun-
arstörf.
Þegar á árinu 1985 valdi Jón
Karlsson sér starfsvettvang meðal
helsærðra og þjáðra. Hann gerði sér
grein fyrir áhættunni sem í því fólst.
Það hindraði hins vegar ekki áform
hans um að taka sig upp aftur og
aftur til að takast á við áhættusöm
verkefni. Það var hans heimur, þar
fann hann þörfina og fékk þá um-
bun sem hann leitaði eftir — að
hjúkra og líkna þeim sem hann taldi
hafa mesta þörf fyrir aðstoð. í gegn-
um þau störf náði Jón að afla sér
sértækrar þekkingar og hæfni og
ávann sér verðugt traust og virðingu
samstarfsfólks. Það voru mannkær-
leikurinn og mannúðarhugsjónin
sem knúðu hann áfram — sú hug-
sjón að hlúa að mönnum og vernda
alla jafnt án tillits til kynþáttar,
trúar, stjórnmálaskoðana, stöðu eða
stéttar.
Jón Karlsson helgaði íslandi einn-
ig krafta sína. Að loknu hjúkr-
unarnámi frá Hjúkrunarskóla ís-
lands árið 1981 hóf hann störf á
skurðiækningadeild Borgarspítal-
ans og starfaði þar samfellt til árs-
ins 1985. Frá árinu 1986 starfaði
hann á gjörgæsludeild Borgarspít-
alans milli þess sem hann vann er-
lendis við hjúkrunarstörf á vegum
Rauða kross íslands.
Jón Karlsson lét málefni hjúkrun-
ar og hjúkrunarfræðinga mjög til
I sín taka. Þegar að loknu hjúkrun-
arnámi var hann valinn til forystu-
starfa innan Hjúkrunarfélags ísr
lands. Hann var formaður Reykja-
víkurdeildar félajgsins á árunum
1981 til 1985. A þeim árum átti
hann drjúgan þátt í að byggja upp
trúnaðarmannakerfi innan félagsins
og stuðlaði á margvíslegan hátt að
framgangi þess og vexti. Síðar voru
honum falin ýmis ábyrgðarstörf inn-
an félagsins.
Félagar í Hjúkrunarfélagi íslands
þakka Jóni Karlssyni fyrir störf
hans við hjúkrun og fyrir störf hans
í þágu Hjúkrunarfélags Islands. Við
sendum eiginkonu hans, foreldrum,
öðrum aðstandendum, vinum og
( samstarfsfólki innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum þeim guðs bless-
unar.
Blessuð sé minning Jóns Karls-
sonar hjúkrunarfræðings.
Vilborg Ingólfsdóttir
I formaður Hjúkrunarfélags
Islands.
ERFIDRYKKJUR
Perlan á Öskjuhlíð
i- e r l a n sími 620200
+
Ástkær sambýliskona mín,
ARNHEIÐUR HÖSKULDSDÓTTIR,
Hófgerði 17,
Kópavogi,
lést í Landspítalanum 3. maí.
Þórarinn Samúelsson.
Eiginmaður minn,
MARKÚS JÓNSSON,
Bláskógum 1,
Hveragerði,
verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju fimmtudaginn 7. maí kl.
14.00.
Sigurbjörg Þorleifsdóttir.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT DUNGAL,
Miklubraut 20,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 15.00.
Sigrún Dungal, Sveinn Björnsson,
Gunnar B. Dungal, Þórdís A. Sigurðardóttir,
Páll Halldór Dungal, Elín Kjartansdóttir
og barnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn,
PÁLL BERGSSON
kennari frá Akureyri,
Fossheiði 54,
Selfossi,
lést föstudaginn 1. maí.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. maí
kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess.
Helga Guðnadóttir.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
STEINUNN JÓNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
áður til heimilis f Helgamagrastræti 47,
Akureyri,
sem lést 23. april, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 6. maí kl. 13.30.
Jóhann Pétur Sigurbjörnsson, Erla Sigurðardóttir,
Þórunn Sigurbjörnsdóttir, Magnús Björnsson,
Jón Haukur Sigurbjörnsson, Halldóra Jónsdóttir,
María Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Guðmundur Guðlaugsson
og barnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
BENEDIKT EYÞÓRSSON
húsgagnasmíðameistari,
Njörvasundi 40,
sem lést í Borgarspítalanum 24. apríl sl., verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju, miðvikudaginn 6. maí kl. 15.00.
Astrid Eyþórsson,
BjörgJ. Benediktsdóttir, Guðmundur Júlíusson,
Jan E. Benediktsson, Jóhanna Bjarnadóttir,
Frank N. Benediktsson, Marie Hovdenak,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR,
Hlíðarstræti 26,
Bolungarvík,
lést 22. apríl að heimili sínu.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jóhannes Þórarinsson,
Gunnjóna Jóhannesdóttir,
Magnús Jóhannesson,
GunnarJóhannesson,
Guðmundur Jóhannesson,
Kristjana Jóhannesdóttir,
Óli Jóhannesson,
Þorbergur Jóhannesson,
Þórarinn Jóhannesson,
Helgi Jóhannesson,
Hildur Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ragnheiður Benediktsdóttir,
Ragnheiður Sigurðardóttir,
Sædis Ingvarsdóttir,
Guðný Kjartansdóttir,
María Halldórsdóttir,
Einar Friðbergsson,
+
GUÐNÝ RÓSA TÓMASDÓTTIR,
Eyjum í Kjós,
andaðist 9. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Tómas Steindórsson, Sigurbirna Guðjónsdóttir,
Guðrún Tómasdóttir, Magnús Sæmundsson.
+
Bróðir okkar,
STEINAR SIGURÐSSON,
Götu,
Hvolhreppi,
andaðist á heimili sínu 26. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Þuríður Magnúsdóttir,
Guðbjörg Magnea Magnúsdóttir.
+
Móðir okkar,
BRYNHILDUR PÁLSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Grenimel 5,
lést 20. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram.
Páll Leifur Gíslason,
Jónína Helga Gísladóttir,
Sigrún Gerða Gísladóttir
og fjölskyldur.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRA JÓNASDÓTTIR,
Seljahlíð,
Hjallaseli 55,
andaðist 25. apríl. Jarðarförin hefur far-
ið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðmunda Halldórsdóttir, Jóhann Halldórsson,
Elín Halldórsdóttir, Pétur Ingvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Sendum öllum alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar sonar míns, þróður okkar og mágs,
KRISTJÁNS JÓNSSONAR
stýrimanns,
Erluhrauni 11,
Hafnarfirði.
Petrína Hjörleifsdóttir,
Guðbjörg Jónsdóttir,
Hjörleifur Jónsson, Erna Helgadóttir.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ÁGÚSTS ÞÓRS GUÐJÓNSSONAR.
Jón Ágústsson,
Ágúst Ágústsson,
Þorlákur Ari Ágústsson, Gróa Eyjólfsdóttir,
Guðjón Róbert Ágústsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir,
Þuriður Jana Ágústsdóttir, Arnlaugur Samúelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Verslanir, vöruafgreiðsla og skrifstofur Pennans
eru lokaðar frá kl. 14.00 í dag, þriðjudaginn 5.
maí, vegna jarðarfarar frú MARGRÉTAR DUNG-
AL.
Penninn
Hallarmúla 2, Reykjavík.
LEGSTEINAR t ©r««il s/ff
HELLUHRAUNI 14-220 HAFNARFIRÐI SÍMI652707