Morgunblaðið - 05.05.1992, Síða 53

Morgunblaðið - 05.05.1992, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 53 CELLULITE BURT Mjúk og heilbrigð húb með MP24. Fæst i apótekum og snyrtivöruverslunum um allt land. Frank Zappa í svampfrakka Frá Sverrí Tynes: SÚ VAR tíðin að nafn meistara Frank Zappa heyrðist iðulega í tengslum við þennan blessaða svampfrakka, en nú er öldin önnur og nafn meistarans ber æ oftar á góma meðal unnenda vandaðrar tónlistar og Zappa hefur nú öðlast almenna viðurkenningu langt út fyrir raðir rokkhlustenda. Nú má segja að mikið Zappa-æði hafi brotist út á íslandi og eru hinir fjölmörgu aðdáendur hans á aldr- inum 12 til 77 ára. Það var ekki hending heldur rökrétt afleiðing af stórauknum Zappa-áhuga hérlendis, að þeir félagar Jón Atli Benediktsson og Kolbeinn Árnason ákváðu einmitt um þessar mundir að íjalla um Frank Zappa í útvarpsþættinum Pennavinir 20 ÁRA GAMALL drengur frá Ghana óskar eftir að eignast penna- vini á Islandi. Áhugamál hans eru veiðar, músík, fótbolti, hjólreiðar, tennis og fjallaferðir. Heimilisfang hans er: Kojo Agyei Lee 411 Bitumen Unit P.O. Box 1080 Sunyani B/A Ghana W/A 26 ÁRA GÖMUL kona frá Ghana óskar eftir pennavinum á íslandi. Áhugamál hennar eru hafnabolti, tónlist, ferðalög, sund og vinátta. Heimilisfang hennar er: Miss Comfort Hudsen P.O. Box 223 Oguaa District Ghana, West Africa LEIÐRÉTTING Skipverji ekki skipstjóri { FRÁSÖGN Morgunblaðsins af óhöppum til sjós í sunnudagsblað- iunu undir heitinu „Af innlendum vettvangi" var meinleg villa. Þar sagði í lið 12 að skipstjórinn hafi sofnað eða fengið aðsvif og það hafi verið ástæðan fyrir því að bát- ur sigldi á sker. Hið rétta var að þar átti að standa skipveiji, en ekki skipstjóri. Þetta leiðréttist hér með og biðst Morgunblaðið hlutaeigandi afsökunar á þessari villu. Smiðjan, sem er á Rás 2 á mánu- dagskvöldum kl. 21.00. Það er ekki öfundsvert verk að gera tón- listarmanni skil í aðeins 6 klukku- tíma löngum þáttum, sem á að baki 70 klukkustundir af útgefnu efni á 30 ára glæsilegum tónlistar- ferli, en umsjónarmenn þáttanna hafa leitast við að reyna að koma hinum fjölmörgu og ólíku hliðum á tónlist Zappa til skila. Það segir sig sjálft að mörgum og veigamikl- um verkum hefur alfarið þurft að sleppa í svo stuttri umfjöllun. Nú þegar hafa 5 þessara þátta verið fluttir en sá síðasti verður á dagskrá Rásar 2 þann 11. maí nk. Það er reyndar sérstök ástæða til þess að hvetja menn, Zappa-fíkla sem og aðra unnendur góðrar tón- listar, til þess að láta þann þátt ekki framjá sér fara, þar sem inn í hann verða klipptir hlutar úr símaviðtali, sem þeir félagarnir áttu við Zappa fyrir nokkrum vik- um. í þessu viðtali, sem er það eina sem Zappa hefur veitt fjöl- miðlum síðustu mánuði, segir hann frá nokkrum verkum sínum og gerir grein fyrir því helsta sem nú er á döfinni hjá honum, ásamt því að viðra skoðanir sínar á ýmsu sem er honum ofarlega í huga. Enginn sem að einhveiju ráði fylgist með dægurtónlist getur látið sig Zappa litlu skipta og tón- listarsaga 20. aldar, ekki bara saga dægur- eða rokktónlistar, verður ekki skrifuð án þess að nafn Frank Zappa skipi þar veru- legan sess. SVERRIR TYNES, Ásvallagötu 44, Reykjavík. Frank Zappa Vinningstölur laugardaginn (2)ÍS) 2. maí 1992 (\4) iar (29) x—X' ^\—y » VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 1 2.751.275 2 W3 159.490 : 3. 4al5 143 5.771 4. 3af 5 4.249 453 Heildarvinningsupphæð þessa viku: —V 5.979.795 kr. Æ1 UPPLÝSINGAR:S(MSVARl91 -681511 LUKKULÍNA991002 Varst bú í Fríkirkjunni? Á undanförnum árum hefur fjöldi safnaðarfélaga fallið af skrá vegna búferlaflutninga, skv. gömlum stjórnvaldsregl- um. Þessum reglum hefur nú verið breytt þannig að nú getur fólk verið í Fríkirkjusöfnuðinum hvar sem það býr. Hvaó meó þig? Nánari uppiýsingar í síma 27270 í dag kl. 10-13. Fríkirkjan í Reykjavík. Námskeið fyrir sumarið TIL ÚTLANDA? Hraðnámskeið í tungumálum í maí fyrir byrjendur og hina sem vilja bæta við eða dusta rykið af fyrri kunnáttu. Danska, enska, franska, ítalska, spænska, sænska og þýska. ÆTLARÐU AÐ TAKA MYNDIR? Helgarnámskeið í Ijósmyndatöku 8.-11. maí. Tæknileg undirstöðuatriði, myndbygging og myndataka við misjöfn skilyrði. Leiðbeinandi: Halldór Valdimarsson. FÖT FYRIR SUMARIÐ? Síðasta saumanámskeiðið á þessu misseri. Fyrir byrjendur og lengra komna. Hefst 4. maí. Leiðbeinandi: Ásta Kristín Siggadóttir. VILTU TÍNA GRÖS? Á námskeiðinu „Villtar jurtir og grasasöfnun" kynnistu nytjajurtum í náttúrunni og hvernig má nota þær. Byrjar um miðjan maí og lýkur með grasaferð í júní. Leiðbeinandi: Einar Logi Einarsson. KANNTU AÐ TEIKNA OG MÁLA? Myndlistarnámskeið með teikningu og vatnslitun. Harpa Björnsdóttir kennir og fer út með hópinn að sækja fyrirmyndir þegar veður leyfir. Hefst 9. maí. GRÓÐURÁHUGI? Hafsteinn Hafliðason leiðbeinir um „Vorverkin í garðinum" 11. maí og „Kryddjurtarækt" 13.-14. mai. ÞEKKIRÐU FUGLANA? Stutt námskeið í fuglaskoðun og fuglagreiningu hefst 5. maí. Leiðbeinandi: Jóhann Óli Hilmarsson. Nánari upplýsingar um námskeiðin, staðsetningu, tíma og verð á skrifstofu Tómstundaskólans, Grensásvegi 16A, sími 67 72 22. TÓMSTUNDA SKOLINN Grensásvegi 16 a Sími 67 72 22 Meim en þú geturímyndaó þér!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.