Morgunblaðið - 12.05.1992, Page 1

Morgunblaðið - 12.05.1992, Page 1
56 SIÐUR B i 106. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Miriam Santiago, frambjóðandi í forsetakosningunum á Filippseyjum, greiðir atkvæði á kjörstað í Manila í gær. Kosningarnar á Filippseyjum: „Járnfrú austursins“ með nauma forystu Manila. Reuter. MJÓTT var á mununum í forsetakosningunum á Filippseyjum í gær og samkvæmt bráðabirgðatölum var Miriam Santiago, fyrrverandi dómari, með ívið meira fylgi en helsti keppinautur hennar, Fidel Ramos, fyrrverandi yfirmaður hers Filippseyja. Santiago er 46 ára að aldri og hefur verið nefnd „Járnfrú austurs- ins“ vegna skeleggrar baráttu gegn spillingu í stjórnkerfinu. Ramos er mótmælendatrúar, en kaþólikkar eru í miklum meirihluta á Filipps- eyjum. Hann naut stuðnings Coraz- on Aquino forseta, enda átti hann þátt í því að koma henni til valda árið 1986 eftir að Ferdinand Marc- os, fyrrverandi einræðisherra, var steypt af stóli. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var við kjörstaði á vegum Reutere-fréttastofunnar, var Ram- os með meira fylgi, 23,5% atkvæða, en Miriam Santiago 21,7%. Fram- bjóðendurnir voru alls sjö í þessum fyrstu frjálsu forsetakosningum á Filippseyjum í 23 ár. Auðjöfurinn Eduardo Cojuanqco, náinn sam- starfsmaður Ferdinands Marcos, var þriðji með 15,1% atkvæða. Ekkja einræðisherrans fyrrverandi, Imelda Marcos, var í sjötta sæti með um 9%. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði nær kjöri og hann þarf ekki að fá meirihluta atkvæða. Kosningarnar í gær voru þær viða- mestu í sögu landsins því rúmlega 80.000 manns voru í framboði til að minnsta kosti 17.000 embætta, svo sem héraðs- og borgarstjóra. Fimmtán manns biðu bana í bar- dögum sem blossuðu upp á kjördag og alls hafa 77 menn týnt lífi í átök- um á Filippseyjum frá því að kosningabaráttan hófst fyrir þrem- ur mánuðum. Þetta er minna mann- fall en verið hefur í tengslum við kosningar á Filippseyjum til þessa. Utanríkisráðherrar EB ræða stríðið í Bosníu: Vilja útiloka Serba frá alþjóðlegn samstarfi Tugþúsundir manna á flótta vegna síharðnandi bardaga Bretland: Enn einn IRA- dómur ómerktur London. Reuter. ENSKUR áfrýjunarréttur ákvað í gær að leysa úr haldi konu sem setið hefur í fangelsi í 18 ár vegna aðildar að sprengjutilræði IRA, írska lýðveldishersins. Fulltrúi ríkisvaldsins hafði þá fallist á að dómurinn yfir henni hefði verið „vafasamur". Judith Ward, sem nú er 43 ára að aldri, var dæmd til 30 ára fangavistar árið 1974 fyrir aðild að sprengjuárás IRA á fólksflutningabifreið með hermönnum og fjölskyldum þeirra en 12 manns létu lífið í árásinni. Ward játaði aðild að hryðjuverk- inu en í síðustu viku var sýnt fram á að játningarn- ar hefðu stafað af andlegri vanheilsu sakbornings- ins. Þá hefur IRA ávallt neitað því að Ward hafi átt þátt í árásinni. Á síðustu árum hafa dómar yfir 17 öðrum mönn- um sem hafa verið fangelsaðir fyrir aðild að hermd- arverkum IRA verið ómerktir og hefur það dregið verulega úr trausti almennings til lögreglunnar og dómkerfisins. Af þeim sökum hefur opinberri nefnd verið falið að kanna allt kerfið frá upphafi til enda. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. Sarajevo. Reuter, The Daily Telegraph. í yfirlýsingu utanríkisráðherr- anna er þess krafist að júgóslavn- eski herinn fari þegar í stað frá Bosníu-Herzegóvínu og því beint til stjórnarinnar í Belgrad að hún virði landamæri allra fyrrverandi lýð- velda Júgóslavíu og réttur minni- hlutahópa verði tryggður. Lagt er til að herinn verði settur undir al- þjóðlegt eftirlit. Mælt er með því að Belgrad-stjórnin verði útilokuð frá þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og sérstaklega bent á væntanlegan ráðherrafund Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD) í því efni. Utanríkisráðherrarnir draga í efa að nokkurs árangurs sé að vænta af tilraunum til að koma á friði í Bosníu og beina því til fram- kvæmdastjórnar EB að hún kanni möguleika'nn á efnahagslegum refsiaðgerðum gegn stjórninni í Belgrad. í yfirlýsingunni er gert ráð fyrir að brottvikning fulltrúa Serba úr RÖSE verði endurskoðuð í lok júní. Mælt er með því að gripið verði til harkalegra refsiaðgerða gegn þeim ef þeir láti ekki af árás- um sínum í Bosníu. Jafnframt krefj- ast ráðherrarnir þess að flugvöllur- inn í Sarajevo verði tafarlaust opn- aður þannig að koma megi hjálpar- gögnum og neyðaraðstoð til þeirra sem á þurfa að halda. Serbneskar hersveitir héldu uppi stórskotaárásum á Sarajevo í gær og yfirvöld í Bosníu sögðu að 17 manns hið minnsta hefðu beðið bana 1 höfuðborginni og nágrenni hennar. Serbar skutu meðal annars flugskeytum á þorpið Butmir, skammt frá Sarajevo, frá garði hótels, þar sem eftirlitsmenn Evr- ópubandalagsins hafa gist. Áætlað er að um 40.000 manns, aðallega konur, börn og aldrað fólk, hafi flúið frá borginni Brcko í norð- urhluta Bosníu. Fregnir hermdu í gær að fólkið hefði ætlað suður á bóginn en stöðvast um 20 km frá borginni og engar líkur væru á að hægt yrði að koma því til hjálpar í bráð. Alls hafa um 700.000 manns flúið heimili sín í Bosníu undanfarn- ar sex vikur, aðallega múslímar og Króatar. Tanjug--fréttastofan hafði eftir serbneskri útvarpsstöð að Króatar hefðu tekið um 4.000 Serba til fanga í bænum Odzak í norðurhluta Bosníu og hótað taka tíu Serba af Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins (EB) samþykktu í gær að kalla heim sendiherra aðildarríkjanna í Belgrad til að mótmæla yfirgangi og manndrápum Serba í Bosníu-Herzegóvínu. í yfirlýsingu ráðherranna er þess krafist að fulltrúum stjórnarinnar í Belgrad verði vikið af fundum Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evr- ópu (RÖSE), sem nú standa yfir í Helsinki. Tugþúsundir manna flúðu bæi í norðurhluta Bosníu í gær vegna bardaganna þar, sem hafa harðnað til muna undanfarna daga. Judith Ward lífi fyrir hvert flugskeyti sem skotið yrði á bæinn. Þetta fékkst þó ekki staðfest f gær. Meira en 1.300 manns hafa beð- ið bana í bardögunum í Bosníu frá því í mars. Serbneskur hermaður hleypir af stórskotabyssu í árás á Sarajevo, höfuðborg Bosníu, í gær. Reuter

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.