Morgunblaðið - 12.05.1992, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992
1
Opní tilboðsmarkaðurinn:
Fimm tilboð bár-
ust á fyrsta degi
FJÖGUR sölutilboð og eitt kauptilboð bárust í hlutabréf í fjórum félög-
um á fyrsta degi viðskipta á Opna tilboðsmarkaðnum (OTM) sem hóf
starfsemi í gær. ÖII tilboðin bárust frá Verðbréfamarkaði Fjárfestingar-
félagsins. Um leið hættu verðbréfafyrirtækin eigin skráningu hluta-
bréfa en þau eiga öll aðild að markaðnum.
í gær bárust sölutilboð í hlutabréf bilinu 4,60-4,77.
í Eignarhaldsfélagi Verslunarbank-
ans, Skagstrendingi og Skeljungi en
kauptílboð í hlutabréf í Eimskipa-
félagi íslands. í bréf í Eignarhalds-
félaginu barst sölutilboð að nafnverði
1300 þúsund á genginu 1,49 en síð-
asta skráð gengi í félaginu var á
bilinu 1,35-1,65. í bréf í Skagstrend-
ingi bárust 2 sölutilboð, hvort að
nafnverði 950 þúsund, á genginu
4,20 og 4,80. Síðasta skráð gengi
var á bilinu 4,41-4,50. í bréf í Skelj-
ungi barst sölutilboð að nafnverði
468 þúsund á genginu 4,60. Síðast
skráða gengi var á bilinu 4,35-4,82.
Þá barst kauptilboð í hlutabréf í Eim-
skip að nafnverði 473 þúsund á geng-
inu 4,40. Síðast skráða gengi var á
Engin viðskipti áttu sér hins vegar
stað á markaðnum í gær. Þau tilboð
sem bárust eru birt í peningamark-
aði Morgunblaðsins í dag en fram-
vegis munu koma þar fram hagstæð-
ustu tilboð á hveijum tíma í hluta-
bréf einstakra félaga. Jafnframt
verða birtar upplýsingar um síðustu
viðskipti, upphæð allra viðskipta síð-
asta viðskiptadags, lokaverð og
breytingu á verði.
Verðbréfaþing íslands annast
rekstur Opna tilboðsmarkaðarins
fyrir þingaðila en setur engar reglur
um markaðinn eða hefur afskipti af
honum að öðru leyti.
Sjá peningamarkaðinn á bls. 26.
Tillögur um vegteng-
ingu yfir Skeijafjörð
FJÓRAR hugmyndir um tengingu
Reykjavikur og Bessastaðahrepps
með brú yfir Skeijafjörð eða
göngum undir fjörðinn komu fram
í hugmyndasamkeppni um skipu-
lag Bessastaðahrepps sem hrepps-
nefndin, Skipulagsstjórn ríkisins
og Bessastaðanefnd efndu til fyrir
skömmu.
Að sögn Sigurðar Vals Ásbjarn-
arsonar sveitarstjóra var efnt til sam-
keppninnar meðal arkitekta til að fá
fram hugmyndir um landnotkun og
skipulag á landi Bessastaða auk hug-
mynda um uppbyggingu miðbæjar-
kjarna í Bessastaðahreppi.
„Niðurstöðurnar úr samkeppninni
vöktu okkur til umhugsunar um
nauðsyn þess að koma á nánara sam-
starfi í skipulagsmálum meðal sveit-
arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu,"
segir Sigurður Valur.
AIls bárust tólf tillögur í sam-
keppnina og eru fjórar þeirra um
vegtengingu yfir Skerjafjörð.
Tvær hugmyndanna ganga út á
að komið verði fyrir brú yst á Breiða-
bólstaðareyrinni yfir á Suðurgötuna
í Reykjavík. Þá er hugmynd um að
brú komi yfir á Bessastaðanes og
tengist annarri brú yfir í Engidal.
Loks er hugmynd um að göng verði
gerð undir Skerjafjörðinn.
„Dómnefndin komst að þeirri nið-
urstöðu að ef einhvem tíma yrði ráð-
ist í þetta væri æskilegra fyrir sveit-
arfélagið að brú yrði lögð yfír á
Bessastaðanesið þannig að umferðin
færi ekki í gegnum sveitarfélagið.
Þetta er hins vegar framtíðarsýn en
ekki hugmyndir sem verða að veru-
leika á næstu árum,“ segir Sigurður
Valur.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Frá slysstaðnum á Eyrarbakkavegi. Lögreglumenn kanna aðstæður.
Bílvelta á Eyrarbakkavegi;
Tveir menn alvarlega slasaðir
Selfossi.
TVEIR ungir menn slösuðust
alvarlega þegar bifreið þeirra
fór útaf Eyrarbakkavegi í gær-
morgun. Þeir voru fluttir á
Sjukrahús Suðurlands en þaðan
með þyrlu til Reykjavíkur.
Bifreiðin var á leið suður Eyrar-
bakkaveg og fór útaf veginum
vinstra megin, í aflíðandi beygju
á móts við bæinn Stekka. Af
ummerkjum er ljóst að bifreiðin
hefur verið á nokkuð mikillí ferð
og endastungist þegar hún lenti
útaf. Ökumaður og farþegi köst-
uðust út úr bflnum en hvorugur
þeirra var í öryggisbelti. Ekki er
ljóst hvað olli slysinu en bifreiðin
er gjörónýt.
Við útafaksturinn skarst hægri
afturhjólbarðinn alveg af felgunni
þannig að einungis hliðar hjól-
barðans voru á henni en slitflötur
barðans lá skammt frá bílnum.
Sig. Jóns.
Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Landsbanka Islands:
Overðtrygg’ðir vextir eftir að breyt-
ast meira en þeir verðtryggðu
HALLDÓR Guðbjarnason, banka-
sljóri Landsbanka íslands, segir
að bankinn muni efna það sem
hann segi í yfirlýsingu um vaxta-
mál sem gefin hafi verið í tengsl-
um við gerð kjarasainninga.
Fyrsta skrefið hafi verið stigið
með breytingum á vöxtum verð-
tryggðra og óverðtryggðra lána,
en sjálfsagt eigi vextir á óverð-
tryggðum lánum eftir að taka
meiri breytingum en þeir verð-
tryggðu og það verði auðvitað að
sjá til hvað gerist á eftirmarkaði
með vexti á ríkisskuldabréfum.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
segir að forsvarsmenn Landsbankans
hafí sagt að staðið verði við yfirlýs-
ingu bankans í tengslum við gerð
kjarasamninga. Þess vegna sé eðli-
legt að búast við vaxtabreytingum
hjá bankanum á næsta vaxtabreyt-
ingardegi sem sé 21. þessa mánaðar.
Ásmundur Stefánsson, forseti Al-
þýðusambands íslands, og Kjartan
Gunnarsson, varaformaður banka-
ráðs Landsbanka íslands, hittust í
gær til að ræða efndir bankans á
yfirlýsingu í tengslum við kjarasamn-
inga. Ásmundur sagði að engin nið-
urstaða hefði orðið af fundinum en
farið hefði verið yfir málið og hann
gert grein fyrir í hvaða atriðum þeir
teldu bankann ekki hafa staðið við
það sem fram kæmi í yfírlýsingunni.
Kjartan Gunnarsson sagði að bank-
inn myndi í einu og öllu standa við
yfirlýsingu sína og telji sig hafa gert
það.
Gert er ráð fyrir að fulltrúar
Landsbankans og váxtanefnd aðila
vinnumarkaðarins hittist á fundi síð-
ar í vikunni og bankaráðsfundur í
Landsbankanum hefur. verið boðaður
á fimmtudaginn kemur.
Sjá ennfremur fréttir á
miðopnu
Kvikmyndin „Karlakórinn Hekla“:
Kvikmyndasjóður Evr-
ópu lánar 12,7 milljónir
Kvikmyndasjóður Evrópu hefur ákveðið að lána 12,7 milljónir
króna, eða 1,2 milljónir franskra franka, til kvikmyndar Guðnýjar
Halldórsdóttur, Karlakórsins Heklu. Þessi ákvörðun var tekin á fundi
sjóðsins í lok síðasta mánaðar þar sem veitt voru lán til 12 kvik-
mynda og þriggja heimildarmynda.
Halldór Þorgeirsson, framleiðandi milljónir íslenskra króna. Eftir er
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra:
Fjórtánfaldur munur á tekjum
hinna hæst og lægst launuðu
JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði við almennar
stjórnmálaumræður á Alþingi í gærkvöldi að bilið á milli ríkra
og fátækra á íslandi færi vaxandi. Ef borin væri saman dreifing
atvinnutekna samkvæmt skattframtölum á árabilinu 1987-1990
kæmi í ljós að hlutur þess fimmtungs starfandi fólks á vinnumark-
aði, sem hefðu hæstar tekjur, hefði verið tæp 44% en hlutur þess
fimmtungs sem voru með lægstar tekjur hefði verið innan við 4%.
Sagði hún ennfremur að samanburður á dreifingu atvinnutekna
kvæntra karla á aldrinum 26-65 ára leiddi í Ijós fjórtánfaldan raun
á tekjum þeirra hæst launuðu og hinna sem hefðu lægstar tekjur.
Jóhanna sagði í ræðu sinni að reglur í þessari virðulegu stofnun
í leiðara Morgunblaðsins hefði því
verið haldið fram að bandarískt
þjóðfélag væri að rotna innanfrá
og þar væri þörf á miklum þjóðfé-
lagsumbótum. Hún vildi ekki líkja
íslensku þjóðfélagi við það banda-
ríska en þegar borið væri saman
bilið í tekju- og eignaskiptingu
ríkra og fátækra, sem færi vax-
andi, þá spyrði þjóðin hvort leik-
Alþingi væru réttar og hvort við
værum á sömu braut og Bandarík-
in.
Jóhanna spurði á hvaða leið við
værum þegar ríkasta sveitarfélag
landsins þyrfti að fara að úthluta
matargjöfum til sveltandi gamal-
menna, vegalausra unglinga og
útigangsfólks. Vísbendingar um
svarið mætti e.t.v. sjá þegar borin
væri saman dreifing atvinnutekna
á árabilinu 1987-1990. Athyglis-
vert væri að sömu tilhneigingar
gætti og í Bandaríkjunum. Hlutur
þeirra tekjuhæstu hefði vaxið en
hlutur lágtekju- og meðaltekju-
fólks hefði minnkað.
Félagsmálaráðherra sagði
einnig að þessi munur væri enn
meiri en fram kæmi í ofangreind-
um tölum ef undandráttur frá
skatti væri tekinn með í saman-
burðinum. Ef notaður væri sami
mælikvarði og notaður var við
úttekt á skattsvikum árið 1985
mætti áætla að undandráttur frá
skatti væri ekki undir 18 milljörð-
um króna. Það væri hærri fjárhæð
en allur tekjuskattur sem ein-
staklingar og félög greiddu.
myndarinnar, segir að hér sé um
víkjandi lán að ræða og sem slíkt
sé það ágæt búbót fyrir aðstandend-
ur myndarinnar. „Þetta breytir tölu-
verðu fyrir okkur því þessi lánveit-
ing er á vissan hátt gæðastimpill
fyrir myndina og auðveldar okkur
frekari íjáröflun erlendis," segir
Halldór.
Samkvæmt upplýsingum Hall-
dórs er áætlað að myndin kosti 124
að afla um 16-17% þeirrar upphæð-
ar en Halldór segir að von sé til að
það markmið náist fyrir 1. júlí nk.
„Við erum með tvo möguleika er-
lendis á að geta lokað dæminu fyrir
tökur, annars vegar með forsölu og
hins vegar með öðru víkjandi láni,“
segir Halldór. „Það væri skemmtileg
tilbreyting ef við gætum fjármagnað
myndina að fuliu áður en fram-
leiðsia hennar hefst.“
Vísitala framfærslu
lækkar um 0,1 prósent
VÍSITALA framfærslukostnaðar lækkar um 0,1% í maí frá því sem
hún var í aprílmánuði, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu ís-
lands. Matvara og kostnaður vegna bifreiðar hækkar litilega en lækk-
un fjármagnskostnaðar gerir meira en vega upp þær hækkanir.
Matvörur hækkuðu um 0,3% frá vísitöluna um 0,06%. Á móti vóg
apríl til maí sem þýðir 0,06% hækkun
vísitölunnar og föt og skófatnaður
hækkuðu einnig um 0,3% sem þýðir
0,02% hækkun vísitölunnar. Rekstr-
arkostnaður eigin bfls hækkaði um
0,2% sem þýðir 0,04% hækkun og
breyting á faststeignagjöldum þýddi
0,05% hækkun vísitölunnar, auk þess
sem sem verðhækkun ýmissa ann-
arra vöru- og þjónustuliða hækkaði
5,5% lækkun fjármagnskostnaðar
sem olli um 0,31% lækkun á vísi-
tölunni.
Síðastliðna 12 mánuði hefur vísi-
tala framfærslukostnaðar hækkað
um 5%. Undanfarna þijá mánuði
hefur vísitalan hækkað um 0,06%
sem jafngildir rúmlega 0,2% verð-
bólgu á heilu ári.