Morgunblaðið - 12.05.1992, Page 10

Morgunblaðið - 12.05.1992, Page 10
r 10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 687808 Vantar eignir á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Einbýli ÁLFTANES Vorum að fá í sölu glæsil. einbhús v/Norðurtún. Húsið er 173 fm. Bílsk. 55 fm. 4 góð svefnherb. Vandaðar innr. og gólfefni. Verð 14,3 millj. Eignaskipti mögul. LINDARBRAUT Mjög gott einbhús á einni hæð. Hús- ið er 145 fm auk 30 fm biómaskála. Bílsk. 35 fm. Arinn í stofu. Parket. Fallegur garður. Raðhús HRAUNBÆR Mjög gott parhús á einni hæð. 137 fm. Nýtt parket. Bílskrétt- ur. Skípti á góðri 3ja-4ra herb. (b. koms til greina. BREKKUBYGGÐ V. 8,5 M. Vorum að fá í sölu raðhús á tveimur hæðum, samt. 90 fm, auk bíisk. 4ra—6 herb. HRÍSATEIGUR Til sölu falleg 4ra herb. 80 fm íb. á 1. hæö í 4ra íb. húsi. Eign í mjög góðu standi. ENGIHJALLI Til sölu 4ra herb. 107 fm íb. á 5. hæð í lyftuh. Laus nú þegar. UÓSHEIMAR Til sölu mjög góð 4ra herb. endaíb. á 7. hæð. Parket á stofu. Skipti á minni eign mögul. ESKIHLÍÐ Vorum að fá í sölu góða 4ra-5 herb. 108 fm íb. á 3. hæð í fjölbhúsi. ÁNALAND - 4RA HERB. M. BÍLSKÚR Vorum að fá i sölu stórgl. 108 fm íb. á 1. hæð með bílsk. Arínn i stofu. Parket. Suðursv. 3ja herb. ÁLFTAMÝRI Vorum að fá í sölu góða 3ja herb. endaíb. á 4. hæð. Suðursvalir. Áhv. 2,3 millj. húsnstjlán. HLÍÐARHJALLI Vorum að fá sí sölu glæsil. 3ja herb. 85 fm fb. á 3. hæð. Stór- ar suðursv. 25 fm bilsk. Áhv. 5,6 m. frd húsnstj. GRUNDARGERÐI Falleg 3ja herb. risib. Sérinng. V. 4,2 m. 2ja herb. HLÍÐARHJALLI Glæsil. 2ja herb. 60 fm íb. á 1. hæð. Stórar suðursvalir. Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Fransson, hs. 39558. Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! ir GBC-Skírteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráðstefnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efni og tæki fyririiggjandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 51500 Reykjavík Úthlíð Glæsil. ca 130 fm neðri sérhæð auk bílsk. Áhv. byggsjóður ca 2.5 millj. Vesturgata Til sölu timbur einbhús á tveim- ur hæðum ca 121 fm. Byggt um aldamótin. Eignarlóð. Maríubakki Góð 3ja herb. íb. með sérherb. í kjallara. Hafnarfjörður Öldugata Gott timbureinbýlishús, kj., hæð og ris. Ekkert áhv. Öldutún Raðhús ca 150 fm auk bílsk. á tveimur hæðum. Ekkert áhv. Álfaskeið Góð 4ra herb. rúml. 100 fm íb. á 3. hæð auk bílsk. Áhv. ca 3,0 millj. Verð 7,6 millj. Breiðvangur Góð 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð. Gott útsýni. Blómvangur Glæsil. efri sérh. í tvíbhúsi ásamt bílsk. Smyrlahraun Gott eldra timbureinbh., ca 170 fm kj., hæð og ris. Verð 9,0 millj. Hjallabraut Góð 4ra-5 herb. ca 110 fm íb. á 1. hæð. Drangahraun Höfum fengið til sölu gott iðn,- og/eða versl.-/skrifsthúsn., 382.5 fm. Fokhelt. Einbýlishús óskast í Hafnarfirði í skiptum fyrir efri sérh. ásamt risi ca 140 fm. Atvinnuhúsnæði Vantar atvhúsnæði ca 1000- 1500 fm. Helmingur lagerpláss. Vantar - vantar Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. í Hafnarfirði. Kópavogur - Álfabrekka Gott einbhús á góðum stað á tveimur hæðum ca 270 fm þ.m.t. bílsk. j Arni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafn., símar 51500 og 51501. 1)4 4 cn 1)4 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjór: L \ lvU“fclÖ/V KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.loggilturfasteignasali Ný eígn á fasteignamarkaðnum Við Kóngsbakka - mikið endurn. 4ra herb. íb. 93,6 fm nettó auk geymslu og sameignar. Nýtt parket. Nýtt bað. Sér þvottahús. Sólsvalir. Góð sameign. Vinsæll staður. Skammt frá Hótel Sögu Mikið endurnýjuð 3ja herb. íb. tæpir 80 fm á 3. hæð. Sólsvalir. Ris- herb. með snyrtingu fylgir. Stór geymsla í kj. Góð sameign. Glæsileg íbúð - langtímalán Ný og rúmgóð 2ja herb. íb. á 1. hæð við Næfurás 68,8 fm nettó. Parket. Sólsvalir. Sérþvottahús. Ágæt sameign. Mikiö útsýni. 40 ára húsnæðislán kr. 2,4 millj. í Vesturborginni - hagkv. skipti Nýleg og góð 3ja herb. íb. á vinsælum stað. Skipti möguleg á 2ia herb. lítilli íb. á 1. eða 2. hæð. í Háaleitishverfi eða nágrenni Þurfum að útvega 4ra-6 herb. góða eign sem mest sér. Skipti mögu- leg á mjög góðu einbhúsi af meðalstærö i Hafnarfiröi. • 4 Lokað kl. 12.00 vegna jarðarfarar. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 •• AtMENNA l?é9oo FASTEIGNASALAN Frumraun í hljóm- sveitarsljórn _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Síðustu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands voru for- vitnilegir fyrir tvennt. Þar kom fram með hljómsveitinni ungur íslenskur hljómsveitarstjóri, Orn Óskarsson, og tékkneskur píanó- leikari, Peter Máté, sem undanf- arin tvö ár hefur starfað sem tónlistarkennari á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Á efnisskránni voru þijú verk; Á steppum Mið-Asíu eftir Borodin, b-moll píanókon- sertinn eftir Tsjajkovskíj og sin- fónían „Frá nýja heiminum", eft- ir Dvorák. Tónaljóð Borodins er falleg tónsmíð en gengur árekstrarlaust fyrir sig og reyndi ekki mikið á hæfni stjórnandans, sem þó mót- aði þetta hugljúfa verk nokkuð fallega. Hlutirnir fóru að taka á sig mynd í píanókonsertinum eft- ir Tsjajkovskíj, því píanóleikarinn Peter Máté lék konsertinn af glæsibrag. Það væri sannarlega áhugavert að heyra þennan ágæta píanóleikara enn frekar, því bæði hefur hann góða tækni, sem kom áþreifanlega fram í píanókonsertinum og einnig, að leikur hans var borinn upp af músikölsku innsæi. Leikur Peter Máté var sannarlega óvænt og mjög svo ánægjuleg uppákoma. Það sem í heild einkum ein- kenndi stjórn Arnar Óskarssonar Peter Máté og þá ekki síst í konsertinum, var varfærni og auk þess komu fyrir einstaka smáslys, eins og örstutt stopp í lok einnar kaden- sunnar í fyrsta þætti píanókon- sertsins, rétt eins og stjórnandinn hafi um stund gleymt sér. Það reyndi þó mest á stjórn- hæfni Arnar í sinfóníunni eftir Dvorák og þar var varfærnin of ráðandi. í svona stórbrotnu skáldverki er ekki nóg að stýra takti og öðru varðandi leiktækni- lega útfærslu, heldur þarf að knýja fram skáldleg tilþrif hljóm- sveitarmanna. Það er varla von að ungur hljómsveitarstjóri sjái Örn Óskarsson út yfir það, sem er tæknilegt og þar fór allt sæmilega fram í hönd- um Arnar. Þó \mátti merkja að slagið hjá honum væri á köflum reikult, einkum í largo kaflanum, þar sem samspil blásaranna riðl- aðist nokkuð áberandi, sérstak- lega í upphafi kaflans. Örn hefði þurft að berja frá sér varfærnina og stýra sínum mönnum fram á ögurbrún áhættunnar, því þar gerast hlutirnir en ekki í öryggi áhættuleysisins. Nú hefur Öm „slegið sinn fyrsta slag“ og allt fór þekkilega fram en næst verð- ur hann að hafa hrist af sér var- færnisslikjuna og fínna sig í að „stjórna“ sínum mönnum og knýja þá til listrænnar og skáld- legrar túlkunar, átaka við listina sjálfa, sem er meginviðfangsefni stjómandans og hlutverk hans sem listamanns, því tæknikunn- áttan er úrlausnarefni hljóðfæra- leikaranna sjálfra. Listahátíð á Seltjarnarnesi Listahátíð í Seltjamarnes- kirkju undir titlinum „Vorið og sköpunarverkið“ var framhaldið sl. sunnudag. Tónleikarnir hófust á því að Sigrún V. Gestsdóttir söng við gítarundirleik Einars Kr. Einarssonar, sex enska „lútu- söngva“ ogþijátrúbadorasöngva frá 12. öld í útsetningu Ferenc Farkas. Sigrún söng þessi fallegu lög mjög vel og var ótrúlega gott styrkleikajafnvægi í samleik hennar og Einars. Ensku lögin eru eftir Rosseter Johnson, Byrd og Dowland og voru lögin eftir Rosseter, What then is love but mourning?, vögguvísa eftir Byrd og það fræga lag Dowlands, Come again, frábærlega vel sungin, með látlausum hljómi, sem féll einkar vel að ágætum gítarleik Einars. Trúbadoralögin voru flutt af þokka en hvorki ágætlega útfært undirspilið eftir Ferenc Farkas eða flutningur Sigrúnar og Einars áttu mikið skylt við upprunaleik þessara verka. Þarna mátti heyra tilraun til að færa lögin nær nútímanum með margbrotinni hljómskipan og kontrapunktisku raddferli, sem menn kunnu fyrst á 16. og jafnvel ekki fyrr en á 18. öld. Guðmundur Magnússon píanó- leikari lék tvö verk eftir Chopin, Prelúdíu í As-dúr og polonesuna frægu í As-dúr. Guðmundur er góður píanóleikari en mikil hljómgun kirkjunnar gerði leik Guðmundar það loðinn, að undir- ritaður naut þess lítt að heyra bæði þessi skemmtilegu verk, sem Guðmundur lék vel og af öryggi. Hólmfríður Þóroddsdóttir óbó- leikari og Sólveig Anna Jónsdótt- ir píanóleikari léku Adagio og Allegro eftir Schumann. Hólm- fríður er snjall óbóleikari og merkileg nokk, þá hljómaði tónn óbósins mjög vel. Hólmfríður lék verkið fallega og sama má segja um frammistöðu píanóleikarans, þó hljómgun kirkjunnar gerði henni nokkuð þungt fyrir. Sigríður Hagalín leikari las upp nokkur ljóð og þar á meðal Söknuð eftir Jóhann Jónsson. Ekki gerði yfirhljómgun kirkj- unnar það létt verk fyrir Sigríði, að ná til áheyrenda. Tónleikunum lauk með tónflutningi tveggja nemenda en það voru Rúnar Ösk- arsson, er lék klarinettueinleikinn úr „Kvartett um endalok tímans“ eftir Messiaen og Þóra Einars- dóttir, er söng tvær aríur úr Messiasi eftir Handel. Með Þóru léku Hólmfríður Þóroddsdóttir á óbó, Jón Stefánsson á orgel og Stefán Arnarson á selló og var samleikur þeirra ágætur. Það verður ekki annað sagt en að Rúnar og Þóra, sem munu ljúka 8. stigi næstu daga, séu bráðefni- legir nemendur. Enn um La Bohéme Tíð mannaskipti hafa orðið í La Bohéme eftir Puccini og nú síðast bættust í hópinn Sigurður Bragason í hlutverk Marcell og Stefán Arngrímsson sem Colline. Um aðra í sýningunni hefur ver- ið Qallað og fáu þar við að bæta, nema að sýningin í heild hefur liðkast og öryggi söngvara sí- fellt aukist. Sigurvegarinn á tveimur síðustu sýningunum sem undirritaður fór á, var tvímæla- laust Ólafur Árni Bjarnason, sem bætti verulega við sig á seinni sýningunni og söng meðal ann- ars fyrstu aríuna „Che gelida manina“ alveg ótrúlega vel. Þá var Inga Backman einnig mjög góð og söngur hennar í þriðja þætti glæsilegur. Nýgræðingarnir í seinni sýn- ingunni voru Sigurður Bragason og Stefán Arngrímsson. Hvað leik snertir er þeir bundnir upp- setningunni og fara mjög svipað að og fyrri söngvarar, þó auðvit- að sé þar á nokkur blæmunur. Það sem einkum er aðfínnslu- vert, er söngmáti þeirra félaga. Hjá báðum er tónninn ofdekkað- ur, með þvingaða hljómlegu og innilokaður, er olli því t.d. að þeir „drifu illa í gegn“ í sam- söngsatriðunum. Ekki verður þó sagt að rödd Sigurðar sé hljómlítil, því annar framlægari og sterkari tónn heyrðist, er hann beitti talrödd- inni (Parlando) í rifrildisatriðun- um á móti Musettu í þriðja þætti. Stefán söng „frakkaaríuna“ fal- lega og af innileik, sem á vel við þessa sérstæðu aríu. Þrátt fyrir að báðir sungu af öryggi og að Ólafur Árni Bjarnason leikur þeirra var hnökralaus, var frammistaða þeirra í heild vart meira en þokkaleg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.