Morgunblaðið - 12.05.1992, Side 13

Morgunblaðið - 12.05.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12..MAÍ 1992 13 Sálmabók aðventista komin út FRÆKORNIÐ, bókaforlag að- ventista hefur gefið út sálmabók og heitir hún „Sálmar og lof- söngvar". Bókin er prentuð í Finnlandi. í sálmabókinni eru 462 sálmar, allir útsettir með nótum fyrir flór- raddaðan söng. Þar er að finna marga eldri og þjóðkunna sálma ásamt mörgum nýjum sálmum, sem voru þýddir og frumortir fýrir þessa útgáfu. Þar er einnig að finna ís- lensk sálmalög, sem hafa ekki birst á grenti fyrr. í frétt frá forlaginu segir, að það hafi lengi verið draumur safnaðar Sjöunda dags Aðventista að eignast vandaða sálmabók með nótum, Sem efla myndi almennan söng á sam- komum og guðsþjónustum. Með til- komu tölvutækninnar hefur þetta orðið að raunveruleika. Er það ánægjulegt að geta lagt þessa bók fram til eflingar söng einmitt á ári söngsins, segir í fréttinni. ----»-»-♦--- Landnám Ing- ólfs friðað fyrir lausagöngu búfjár? AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags Reykjavíkur haldinn 27. apríl sl. samþykkir að stjórn fé- lagsins skuli hafa forgöngai um friðun fyrir lausagöngu búfjár i landnámi Ingólfs eða á svæðinu sem takmarkast af Olfusá, þjóð- garðsgirðingunni og línu, sem hugsast dreginn frá Meyjarsæti um Hvalavatn í Hvalfjarðarbotn og að hafnar verði gróðurbætur og skógrækt á öllu svæðinu á grundvelli heildaráætlunar. í þessu skyni verði leitað eftir samstarfi við öll skógræktarfélög á svæðinu, sveitarstjórnir og aðra aðila sem tiltækir eru. Efnt skal til kynningar meðal almennings og hjá fyrirtækjum og stofnunum um þetta mál og áhugi þeirra virkjaður til framgangs málsins. (Fréttatilkynning) Úrslit í skólaskák LANDSMÓT í skólaskák var haldið um helgina. I fyrsta sæti í eldri flokki varð Arnar Guð- mundsson, Reykjavík, en í yngri flokki sigaraði Björn Þorfínns- son Reykjavík. í öðni sæti í eldri flokki varð Magn- ús Öm Úlfarsson, Reykjavík, en í öðru sæti í yngri flokki varð Berg- steinn Einarsson Reykjavík. í Þriðja sæti í eldri flokki varð Páll Agnar Þórarinsson Reykjavík og í yngri flokki Jón Viktor Gunnarsso Reykjavík. - hefur kennt íslendingum að meta gott kaffi. Þú getur valið um þrjár mismunandi tegundir af Merrild-kaffi. 103 - Millibrennt 304 - Dökkbrennt 104 - Mjög dökkbrennt Merrild setur brag á sérhvem dag. Merrild R e n a u 11 1 9 GTS-TXE Verð frá kr. 953.600,- -' VerÖ með ryðvörn og skráningu samkvæmt verðlista í maí 1992 (8 ára ryðvarnarábyrgð og 3 ára verksmiöjuábyrgð) Ðílaumboðið hf. Krókhálsi 1 - Sími 686633 Renault Fer á kostum Þú upplifir nýjan heim í sportlegum fjölskyldubíll Renault 19 býður af sér þokka, dirfsku í hönnun, mýkt í akstri og fágun í útliti. Hann geislar af glæsileik sem fáir aðrir bílar hafa. Renault 19 er fáanlegur 3ja, 4 og 5 dyra, búinn 80 eða 92 hestafla vél og 5 gíra beinskiptingu eða 4 þrepa sjálfskiptingu með rafstýrðu vali. Vökvastýri, litað gler, fjarstýrðar samlæsingar og rafdrifnar rúður er staðlaður búnaður í Renault 19. Glæsileg innrétting, sparneytin og kraftmikil vél, stórt farangursrými og niðurfellanlegt aftursæti gerir Renault 19 að góðum valkosti sem sportlegum fjölskyldubíl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.