Morgunblaðið - 12.05.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992
21
Sólarflug
mun fljúga
með Sterl-
ing Airways
FLUGFERÐIR-Sólarflug hf. hef-
ur samið við danska leiguflugfé-
lagið Sterling Ariways um flug
fyrir farþega sína í sumar. Guðni
Þórðarsson hjá Sólarflug segir
að Sterling hafi boðist til að taka
að sér allt það flug sem Sólarflug
þurfi á að halda og þeir séu mjög
ánægðir með þann samning sem
gerður hefur verið.
Vegna samningsins við Sterling
mun ferðatilhögun farþega Sólar-
flugs til og frá Kaupmannahöfn
breytast þannig að frá Islandi verð-
ur flogið klukkan 15 að degi til í
stað klukkan 7 að morgni en sömu
brottfarartímar eru á ferðum frá
Kaupamannahöfn og áður var aug-
lýst. Guðni Þórðarson segir að þeir
vonist til að um næstu mánaðarmót
verði komnir á sömu brottfarar-
tímar og upphaflega voru áætlaðir.
Sterling mun nota Boeing
727-200 vél í þetta flug og segir
Guðni að þeor séu ánægðir með þá
tilhögun. Það hafi einnig komið
þeim á óvart að flugfélagið átti
lausa vél handa þeim á föstudögum
i allt sumar en þann dag er yfir-
leitt er mest að gera hjá leiguflugfé-
lögum.
Höfundar og flytjendurnir sem fram koma á Púlsinum í kvöld á
jass og ljóðadagskránni: I þorpi drottningar englanna.
RÚREK ’92:
Jass og ljóð frá Los Angeles
„í ÞORPI drottningar englanna"
nefnist jass- og ljóðadagskrá sem
flutt verður á Púlsinum í kvöld
sem hluti af Rúrek jasshátíðinni.
Það er Stefán S. Stefánsson sem
samið hefur tónlistina við sam-
Siglinga-
málastofnun:
Kvótalögin
hvetji til
nefndan Ijóðabálk eftir Sveinbjörn
I. Baldvinsson.
Flytjendur verksins auk höfund-
anna eru allir í fremstu röð íslenskra
jassara; söngkonan Ellen Kristjáns-
dóttir og hljóðfæraleikararnir Arni
Scheving, Gunnar Hrafnsson og
Matthías Hemstock.
Ljóðin orti Sveinbjörn í Los Ang-
eles þar sem hann bjó um fímm ára
skeið, og fjalia þau um lífsmynstrið
í stórborginni, andstæðurnar sem þar
mætast og ólguna sem þar til nú
nýverið kraumaði undir glitrandi yf-
irborðinu. Segja má að tónlistin
endurspegli allt þetta og skjóti auk
þess öngum út og suður um allt jass-
kortið, segir í fréttatilkynningu frá
RÚREK.
Listskreytta skjalið sem Halldór Laxness fékk frá páfa
Páfi sendi Halldóri Lax-
ness afmæliskveðju
I TILEFNI af níræðisafmæli Halldórs Laxness fyrir skömmu bár-
ust skáldinu fjölmargar heillaóskir og kveðjur víðs vegar úr. heim-
inum. Flestar útlendu heillaóskirnar frá einu landi bárust frá
Þýskalandi en þar hafa bækur skáldsins verið gefnar út oftar en
annars staðar erlendis. Meðal annars bárust skáldinu kveðjur frá
forseta Þýskalands, Ricliard von Weitzacker. Þá bárust afmælis-
kveðjur frá páfagarði.
Frá Jóhannesi Páli páfa II fékk
Halldór Laxness skrautskrifað
listskreytt skjal í tilefni afmælis-
ins. Á skjalinu var áletrun sem
hljóðar svo í íslenskri þýðinu:
„Hans heilagleiki Jóhannes Páll
páfi II sendir Halldóri Kiljan Lax-
ness níræðum, 23. apríl 1992, sína
postullegu blessun og fyrirheit um
guðlega náð og miskunn."
Halldór Laxness var skírður til
kaþólskrar trúar 6. janúar 1923 í
klaustrinu Saint Maurice de Clerv-
aux og í stað nafnsins Halldór
Guðjónsson tók hann við það til-
efni upp dýrlingsnafnið Kiljan og
ættamafnið Laxness.
Um dvöl sína í klaustrinu fjallar
hann í bók sinni Dagar hjá múnk-
um sem gefin var út 1987 en
upþistaða þeirrar bókar er dagbók
sem hann hélt í klaustrinu 1923.
veiða í öll-
um veðrum
PÁLL Hjartarsson siglingamála-
stjóri segir að núgildandi lög um
stjórnun fiskveiða hvelji smábáta-
eigendur til veiða í öllum veðrum
í því skyni að afla sér kvót-
réttinda. Honum finnst ekki óeðli-
legt að sjávarútvegsráðuneytið sé
hvatt til að breyta lögum um
sljórnun fiskveiða í ljósi reynsl-
unnar, en óhöppum smábáta hefur
fjölgað að undanförnu.
Páll sagði að menn hefðu lesið út
úr núgildandi lögum að hafa mætti
allar klær úti til að ná í kvóta-
réttindi. „Það segir hins vegar ekki
að menn eigi að fara ógætilega.
Þannig er það alltaf mat hvers sjó-
manns hvort veður er til að róa eða
ekki,“ sagði hann.
Aðspurður sagði Páll að eflaust
væri hægt að draga úr þessari til-
hneigingu manna ef kvótalögunum
yrði breytt. Honum fyndist ekki
óeðlilegt að hagsmunaaðilar beindu
þeim tilmælum til sjávarútvegs-
ráðuneytisins með tilliti til fenginnar
reynslu.
------♦"♦--«-----
Sigrún söng við
góðar undir
tektir í London
„ÞETTA gekk vonum framar,“
segir Sigrún Hjálmtýsdóttir, söng-
kona, um tónleika sína í St. John’s
Smith Squire-tónleikahúsinu í
London 5. mai. Sigrún segir að
undirtektir hafi verið mjög góðar.
Áheyrendur hafi verið á fjórða
hundrað á tónleikunum, sem sé
mjög gott þar sem hún sé alveg
óþekkt.
Sigrún söng í London við undirleik
Krystynu Cortes. Á efnisskránni voru
óperuaríur, ítölsk og íslensk lög.
Segir Sigrún að íslensku lögin hafi
vakið sérstaka hrifningu.
Sigrún segist ekki hafa séð neina
dóma um tónleikana en fyrir sig séu
það undirtektirnar á tónleikunum
sem séu bestu verðlaunin. Þá hafi
allt skipulag verið til sóma en Jakob
Magnússon hafði veg og vanda af
því. Sigrún segir að eftir tónleikana
hafi umboðsmenn haft samband við
sig og viljað skipuleggja prufusöng
við óperuhús. Tíminn hafi hins vegar
verið svo knappur að hún þurfi að
fara áftur til þess að fylgja þessu
eftir.
100 NYIR BILAR A SERTILBODI
SKODA FAVORIT1092 - SKEMMTILEGA ODYR
<D
SHO Ofl
Skoda Favorit er glæsilegasti og vandað-
asti bíll sem Skoda-verksmiöjurnar hafa
framleitt til þessa. Nú eiga Þjóðverjar
hlut í verksmiðjunum enda ber bíllinn
þess greinileg merki; Skoda hefur öðlast
mun evrópskara yfirbragð og eiginleika
en áður. Þrátt fyrir það færðu nýjan
Skoda Favorit á sama verði og gamall,
notaður bíll fæst á, eða frá aðeins
498.500,- krónum. Það eru góð og
skynsamleg kaup í nýjum og glæsi-
legum Skoda Favorit. Ef þú ert í bílahug-
leiöingum skaltu skoða Skoda Favorit,
- áður en þú gerir nokkuð annað.
JÖFUR
NÝBÝLAVEGI 2 • SIMI 42600