Morgunblaðið - 12.05.1992, Side 22

Morgunblaðið - 12.05.1992, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 Biskup brýtur skírlífisheit EAMONN Casey, einn þekkt- asti biskup írlands, varð að segja af sér embætti sl. fímmtudag í kjölfar ásakana í fjölmiðlum um að hann hafí verið í tygjum við bandaríska konu, Annie Murphy. Murphy skýrði frá því í síðustu viku að hún hefði átt í ástarsambandi við Casey fyrir 17 árum og á þeim tíma hefðu þau eignast son. Hún kvaðst hafa ákveðið að ljóstra upp um samband þeirra þegar Casey neitaði að tala við son sinn í síma. Eftir afsögn sína fór Casey til Bandaríkjanna þar sem hann kvaðst ætla að helga kröftum sínum trúboði. Meirihluti Svía á móti EB SAMKVÆMT skoðanakönn- un sem birt var í dagblaðinu Göteborgs- Posten á sunnudag er meirihluti Svía í fyrsta sinn á móti aðild að Evrópubanda- laginu. Ef gengið yrði til þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið núna greiddu 40% atkvæði á móti inngöngu, í EB en 35% væru henni meðmæltir. Sam- bærileg skoðanakönnun frá því í desember á síðasta ári sýndi að 48% voru fýlgjandi aðild en 25% andvígir. Carl Bildt, for- sætisráðherra landsins, kvaðst sannfærður um að fylgjendum aðild að EB myndi fyölga á ný áður en gengið yrði til þjóðarat- kvæðagreiðsiu um málið 1994. Nýr formaður breska Ihalds- flokksins JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti sl. sunnu- dag að Norman Fowler, fyrr- verandi blaðamaður, tæki við af Chris Patten sem formaður íhaldsflokksins. Patten, sem féll út af þingi í síðustu kosn- ingum, verður settur inn í emb- ætti landstjóra í Hong Kong í júlí næstkomandi. 11 náma- menn létust 11 kolanámumenn létust í sprengingu í kolanámu á Nova Scotia í Kanada sl. laugardag og óttast er að björgunarmenn nái ekki að bjarga fimmtán mönnum sem enn eru lokaðir inni í námugöngunum. Yfírvöld í Nova Scotia hafa fyrirskipað sjálfstæða rannsókn á tildrög- um slyssins. Andstaða við Maastricht- samkomulagið DANIR munu hugsanlega ganga til þjóðaratkvæða- greiðslu um marga þætti Ma- astricht-samkomulagsins, sem hefur í för með sér nánari sam- vinnu aðildarríkja EB í efna- hags- og stjómmálum. Danska ríkisstjómin tók ákvörðun um að halda þessum möguleika opnum sl. föstudag, fjórum dögum áður en lokaafgreiðsla samkomulagsins verður í danska þinginu. Mikill þing- meirihluti er fyrir samkomulag- inu en -skoðanakönnun hefur leitt í ljós að meirihluti lands- manna, eða 40%, er andvígur samkomulaginu, en 37% með- mæltur. Carl Bildt Reuter Bærinn Shusha er rústir einar eftir látlausa sprengjuhríð armensks herliðs. Bærinn féll í hendur Armen- um sl. laugardag. Grænland-Kanada: Fækkun mjald- urs áhyggjuefni Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Hvalafriðunarnefnd græn- lenska landsþingsins og haf- rannsóknarstofnunar Græn- lands hefur áhyggjur af fækkun mjaldurs og náhvala í hafinu milli Grænlands og Kanada. Samkomulag er í gildi milli Græn- lendinga og Kanadamanna um að löndin vinni sameiginlega að því að tryggja eðlilega stofnstærð smáhvela í hafinu milli landanna. Nefnd þessara þjóða kom saman í apríl og voru þá lagðir fram út- reikningar um stofnstærðir mjald- urs og náhvala. Útreikningarnir eru byggðir á stofnrannsóknum frá árunum 1981-’82 og 1990-’91. Nefndin varð sammála um að leggja til við stjómvöld beggja landa að stöðva óheftar veiðar mjaldurs. Nagorno-Karabakh: Armenar vinna hemaðarlega mikilvægan bæ í harðri sókn GRIMMILEGIR bardagar voru háðir um bæinn Shusha í Nag- orno-Karabakh um helgina og kváðust bæði Armenar og Azer- ar hafa náð honum á sitt vald. Bærinn er hernaðarlega mikil- vægur. Nái Armenar honum á sitt vald hafa þeir í fyrsta sinn frá því að stríðið braust út land- Gróðurhúsaáhrif: Sátt innan SÞ um bar- áttuleiðir Sameinuðu þjóðunum. Reuter. EFTIR tveggja ára samningaþóf eru fulltrúar næstum 150 ríkja loksins orðnir orðið ásáttir um samning, sem skuldbindur aðild- arríkin til að beijast gegn gróð- urhúsaáhrifunum svokölluðu en óttast er, að þau hafi alvarlegar loftslagsbreytingar í för með sér. Er lögð áhersla á tvennt: Að dregið verði úr koltvísýrings- mengun og skógar verndaðir og auknir þar sem þeir draga úr menguninni. Samningurinn verður undirritað- ur á umhverfísverndarráðstefnunni í Rio de Janeiro í Brazilíu í næsta mánuði en búist er við, að allt að 100 þjóðarleiðtogar verði þar sam- ankomnir. Nokkur vafi hefur leikið á um hvort George Bush Bandaríkj- aforseti sækti ráðstefnunna en með samkomulaginu frá því á laugardag hafa líkur á því aukist. Bush hefur verið andvígur mjög róttækum ráð- stöfunum vegna áhrifa þeirra á bandarískt efnahagslíf. Talið er, að hækkandi hitastig á jörðunni muni valda miklum breyt- ingum á loftslagi og aukinni bráðn- un heimskautaíssins. Á sumum stöðum mun úrkoma aukast en annars staðar breytast frjósöm ak- urræktarlönd í eyðimerkur og lág- lend svæði fara á kaf vegna hækk- andi yfirborðs sjávar. í Evrópubandalagsríkjunum er stefnt að því, að koltvísýringsmeng- un aukist ekki, heldur verði sú sama um nagstu aldamót og hún var 1990 en í samningnum, sem undirritaður verður í Rio, eru engar slíkar tíma- setningar. Það verður því í raun undir ríkjunum sjálfum komið hvernig þau standa við hann. leið frá Armeníu inn í Nagorno- Karabakh. Síðustu fréttir hermdu að Armenar hefðu bæ- inn enn á sínu valdi. Þetta er gífurlegt áfall fyrir Az- era því fyrir utan að vera gífurlega mikilvægur hernaðarlega og síðasta vígi Azera í Nagorno-Karabakh, er Shusha heilagur staður í huga þeirra. Talsmaður varnarmálaráðu- neytis Azerbajdzhans sagði að her Azera héldi enn uppi baráttu um Shusha en stjórnvöld í Armeníu sögðu að hersveitir utan fastahers landsins hefðu tekið bæinn á laug- ardag og hefðu hann enn á valdi sínu. Stjórnvöld í Armeníu sjá her- sveitunum í Nagomo-Karabakh fyrir vopnum og liðsafla en neita því að bera nokkra ábyrgð á átök- unum í lýðveldinu. Þau hafa vísað á bug staðhæfíngum Azera um að hafa reynt að opna leið fyrir Arm- ena, um azerskt landsvæði inn í Nagorno-Karabakh, en í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Ármeníu á sunnudag vöruðu stjórnvöld við því að slík leið yrði opnuð ef Azerar léttu ekki á efnahagsþvingunum gagnvart Armenum á svæðinu. Þegar bardaginn um Shusha braust út á laugardag voru leiðtog- ar Azera og Armena í Teheran í íran að undirrita vopnahléssam- komulag að viðstöddum Akbar Has- hemi Rafsanjani, forseta írans. Yfir 1.500 manns hafa látist í átökunum í Nagorno-Karabakh á síðustu íjórum árum. Svæðið er að mestu byggt Armenum en stjórn- völd í Kreml fengu Azerum yfírráð yfir því 1925. Armenar hafa farið fram á að neyðarfundur -’erði haldinn í Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna og að friðargæslulið verði sent til svæðisins. í yfirlýsingu utanríkis- ráðuneytisins sagði: „Armensk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur vegna yfirlýsinga tyrkneskra stjómvalda og stjórnmálaleiðtoga um hugsanlega hernaðaríhlutun Tyrkja.“ Ný skýrsla FAO: Úrkynjun nyljaplantna talið alvarlegt vandamál Washingíon. Frá ívari Guðmumlssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. RÁNYRKJA, mannfjöldaaukning og breyttar Iífsvenjur valda því að 40.000 nytjaplöntutegundum verður útrýmt á fyrra helmingi næstu aldar verði ekkert að gert. Þetta keinur fram í nýrri skýrslu frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO og segir aðalforstjóri stofnunarinnar að hér sé um að ræða eitt af verstu skemmdarverkum mannkynssögunnar. í skýrslunni segir Edouard Sao- uma, aðalforstjóri FAO, að þessar staðreyndir séu í senn ógnvekjandi og alvarleg tíðindi þar eð þessi þróun geti orðið til þess að grafa undan stöðuleika og jafnvel öryggi heimsbyggðarinnar á vettvangi matvælaframleiðslu. „Nú er svo komið að jafnvægið hefur skyndi- lega raskast auk þess sem nytja- plöntutegundir hafa úrkynjast það ört að til stórvandræða horfír verði ekkert gert til að bæta það tjón sem þegar hefur orðið,“ segir í skýrslunni. Spár gefa til kynna að Jarðarbú- ar verða átta milljarðar árið 2020 og þar af verða átta af hveijum tíu búsettir í þróunarlöndum. Árleg matvælaframleiðsla verður þá að aukast úr 1,8 milljarði smálesta eins og nú er í rúmar þijá millj- arða. Þessi aukning verður ekki tryggð frá þeim gróðurlendum sem nú eru nýttar heldur munu þær verða minni en nú er auk þess sem framboð á vatni verður einnig minna, að mati sérfræðinga. Þegar árið 1950 hóf FAO að vekja athygli á þessari þróun og stofnunin stóð fyrir ráðstefnum um útrýmingu og úrkynjun nytja- plantna 1967, 1973 og 1981. Þess- ari viðleitni hefur verið haldið áfram á undanförnum árum en í skýrslu FAO segir að meira þurfi að koma til. Iðnaðarþjóðimar ráði raunar yfir fjármagni til að gera eigin ráðstafanir til að tryggja að áfram verði unnt að rækta nytjap- löntur en það sama verði ekki sagt um þróunarríkin. Aðstoð við þau á þessu sviði kosti ekki minna en 300 til 500 milljónir Bandaríkjadala. Fjárskortur hafí orðið til þess að FAO hafi dregið úr starfsemi sinni á þessu sviði sem öðrum. í skýrslu stofnunarinnar er einn- ig vakin á því athygli að „gróður- húsaáhrifín" svonefndu geti orðið til þess að gjörbreyta loftslagi víða um heim og þau geti einnig haft alvarleg árif ná sviði matvælafram- leiðslu. Jurtir sem og ýmsar dýra- tegundir muni þurfa að semja sig að breyttum aðstæðum. Sérfræðingar FAO segja að vandinn sé ekki síst sá að nytja- plöntutegundir tapi með tímanum ættgengu eðli sínu og til verði svo- nefnd „ættgeng öfugþróun". Að auki erfist ættareikenni nytja- plantna misjafnlega eftir loftslagi og fleiru og því hafi þær mismikla mótstöðu gagnvart sjúkdómum. Svo óheppilega vilji til að þessa verði einkum vart í þróunarríkjum. Hafa menn í þessu efni rifjað upp „kartöfluskortinn mikla" er tug- þúsundir manna dóu úr hungri á Irlandi á 19. öld. Allar kartöflur sem komu til Evrópu voru „ættað- ar“ frá tiltölulega litlu magni kart- aflna sem flutt hafði verið til álf- unnar frá Suður-Ameríku á 16. öld en sú tegund þoidi illa pest í kart- öflujurtinni er nefndist „Phytop- hora infestans." Eitt nýjasta dæm- ið um arfgenga pest í matjurtum er raunar frá Bandaríkjunum. Það var sveppjurt er nefnist „Helminto- sporium maydis" sem skemmdi 96% af komuppskerunni í suður- hluta Bandaríkjanna árið 1970. Þetta varð til þess að Bandaríkja- stjórn lét rannsaka málið og kom- ust sérfræðingar að þeirri niður- stöðu að í mörgum matjurtateg- undum í Bandaríkjunum væri að finna hættuleg arfgeng einkenni, sem rekja mætti til úrkynjunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.