Morgunblaðið - 12.05.1992, Síða 30

Morgunblaðið - 12.05.1992, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1992 Lög um fullvinnslu botnfisk- afla um borð í veiðiskipum * Stjórnarandstaðan ræður afgreiðslu mála, segir Olafur Ragnar Grímsson Þorsteinn ólafur SAMÞYKKT hefur verið sem lög frá Alþingi frumvarp um full- vinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum. Við 3. umræðu málsins síðastliðinn laugardag gerðu alþýðubandalagsmenn ekki ágreining um helstu efnis- atriði frumvarpsins. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra mátti þó sæta ámæli. Olafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) vildi gagnrýna með mjög skýrum hætti hroka ráðherra ríkisstjórn- ar, hann sagði stjórnarandstöð- una hafa það í sinni hendi hvaða mál yrðu afgreidd á þessum síð- ustu þingdögum. Forn þarfaiðja Við upphaf þriðju umræðu síðast- liðinn laugardag gerði Ossur Skarphéðinsson (Al-Rv), varafor- maður sjávarútvegsnefndar, grein fyrir því að breytingartillögur frá Magnúsi Jónssyni (A-Rv) og einnig breytingartillaga frá meirihluta sjávarútvegsnefndar hefðu verið dregnar til baka. Þessar tillögur vörðuðu frávik frá ákvæðum frum- varpins um fullvinnslu í smærri Starfsmeraitim undir félagsmálaráðuneyti FRUMVARP um starfsmenntun í atvinnulífinu var samþykkt sem lög frá Alþingi síðastliðinn laugardag. Tilgangur laganna er m.a. að skapa afskiptum sljórnvalda af starfsmenntun í atvinnulífi traust- ari lagagrundvöll og gera þau markvissari, s.s. með starfsmenntaráði. Eitt umdeildasta atriði frum- varpsins og nú samþykktra laga er það að kveðið er á um að starfs- menntun í atvinnulífinu heyri undir félagsmálaráðuneytið. Svavar Gestsson (Ab-Rv) fyrrum mennta- málaráðherra hefur verið mjög ein- dreginn talsmaður þess að öll fræðslustarfsemi heyri undir menntamálaráðuneytið. Við 3. um- ræðu var felld breytingartillaga frá Svavari um starfsmenntaráð skyldi hafa formlegt samráð við mennta- málaráðuneytið. Karl Steinar Guðn- ason (A-Rn) sagði samtök launþega og atvinnurekenda á vinnumarkaði hefðu lagt á það áherslu að frum- varpið yrði samþykkt óbreytt. Sva- var þótti þessi stefnumörkun í frumvarpinu slæm en lagði áherslu á það, að úr því sem komið væri, að frumvarp til laga um fullorðins- fræðslu hlyti þá einnig samþykki á þessu þingi. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra þakkaði Sva- vari stuðning við það mál. bátum sem stunduðu línu- og hand- færaveiðar. Þessár tillögur hefðu verið dregnar til baka á grundvelli þess skilnings, að hér væri ekki verið að setja lög um það alda- gamla form veiða og þarfaiðju að fiskur veiddur á smærri bátum væri flattur eða saltaður um borð. Hins vegar væri eðlilegt að sjávar- útvegsráðherra gæti sett reglur um meðferð úrgangs og afskurðar um borð í þessum bátum. Þetta væri einnig skilningur sjávarútvegsráðu- neytisins. „Hroki ráðherra“ Þingmenn ræddu í nokkru máli fjölgun frystitogara og áhrif þess að fiskvinnslan færðist út á sjó. Þingmenn Alþýðubandalags vildu sérstaklega að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra greindi frá sínu áliti og úrræðum. Olafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) fagnaði þeim málefnalegu umræðum sem fram hefðu farið en hann varð þó að gagnrýna þá venju að ráðherrar ríkisstjórnarinnar héldu sig í hliðar- sölum á meðan umræður stæðu yfir...Ráðherrar sýndu hroka gagn- vart málum þingmanna. Ræðumað- ur nefndi t.d. umræður um kynn- ingu á íslenskri menningu degi fyrr. STUTTAR ÞINGFRETTIR: Barnalög Síðasta laugardag var samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarp til barnalaga. Með þessari lagasetn- ingu er leitast við að koma til móts við breytt viðhorf í barnalöggjöf. Meðal nýjunga í þessum nýsam- þykktu lögum er að hugtökin skil- getið, óskilgetið eru afnumin. Akvæði um úrlausn í forsjárdeilum eru breytt nokkuð. Eitt helsta ný- mæli í lögunum er ákvæði um að foreldrum verði heimilt að semja um sameiginlega forsjá. Við 3. umræðu á laugardag var breytingartillaga frá Svavari Gests- syni (Ab-Rv) um að fella ákvæði um sameiginlega forsjá á brott felld. Þingmaðurinn taldi að hag- muna barnsins væri ekki nægilega vel gætt við slíka samninga, a.m.k. ekki á meðan fullnægjandi Ijöl- skylduráðgjöf vantaði. Þar að auki væri reynsla erlendis af þessari stefnu mjög slæm. Formaður alls- hetjarnefndar Sólveig Pétursdóttir (S-Rv) var ekki sammála og hún benti einnig á að hér væri einungis um að ræða heimildarákvæði þegar foreldrar væru um þetta sáttir. Samþykktar þingsályktanir Á 138. þingfundi á laugardaginn voru samþykktar tvær þingsálykt- unartillögur sem fulltrúar allra flokka standa að. Ríkisstjórnin skal skipa tvær nefndir til að kanna og gera tillögur um úrbætur við tveim- Stjórnarandstaðan hefði hins vegar sýnt af sér skilning og vel- vilja m.a. með því að samþykkja að koma saman á laugardegi til að greiða fyrir störfum í þinginu. Nú væri til umræðu mál sem hún hefði ákveðið að styðja. En hvað gerðist? Nú væri hrokinn og fyrirlitningin hjá sjávarútvegsráðherra slík að hann nennti ekki að vera i salnum eða verða við þeim óskum að segja nokkur orð í tilefni af þeim spurn- ingum sem til ’hans væri beint. Ólaf- ur Ragnar Grímsson sagði: „Það er alveg nauðsynlegt að hæstvirt ríkisstjórn geri sér gréin fyrir því að þetta gengur ekki svona_ hérna á síðustu dögum þingsins. Ég veit að jafn þingvanur maður og hæst- virtur sjávarútvegsráðherra veit að þegar svo er komið í þinghaldinu eins og nú, þá hefur stjórnarand- staðan það algjörlega í hendi sér hvaða mál eru afgreidd hér og hvaða mál ekki. Algjörlega. Ég veit að ég þarf ekki að útskýra í hverju það felst.“ Ólafur Ragnar sagði stjórnarand- stæðinga vilja að ríkisstjórnin tæki þátt í eðlilegum málefnalegum um- Össur ræðum í þinginu. Ef ríkisstjórnin ætlaði sér að hafa annan hátt þar á þá myndu þeir draga sínar ályktanir varð- andi þingstörfin á þeim dögum sem eftir væru. Ólafi Ragnari þótti mjög leitt að þurfa að segja þetta. Én það væri óhjákvæmilegt, „það eru tak- mörk fyrir því hvað menn geta leyft sér.“ Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra tók undir með Ólafi Ragnari að hér hefðu varið mjög gagnlegar og málefnalegar umræð- ur um sjávarútvegmál. Góðar vísur væru að sjálfsögu aldrei of oft kveðnar. Hefði þeim atriðum og spurningum sem fram hefðu komið á þessum fundi verið flestum svarað áður í umræðunni. Ráðherra reifaði nokkra þætti þessa máls. Þriðju umræða var til lykta leidd á laugardeginum. I gær var frum- varpið svo samþykkt með 48 at- kvæðum gegn 2. Yfirlýsingu ríkisstjórnar framfylgt: Tvö frumvörp um at- vimiuleysistryggingar ur alvarlegum þjóðfélagsmeinum. Fyrri ályktun Alþingis gerir ráð fyrir því að ríkisstjómin skipi nefnd til að kanna tíðni og orsakir sjálfs- víga á íslandi. Nefndin verði skipuð aðilum úr þeim stéttum og hópum þjóðfélagsins er hafa reynslu og þekkingu í þessum og skyldum efn- um. Einnig var samþykkt þingsálykt- un um velferð barna og unglinga. Kveðið er á um að ríkisstjórnin láti gera úttekt og semja skýrslu um orsakir vaxandi erfiðleika og hætt- ur fyrir börn og unglinga. Til að vinna að þessu verkefni skipi ríkis- stjómin nefnd með fulltrúum frá öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi. í SAMRÆMI við yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga hefur heil- brigðis- og tryggingarnefnd lagt fram tvö frumvörp um breyting- ar á lögum um atvinnuleysis- tryggingar. Heilbrigðis- og tryggingarnefnd flytur bæði þessi frumvörp að beiðni Sighvats Björgvinssonar heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra. Gerð er tillaga um breytingar á lögum um greiðslur Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs vegna fiskvinnslufólks. Breytingin felst í því að lengja þann hámarkstíma á hveiju almannaks- ári sem fyrirtæki í fiskvinnslu eiga rétt á greiðslu úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði vegna þess að starfsmönnum er haldið á launaskrá þrátt fyrir tímabundna framleiðslu- stöðvun vegna hráefnisskorts. Lengingin er úr sex vikum í níu vikur. Hið síðara frumvarp varðar breytingar á lögum um atvinnuleys- istryggingar. Gerð er tillaga um að ákvæði til bráðabirgða III hljóði svo: „Á árunum 1992 og 1993 er Atvinnuleysistryggingasjóði heimilt að greiða þeim sem þegið hafa at- vinnuleysisbætur í samtals Ijóra mánuði eða lengur á tólf mánaða tímabili sambærilega uppbót og kjarasamningar aðila vinnumarkað- arins gera ráð fyrir. I reglugerð sem heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra setur að fegnum tillögum stjórnar Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, skal setja nánari reglur um uppbótina. I samkomulagi aðila vinnumark- aðarins er gert ráð fyrir því að þessi frumvörp fái afgreiðslu á vor- þingi. Garður: Iþróttahús og sund- laug byggð á einu ári Garði. ÞESSA dagana er verið að leggja lokahönd á undirbúning að byggingu nýs íþróttahúss og sundlaugar og verður verkið boð- ið út innan fárra daga. Hér er um að ræða hús með keppni- svelli sem verður 44x25 metrar auk áhorfendastæða fyrir 400-500 manns og sundlaug sem verður 20x8 metrar. Að sögn Sigurðar Ingvarsson- ar, formanns byggingarnefndar, hefir bygging íþróttahúss verið í umræðunni frá árinu 1979, en þá þegar var núverandi íþrótta- salur orðinn of lítill. Húsið, sem samþykkt var í hreppsnefnd sl. miðvikudag, hefir hins vegar verið til meðferðar frá því í jan- úar í fyrra, en þá hafði bygging- arnefndin farið víða um land og skoðað íþróttahús. „Þetta verður bylting fyrir byggðarlagið," sagði Sigurður. „Nú er svo kom- ið að fólk er farið að setja það fyrir sig ef aðstöðu sem þessa vantar og Garðurinn er eina byggðarlagið á landinu af þessari stærð sem ekki er með íþróttahús." Samkvæmt áætlunum sem liggja fyrir á byggingu að vera lokið 15. ágúst 1993 ogopnunar- hátíðin 1. september. Engar kostnaðartölur eru gefnar upp en skv. þumalputtareglu er hér um að ræða fjárfestingu upp á um eða yfir 100 milljónir. Bygg- ingin mun rísa vestan við bama- skólann en nú þegar hefir verið reist þar 170 fm bygging sem í verða búningsklefar fyrir sund- Lokið var við byggingu skjólveggja sundlaugar og búningsklefa fyrir nokkrum árum en nýbygging- in samtengist þessum byggingum að norðanverðu.... ....og svona mun vesturhliðin, þar sem aðalinngangurinn verður, Iíta út að ári. ........m 'Y’vV' laugina. Þá hafa verið reistir útveggir umhverfis laugina sem verður útilaug. Nýbygg- ingin kemur norðan við bún- ingsklefa sundlaugarinnar, þar verður bætt við um 250 fermetrum þar sem undir verður kjallari með ýmiskonar aðstöðu. Aðalinngangurinn í húsið verður inn í þessa bygg- ingu að vestanverðu. Nýbyggingarnar verða steyptar. Einangrað verður utanfrá og klætt með járni. Sundlaugin verður hins vegar úr járneiningum 1 klædd með dúk. Samið hefir verið við Spari- sjóðinn í Keflavík um að fjár- magna bygginguna sem verð- ur greidd upp á 15 árum. Húsið er teiknað af Arkitekt- um sf., en burðarþol var í hönd- um Verkfræðistofu Suðurnesja. Unga fólkið í Garðinum mun eflaust fagna þessu framfara- spori öðrum fremur. Þau þurfa í dag að fara með ferðabílum í önnur byggðarlög til að sækja leikfimi og sund og greiðir hreppurinn nokkrar milljónir fyr- ir þessa þjónustu á ári. Arnór.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.