Morgunblaðið - 20.06.1992, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992
Dansað á stultum
9 *
eftir Amunda
Amundason
Sirkusar í útlöndum hafa gjarn-
an á snærum sínum skemmtilega
trúða með rauð nef og dapurleg
augu. Hlutverk þeirra er að sjá til
þess að allir skemmti sér, ekki síst
litlu bömin. Ein þeirra lista, sem
trúðarnir bregða fyrir sig, er að
dansa á stultum. Á stultunum
gnæfa þeir uppúr fjöldanum, og
allir sjá hve sniðugir þeir eru og
leiknir í dansinum. En þetta er erf-
ið kúnst. Hún kostar mikla þjálfun.
Þeir sem ætla að dansa á stultum
verða að eiga nokkuð undir sér —
annars hættir þeim til að falla og
koma harkalega niður.
Fjölmiðlasirkus
í aðdraganda flokksþings okkar
jafnaðarmanna, sem haldið var fyr-
ir skömmu í Kópavogi, var engu
líkara en við hefðum nú loksins
eignast okkar trúða, sem vildu sýna
allri þjóðinni að þeir kynnu líka að
dansa á stultum. Borgarfulltrúi úr
Reykjavík og bæjarstjóri úr
Hafnarfirði tóku saman léttan
fjölmiðlavals, og reyndu að telja
þjóðinni trú um að á flokksþinginu
myndu þau dansa sig inn í hjörtu
flokksins. Við öll tækifæri var gef-
ið til kynna að nýr formaður yrði
kosinn (vitanlega úr Hafnarfírði)
og þó enn um sinn mætti notast
við Jóhönnu garminn til að beija á
Jóni Baldvin þá lá í loftinu að hún
fengi ekki að druslast með sem
varaformaður nema í mesta lagi
til þamæsta flokksþings. Þá myndi
hinn fótnetti borgarfulltrúi úr
Reykjavík dansa sig inn í embætti
varaformanns, Jóhönnu yrði endan-
lega parkerað í portinu hjá Vöku
og hið nýja forystupar bæjarstjór-
ans úr Hafnarfirði og borgarfull-
trúans í Reykjavík leiða okkur jafn-
aðarmenn inní nýja öld.
Þetta var myndin sem dregin var
upp dagana fyrir flokksþingið.
Maður skrúfaði varla frá útvarpinu
án þess að Guðmundur Árni
Stefánsson væri á öldum ljósvakans
að gefa þjóðinni undir fótinn með
að hann ætlaði að fella Jón Bald-
vin Hannibalsson. Og fröken Ólína
notaði hvert tækifæri til að niðra
formanninn, og smyglaði sér meðal
annars inná sinn gamla miðil, sjón-
varpið, til að rangtúlka ályktun sem
stjóm Alþýðuflokksfélags Reykja-
víkur gerði um mál Ragnheiðar
Davíðsdóttur og Menntamálaráð. í
þeirri ályktun var hvergi vikið að
formanni Alþýðuflokksins, en borg-
arfulltrúinn sneri þannig útúr veru-
leikandum að í viðtalinu var ekki
annað að skilja en ályktunin væri
hreint vantraust á formann flokks-
ins. Gæfuleg vinnubrögð, eða hvað?
Með kveðju til Agnesar
Þessi sviðsetti fjölmiðlasirkus
sannfærði marga um að Guðmund-
ur Árni ætti — með fulltingi borgar-
fulltrúans — einhveija möguleika á
að fella sitjandi formann. Agnes
Bragadóttir, hinn glöggi blaðamað-
ur Morgunblaðsins, sá hins vegar
í gegnum sjónarspilið. í meinlegri
grein í Mogganum kvaðst hún
hlakka til flokksþingsins, því þar
kæmi loksins fram að hinn metnað-
arfulli bæjarstjóri úr Hafnarfirði
ætti minna en hverfandi fylgi hjá
krötum!
Auðvitað gekk þetta eftir. Agnes
las stöðuna hárrétt. Staðreyndin
var sú með fullri vinsemd og virð-
ingu, að öfugt við alvörutrúðana
kunm parið ekki að dansa á stult-
um. Á flokksþinginu lauk sirkusn-
um, dansinn endaði með brauki og
bramli, þingfulltrúar neituðu að
spila undir, stultuliðið féll til jarðar
og lemstraði sig pólitískt til lífstíð-
ar.
Ólína Þorvarðardóttir, sem búin
var að gefa til kynna að hún væri
arftaki Jóhönnu Sigurðardóttur,
féll eins og múrsteinn í kostningu
til flokksstjómar. Þrátt fyrir að
hafa hangið í pilsfaldi varafor-
mannsins út allt þingið og stillt sér
upp eins og sýningardama við hlið
hennar þá kom í ljós að það nægði
ekki til að afla stuðnings. Hún rétt
slefaði því að verða fimmtándi
varamaður.
Þetta álit er því miður ekki bund-
ið við Alþýðuflokkinn einan. fyrir
skömmu birti Pressan skoðana-
könnun frá Skáís um fylgi þeirra
sem eiga aðild að borgarstjórn
Reykjavíkur. Dómur kjósenda yfir
þeirri hreyfingu sem Ólína Þorvarð-
ardóttir er fulltrúi fyrir var athygl-
isverður. Hún bókstflega mældist
ekki hjá kjósendum í Reykjavík. Á
tveimur árum hefur því borgarfull-
trúanum tekist að rýja sig fylgi
jafnt innan sem utan Álþýðuflokks-
ins. Það er í sjálfu sér kraftaverk
á svo stuttum tíma.
Það verður líka að segjast eins
og er, að Guðmundur Árni hlýtur
að naga sig í handarbökin að loknu
flokksþingi. Hann hafði prýðilega
stöðu í upphafi vetrar. Nú stendur
það hins vegar eftir, að hann er
fyrst og fremst maður yfirlýsing-
anna.
Dæmi 1: Hann krafðist flokks-
stjórnarfundar í upphafi vetrar, og
lýsti yfir að hann ætlaði að setja
tjóður á ráðherrana. Niðurstaðan:
Hann var rekinn til baka með til-
lögu sína og Ólínu á þeim fundi.
Jón Baldvin kórónaði síðan fleng-
inguna með því að taka hana eins
og tóbak í nefið í snjallri ræðu.
Dæmi 2: Fyrir tvo aðra flokks-
stjórnarfundi var bæjarstjórinn
með yfirlýsingar í fjölmiðlum, sem
vörðuðu stjórnarstefnuna. Þær var
heldur ekki hægt að skilja öðruvísi
en harða gagnrýni á formann Al-
þýðuflokksins. Niðurstaðan: Eftir
yfirlýsingarnar mætti bæjarstjór-
inn á hvorugan fundinn.
Dæmi 3: Bæjarstjórinn var á
móti stjórn með Sjálfstæðisflokkn-
um og sendi sérstakt skeyti með
þeim boðum inná fyrri flokksstjórn-
arfundinn, sem haldinn var um
stjómarmyndunina. Aftur og aftur
var ekki hægt að skilja yfírlýsingar
hans í vetur öðruvísi en gagnrýni
á stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Ámundi Ámundason
„Þannig lauk nú stultu-
dansi hinnar heilögu
þrenningar sem hélt að
fjölmiðlasirkus gæti
breytt heiminum. Jó-
hanna bundin, Guð-
mundur grunaður um
að vera einnota og
Ólína, ja, hún er eins
og blöðrurnar frá 17.
júní, horfin í himin-
blámann.“
Stöðugar tilvísanir um yfirvofandi
framboð gegn Jóni Baldvin voru
rökstuddar með andstöðu við við
stjórnarstefnuna. Niðurstaða: í
ræðu á aukaþingi Sambands ungra
jafnaðarmanna kom það eins og
skrattinn úr sauðarleggnum þegar
bæjarstjórinn í Hafnarfirði lýsti því
skorinort yfir að hann vildi áfram-
haldandi samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn! Þá hættu nú sumir að
skilja.
Dæmi 4: Hann gaf til kynna
aftur og aftur í allan vetur að hann
myndi gefa kost á sér til for-
manns. í viðtali við Pressuna
skömmu fyrir flokksþingið var ekki
hægt að skilja hann öðru vísi en
svo að hann gæfí yfirlýsingu um
framboð sitt í ræðu á aukaþingi
SUJ. Niðurstaða: Hann brast kjark.
Hann stóð ekki við stóru orðin.
Eftir að hafa byggt upp væntingar
hjá fjölmiðlum hrundi spilaborgin,
þegar hann lýsti loks yfir að hann
myndi ekki bjóða sig fram til for-
manns.
Það verður því erfitt fyrir hann
að vinna upp traust á nýjan leik.
Næst þegar hann fer að lýsa yfir
framboðum í trúnaðarstöður innan
Alþýðuflokksins er hætt við að
menn hristi bara höfuðið og segi
sem svo: „Nú já, er honum aftur
orðið mál, blessuðum." Staðreyndin
er sú með fullri vinsemd og virð-
ingu að ætli Guðmundur Árni sér
eitthvað í pólitík í framtíðinni verð-
ur hann fyrst að þvo af sér gaspr-
araorðið. Eftir reynsluna af þessum
vetri ætti hann að finna sér aðra
þvottakonu en 15. varamann í
flokksstjóm Alþýðuflokksins.
Tveir kostir
Því miður hefur upphlaupsliðið á
stultunum líka skemmt verulega
fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, sem
hingað til hefur verið mjög þokka-
legur varaformaður Alþýðuflokks-
ins. Fyrir þeirra tilstuðlan kemur
hún út af flokksþinginu sem sá sem
mestu tapaði. Staða hennar nú er
mjög erfið. Mörður Árnason, prýði-
lega greindur piltur með snyrtilega
framkomu, gerði framtíð Jóhönnu
að umtalsefni í síðustu Pressu.
Mörður, sem hefur slagkraft jafnt
innan sem utan ritvallar eins og
mér er ljúft að votta, orðaði það
svo, að gagnvart ríkisstjórninni
hefði Jóhanna nú einungis tvo
kosti. „Farðu eða þegiðu.“
Þannig lauk nú stultudansi hinn-
ar heilögu þrenningar sem hélt að
fjölmiðlasirkus gæti breytt heimin-
um. Jóhanna bundin, Guðmundur
grunaður um að vera einnota og
Olína, ja, hún er eins og blöðrurnar
frá 17. júní, horfin í himinblámann.
Þannig sannast það sem djákn-
inn sagði við prestinn, að lífíð er
ekki eintómur dans á stultum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Alþýðublaðsins.
NORRÆNT GIGTARAR 1992
r
■■
■
i
e
BEINÞ YNNIN G
eftírKára
Sigurbergsson
Beinþynning er gigtarsjúkdómur
sem hefur valdið vaxandi heilsutjóni
á Vesturlöndum á síðustu áratug-
um. Sjúkdómurinn gerir einkum
vart við sig eftir miðjan aldur en
þó sérstaklega hjá rosknu fólki.
Tíðni hans er m.a. meiri nú á dögum
vegna þess að ævilengd hefur auk-
ist um tvo til þrjá áratugi frá síð-
ustu aldamótum.
Þróun beinmassans
Bein í lifandi líkama breytist sí-
fellt, í því fer fram stöðugt niður-
brot en jafnframt uppbygging og
er þessu stjómað af flóknu stýri-
kerfí hormóna, vítamína og annarra
efna. Samsetning beins er flókin, í
því eru bæði lífræn og ólífræn efni,
að meginhluta svonefnt kollagen,
ólífrænu efnin að mestu kalksölt. I
beinþynningu tapast bæði kalk og
eggjahvítuefni. Ef allt er með felldu
eykst beinmassi hjá körlum og kon-
um fram til þrítugsaldurs, en karlar
hafa þó ætíð hlutfallslega meiri
beinmassa en konur. Milli þrítugs
og fertugs stendur hann að mestu
í stað en eftir fertugsaldur fer
beinmassi minnkandi hjá báðum
kynjum.
Ef við bijótum bein til mergjar
má greina beinskel eða beinbörk,
frauðbein og merghol. Sterk bein-
skelin er áberandi í lærleggjum og
frauðbein í hryggjarliðum.
Hverjir fá
beinþynningu
og hvers
vegna?
Beinþynning
er þrisvar til fjór-
um sinnum al-
gengari meðal
kvenna en karla.
Flestir telja að
a.m.k. þriðja hver
kona fá einhveiju
sinni um ævina einkenni vegna
beinþynningar. Sjúklingum með
beinþynningu má skipta í tvo
meginflokka: í fyrri flokknum eru
konur frá fímmtugsaldri (eftir tíða-
hvörf) til sjötugs og er þá einkum
um tap á beinmassa í frauðbeini
að ræða. í síðari flokknum eru
bæði karlar og konur, sjötíu ára og
eldri, og verður þá gisnun bæði í
frauðbeini og beinskel. Beinþynning
er þó þekkt á öllum aldri. Beintap
getur orðið mjög mikið hjá konum
á fyrstu árunum eftir tíðahvörf.
Massi frauðbeins getur minnkað um
4-8% á ári fyrstu 58 árin eftir tíða-
hvörf og álíta sumir vísindamenn
að 5-10% kvenna verði fyrir þessu.
Þær konur sem eiga einkum á
hættu að fá beinþynningu eru smá-
beinóttar og grannvaxnar; einnig
er beinnþynning ættgeng. Þá auka
eftirfarandi þættir h'kur á beinþynn-
ingu: Kalk- og D-vítamínskortur,
vannæring, reykingar, ofneysla
áfengis, óhófleg kaffídrykkja og
hreyfíngarleysi. Ýmsir sjúkdómar,
t.d. aðrir gigtarsjúkdómar, geta
valdið beinþynningu svo og lyf, t.d.
svonefndir barksterar.
Einkenni
Beinþynning veldur því að beinin
verða stökk og því samfara eru oft
verkir. Hún getur leitt til þess að
hryggjarliðir falla saman og önnur
bein brotna og þá helst geislabein,
lærleggur, rifbein og upphand-
leggsbein. Samfall á mörgum
hryggjarliðum veldur aflögun á
hryggsúlunni og sá sem fýrir þessu
verður getur orðið áberandi álútur.
Er hægt að koma í veg
fyrir beinþynningu?
Þrátt fyrir líffræðilega og erfða-
fræðilega ástæðu beinþynningar er
ljóst að hægt er að draga úr líkum
á því að fólk fái hana þar sem vitað
er að skortur á kalki og D-vítamíni
og margvísleg óhollusta og hreyf-
ingarleysi valda einnig sjúkdómn-
um. Helstu efni og lyf sem ýmist
stuðla að nýmyndun beins eða
hindra niðurbrot þess eru kalk,
D-vítamín og kvenhormónar.
Samkvæmt könnun Manneldis-
ráðs íslands fær u.þ.b. fjórðungur
kvenna á öllum aldri töluvert innan
við ráðlagðan dagskammt af kalki.
Um helmingur þessa hóps eru ung-
ar stúlkur og eldri konur. í könnun
Manneldisráðs kom einnig fram að
um 10% þátttakenda fengu of lítið
af D-vítamíni og eru hlutfallslega
fleiri konur en karlar í þeim hópi.
Það er unnt að draga úr líkunum
á því að fólk fái beinþynningu ef
þess er gætt að neyta nægilegs
Kári Sigurbergsson
„Það er unnt að draga
úr líkunum á því að fólk
fái beinþynningu ef
þess er gætt að neyta
nægilegs kalks og lýsis
á öllum æviskeiðum.
Með því að drekka 3-4
glös af mjólk á dag og
borða reglulega aðrar
mjólkurvörur er hægt
að fullnægja nauðsyn-
legri kalkþörf og nægi-
legt D-vítamín fæst
með því að taka eina
teskeið af lýsi daglega.“
kalks og lýsis á öllum æviskeiðum.
Með því að drekka 3-4 glös af
mjólk á dag og borða reglulega
aðrar mjólkurvörur er hægt að full-
nægja nauðsynlegri kalkþörf. Þeir
sem hafa hátt kólesteról eða háa
blóðfitu og þeir sem eiga á hættu
að fítna ættu að drekka léttmjólk
eða undanrennu, sem eru jafngóðir
kalkgjafar og nýmjólk, og borða
ósykrað skyr. Sé tekin ein teskeið
af lýsi daglega er unnt að full-
nægja D-vítamínþörfinni.
Hreyfing er einnig nauðsynleg j ■
til þess að byggja upp nægan
beinmassa og halda honum við.
Flestir telja að klukkustundar
gönguferð fjórum sinnum í viku sé
nægjanlegt. Þá ættu allar konur,
um eða eftir tíðahvörf, sérstaklega ■
ef það er ættarsaga um beinþynn-
ingu, að hugleiða hormónameðferð
og ræða um það við lækninn sinn.
Framtíðarhorfur rannsóknir
Venjulegar röntgenmyndir sýna
yfirleitt ekki beinþynningu fyrr en
um þriðjungur beinmassans hefur
tapast. Á Borgarspítalanum í
Reykjavík fara nú fram merkar
rannsóknir þar sem gerðar eru bein-
þéttimælingar í tölvusneiðmynda-
tæki. Aðferðin er mjög nákvæm en
notuð eingöngu til rannsókna. Ýms-
ar þvag- og blóðrannsóknir geta
einnig komið að liði við athugun á
beinþynningu.
Góðar líkur eru á því að innan
fárra ára megi mæla beinmassann
þannig að unnt verði að sjá fyrir g
um beinþynningu og þar með með- w
höndla hana í tæka tíð og koma í
veg fyrir hana. b
Höfundur er sérfræðingur í
lyflækningum og gigtsjúkdómum
og starfar & Reykjalundi.