Morgunblaðið - 20.06.1992, Síða 20

Morgunblaðið - 20.06.1992, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 Sarajevo: Ný átök gætu tafið opnun flugvallarins Belgrad, London. Reuter. ÁTTATÍU friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa komið sér fyrir á flugvellinum í Sarajevo í Bosníu-Herzegovínu og er vonast til, að fiutningur vista og hjálpargagna til borgarinnar geti hafist bráðlega. Hins vegar brutust gífurlega harðir bardagar út í borginni í gær, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) tilkynntu að yfirmenn serbnesku sveitanna á flugvellin- um hefðu samþykkt að hverfa með sveitirnar frá flugvellinum í dag. Var óttast í gærkvöldi að átökin yrðu til að tefja umsamda brottför serbnesku sveitanna frá flugvellinum. Reuter Franskir bændur stöðva umferð Hundruð franskra bænda stöðvuðu í gær umferð við frönsku hafnarborgina Calais til þess að mót- mæla landbúnaðarstefnu Evrópubandalagsins (EB). Talsmenn bændanna sögðu að þeir myndu trufla umferð til og frá París á mánudagskvöld til að mótmæla niðurskurði á framlögum EB til landbúnaðar. Talsmaður friðargæsluliðsins sagði í gær, að yfirmenn serbnesku liðssveitanna, sem hafa haft flug- völlinn á valdi sínu, hefðu fallist á að þagga niður í stórskotaliðinu í næsta nágrenni við hann til að greiða fyrir hjálparfluginu. Vopnahléið, sem hófst sl. mánudag, fór hins veg- ar fljótlega út um þúfur en mikið dró úr átökunum á fimmtudag. í gær brutust hins vegar út einhveijir hörðustu bardagar í Sarajevo til Útgjöld til her- mála minnka Stokkhólmi. Reuter. FRAMLÖG til hermála í heimin- um minnkuðu í fyrra þriðja árið í röð, að sögn Friðarrannsóknar- stofnunarinnar í Stokkhólmi (SIPRI). Ekki væri þó að búast við miklum „friðargróða", sem hægt yrði að nota til þarfa fá- tækra þjóða, í bráð. Talsmaður stofnunarinnar sagði að mörg þeirra ríkja sem minnkað hefðu herútgjöld, þar á meðal Bandaríkin, þyrftu að grynnka á skuldum sínum áður en hægt yrði að nota féð til annarra þarfa. SIPRI gaf ekki út nákvæmar tölur um útj- öld til hermála, meðal annars vegna óvissu um útgjöld Kína og fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna. Árið 1991 taldi stofnunin að heimurinn hefði eytt 950 milljörðum dollara til hem- aðarþarfa. SIPRI telur að þróunar- ríkin, Austur-Evrópa og fyrrum lýð- veldi Sovétríkjanna þurfí að minnsta kosti um 165 milljarða dollara á ári fram til ársins 2000 til að leysa brýn- ustu þjóðfélags- og umhverfísvanda- mál sín. þessa. Carrington lávarður, sem reynt hefur að miðla málum í deilum þjóð- anna í Júgóslavíu fyrrverandi fyrir hönd Evrópubandalagsins (EB), bauð í fyrradag Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, Franjo Tudjman, for- seta Króatíu, og Alija Izetbegovic, forseta Bosníu, til fundar í Strass- borg næstkomandi fímmtudag. Leið- togarnir höfðu ekki svarað boðinu í gær. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, Margaret Tutwiler, sakaði í gær Serbíustjóm og banda- menn hennar í Bosníu um að bera ábyrgð á vopnahlésbrotunum í Sarajevo og sagði, að enginn léti blekkjast af tvöfeldni stjórnarinnar í Belgrad. Kalda stríðið og umræðan um bandaríska stríðsfanga í Sovétríkjunum: Grönduðu Sovétmenn allt að 40 bandarískum flugvélum? Washington, Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter. UMMÆLI Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, um bandaríska stríðs- fanga í Sovétríkjunum fyrrverandi hafa meðal annars orðið til að upplýsa, að allt að 40 bandarískar njósnaflugvélar með um 150 manns innanborðs voru skotnar niður yfir eða nærri Sovétríkjunum á dögum kalda stríðsins. Er það haft eftir bandarískum embættis- mönnum en fram að þessu hafa bandarísk stjórnvöld aðeins viður- kennt, að ein flugvél hafi verið skotin niður. í bréfí Jeltsíns til bandarískrar þingnefndar segir, að níu banda- rískar njósnavélar hafí verið skotn- ar niður yfír Sovétríkjunum á sjötta áratugnum og 12 flugmenn, sem komust af, hafi verið fangelsaðir. Suður-Afríka: Tugir drepnir í ættbálkaerjum Afríska þjóðarráðið segir að sljórnvöld beri ábyrgðina Boipatong, Jóhannesarborg. Reuter. The FJÖLDAMORÐ voru framin í Boipatong, fátækrahverfi svert- ingja suður af Jóhannesarborg, í Suður-Afríku aðfaranótt fimmtudags. Um 200 blökku- menn, vopnaðir byssum, hnífum og spjótum, réðust inn í hverfið, drápu að minnsta kosti 39 íbúa þess og særðu fjölmarga. íbúar hverfisins og forystumenn Afríska þjóðarráðsins segja að meira en fímmtíu manns hafí verið drepin í árásinni og ódæðismennim- ir séu farandverkamenn sem búi í búðum skammt frá staðnum þar sem blóðbaðið átti sér stað. Ibúar búðanna eru af ættbálki zulumanna og stuðningsmenn Inkatha frelsis- hreyfingarinnar. Þeir, sem urðu fyrir árásunum, fylgja hins vegar allir Afrísku þjóðarráðinu að mál- um._ „Eg faldi mig inni í skápi undir fötum og teppum á meðan ég heyrði að bróðir minn var stunginn til bana. Ég gleymi aldrei öskrunum í honum," sagði kona sem faldi sig fyrir árásarmönnunum þegar þeir réðust inn í hús fjölskyldu hennar. Afríska þjóðarráðið hefur sakað stjómvöld um að bera ábyrgð á morðunum og segir að sést hafi til einkennisklæddra hvítra manna hleypa árásarmönnunum úr lög- reglubílum skammt frá fátækra- hverfínu. Lögreglan hefur hins veg- Daily Telegraph. Kona, sem slapp lífs af úr árásinni á Boipatong fátækrahverfið, sýnir fréttamönnum stungusár. ar harðneitað aðild að fjöldamorð- unum. Afríska þjóðarráðið hefur hótað að hætta viðræðum við stjórnvöld um framtíð landsins þar sem stjómvöld séu ábyrg fyrir fjöld- amorðunum en F.W. de Klerk for- seti hefur vísað þessum ásökunum á bug og sagt að allt verði gert til þess að fínna morðingjana og sækja þá til saka. Enginn hafði verið handtekinn vegna ódæðisverkanna síðdegis í gær. Fjöldamorðin komu í kjölfar yfir- lýsingar Afríska þjóðarráðsins á þriðjudag um að það myndi hefja nýja sókn í baráttu sinni gegn stjórnvöldum en ráðið og Inkatha- hreyfíngin heyja harða baráttu um forystuhlutverkið meðal svertingja í landinu. Hann nefndi hins vegar ekki þær flugvélar, sem hurfu nærri Sovét- ríkjunum, allt frá Norður-íshafí til Japanshafs, en í væntanlegri bók um njósnir á tíma kalda stríðsins er því haldið fram, að Sovétmenn hafi skotið niður um 40 flugvélar með um 150 manns innanborðs. Að sögn bandarískra embættis- manna getur þetta látið nærri en verið er taka saman greinargerð um þessi mál og verður hún gerð opinber fljótlega. Eins og fyrr segir hefur Banda- ríkjastjórn aðeins viðurkennt opin- berlega, að ein flugvél hafí verið skotin niður en það var árið 1960 þegar Sovétmenn grönduðu U2- njósnavél og náðu flugmanninum, Francis Gary Powers, lifandi. Sér- fræðingar segja hins vegar, að frá 1945 til 1969 hafi Bandaríkjamenn farið í hundruð njósnaferða yfír Sovétríkin og mörg þúsund ferðir rétt utan þeirra. Það var svo aftur venjan að kenna vélarbilun eða vondu veðri um þegar flugvéla var saknað. Ekki hefur farið miklum sögum af bandarískum föngum í sovéskum fangelsum eða þrælkunarbúðum en þó er til orðrómur um, að flugmað- urinn David Markin, sem saknað hefur verið síðan í Kóreustríðinu, hafí verið í haldi í Petsjora, mikilli fangabúðanýlendu frá því á dögum Stalíns. Er hún um 1.000 mílur norðaustur af Moskvu. Fyrir nokkr- um dögum fóru þangað nokkrir menn frá bandaríska utanríkisráðu- neytinu og fímm rússneskir emb- ættismenn en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir eiga þó enn eftir að kanna ógrynni skjala og upplýs- ingar um þá fanga, sem þarna voru í haldi. Rússneskir embættismenn ýmsir vara við vonum um, að einhveijir Bandaríkjamenn, sem handteknir hafí verið á dögum kalda stríðsins, séu enn á lífí. Segja þeir, að hefðu þeir verið í fangelsum eða annars staðar allt fram á síðasta áratug hefðu fréttir af því borist fyrir löngu. Bandarískir sérfræðingar, sem í þijú ár hafa verið að kanna áfdrif þeirra hermanna, sem týnd- ust í Víetnam, segjast heldur ekki hafa fundið neitt um, að einhveijir hafí verið fluttir til Sovétríkjanna þótt þeir segist ekki geta útilokað það. Ummæli Jeltsíns hafa hins vegar komið sér illa fyrir stjórnvöld í Víetnam, sem óttast, að enn verði bið á, að samband þeirra við stjórn- völd í Bandaríkjunum komist í eðli- legj. horf. Gautaborg: Boltabullur með ólæti Gautaborg. Rcutcr. STUÐNINGSMENN þýska knattspyrnulandsliðsins undu því illa er liðið beið mikinn ósigur fyrir landsliði Hollands í Gautaborg í fyrrakvöld og létu skaps- muni sína bitna á verslunar- gluggum, stuðningsmönn- um hollenska liðsins og sænskum lögregluþjónum. Þýsku knattspyrnubullurn- ar brutu rúður í verslunum í miðborg Gautaborgar og unnu önnur skemmdarverk eftir leik Þýskalands og Hollands í Evr- ópukeppninni í knattspyrnu. Leituðu þeir uppi knæpur semí stuðningsmenn hollenska liðs- ins skemmtu sér á og reyndu að egna þá til slagsmála. Á endanum voru 28 þýskar knattspymubullur handteknar og verða 12 þeirra rekriar úr landi. Tíu bullur og tveir Iög- regluþjónar. slösuðust. Linntu sumar bullurnar ekki látum fyrr en undir morgun i gær. „Þetta er slæm auglýsing fyrir knattspyrnuna," sagði Christ- er Pettersson, talsmaður fram- kvæmdanefndar mótsins. Þar til þýsku boltabullurnar fóru á kreik höfðu ólæti verið að mestu einskorðuð við enskar knattspymubullur. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.