Morgunblaðið - 20.06.1992, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.06.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 29 Pétur var megnugur. í þessum ferð- um hnýtti hann þau bönd við þar- lenda viðskiptajöfra, suma hveija stóra á heimsmarkaði, sem áttu eftir að standa til dagsins í dag. í samningum öllum stóð hann þess- um mönnum, þá aðeins rúmlega þrítugur, fyllilega á sporði og svo mikils mátu þeir þennan unga mann, að áratugum seinna þurfti ekki annað en nefna nafn hans, þá var málum borgið. Þeir treystu orð- um hans betur en bankaábyrgðum og skriflegum samningum. Og enn verða kaflaskipti í sam- skiptum okkar frændanna, er ég réðst til starfa í fyrirtæki hans fyr- ir rúmum tveimur áratugum. Öll þessi ár hef ég fylgzt grannt með störfum hans, fylgzt með ósér- plægni hans og vinnusemi, reglu- semi hans og útsjónarsemi, heiðar- leika hans og hreinskiptni og nær ódrepandi baráttuvilja. Ekkert megnaði að buga hann, en erfið lausafjárstaða á köflum lagðist þungt á hann. Skipti þá engu, þó skuldir viðskiptamanna væru oft á tíðum töluvert hærri en hans eigin. Einkum átti þetta við síðasta ára- tuginn, eftir að hann kenndi sér þess meins, sem leiddi til dauða hans. Hann sætti sig illa við dvín- andi þrek og ætlaði sér allt um of. Jón Pétur var maður vörpulegur á velli, þrekmenni hið mesta, bar sig einstaklega vel, sviphreinn og höfðinglegur í fasi. Hann gat verið manna þægilegastur, ræðinn og skemmtilegur, en skap- og geðrík- ur, sem hann tamdi þó eftir beztu getu. Hann var bráðgreindur, las mikið og vissi deili á mönnum og málefnum. Fyrirtækjum sínum stjórnaði hann af hófsemi, bar bæk- ur sínar saman við beztu fagmenn sína, fylgdist daglega vel með öllu, og tók sjálfur allar ákvarðanir, sem máli skiptu. Alla gervistjóm- mennsku, eins og stöðug fundar- höld, oftast bara fundarhaldanna vegna, lét hann lönd og leið. Hann ólst upp í þjóðfélagi, þar sem sá, er ætlaði sér að stjórna, varð sjálf- ur að kunna allt til verka. Að stjórna og starfa var eitt og það sama. Það var áður en aragrúi sérfræðinga fór að sækja í stjórnunarstörf, sem hafði lesið sér til um þau í bókum, leyst með sóma flókin verkefni í skóla, samin af mönnum, sem aldr- ei höfðu nærri rekstri fyrirtækja komið. í dag er allt þetta sérfræð- ingalið og allt þetta kraðak af nefndum og ráðum að kosta ís- lenzkt þjóðfélag, vegna smæðar og sérstöðu, meira en öll verðbólga lið- inna ára og meira en allt aflaleysi í dag. Svo einfalt er dæmið, þar sem vinnandi höndum fer mikið fækk- andi, þrátt fyrir töluverða fólks- fjölgun. A unga aldri starfaði Jón Pétur mikið innan KFUM og var einlægur trúmaður alla ævi. Naut kirkjan og kristileg starfsemi þess ósjaldan í skiptum við fyrirtæki hans svo og við hann sjálfan. Margir starfsmenn Jóns Péturs hafa unnið um áratuga skeið hjá fyrirtækjum hans. Fyrir hönd þeirra sem og hinna, sem í dag tengjast þeim fyrirtækjum, sem hann stofn- aði til, er hann nú kvaddur með hlýhug og virðingu. Hann reyndist þeim eins og bezt gerist meðal at- vinnurekenda. Hann gladdist, er þeim og fjölskyldum þeirra vegnaði vel. Við systkinin af Grettisgötunni kveðjum kæran frænda full söknuð- ar. Móður okkar reyndist hann, sem og systkini hans öll, með fádæmum vel. Föður okkar og honum varð vel til vina, þrátt fyrir töluverðan aldursmun. Mér sjálfum sýndi hann einstaka vináttu allt frá bamæsku. Svo bóngóður var hann, að maður varð að varast að biðja hann nokk- urs. Öll þau ár, sem við þekktumst, féll aldrei styggðaryrði okkar á milli. Eiginkonu hans, Gróu, börnum og mökum þeirra hjóna, svo og öðrum nákomnum, samhryggjumst við hjónin innilega og óskum þeim alls velfarnaðar. Vammlaus maður er að velli hniginn. Blessuð sé minning frænda míns og vinar, Jóns Péturs Jónssonar. Jón P. Ragnarsson. JMeááur r a morgun ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju á sunnudag kl. 11. Sóknarprest- ur. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Dómkórinn syngur. Organ- isti Marteinn H. Friðriksson. VIÐEYJARKIRKJA: Laugardag: Messa kl. 14 í tengslum við Jóns- messuhátíð Viðeyingafélagsins. Viðeyingar aðstoða. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þórir Stephen- sen. ELLIHEIMLIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Fjalar Sigur- jónsson. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11 í tilefni Nor- ræna kirkjutónlistarmótsins. Alt- arisganga. Herra Ólafur Skúla- son biskup prédikar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson þjónar fyrir alt- ari. Fermd verður Viktoría Sig- tryggsdóttir, Lækjarási 6, Reykjavík. Barnástund á sama tíma. Þriðjudag: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Ólöf Olafs- dóttir. Kór Langholtskirkju (hóp- ur II) syngur. Organisti Jón Stef- ánsson. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjarts- son. Heitt á könnunni eftir guðs- þjónustu. Barnagæsla. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjóri Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ól- afsson. Miðvikudag: Bænastund kl. 18.30. Guðmundur Óskar Ól- afsson. Lúk. 16.: Ríki maðurinn og Lasarus. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Sr. Ingólfur Guðmundsson annast guðsþjón- ustuna. Organleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Sameig- inleg guðsþjónusta Breiðholts- safnaðar og Hjallasafnaðar í Breiðholtskirkju kl. 11. Sr. Krist- ján Einar Þorvarðarson prédikar. Organisti Violeta Smid. Sr. Gísli Jónasson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30. Ath. breyttan messutíma. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Prestarnir. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 11 í félagsmið- stöðinni Fjörgyn. Organisti Ólaf- ur Finnsson. Vigfús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL: Sameig- inleg guðsþjónusta Hjallasafnað- ar og Breiðholtssafnaðar í Breið- holtskirkju kl. 11. Sr. Kristján Ein- ar Þorvarðarson messar. Organ- isti Violeta Smid. Sóknarprestur. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Sönghópurinn „Áttavilltir", fv. nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti, syngur. Molasopi eftir guðsþjónustuna. Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN RVÍK: Guðsþjón- usta kl. 14. Miðvikudag 24. júní kl. 17.30 morgunandakt. Orgel- leikari Pavel Smid. Cecil Haralds- son. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila- delfía: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Randy Williamson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- koma á Lækjartorgi kl. 16. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20. Kafteinn Elsabet Danielsdóttir frá Akur- eyri talar. VEGURINN. Kristið samfélag: Almenn samkoma kl. 16.30 og 20.30. Miðvikudag kl. 18 biblíul- setur sr. Halldór S. Gröndal. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son messar. Organisti Ulrik Óla- son. Kór Víðistaðasóknar syngur. Sr. Sigurður Helgi Guðmunds- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunsöngur kl. 11. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Einar Eyjólfs- son. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfund- ur eftir messu. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA: Messa kl. 14 í tengslum við Oddahátíð á vegum Oddafélagsins. Kór kirkjunnar leiðir söng. Einsöng syngur Mar- grét Ponzi. Organisti Örn Falkn- er. Við lok messunnar minnist Árni Böðvarsson sr. Erlendar Þórðarsonar í tilefni af aldaraf- mæli hans, 12. júní. Sóknarprest- ur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa kl. 17 með þátttöku sumarbúða- fólks frá Sólheimum. Organisti Örn Falkner. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. Þórður Péturs son - Minning Fæddur 23. janúar 1913 Dáinn 15. júní 1992 Hann er fallinn frá, þessi bless- aði frændi minn — fallinn fyrir sjúkdómi, sem læknavísindin hafa ennþá svo takmarkaða vöm gegn. Hann var búinn að beijast lengi af hugprýði — en mest og harðast síðasta árið. Ég var búinn að þekkja Dúdda, eins og hann var almennt kallað- ur, frá því ég fyrst man eftir mér. Lítill drengur staddur vestur á Súgandafirði, í sveit. í lífsins fegursta umhverfi. Þar átti ég ömmu, Jóu og Gústa, stóran hóp frændfólks og vina — og svo auð- vitað Dúdda. En ég átti hann ekki einn — það var ekki hægt. Allir vildu eigna sér Dúdda. Fremur lágur, þrekinn, hægur, traustur, staðfastur, hlýr, raun- góður, drenglundaður. Ávallt tilbúinn að hlusta. Ávallt tilbúinn að greiða úr. Annarra vandi sem á borð hans barst, varð að hans vanda að finna úrlausn á, til að létta undir með öðrum. Ég naut þess, eins og ótaldir aðr- ir. Hann var óvenjulega hlýr mað- ur og nærgætinn og þá ekki síst gagnvart börnum. Þau eins og aðrir áttu athvarf hjá honum. Dúddi ólst upp í stórum systkinahópi hjá foreldrum sínum á Laugum í Súgandafirði, við þau kjör sem flestum alþýðumönnum voru búin fyrri hluta þessarar ald- ar. Þar vann hvert barn og ungl- ingur sínum foreldrum og lagði það til heimilisins sem aldur og geta leyfðu. Dúddi var þar ekki eftirbátur. Foreldrarnir, Pétur Sveinbjörnsson og Kristjana Frið- bertsdóttir, héldu traustum og leiðandi höndum um velferð heim- ilisins, en börnin 12 á ýmsum aldri fylgdu í kjölfarið og nutu leiðsagn- ar þeirra til góðra verka, sem ein- kenndi systkinahópinn stóra alla tíð. Við Dúddi áttum í gegnum margra ára vináttu margt spjallið saman. Þar kom eitt sinn rabbi okkar, að Dúddi sagði mér að í raun hefði hugur hans sem ungs manns staðið til búskapar í sveit. Það varð þó ekki hlutskipti hans, þó aldrei rofnuðu tengsl hans við sveitina. Bræður hans tveir urðu bændur — Friðbert í Botni og Páll á Laugum. Dúddi stefndi hins vegar til hafs og það varð hans ævistarf að annast vélar og róa til fískjar á Vestfjarðamið. Dúddi kvæntist ekki, en um margra ára skeið voru á heimili hans á Suðureyri móðir hans, Kristjana, og Guðmundína, elsta systir hans, sem um árabil hefur legið mikið veik á sjúkrahúsi á ísafirði. Var það einstök samúð sómafólks og þar var löngum mið- stöð þeirra er sóttu fjörðinn heim af vinum og vandamönnum. Nú stendur húsið hans, sem hann hirti og hugsaði alla tíð svo vel um, autt og tómt. En ytri sem innri umgjörð þess bera brottfömum íbúum þess fagurt vitni. Eins og mannfólkinu öllu, var Dúddi ákaflega trúr landi og þjóð og þá ekki síst heimabyggð sinni, Suðureyri. Þar vildi hann rétta hjálparhönd eftir mætti, er harðn- aði á dalnum um sinn. Hann var alltaf mikill verkalýðssinni, al- þýðuflokksmaður alla tíð. En hann ruddist ekki fram með offorsi þar frekar en annars staðar. Um eigin- hagsmuni var ekki að ræða í huga hans, hann var hæglætismaður í baráttunni fyrir heill heildarinnar. Ég var eitthvert sinn á áttunda áratugnum, nýfluttur til Suður- eyrar í rúminu vegna flensu og vantaði eitthvað að lesa. Þar sem stutt var milli 'heimila okkar og ég vissi um góðan bókakost Dúdda, sendi ég lítinn frænda minn á fund hans, að lána mér eitthvað að lesa. Frændi litli kom til baka rogandi með plastpoka fullan af Alþýðublaðinu. — Ekki hresstist ég í rúminu við það, en skömmu seinna kom svo Dúddi sjálfur með bitastæðara lestrar- efni. Kíminn í auga með bros á vör, hlýr í hjartanu sínu og sagði. „Það mátti nú alltaf reyna.“ Ein síðustu samskipti okkar Dúdda voru er hann sárþjáður hjálpaði okkur eiginmanni, börn- um og tengdabörnum Mundu syst- ur sinnar að gróðursetja og girða kringum nokkur hundruð trjá- plöntur á æskuheimili þeirra systkina á Laugum. Þar voru áhugi hans og dugnaður í fyrir- rúmi þó heilsan væri þorrin. Hann elskaði þennan stað — hann elsk- aði þennan fjörð — þetta land. Þessa helgi, sem við nú fylgjum Dúdda hinstu skrefín út í legstað- in í Stað, ætluðum við Hafnfirðing- arnir, vinir hans, að vera á Laug- um, að hlúa að reitnum góða. Það verður gert, en nú án Dúdda, drengsins, sem ekkert aumt mátti sjá og öllum vildi gott gera. Hon- um þótti svo vænt um að hafa getað tekið þátt í þessu með okkur. Dúddi var mjög ræktarsamur — það er reyndar í eðli systkinanna frá Laugum. Alltaf kom hann við ef hann var á ferðinni, alltaf sendi hann kveðju um jól og oftast meira, árum saman sendi hann okkur hárðfisk — þennan eina sanna vestfirska, sem ekkert heimsins sælgæti jafnast á við. Þær voru svo góðar gjafirnar hans Dúdda og þær voru gefnar af svo miklum kærleika. En mest um verð var þó vinátta hans. Dúddi var mikill bókamaður. Ég naut þess, er ég var á ferð, að fá að gista á heimilinu á Eyrar- götu 3, innan um safn góðra bóka í hverju herbergi. Það var alltaf menning kringum systkinin frá Laugum — íslensk menning, sem risti djúpt í sálina. Nú eru aðeins tvö systkinanna eftir á Suðureyri, Friðbert og Sigurbjörg. Guðmundína á ísafirði, Sigríður í Reykjavík, Kristjana og Elísabet í Hafnarfirði og Sveinn á Akureyri. Ég votta þeim innilega samúð mína við fráfall kærs bróður. Einn son átti Dúddi, Sigurð, sem alla tíð var alinn upp hjá Sveinu systur hans og manni hennar, Sigurði, á Akureyri. Um leið og ég votta honum og öllum öðrum aðstandendum samúð mína, vil ég þakka þessum lítilláta og hjartahreina frænda mínum vináttu og kærleika alla tíð. Eftir erfiða legu undanfarna mánuði er hann nú kominn í hóp með ástríkum foreldrum, ásamt systkinunum Kristjáni Pétri, Jó- fríði, Sigmundínu og Páli, sem farin voru á undan honum. Dúddi var barn náttúrunnar. Hann hafði yndi af ferðalögum hvert sem var um hans nánasta umhverfi eða lengri ferðir innan lands. í eina slíka fór hann með okkur „Mundu-sonum“ sumarið 1989. Þá var Magnús bróðir minn staddur hérlendis, en milli hans og Dúdda ríkti alltaf mikill kær- leikur. Sú ferð verður okkur öllum rík og kær í minningunni. Á fjöll í Súgandafirði gekk Dúddi fram á síðustu ár. Það voru honum unaðs- ferðir. Ég kveð hann með söknuði. Gæfumaður er genginn. Guð blessi minningu Þórðar Péturssonar. Hafí hann þökk fyrir allt og allt. Ævar Harðarson, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.