Morgunblaðið - 21.06.1992, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.06.1992, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 Iþróttadagur haldínn í fjórða sinn í Reykjavík ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur stendur í fjórða skipti fyr- ir íþróttadegi i borginni laugardaginn 27. júní. í ár byggist dagskrá- in að miklu leyti á samstarfi við íþróttafélögin í Reykjavík sem ger- ir dagskrána fjölbreyttari. Ókeypis er á alla liði dagskrárinnar. Jónas Kristinsson, fulltrúi hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur, sagði að þetta væri í fjórða skipti sem íþróttadagur væri hald- inn í Reykjavík og væri dagskrá dagsins í stöðugri þróun. Hann sagði að markmiðið væri að fá sem flesta til þess að hreyfa sig og kynna sér þá íþróttastarfsemi er sé í boði í borginni. í ár verður sú nýbreytni að öll íþróttafélögin í Reykjavík taka þátt í dagskránni. Hvert félag mun hafa á sínu íþróttasvæði íþróttaskóla fyr: ir böm á aldrinum 3ja - 12 ára. í þessum íþróttaskólum verður boðið upp á dagskrá þar sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfí. Fé- lögin bjóða jafnframt upp á fjöl- skyldutrimm kl. 14 og mun fagfólk félaganna sjá um leiðbeiningar. Dagskrá íþróttadagsins hefst í Laugardal kl. 9 laugardaginn 27. júní með morgunleikfími fyrir alla Stjóm SSH; Vill skipta mið- hálendinu milli sveitarfélaga STJÓRN Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, mót- mælti á fundi sínum fyrir nokkru lagafrumvarpi um stjórn skipu- lags- og byggingarmála á miðhálendi íslands er m.a. felur í sér að komið verði á laggirnar stjórnunarnefnd um miðhálendið. Stjórnin telur að fela beri sveitarfélögum eða samtökum þeirra stjóm miðhá- lendisins. Ennfremur leggur hún til að hálendinu verði öllu skipt milli aðliggjandi sveitarfélaga. í umsögn samtakanna kemur meðal annars fram að þörf sé á að koma á betra skipulagi og eftirliti með framkvæmdum á miðháiend- inu, en þar segir einnig: „Stjóm SSH telur það bijóta gegn sjálf- stæði sveitarfélaga og óþarfa mið- stýringu að stofna sérstaka stjóm- unamefnd um miðhálendið sem fer með skipulagsmál og þ.a.l. landnýt- ingu á svæðinu." Þá segir í umsögninni að sam- kvæmt tillögum frumvarpsins sé í raun verið að búa til nýtt sveitarfé- lag undir beinni stjóm umhverfís- ráðherra, og slík vinnubrögð séu í Mál Sophiu Hansen: Réttarhöld- um frestað til hausts RÉTTARHÖLD vegna kæru um tilraun til mannráns á hendur Sophiu Hansen hófust í Tyrk- landi á föstudag. Þeim var frest- að, þar til tekin hefur verið skýrsla af Sophiu hér á landi. í gær átti Sophia að fá að hitta dætur sínar, en faðir þeirra hef- ur haldið því fram að þær dveldu nú í Austur-Tyrklandi. Sigurður Pétur Harðarson, að- stoðarmaður Sophiu í baráttu hennar fyrir að fá dætur sínar tvær heim til Islands á ný, sagði í sam- tali við Morguhblaðið að faðir telpnanna hefði mætt í réttarhaldið á föstudag, en án lögfræðings síns. Hann kærði Sophiu og Sigurð Pét- ur fyrir að hafa ætlað að ræna telpunum og vildi leggja fram ein- hver gögn, máli sínu til stuðnings. Dómarinn hafnaði hins vegar gögnunum og frestaði réttarhald- inu, þar til tekin hefur verið skýrsla af Sophiu og Sigurði Pétri hér á landi. Búist er við að réttarhald verði tekið upp að nýju í septem- ber, að sögn Sigurðar. í gær átti Sophia að fá að hitta dætur sínar og hafa þær hjá sér í sjö klukkustundir. Óvíst var hvort af því yrði, enda hefur faðir telpn- anna haldið því fram að hann hafí sent þær til Austur-Tyrklands. ósamræmi vjð almennt stjómarfar og venjur í landinu. Þess í stað leggur stjórn SSH til að sveitarfélögum þeim sem land eiga að miðhálendinu verði sjálfum falin stjóm og skipulagsmál hálend- isins. Einnig leggur stjómin til að miðhálendinu verði skipt milli að- liggjandi sveitarfélaga, þannig að öllu landinu verði skipt milli sveitar- félaga. Umsögnin var samþykkt með sjö atkvæðum gegn einu, og var það atkvæði Sigríðar Einarsdóttur. Val- gerður Guðmundsdóttir sat hjá. fjölskylduria á gervigrasinu undir stjóm Halldóru Bjömsdóttur. Á eft- ir verður hægt að skella sér í sund en boðið verður upp á sundkennslu milli kl. 10-16 á sundstöðum. Eng- inn aðgangseyrir verður á sundstaði á íþróttadaginn. Á sundstöðum verður jafnframt boðið upp á leik- tæki fyrir börn og frá öllum sund- stöðum em merktar hlaupaleiðir fyrir þá sem vilja skokka. Á skautasvellinu í Laugardal verður hægt að fara á hjólaskauta, í Nauthólsvík verður boðið upp á afnot af bátum, í keilusalnum í Öskjuhlíð verður kennsla fyrir byij- endur, og við Korpúlfstaði leiðbeina félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur byijendum. Á vegum Landssam- taka hjartasjúklinga verður boðið upp á fjölskyldugöngu, Ferðafélag íslands genst fyrir kvöldgöngu á Esju, og Útivist verður með göngur í kringum hafnarsvæðið. Tennisvellir verða við Hlíðaskóla, Breiðagerðisskóla og Hagaskóla. Við gervigrasvöllinn í Laugardal verða bæði tennisvellir og blakvell- ir, og hjólabrettapallar. Slíkir pallar og blakvellir verða jafnframt við Vesturbæj arlaug. Hj ól abrettapallar verða einnig við Austurbæjarskóla, Breiðholtslaug, Rofabæ í Árbæjar- hverfi, Hamraskóla og Reykjafold í Grafarvogi. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Staldrað viðísólinni Þessi fallegu folöld stilltu sér upp fyrir ljósmyndara stundarkom í Ölfusi á dögunum, en tóku svo á sprett á ný í góða veðrinu. Útvegsmenn og fiskverkendur á Vestfjörðum: Ársafli þorsks verði 250 þúsund lestir ísafirði. ÚTVEGSMENN og eigendur fisk- vinnslustöðva á Vestfjörðum fund- uðu á ísafirði á föstudag, um til- lögur fiskifræðinga að aflakvóta næsta fiskveiðiárs. Þeir mótmæla eindregið aflaskerðingu í þorsk- veiðum og telja mjög varlega far- ið að leyfa árlega 250 þúsund lesta afla. Ef hins vegar stjórnvöld ákveða að fara að ráðum fiski- fræðinga vilja Vestfirðingar að stjómvöld taki tillit til gjör- breyttra forsendna frá því að kvótalögin vom sett 1984 og skip- Morgunblaðið/PPJ. Ánægðir flugáhugamenn á Sandskeiði að loknu flugi renniflugu Flugsögufélagsins. F.v. eru: Ragnar J. Ragnarsson, formaður Flugsögufélagsins, Ólafur Sigurgeirsson, Guðmundur Ásgeirsson, Gísli Sigurðs- son, Þorgeir Árnason, Haraldur Karlsson, Grétar Felixson, Siguijón Valsson, Elías Erlingsson og Guð- laugur Leósson. Á myndina vantar einn úr hópi smiðanna, Aage heitinn Nielsen, en hann lést sl. vet- ur, skömmu áður en lokið var við endursmíði renniflugunnar. Gömul rennifluga tekur flugið FLUGSÖGUFÉLAGIÐ hélt upp á fimmtán ára afmæli sitt þann 14. júní. í tilefni dagsins flaug Þor- geir Árnason svifflugmaður gam- alli Gmnau IX renniflugu sem nokkrir meðlimir félagsins hafa nýlokið við að endursmíða. Renniflugan var upphaflega smíð- uð árið 1953 fyrir Svifflugfélag Sauðárkróks af Gísla Sigurðssyni flugvélasmið en Pétur Filippusson sá um klæðningu hennar. Hún var not- uð til svifflugkennslu á Sauðárkróki og Blönduósi á sjötta áratugnum en var svo í geymslu um langt árabil á Melgerðismelum. Það var Flugklúbbur Sauðárkróks, arftaki svifflugsfélagsins þar á staðnum, sem árið 1987 gaf Flug- sögufélaginu rennifluguna til end- ursmíða, en hún var mjög illa farin. Vinna við að gera rennifluguna upp hófst síðla árs 1987 og lætur nærri að um 1.400 vinnustundir hafa farið í endursmíðina. Vinnuhópur Flug- sögufélagsins hefur haft regluleg vinnukvöld einu sinni í viku til endur- smíðarinnar frá því 1987, að undan- skildum vetrinum 1989-90. Þá vann hópurinn við að innrétta geymslu og verkstæðisaðstöðu í flugskýli sem Flugsögufélagið hafði keypt á Reykjavíkurflugvelli, en áður hafði félagið smíðaaðstöðu í Kópavogi ijarri flugvellinum. Renniflugan er annað flugtækið sem Flugsögufélagið endursmíðar, en áður hafði það gert upp Ögnina, fyrstu flugvélina sem var hönnuð og smíðuð á Islandi og prýðir nú Flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur- flugvelli. Svo skemmtilega vildi til að talið er að fyrsta flug Grunau IX renniflugu á íslandi hafi verið upp úr Vatnsmýrinni 15. júní árið 1937 og bar þvi þetta flug upp á 55 ára afmæli þess. in látin halda upphaflegri hlut- deild í þorskígildum. Að sögn Ingimars Halldórssonar, formanns Útvegsmannafélags Vest- íjarða, eru útvegsmenn og fískverk- endur á Vestfjörðum mjög óánægðir með tillögur fiskifræðinga sem þeir telja vera byggðar á afar umdeilan- legum vísindalegum grunni og feli í sér stórfellt hrun fyrirtækja í land- inu, lakari kjör almennings og gríðar- legt atvinnuleysi. Fundurinn taldi að mikils ósamræmis hafí gætt hjá Hafrannsóknastofnun síðustu 10-15 árin og bendir á að aldrei hafi stjóm- völd farið jafnnærri tillögum físki- fræðinga og á þessu fiskveiðiári, þó leggi þeir til mésta niðurskurð þorsk- veiðiheimilda sem þekkst hefur. Þá kom fram á fundinum að Vestfírðing- ar eru afar háðir þorskveiðum og kemur því skerðingin mjög illa niður á byggðarlögum vestra. Bent er á að árið 1981 var þorskafli lands- manna 470 þúsund lestir en nú er lagt til að minnka hann í 175 þúsund lestir á næsta fiskveiðiári og er þá aflasamdrátturinn orðinn nær tveim- ur þriðju hlutum aflans 1981. Þá ályktaði þessi sameiginlegi fundur Útvegsmannafélags Vest- §arða og Félags fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum að hvalveiðar og veiðar á hrefnu verði hafnar eigi síðar en á næsta ári. - Úlfar ------»-♦ ♦----- Olína var í flokksstjórn LEIÐRÉTTING, sem birtist I Morgunblaðinu f gær, um að Ólína Þorvarðardóttir hafi ekki átt sæti í flokkstjóm Alþýðuflokksins, var á misskilningi byggð. Ólína var kjörin í flokksstjórn Al- þýðuflokksins á 45. þingi hans, fyrir tveimur árum. Hún náði hins vegar ekki endurkjöri á nýliðnu flokks- þingi. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.