Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992
mælist nú svipuð og í ferskvatni.
Ein spurningin sem starfshópur-
inn lagði upp með var hvernig megi
hindra leðjufyllingu í Tjörninni án
þess að skaða dýralíf? Menn hafa
haft áhyggjur af að Tjörnin sé að
fyllast og verið gerðar tilraunir með
að moka upp úr henni. Af þeim
rannsóknum sem nú hafa farið
fram, m.a. með skoðun á bor-
kjarna, virðist ekki mikil ástæða til
þess að hafa slíkar áhyggjur. Lítur
út fyrir að Tjörnin hafi haldist nokk-
urn vegin jafn djúp frá upphafi.
Setmyndunarhraði í Tjörninni hefur
verið 2-3 mm á ári. Mælingar um
allan heim benda til þess að sjávar-
borð hækki um 1,5 til 2 mm á ári,
en jafnfram hefur orðið landsig hér
á Innnesjum. Sjór stóð um 2,2 til
2,6 m lægra við landnám en nú,
þannig að vatnsborð Tjarnarinnar
hefur hækkað jafnmikið og botnset-
ið þykknar. Því hefur Tjörnin hald-
ist álíka djúp allan tímann. Ef þessi
þróun heldur áfram bendir margt
til þess að núverandi vatnsdýpi
haldist áfram þrátt fyrir þykknun
setsins segir í lokakaflanum, og
muni sjór að lokum flæða inn í
Tjörnina eftir um það bil 300-500
ár. Því er ekki ástæða til að raska
frekar botni Tjarnarinnar.
Lífríki Tjarnarinnar hefur tekið
breytingum í aldanna rás. Vatnið
var ferskt í margar aldir fram á
17. öld. Á ferskvatnstímabilinu var
mikill gróður í Tjörninni, einkum
mari, og fjölbreytt krabbadýrafána
í tengslum við hann. Fremur lítið
var af mýi. Á 17.-18. öld þegar
byggð tekur að þéttast sjást merki
næringarefnaauðgunar: leðjugerð
breyttist, mýi (einkum toppmýi)
stórfjölgaði og krabbadýrafánan við
botn varð fábreytt. Þá fékk lífríki
Tjarnarinnar núverandi svip. Gróð-
urinn hvarf úr Tjörninni. Áður lifðu
þar 5-10 tegundir vatnaplantna, en
engin þrífst nú. Sú síðasta, þráð-
nykran, hvarf á 7. áratugnum. En
hvað um fuglalífið?
Ein stærsta fellistöð stokkanda
á Islandi
Hvorki meira né minna en 96
tegundir fugla hafa sést við Tjörn-
ina. Á landinu öllu hafa fundist 334
tegundir, svo þetta er tæplega þriðj-
ungur íslensku fuglafánunnar. Af
þeim hafa 27 tegundir orpið við
Tjörnina. Heimildir um fuglalíf á
Tjörninni ná aðeins 100 ár aftur í
tímann. Ólafur K. Nielsen vekur
athygli á því að varla sést fugl á
myndum sem teknar eru á fyrri
hluta þessarar aldar. Fram á annan
áratuginn eru stundaðar veiðar við
Tjömina. En á árinu 1919 eru skot-
veiðar þar bannaðar og um leið eru
bátsferðir fólks einnig bannaðar.
Hann hefur það eftir Jóni Pálssyni
bankagjaldkera að um aldamótin,
er hann fyrst kom til Reykjavíkur,
hafi engum fugli verið vært á Tjörn-
inni og allt verið skotið, sært eða
drepið miskunnarlaust. Fræg er
sagan af álft sem settist á Tjörn-
ina, en slíkt var þá óþekkt og var
hún strax skotin. Þetta spurðist út
og þótti svo vel að verki staðið að
kaupmaður einn sá ástæðu til að
geta þess í auglýsingu að hann
hefði á boðstólum riffla sömu gerð-
ar og notaður var til að vinna á
Tjarnarálftinni. Villti fuglinn var
auðvitað ljónstyggur. Að sjálfsögðu
þreifst ekkert varp í hólmanum,
enda voru kríur líka veiddar. Breyt-
ingar eru þó hægar fyrsta áratug-
inn eftir friðunina um 1920. Stokk-
endur fóru þá að sækja þangað í
miklum fjölda, en þær eru yfirleitt
fljótar til. Kríurnar fóru strax að
verpa í hólmanum 1920 og Ijölgaði
ört næstu ár. Bæði stokkendurnar
og krían sækja æti sitt mikið út á
sjó. Árið 1934 stofnaði Jón Pálsson
bankagjaldkeri, sem var mikill
fuglavinur, félag ungra drengja og
nefndi Fuglavinafélagið Fönix. Pilt-
arnir skiptu sér í hópa, sem höfðu
það hlutverk að hæna villta fugla
að Tjörninni með reglulegum
brauðgjöfum. Daglega fór einn hóp-
urinn í ákveðið brauðhús í bænum
og sótti brauð til að gefa fuglunum,
líka á vetrum. Endurnar runnu á
brauðið og með þessum skipulegu
brauðgjöfum fjölgaði öndunum
hratt. Stokkendurnar sem dvöldu á
Tjörninni urðu nokkur hundruð á
fáeinum árum. Um leið tóku stokk-
Alftapar stlg-
ur dans.
Fyrstu band-
ingjarnir
kenndu þeim
villtu aó nota
Tjörnina til
vetursetu og
nú prýóir
hana á vetr-
um allur Inn-
nesjahópur-
inn, 150 álft-
ir.
^
Skúfönd meó
18 nýklakta
unga. Sólar-
hringsgamlir
eru þeir færir
um aó kafa
eftir æti. Nái
þeir ekki
þannig i æti
fyrstu vikuna
á belti vió
land drepast
þeir.
5
i j ormn
sagan og
lífríkio
eftir Elínu Pólmadóttur
Tjörnin, prýði Reykjavíkur!
Tilefni margra rómantískra
ljóða. Þangað fara börnin fyrst
með foreldrum sínum til að
gefa öndunum. Kring um
Tjörnina hafa margir elskend-
ur spásserað og eldri borgarar
lagt leið sína til að huga að
komu kríunnar í Tjarnarhól-
mann. Tjörnin er með sínu fjöl-
breytta fuglalífi lifandi nátt-
úrusafn. Reykvíkingum þykir
vænt um Ijörnina sína. En
Tjörnin er líka merkilegt nátt-
úrufyrirbæri á landsvísu, eins
og kemur fram hjá fræðimönn-
um, sem á undanförnum fjór-
um árum hafa unnið skipulega
að úttekt á Tjörninni og vatna-
sviði hennar á vegum Reykja-
víkurborgar. Afraksturinn er
að koma út í fróðlegri og fal-
legri bók, „Tjörnin, saga og
lífríki". Þar kemur m.a. fram
að: Tjörnin er ein stærsta
þekkta fellistöð stokkanda á
Islandi, um 10% álfta sem hafa
vetrardvöl á íslandi dveljast á
Ijörninni og Tjörnin er mikil-
vægasti vetrardvalarstaður
grágæsa og skúfanda á land-
inu. Ekki ónýtt að hafa slíkan
dýrgrip í seilingsfæri í mesta
þéttbýli landsins, í miðborg
höfuðborgarinnar.
jörnin hefur
tekið miklum
breytingum í
aldanna rás.
Nú er hún
mjög mann-
gert bú-
svæði. Raun-
ar ekki svo
langt síðan
þar varð svona fjölskrúðugt fuglalíf
með aðdráttarafl þéttbýlis. Við
ræddum við Ólaf Karl Nielsen fugl-
afræðing og ritstjóra bókarinnar,
sem skrifar þijá kafla um fuglalífið
og vistkerfið. Og lítum í greinar
annarra fræðimanna, Margrétar
Hallsdóttur jarðfræðings um sögu
lands og gróðurs og líffræðinganna
Árna Einarssonar og Sesselju
Bjarnadóttur um sögu lífríkis í
Tjörninni. Svo og grein Guðjóns
Friðrikssonar sagnfræðings um
Tjörnina og mannlífið, grein Ingva
Þórs Loftssonar um skipulag Tjarn-
arsvæðisins og í lokakaflann, Fram-
tíð Tjarnarsvæðisins, þar sem lífrí-
kisnefnd Tjarnarinnar gerir grein
fyrir verkefninu sem hún fékk fyrir
fjórum árum.
Upphafið var að borgarstjóm
leitaði í árslok 1987 eftir samstarfi
við Náttúruverndarráð um skipulag
á ítarlegum rannsóknum á vatna-
sviði og lífríki Tjarnarinnar og voru
frá Náttúruverndarráði skipaðir í
vinnuhópinn þeir Einar E. Sæ-
mundsen landslagsarkitekt, Gísli
Már Gíslason vatnalíffræðingur og
frá borginni Halldór Torfason jarð-
fræðingur, Jóhann Pálsson garð-
yrkjustjóri og Ingi U. Magnússon
gatnamálastjóri, sem var formaður.
Starfshópurinn leitaði svo áfram til
sérfræðinga á viðkomandi sviðum.
Tjörnin grynnist ekki
í kaflanum um sögu Tjarnarinnar
má sjá að hún er tiltölulega ung,
um 1200 ára gömul eða aðeins eldri
en landnám. Tjörnin lokaðist af sem
vatn um árið 800. Þurrlendis og
mýrarjarðvegur hefur ekki fundist
undir seti Tjarnarinnar. Eftir að rif
myndaðist norðan við Tjörnina, þar
sem nú er Hafnarstræti og Austur-
stræti, var vatn hennar ferskt fram
á 10. öld, síðan gætti áhrifa sjávar
i Tjörninni fram á 12. öld. Eftir það
varð vatnið í henni nær ferskt og
hélst svo fram á 17. öld. Þá fór
seltu að gæta aftur. Sjávarfalla
gætti í Tjöminni þar til lokur voru
settar á útfallið árið 1913. Eftir að
Læknum var breytt í skólpræsi þótti
ekki æskilegt að þarna flæddi á
milli. Og eftir að dælustöðin kom
við KIöpp hefur endanlega verið
lokað fyrir það. Selta hefur því tek-
ið breytingum í aldanna rás, en
Grágæsir á
flugi vió
Tiðrnina.
Grágæsa-
hópurinn af
Tjörninni er
sá eini sem
hef ur hér vet-
ursetu. Und-
anfarin ár
hafa verió
hér um 500
gæsir aó
vetrinum. Lit-
myndir eru úr
bókinni,
teknar af
JÓH.