Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 29
seer iKUi .is auoAauviMUg RAOI/lll/ll/IIM aiaAjaviuoHON MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 __8S 29 Björn Sveinsson frá Eyvindará Fæddur 9. apríl 1904 Dáinn 14. apríl 1992 Það var ekki fyrr en nokkru eft- ir jarðaför Björns sem ég frétti um andlát hans og verður þetta því síð- búin kveðja. Síðast hitti ég Björn í febrúarlok er ég var á ferð fyrir austan og kom við á heimili þeirra hjóna í Lagar- ási 17. Björn var þá hress og kátur að vanda og sátum við góða stund yfir kaffibolla og ræddum um dag- inn og veginn og rifjuðum upp ýmsar gamlar endurminningar, en af nógu var að taka því við höfum verið nágrannar og kunningjar frá því ég fyrst man eftir mér. Þegar ég var sjö eða átta ára fór ég mína fyrstu langferð (sem mér fannst þá) ríðandi út í Eyvindará ásamt bróður mínum og öðrum dreng, en þeir voru nokkru eldri en ég. Ætluðu þeir að hitta dreng á líku reki, sem var í sveit á Eyvind- ará. Okkur var mjög vel tekið af þeim Bimi og Guðnýju systur hans, sem þá bjuggu á Eyvindará. Á meðan stærri strákarnir voru úti eitthvað að sýsla, sem ekki þótti henta smá- patta eins og mér, sat ég inni og spjallaði við Bjöm bónda sem þá hefir verið um þrítugt. Hann gaf sér góðan tíma til að ræða við mig þótt ég aðeins væri smákrakki. Mér er enn minnisstætt hversu ljúfur, hlýr og glaður Bjöm var og hve notalegt var að vera í návist hans við þetta tækifæri, og mér fannst hann óvenjulega skemmtilegur af fullorðnum manni að vera. Það er ekki öllum lagið að umgangast og tala við börn, en það var Bimi ein- staklega vel lagið. Hann kom fram við þau og talaði við þau sem jafn- ingja, hlustaði á þau og ræddi við þau án nokkurrar vandlætingar á skoðunum þeirra, sem svo mörgum hættir til, enda hændust öll börn að honum. Þegar mín börn voru að vaxa úr grasi var Björn farinn að vinna á skrifstofu mjólkurstöðvar- innar á Egilsstöðum. Eg flutti mjölk þangað nokkrum sinnum í viku og sóttust börnin eftir að fara með mér og hitta hann á meðan ég var að tæma mjólkurtankinn. Þegar ég var strákur heyrði ég vísu sem gerð var um Bjöm. Eg man aðeins fyrstu hendingamar, en þær koma mér alltaf í hug er ég hugsa til hans, því þær lýsa honum svo vel og eru svona: Ljúfmennið bóndinn á Eyvindará er andríkur kurteis og léttur á brá. Björn var einstakt ljúfmenni, sem ekki gerði mannamun. Hann kom einstaklinga með ólíka eiginleika og lífsviðhorf. Gagnkvæm virðing hvert fyrir öðru verður að vera í öndvegi og löngun til að leitast við að koma til móts við óskir hvers annars. Við stóðumst þetta próf. Við ferðafélagarnir vitum það að Bubbi fékk hæstu einkunn á þessu prófi og fyrir það viljum við öll þakka. Árið 1981 eignaðist Bubbi hjól- hýsi sem þau hjón staðsettu í Þjórs- árdal og undu svo vel hag sínum þar að þau keyptu seinna stærra hús og hafa dvalið þar ætíð síðan hverja stund sem þau hafa getað. Þar nutu þau sín vel og hvors ann- ars. Ferðalögin okkar saman urðu ekki fleiri eftir að þau fundu þenn- an sælureit, en alltaf þegar við hitt- umst vom ofarlega minningar frá ferðalögunum og mikið hlegið. Samverustundirnar okkar eru sem sólargeislar og þegar þeir koma allir saman í minningunni verður svo óendanlega bjart. Það var sann- arlega ánægjuefni að fá að kynnast slíku ljúfmenni. Hann verður jarð- settur á 67 ára fæðingardegi sínum. Megi blessun fylgja honum í nýj- um heimi. Málfríður og Hans Linnet. fram við alla af sérstakri hlýju og nærgætni og lagði öllum gott orð og leitaði eftir því jákvæða hjá hverjum og einum. Framkoma hans var fáguð og kurteis, en þó einörð og hann fylgdi skoðunum sínum og málefnum fast eftir. Það sem einkenndi Björn þó öðru fremur var hversu glaður og léttur hann var í lund. Ég man aldrei eft- ir Birni nema hressum og brosandi hvort heldur var á vinnustað eða í góðra vina hópi, enda var hann vin- margur og vel liðinn af öllum. Björn fæddist á Miðhúsum í Eiða- þinghá (nú í Egilsstaðahreppi) árið 1904 en fluttist að Eyvindará fjór- um árum seinna og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Sveini Árna- syni bónda þar og konu hans, Guðnýju Einarsdóttur, ásamt fjór- um systrum sínum, en þær eru Guðný ljósmóðir, sem lengi bjó ásamt Birni á Eyvindará, og var síðan ljósmóðir og forstöðukona á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, en er nú búsett í Reykjavík, Anna, hfr. á Akureyri, Einhildur, hfr. á Akur- eyri, og Unnur, hfr. í Reykjavík. Tæplega tvítugur missir Björn báða foreldra sína með stuttu millibili (Guðný lést 5. febrúar og Sveinn 14. febrúar 1924) og fer hann þá að búa á Eyvindará og býr þar til 1956 ef frá er talin skólavera hans á Eiðum veturna 1926-27 og 1927-28. Björn bjó aldrei stórbúi á Eyvindará, en þar var gott og farsælt bú, og allur búpeningur vel fóðraður og hirtur, enda var Björn mjög góður búfjárræktarmaður og átti sérstaklega góðan fjárstofn. í október 1948 kvæntist Björn eftirlifandi konu sinni, Dagmar Hallgrímsdóttur frá Eskifirði, og ólu þau upp einn kjörson, Guðgeir Björnsson, sem er starfsmaður við mjólkurbúið á Egilsstöðum. Guðgeir er kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur frá Lundi á Völlum og eiga þau einn son, Björn Loga, sem var mikill afastrákur. Eftir að Björn hættir búskap starfar hann um tíma norður á Raufarhöfn og á Reyðarfirði, en síðan flytjast þau hjónin aftur í Eyvindará og búa þar til 1960 er þau byggja og flytja í sitt fallega heimili í Selási 31 í Egilsstaða- kauptúni. I kringum húsið er vel ræktaður garður, sem ber snyrti- mennsku þeirra Björns og Dagmars gott vitni. Frá götunni upp að hús- inu er gangstígur, slétt klöpp frá náttúrunnar hendi, sem kom sér vel, því að gras hefði hvort eð er ekki þrifist á leiðinni að húsdyrum þeirra, því að Dagmar og Björn voru mjög gestrisin og að Selási 31 komu margir. Þangað var gott og notalegt að koma og þar leið öllum vel í samvist og samræðum við þau. Björn var mikill hugsjónamaður og hafði mikinn áhuga á og var vel heima í öllum málefnum er vörðuðu sveitarfélagið og Fljótsdalshérað, enda kjörinn til margra trúnaðar- starfa á því sviði. Hann var kosinn í hreppsnefnd Eiðaþinghár 1930 og sat þar óslitið (oddviti frá 1931) þar til að Eyvind- ará var flutt í nýstofnaðan Egils- staðahrepp 1947. Einnig sat hann í hreppsnefnd Egilsstaðahrepps um nokkurt skeið. Hann átti sæti í skattanefnd Eiðaþinghár 1930- 1947 og í skattanefnd Egilsstaða- hrepps frá 1947 og þar til skatta- nefndir voru lagðar niður. Hann sat í sýslunefnd Suður-Múlasýslu um árabil og var endurskoðandi reikn- inga hreppa og sýslu á tímabili. Einnig var hann endurskoðandi reikninga KHB og Búnaðarsarp- bands Austurlands um árabil auk fjölmargra annarra starfa í þágu félagasamtaka í sínu sveitarfélaga og á Héraði. Þá var hann skrifstofustjóri hjá Mjólkursamlagi KHB frá stofnun þess 1959 til 1979. Öll störf leysti Bjöm af hendi af nákvæmni, sam- viskusemi og einstakri snyrti- mennsku. Mikill vinskapur var alltaf milli hjónanna frá Eyvindará og foreldra minna og einnig milli minnar fjöl- skyldu og þeirra. Það er mikil gæfa að kynnast og eiga slíkan öðling.. sem Bjöm Sveinsson að vini, og alltaf mun bjart yfir minningu hans. Dagmar, Guðgeiri og fjölskyldu sendi ég og fjölskylda mín innileg- ustu samúðarkveðjur. Ingimar Sveinsson. Perla Þingvalla ÞINGVÖLLUM-SÍMI98-22622 - FAX 98-21553 e k k i n e ni a ) 5 m i n u t u r i R e y k j a v í k t i 1 Þ i n g v a 11 a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.