Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 eftir Jóhönnu Ingvnrsdóttur, Urði Gunnorsdóttur og Guðno Einorsson. s minnst sé á ljósu punktana í skýrslu Hafrannsókna- stofnunar, er þar lagt til að veitt verði 20 þúsund tonnum meira af öðrum kvótabundnum botnfisk- tegundum, ýsu, ufsa og grálúðu. Karfakvóti verði óbreyttur á milli áranna og miklir möguleikar séu á aukningu úthafskarfaveiða. Þá leggur stofnunin til aukna veiði á humri, rækju og skel. Jafnframt að byijunarkvóti loðnu skuli vera 500 þúsund tonn, en hann var eng- inn í fyrra. Loks er lagt til að veidd verði 90 þúsund tonn af síld, sem er 10 þúsund tonn umfram það sem tiltekið var fyrir síðustu vertíð, en þá var kvótinn ákveðinn 110 þúsund tonn. Að mati formanns LÍÚ næmi heildamiðurskurður botnfiskveiði- heimilda 13,5% og tekjutap þjóðar- búsins yrði um tíu milljarðar ef til- iögur Hafrannsóknastofnunar ná fram að ganga. Þegar kvótaúthlut- unin lá fyrir síðla sumars í fyrra, fyrir yfírstandandi fiskveiðiár, var HAFRANN SÓKNASTOFNUN leggur til að þorskafli á næsta fiskveiðiári verði ekki meiri en 190 þúsund tonn og 175 þúsund tonn tvö næstu fiskveiðiár þar á eftir. Þetta svarar til 28-34% skerðingar frá þeim 265 þúsund tonnum af þorski, sem leyfilegt er að veiða á yfirstandandi fisk- veiðiári. Aldrei hefur verið lögð til svo mikil skerðing í þorskveiðum frá því að kvótakerfið var tekið upp árið 1984. Þorskaflinn á árinu 1991 var 313 þúsund tonn borið saman við 335 þúsund tonn árið 1990. Ef tillögur Hafrannsóknastofn- unar ná fram að ganga er ljóst að þors- kveiði Islendinga verður ein sú minnsta á næsta ári sem sögur fara af. Leita þarf allt aftur til ársins 1942 til að finna þorsk- veiði, sem er undir 190 þúsund tonnum, en fyrir hálfri öld öfluðu íslendingar 182 þúsund tonn af þorski á íslandsmiðum og er þá skipastólnum þá og nú ekki saman að jafna. Síðan þá hefur þorskafli lands- manna aðeins tvisvarsinnum verið undir 200 þúsund tonnum. Árið 1948 var þor- skaflinn 195 þúsund tonn og árið 1951 komu íslendingar með 198 þúsund þorsk- tonn að landi. Þá er afli útlendinga ótal- inn, en þess má geta að árið 1951 veiddu útlendingar um það bil 165 þúsund tonn á íslandsmiðum. Hæst hefur okkar eigin þorskafli farið í 460 þúsund tonn árið 1981. áætlað að verðmæti botnfískaflans minnkaði um 10-12% á milli ára, sem þýddi 7-8 milljarða króna sam- drátt í útflutningstekjum þjóðar- búsins. Samband íslenskra sveitarfélaga lét kanna áhrif þess á Jjjárhag sveit- arfélaganna ef þorskafli yrði tak- markaður við 150 þúsund tonn árið 1993, eins og Alþjóða hafrann- sóknaráðið lagði til ekki alls fyrir löngu. Samkvæmt því mætti búast við að beint tekjutap sveitarfélag- anna og aukin útgjöld til félagsþjón- ustu vegna verri lífskjara geti orðið um það bil milljarður kr. á árinu 1993. Sú tekjuskerðing kæmi verst niður á þeim sömu sveitarfélögum sem mest hafa lagt af mörkum til atvinnulífsins á undanförnu árum og bera mestu skuldirnar. í athug- uninni er gengið út frá því að at- vinnuleysi aukist um 3% og verði þá 6%. Fyrir hvert kg. af þorski fáist 115 kr. Hlutfall þorskafla- heimilda frá síðasta veiðitímabili breytist ekki milli sveitarfélaga. Ef tillögur Haf- rannsókna- stofnunar um sam- drátt í þorskveið- um ná fram að ganga, þurfum við að horfa hálfa öld aftur í tímann til þess að fínna sam- bærilegan þorsk- afla. Slík skerðing hlýtur að koma niður á öflu efna- hags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Hvaða áhrif hefur skerðing þorsk- veiðiheimilda á byggðir landsins? Aðrar fiskveiðiheimildir verði ekki auknar og að álagningarhlutfall sveitarfélaganna milli áranna 1992 og 1993 breytist ekki. Að gefnum þessum forsendum yrði tekjutap sveitarfélaganna af útsvari rúmlega 160 milljónir kr. og af aðstöðugjaldi ríflega 94 millj- ónir kr. á árinu 1993. Áhrifin myndu koma mjög misjafnlega nið- ur á einstök sveitarfélög. í Ólafsvík lækkuðu tekjur af útsvari og að- stöðugjaldi um 10 milljónir, sem er um 8% af tekjum sveitarfélagsins. I Bolungarvik lækkuðu tekjurnar um 6 milljónir, sem er um 5% af tekjum bæjarins. í Vestmannaeyj- um lækkuðu tekjur bæjarsjóðs um 15 milljónir eða um 3%. Jafnframt er' ljóst að sveitarfélögin yrðu af um það bil 320 milljóna kr. útsvars- tekjum árið 1993 ef spá um 6% atvinnuleysi myndi rætast. Morgunblaðið leitaði álits for- svarsmanna nokkurra bæjar- og sveitarfélaga og innti þá eftir því hvaða áhrif sú þorskskerðing, sem Hafrannsóknastofnun legði til, myndi hafa á byggðir landsins. Ennfremur hvaða áhrif sá kvótanið- urskurður, sem boðaður var í fyrra, hefði haft á sveitarfélögin. Svör þeirra birtast á síðum 12 og 13 l---------------------------------------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.