Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 LEONARD CIMO STAL SKJOLUM ORYGGISLOGREGL- UNNAR FYRIR VLADIMIR MECIAR OG ÓTTAST NÚ UM LÍF SITT AF ÞVÍ AÐ HANN SAGÐI FRÁ ÞVÍ eftir Önnu Bjarnadóttur „TÉKKÓSLÓVAKÍA er lýðræðisríki. Snúðu aftur heim,“ sagði vörð- urinn við hliðið á flóttamannahælinu í Kreuzlingen þegar Leonard Cimo barði þar dyra og bað um pólitískt hæli í Sviss í lok síðustu viku. Hann flúði frá Bratislava í Slóvakíu föstudaginn 12. júní þeg- ar vinir hans hjá Iögreglunni vöruðu hann við því að það stæði til að handtaka hann. Hann er upp á kant við Vladimir Meciar, máttug- asta mann Slóvakíu, og óttast um Iíf sitt. „Það er auðvelt að detta niður stiga í fangelsum í Tékkóslóvakíu," sagði hann í samtali við Morgunblaðið daginn eftir að vörðurinn á flóttamannaheimilinu féllst á eftir dágóða umhugsun að hleypa honum inn. Cimo er 37 ára, sterkleg- ur, rauðbirkinn mað- ur. Faðir hans var í kommúnistaflokknum og starfaði sem skurðlæknir. Sjálfur hóf hann störf hjá lögreglunni 19 ára gamall og vann hjá öryggislögreglu flokksins, StB, 1983-84. Hann missti starfið þegar mágur hans flúði Ijtnd með Leonard Cimo fjölskylduna 1984. Ættingjar þeirra sem fóru frá Tékkóslóvakíu féllu í ónáð í gamla kerfinu. Hann fékk vinnu hjá eftirliti sem fór yfir bækur (ríkis)fyrirtækja en átti enga framtíðarmöguleika þar eftir að hann rakst á misfærslur upp á 33 milljónir króna (64 milljónir ÍSK) hjá alifuglafyrirtæki. Vasil Bilak, gamli stórbokkinn í komm- L ! A ¥ I 20 - 50% aísláttur aí öllum ílísum í eina viku Gríptu tœkifœrið og sparaðu þúsundir á einu gólfi. Mikið úrval af fyrsta flokks keramik- og leirflísum. Verðdœmi: Stœrð: Verð áður: Verð nú: Lœkkun: MUSCHIO 25 x 25sm kr. 2100.- kr. 1680.- 25% EDIL 3001 25 x 25sm kr. 1990.- kr. 1493.- 25% ADEN 20 x 20sm kr. 1890.- kr. 1418.- 25% ODER 31 x 31sm kr. 1680.- kr. 1344.- 20% TRAVERTINO 33 x 33sm kr. 3054.- kr. 2138.- 30% CONDIA 15 x 22sm kr. 1990.- kr. 1393.- 30% Hver fermetri lækkar um hundruðir króna í flísavikunni. Við bjóðum greiðslukjör til allt að 18 mánaða á greiðslukortum. Einnig bjóðum við öll hjálparefni svo sem lím, fúgur og krossa, jafnframt því sem við sögum flísarnar til fyrir þig þér að kostanaðarlausu. Og svo fæst heimkeyrsla og burður gegn vægu gjaldi. TEPPABUÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26. • SÍMI 91-681950 únistaflokknum í Slóvakíu, var viðriðinn svindlið og rannsókn var hætt. Cimo tók þátt í „mjúku“ bylting- unni í nóvember 1989. Hann þekkti Vladimir Meciar frá árinu 1987 er hann endurskoðaði reikninga flöskufyrirtækis sem Meciar var lögfræðingur hjá í Nemsova. Þar þurfti að lagfæra nokkra hluti en þeir voru Meciar óviðkomandi. Þeir héldu sambandi og Meciar réð hann til sín í innanríkisráðuneyti Slóvakíu þegar hann var skipaður ráðherra í janúar 1990. Óvinveittir menn vinsaðir úr Cimo var umboðsmaður ráðu- neytisins og fyrsta verkefni hans var að hreinsa til í Trencin, heimabæ Meciars. Vladimir Krajci, mágur Alexanders Dubceks, var framkvæmdastjóri bæjarfélagsins þar og hafði stungið upp á Meciar í embætti innanríkisráðherra. Cimo fannst skiljanlegt að Meciar vildi gera íbúum bæjarins greiða með því að hefjast handa þar. „Ég trúði Meciar fullkomlega fyrstu fjóra mánuðina sem ég vann fyrir hann,“ sagði Cimo. Hann stóð í þeirri trú að Meciar vildi koma í veg fyrir frekari spill- ingu í Trencin og losa íbúana við kommúnista í áhrifastöðum. En síðar rann upp fyrir honum að Meciar vildi fyrst og fremst kom- ast yfir skjöl um sjálfan sig og bola þeim sem vissu eitthvað slæmt um hann úr embættum. Þeir unnu náið saman fyrst í stað en skuggi féll á samstarfið þegar Meciar fól honum að rannsaka „Demikat- málið“ svokallaða. Demikat var forseti eftirlits- nefndar miðstjórnar kommúnista- flokksins í Slóvakíu fyrir byltingu og starfaði með StB. Fjórir lög- reglumenn mótmæltu opinberlega þegar Meciar skipaði hann lögregl- ustjóra í bænum Kosice og héldu því fram í lesendabréfi til dagblaðs að hann væri hinn mesti óþokki 'sem m.a. hefði beitt fjölskyldu sína líkamlegu ofbeldi. Cimo kannaði málavöxtu og komst að þeirri niðurstöðu að lögreglumennirnir flórir hefðu rétt fyrir sér. Hann skrifaði það í skýrslu til ráðherr- ans. En það var ekki það sem Meciar vildi heyra og eftir það átti Cimo ekki upp á pallborðið hjá honum. Vissi í hvaða skáp skjölin voru Meciar varð forsætisráðherra Slóvakíu eftir þingkosningarnar 1990. Hann var hrakinn úr emb- ætti í apríl 1991 eftir að hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.