Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 22

Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 22
22 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR. 21. JÚNÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JUNI 1992 fltorgiittMiiifrií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen,- Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Lækkun á símgjöldum Fyrir nokkrum misserum birti brezka blaðið Financ- ial Times, greinaflokk, sem vakti heimsathygli, þar sem færð voru gild rök fyrir því, að símafyrirtæki um allan heim stunduðu ótrúlega okurstarf- semi á símgjöldum vegna sim- tala á milli landa. Uppljóstranir Financial Times höfðu mikil áhrif og hafa áreiðanlega stuðl- að að lækkuðum símgjöldum víða um heim. Hér á íslandi hafa notendur orðið að greiða ótrúlega há gjöld vegna símtala við útlönd. Skýringar stjórnenda Pósts og síma á þessum gjöldum hafa verið ósannfærandi, ekki sízt, þegar sýnt hefur verið fram á, að það hafí t.d. verið ódýrara á vissum tímabilum að hringja frá Bandaríkjunum til íslands en frá íslandi til Bandaríkj- anna! Röksemdirnar fyrir þess-‘ um háu gjöldum haýa einnig verið mismunandi. Á undan- fömum mánuðum hefur hvað eftir annað komið fram, að Póstur og sími stefndi að lækk- un þessara gjalda og nú hefur verið tilkynnt um verulega lækkun frá næstu mánaðamót- um. Það var tími til kominn. Mik- il samskipti við útlönd eru orðin verulegur þáttur í viðskipta- og atvinnulífi landsmanna. Sá kostnaður, sem af þessu hefur leitt vegna einokunar Pósts og síma, hefur verið óheyrilegur. Raunar má furðu gegna, að bæði stjórnmálamenn og for- ystumenn í viðskiptalífi hafí ekki haft uppi margfalt harðari kröfur um lækkun á þessum gjöldum. Póstur og sími hefur tilkynnt um lækkun, sem nemur frá 10-26% og sýnir það eitt út af fyrir sig, hvað álagningin á þessa þjónustu hefur verið mik- il, að stofnunin skuli treysta sér til að lækka þessi gjöld svo mjög og jafnframt er þessi lækkun vísbending um hvað atvinnulífíð í landinu hefur þurft að greiða mikla ijármuni til Pósts og síma að ástæðu- lausu. Þessi mikla lækkun á sím- gjöldum til útlanda er að sjálf- sögðu fagnaðarefni en hún ætti jafnframt að verða til þess að kannað verði, hvort rök séu til að lækka þessi gjöld enn frek- ar. Sívaxandi samskipti landa í milli kalla á stóraukna notkun þessarar þjónustu. Hvorki fyrir- tæki né einstaklingar geta sætt sig við að greiða há gjöld fyrir þjónustu, sem vitað hefur verið misserum ogjafnvel árum sam- an, að hægt væri að selja á lægra verði. Ef skattlagning ríkissjóðs á Póst og síma er orðin óhóflega mikil fer betur á því, að stjórnmálamennirnir sjálfir beri ábyrgð á því að skattieggja þessi samskipti landa í milli. Þjóð sem lifir á útflutningi þarf á því að halda að geta stundað samskipti við önnur ríki án þess að því fylgi sá ótrúlegi kostnaður, sem lagður hefur verið á atvinnu- og viðskiptalíf hingað til. í FRAM- UU.haldi af því sem ég hef vitnað til Poppers hér að fram- an er ekki úr vegi að minna á merka ræðu sem Jóhannes Nordal flutti á afmælisfundi SH 7. maí ’92 en þar talar hann um „sigur mark- aðshagkerfísins í samkeppni við áætlunarbúskap og miðstýringu" og telur að ekki sé um neitt tízku- fyrirbrigði að ræða „sem byggist á tímabundnum vinsældum fijáls- hyggjukenninga, heldur eru hér tvímælalaust að verki djúpstæð öfi, sem eiga sér rætur í hinum öru tæknibreytingum nútímans“. Jó- hannes minnir á hve lífseig trúin á miðstýringu hafi verið á Vestur- löndum og víðar og næsta ótrúlegt „að þessum miklu þjóðfélagsátök- um virðist nú vera lokið með algjör- um sigri markaðsbúskapar og hruni kommúnismans bæði í Austur-Evr- ópu og Sovétríkjunum". Hann sagði að það hefði verið ógleymanleg upplifun að sitja fundi alþjóðagjald- eyrissjóðsins þegar Rússland og nær öll þau ríki sem áður héyrðu Sovétríkjunum til höfðu verið sam- þykkt sem fullgildir aðlar að Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóða- bankanum. „Varaforsætisráðherra Rússlands gerði við það tækifæri ekki aðeins grein fyrir algjöru gjald- þroti þess efnahagskerfis, sem reynt hafði verið að byggja upp í Sovétríkjunum í meira en sjö ára- tugi, heldur lýsti yfir um leið, að eina hugsanlega lausnin á vanda þeirra fælist í ftjálsum viðskiptum og markaðsbúskap." Dr. Jóhannes varaði okkur við viðskiptatakmörk- unum og kvað óhugsandi að ein- angra mikilvæga þætti þjóðarbús- ins frá erlendum áhrifum og sam- keppni einsog hann komst að orði. „Sjálfstæð efnahagsstefna,“ eins og nú háttar í heiminum geti hvorki talist eftirsóknanverð né arðvænleg og það sé raunar sjálfsblekking að ætla sér að búa við einskonar ein- angrun í viðskiptum og óráðlegt að nota fullveldið til þess að velja okk- ur verndarstefnu sem er úr takt við efnahagsþróun í heiminum „en slík einangrunarstefna mundi ekki aðeins leiða til efnahagslegr- ar stöðnunar eða jafn- vel hrörnunar, heldur mundi hún alls ekki vera framkvæmanleg til lengdar í því litla, opna þjóðfé- lagi sem við opnum í.“ „Þótt við gætum ef til vill lokað landinu með lagaboði fyrir erlendu vinnuafli og erlendu fjármagni, getum við ekki stöðvað þá, sem vilja flytja héðan til annarra landa, og höft duga ekki lengur til þess að loka fjár- magn íslendinga hér inni. Ef við ætlum að halda til jafns við aðrar þjóðir í lífskjörum, en það er for- senda þess að við höldum besta fólkinu hér heima og fáum menn til að festa fé sitt í íslenskum at- vinnurekstri, er aðeins ein fær leið framundan, en hún er sú að reyn- ast samkeppnishæfir á opnum markaði jafnt hér á landi sem er- lendis.“ En sú ábending Jóhannesar Nor- dals er ekkisízt athyglisverð að við getum lært af reynslu Finna því tijávöruframleiðsla þeirra sé undir- staða sífellt vaxandi útflutnings- starfsemi, einsog hann komst að orði, þótt hún sé byggð á takmark- aðri auðlind eisog fiskveiðar íslend- inga. Ástæðan er bæði fólgin í verð- mætari úrvinnslu hráefnisins en áður en þó ekkisíður forystu Finna í tækniþróun og framleiðslubúnaði á öðrum sviðum tijávöru- og papp- írsiðnaðar. „Með þátttöku í atvinnu- starfsemi á þessu sviði víðsvegar um heim hafa þeir auk þess fest sig í sessi og tryggt samkeppnisstöðu sína á erlendum mörkuðum. Margt bendir ti! þess, að svipuð tækifæri bíði íslendinga á sviði sjáv- arvöruframleiðslu og allrar þeirrar margvíslegu starfsemi, sem henni tengjast, og má þegar sjá vaxandi áhuga á þeim hjá fyrirtækjum í iðnaði og sjávarútvegi. Við ættum ekki aðeins að geta orðið leiðandi í vinnslu og gæðum sjávarafurða, heldur í öllu sem að fiskveiðum og fiskvinnslu lýtur og til þeirrar starf- semi þarf. Lykiilinn að árangri í þeim efnum felst hins vegar í því að hasla sér völl á erlendum mörk- uðum, eignast þar dótturfyrirtæki, ekki aðeins til sölu og frekari fram- leiðslu á eigin útflutningsvörum, heldur til að tryggja markaðsstöðu og jafnvel taka þátt í skyldri starf- semi, þar sem þekking okkar og fjármagn getur gefið góðan arð. Ekkert ætti að vera því til fyrir- stöðu að Islendingar geti með tím- anum orðið eigendur öflugra fyrir- tækja erlendis í þessum greinum, sem mundu gefa atvinnuuppbygg- ingu og tækniþróun hér á landi ómetanlegt tækifæri." Hér ijallar Jóhannes Nordal um svipuð atriði og áherzla hefur verið lögð á í Morgunblaðinu og þá ekki- sízt á þessum vettvangi. Við eigum ekki einungis að vera hráefnisút- flytjendur heldur eigum við að nota þekkingu okkar og yfirburði til að fullvinna sjávarútvegsframleiðslu okkar og auka verðmæti hennar einsog unnt er. Þá hættum við að flytja út atvinnu en aukum verð- mæti afurða okkar. Við eigum að breytast úr magnþjóðfélagi í gæða- þjóðfélag. Líftæknin mun ýta undir þessa þróun einsog ég hef áður bent á og raunar er hún hafin og engin ástæða til að ætla hún verði stöðvuð. Slík nýting auðlinda. okkar ýtir ekkisízt undir sjálfstraust þjóð- arinnar og sjálfstæði hennar gagn- vart öðrum ríkjum. Það er semsagt varðveizla fullveldis í reynd. Þegar ákveðið var að byggja álver ísals hér heima var mikið talað um það yrði undirstaða nýs iðnaðar, og þá ekkisízt útflutningsiðnaðar. Jafn- framt því sem við flyttum ál út sem hráefni gætum við fullunnið það hér heima og lagt grunn að nýjum, arðbærum útflutningsiðnaði í tengslum við mikilvæga tækniþekk- ingu. Þetta hefur því miður farizt fyrir að mestu en við hljótum að stefna að því að nýta auðlindir okk- ar sem mest í landinu sjálfu og selja orkuiðnað með góðum ábata, ekkisíður en hráefni sjávarins sem nú er heimsþekkt fyrir gæði. M (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 20. júní FREKARI niðurskurð- ur þorskveiða er stærsta ákvörðun, sem íslenzk ríkisstjórn og ráðherrar hafa staðið frammi fyrir um mjög langt skeið. Efnahagslegar afleiðing- ar þeirrar ákvörðunar að fylgja ráðum Hafrannsóknastofnunar verða mjög þungbærar og pólitísk áhrif eða afleiðingar slíkrar ákvörðunar eru ófyrirsjáanlegar. Engu að síður hníga allar umræður, sem fram hafa farið um ráðlegg- ingar Hafrannsóknastofnunar og erlendra ráðgjafa að sömu niðurstöðu, þ.e. að tak- marka þorskveiðarnar svo mjög, sem lagt er til. Ástæðan fyrir því, að þessar tillögur eru ekki umdeildari en raun ber vitni er einfaldlega sú, að bæði stjórnmálamenn og forystumenn í atvinnulífi telja, að verði ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar hafðar að engu sé mikil hætta á því að efnahagslegar afleiðingar slíkrar ákvörð- unar verði enn alvarlegri, jafnvel skelfileg- ar, þegar horft er til framtíðar þjóðarinnar í þessu landi. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa legið undir harðri gagnrýni á síðustu mánuðum og misserum. Ýmsir aðilar, sem tengjast sjávarútvegi, bæði þeir, sem starfa við atvinnugreinina í landi og aðrir, sem hafa getið sér orð, sem fiskimenn og skipstjórar, hafa dregið niðurstöður Haf- rannsóknastofnunar í efa og talið, að sér- fræðingar hennar væru á rangri leið í rann- sóknum og þeim ályktunum, sem dregnar væru af niðurstöðum þeirra. Síðasta loðnu- vertíð ýtti mjög undir þessa gagnrýni á Hafrannsóknastofnun og upphafleg ráð- gjöf stofnunarinnar í sambandi við loðnu- veiðarnar reyndist ekki byggð á nægilega traustum grunni. Þessir gagnrýnendur Hafrannsókna- stofnunar hafa fengið öfluga stuðnings- menn til liðs við sig síðustu vikur, þar sem eru þeir Matthías Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson, útgerðarmaður á Flateyri. Matthías Bjarnason var sá sjávarútvegs- ráðherra, sem stóð frammi fyrir fyrstu svörtu skýrslunni frá Hafrannsóknastofn- un fyrir rúmum einum og hálfum áratug. Til viðbótar efasemdum um fiskifræðina finnst ýmsum nóg um þau miklu völd, sem vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hafa fengið í hendur, ekki vegna þess, að þeir hafi sótzt eftir þeim völdum, heldur vegna hins að atburðarásin hefur fært þeim völd, sem þýða, að ráðgjöf þeirra setur ram- mann utan um alla starfsemi þjóðfélags- ins, ef svo má segja. Þær raddir hafa heyrzt, að þjóðin geti ekki átt alla afkomu sína undir rannsóknum, niðurstöðum og ráðleggingum einnar stofnunar. Sjónarmið af þessu tagi eða önnur áþekk eru vafa- laust ástæðan fyrir því, að Landssamband íslenzkra útvegsmanna hefur ráðið fiski- fræðing í sína þjónustu og Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra, hefur ákveðið að leita umsagnar erlendra sérfræðinga um niðurstöður Hafrannsóknastofnunar. Þetta eru eðlileg og skynsamleg viðbrögð og ekki til marks um vantraust á sérfræð- inga Hafrannsóknastofnunar. Þvert á móti má ætla, að það verði stofnuninni til styrkt- ar að leitað sé eftir slíkum umsögnum úr öðrum áttum. Betur sjá augu en auga. Það er nánast ómögulegt fyrir stjórnmála- menn að byggja svo alvarlega ákvörðun. á ráðleggingum og niðurstöðum úr einni átt. Umræðurnar undanfarnar vikur hafa ekki orðið til þess að auka trú almennings á þau sjónarmið, sem gagnrýnendur Haf- rannsóknastofnunar hafa sett fram. Þeir gegna hins vegar afar þýðingarmiklu hlut- verki í þessum umræðum. Gagnrýni þeirra og efasemdir hafa leitt til þess og munu leiða til þess, að umræður um þetta mikla mál, sem varðar framtíð þjóðarinnar, verða á þeim breiða grundvelli, sem er nauðsyn- legur undanfari ákvörðunar sjávarútvegs- ráðherra og ríkisstjórnar. Það væri slæmt, ef slíkar umræður færu ekki fram. Þær auðvelda fólki að gera upp hug sinn. Af- staða almennings skiptir miklu máli eins og Davíð Oddsson, forsætisráðherra, benti réttilega á í þjóðhátíðarræðu sinni 17. júní. Meginþorri þjóðarinnar þarf að vera sann- færður um réttmæti þeirrar ákvörðunar, sem ríkisstjórnin tekur. Afstaða Kristjáns Ragnarssonar, for- manns LÍÚ hefur vakið verulega athygli. Hann hefur gerzt einn eindregnasti tals- maður þess, að fylgt verði ráðum fiskifræð- inga í öllum megindráttum. Sú afstaða formanns LÍÚ vekur ekki sízt athygli vegna þess, að innan samtakanna hlýtur að vera mikill þrýstingur frá félagsmönn- um á forystumenn þeirra að gera harða atlögu að tillögum og ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar. Útgerðarmenn standa frammi fyrir svo miklum vanda í rekstri fyrirtækja sinna vegna niðurskurðar á þorskveiðum, að ekki er við öðru að búast en að einhveijir úr þeirra hópi hafi ýmis- legt við sjónarmið fiskifræðinga Hafrann- sóknastofnunar að athuga. Þessi kjark- mikla afstaða Kristjáns Ragnarssonar hef- ur hins vegar verulega pólitíska þýðingu fyrir ríkisstjórnina og auðveldar henni að taka erfiðar ákvarðanir. Á tímum stöðugrar íjölmiðlunar, sveiflu- kennds almenningsálits og skoðanakann- ana, sem mæla í sífellu vinsældir og óvin- sældir ríkisstjórnar, stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna er við öllu að búast í pólitískum efnum, þegar siglt er hraðbyri inn í erfíðustu kreppu á íslandi í aldarfjórð- ung. Þess vegna er ekki við öðru að búast en stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar velti fyrir sér framtíð hennar við þessar erfiðu aðstæður, hvort hún ráði við þann vanda, sem við blasir og hvort hún muni uppskera eins og efni standa til í lok kjör- tímabils, ef henni tekst að leiða þjóðina út úr þessum ógöngum. Um þetta verður engu spáð. Hitt er ljóst, að það er engin önnur ríkisstjórn lík- legri til að takast á við þennan vanda, en núverandi ríkisstjórn. Síðasta ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tókst ekíri á við vandamálin heldur reyndi að breiða yfir þau og ýta þeim á undan sér. Núver- andi ríkisstjórn hefur stöðvað við og held- ur uppi markvissum tilraunum til þess að takast á við aðsteðjandi vanda. Hún er á réttri leið, þótt á ýmsu hafi gengið. Hún á þann eina kost nú að horfast í augu við vaxandi kreppuástand, takast á við það með nánu samráði við öflugustu félaga- samtökin í landinu og láta lönd og leið allar vangaveltur um skoðanakannanir eða úrslit næstu kosningu. mmmmm^m hins vegar Alhliúa að- dugar ekki fyrir /umnoa d,U ríkisstjórnina að gerðir taka ákvörðun um niðurskurð þorsk- veiða í samræmi við tillögur Hafrann- sóknastofnunar og láta þar við sitja. Sam- hliða þeirri ákvörðun verður hún að gefa ti! kynna, hvernig við verði brugðizt að öðru leyti. Hvaða áhrif hefur þessi niður- skurður á stöðu ríkissjóðs á þessu ári og næstu árum og hvaða ráðstafanir þarf að gera í því sambandi? Hvaða kröfur er rétt- mætt að gera til sveitarfélaganna? Hvaða kröfur er réttmætt að gera til banka og annarra lánastofnana? Og hvaöa kröfur er réttmætt að gera til sjávarútvegsins sjálfs, þeirra fyrirtækja, sem verða fyrir niðurskurðinum sjálfum? Fyrsta spurningin er auðvitað sú, hver viðbrögð sjávarútvegsins sjálfs verða. Skilja mátti ummæli talsmanna hans í upphafi á þann veg, að nú væri tilefni til launalækkunar. Það voru óskynsamleg við- brögð eins og Morgunblaðið benti þá þeg- ar á. Fyrst verða sjávarútvegsfyrirtækin að svara þeirri spurningu, hvað þau geti gengið langt í hagræðingu í eigin rekstri til þess að mæta niðurskurðinum. Stærri fyrirtæki í útgerð hljóta að taka ákvörðun um að fækka skipum í rekstri. Smærri fyrirtæki, sem gera kannski út einn tog- ara eiga ekki þann kost. Þeirra möguleiki er hins vegar sá, að semja sín í milli um útgerð eins togara í stað tveggja. Það ætti að vera framkvæmanlegt víða um landið. Útgerðarfyrirtækin geta út af fyrir sig farið að huga að slíkum ráðstöfunum strax, þótt hin endanlega ákvörðun hafi ekki verið tekin vegna þess, að yfirgnæf- andi líkur benda til, að hún verði í sam- ræmi við ráðleggingar Hafrannsókna- stofnunar í öllum grundvallaratriðum a.m.k., þótt útfærslan geti orðið önnur. Vandi fískvinnslustöðvanna er einnig mikill. Þær búa nú við sívaxandi sam- keppni frá frystitogurum, sem virðist fjölga stöðugt. Jafnframt eiga þær við þá samkeppni að stríða, sem felst í útflutn- ingi á ferskum fiski í gámum, flugvélum eða með siglingum fískiskipa. Sú spurning er áleitin, hvað gerast mundi, ef skylt væri að landa öllum fiski á fískmörkuðum hér heima fyrir en starfsemi fískmarkað- anna virðist fara stöðugt vaxandi. Hvað mundi gerast? Gæti slík krafa verkað eins og vítamínssprauta á fiskvinnslu í landi og orðið til þess, að hún blómstri á nýjan leik? Hvaða vit er í því, að ísland verði eins konar hráefnanýlenda fyrir Evrópu- bandalagið eins og vikið var að í Reykjavík- urbréfí fyrir nokkru? Bæði sjávarútvegsráðherra og formaður LÍÚ hafa haft tilhneigingu til þess í um- ræðunum nú eins og sl. haust, þegar efnt var til umtalsverðs niðurskurðar á þorsk- veiðunum að segja sem svo: Þarna sjáið þið. Þetta þýðir, að ekki má hrófla við kvótakerfínu, það eru engin efni til að leggja nýjar álögur á sjávarútveginn. Mál- flutningur af þessu tagi er vísasti vegurinn til þess að efna til sundrungar en ekki samstöðu. Hér verður ekki tekið upp karp um það, hvort gjaldtaka vegna aðgangs að takmarkaðri auðlind feli í sér nýjar álögur, sem hún gerir að sjálfsögðu ekki. En ein af afleiðingum kvótakerfísins er sú að því er almannarómur hermir, að gífurlegu magni af fiski er hent í sjóinn. Þetta viðurkenna sjómenn og skipstjórnar- menn í einkasamtölum en aldrei opinber- lega og ástæðan er sú, að sá sjómaður, sem staðfestir þessar sögusagnir opinber- lega veit, að hann á yfír höfði sér umsvifa- lausan brottrekstur. Þetta er ekki sérís- lenzkt vandamal. Innan Evrópubandalags- ins er talið, að fískiskip bandalagsins hendi jafnvel jafnmiklu magni af fiski í sjóinn eins og þau koma með að landi. Þær ásak- anir, sem hafðar eru uppi í þessum efnum alls staðar annars staðar en á opinberum vettvangi eru svo alvarlegar, að þá kröfu verður að gera til stjórnvalda, að þau finni leiðir til þess að fá úr því skorið hver sann- leikurinn er. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, lýsir því yfir í laugardagsblaði Morgun- blaðsins, að ekki komi til greina að veita þeim fyrirtækjum, sem verða fyrir afla- samdrætti aðstoð úr ríkissjóði. Þetta er eðlileg afstaða hjá fjármálaráðherra. í rík- issjóði eru engir peningar. Ríkisstjórnin þarf þvert á móti að beita sér fyrir frek- ari niðurskurði ríkisútgjalda á næsta ári. Flokksþing Alþýðuflokksins snerist að verulegu leyti um það, hvort annar stjórn- arflokkurinn væri tilbúinn til að halda áfram á sömu braut og hingað til. í tengsl- um við ákvörðun um niðurskurð þorskveiða er nauðsynlegt, að ríkisstjórnin gefi til kynna að hverju hún stefnir í fjárlaga- afgreiðslu fyrir næsta ár. Jafnframt þarf að koma fram, hvaða kröfur eðlilegt er að gera til sveitarfélaga í þeirri stöðu, sem sjávarútvegurinn er nú og hvort sveitarfé- lögin leggja einhver þau gjöld á atvinnu- greinina, sem hugsanlegt er að létta af við núverandi aðstæður. Sannleikurinn er sá, að sveitarfélögin hafa komizt hjá því að axla sinn hluta af byrðum efnahagssam- dráttar á undanförnum árum eins og Vinnuveitendasambandið hefur raunar ítrekað bent á. Þess vegna er ekki óeðli- legt að spurt sé hver þeirra hlutur geti orðið. Það þarf líka að koma fram í tengslum við þessa ákvörðun, hver hlutur banka og lánastofnana getur orðið í að auðvelda sjávarútveginum að lifa þessa kreppu af. Þar er áreiðanlega við mikinn vanda að stríða. Væntanlega er staðan sú, að bank- Morgunblaðið/Sverrir arnir standi frammi fyrir spurningu um uppgjör á fjölmörgum sjávarútvegsfyrir- tækjum víða um land, jafnvel þótt ekki kæmi til víðtækari niðurskurðar á þorsk- veiðum. Hér þarf að efna til viðræðna á milli forystumanna í sjávarútvegi, forráða- manna bankanna og ríkisstjórnar til þess að kanna hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Það má ekki gleyma því í þessu sambandi, að stórfelldur nýr vandi sjávar- útvegsfyrirtækjanna getur þýtt stórfelldan vanda bankanna sjálfra. Það er þýðingarmikið m.a. til þess að stappa stálinu í fólkið í landinu, sem á eftir að verða fyrir enn aukinni kjaraskerð- ingu á næstu mánuðum, misserum og árum vegna niðurskurðar á þorskveiðum, að ríkisstjórnin taki skýra og markvissa forystu, þegar á þessu sumri í því að vísa veginn út úr ógöngunum og gefi einhverj- ar vísbendingar um það, að hveiju hún stefnir á svipuðum tíma og aflaniðurskurð- ur verður tilkynntur formlega. ÞAÐ LIGGUR í augum uppi, að breytingar á upp- byggingu og þjón- ustu velferðarkerf- is, heilbrigðiskerfís og að nokkru leyti skólakerfís eru við- kvæmari fyrir Alþýðuflokkinn en flesta aðra flokka. Því veldur saga flokksins og hlutur hans að uppbyggingu sérstaklega tryggingakerfisins. Það var því varla við því að búast, að sú stefnubreyting, sem er að verða i þessum efnum á vegum núver- andi ríkisstjórnar gengi hljóðalaust fyrir sig í Alþýðuflokknum og raunar engin ástæða til að hún g^rði það. Umræður eru af hinu góða. Þótt skoðanir geti verið skipt- ar eru umræður styrkur fyrir stjórnmála- flokk. Flokksþing Alþýðu- flokksins Það er ómögulegt að skilja niðurstöður fiokksþings Alþýðuflokksins á annan veg en þann, að flokkurinn hafí tekið afdráttar- lausa afstöðu með þeirri stefnu, sem ríkis- stjómin hefur þegar markað í breytingum á velferðarkerfínu og heilbrigðiskerfinu, enda hafa ráðherrar flokksins verið stefnu- markandi í þeim málaflokkum, þar sem þeir heyra undir ráðuneyti Alþýðuflokksins í núverandi ríkisstjórn. Sighvatur Björg- vinsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra Alþýðuflokksins hefur verið merkisberi þeirrar stefnu og staðið fastur íyrir, hvað sem á hefur dunið. Flokksþingið sýndi jafnframt, að það er kominn meiri breidd í Alþýðuflokkinn en verið hefur um langt skeið. Þetta er ekki lengur lítill og notalegur klúbbur held- ur stjórnmálaflokkur með nokkuð breitt skoðanasvið innan sinna vébanda. Þetta er verulegur styrkur fyrir flokkinn, svo lengi, sem sá skoðanamunur, sem þar er á ferðinni fer ekki út fyrir ákveðin mörk. Hins vegar gæti tónninn í greinaskrifum tveggja Alþýðuflokksmanna, Ólínu Þor- varðardóttur og Ámunda Ámundasonar, í Morgunblaðinu í gær, föstudag, og í dag, laugardag, benti til þess að meiri harka sé á ferðum en jafnvel kom fram á flokks- þinginu. Með þeirri afdráttarlausu afstöðu, sem mörkuð var á flokksþinginu hefur Alþýðu- flokkurinn sýnt, að hann er gjaldgengur til þess að taka þátt í stjórn landsins á erfiðum tímum. Alþýðubandalagið stendur frammi fyrir áþekku prófí í sambandi við afstöðu þess flokks til Evrópska efnahags- svæðisins. Taki flokkurinn afstöðu gegn þátttöku íslands í því samstarfí jafngildir það yfírlýsingu um, að flokkurinn hafi ekki áhuga á virkri þátttöku í landsstjórn. Alþýðuflokkurinn hopaði ekki á flokks- þinginu. Hikar Alþýðubandalagið gagnvart EES? „Umræðurnar undanfarnar vikur hafa ekki orðið til þess að auka trú almennings á þau sjónarmið, sem gagnrýnendur Hafrannsókna- stofnunar hafa sett fram. Þeir gegna hins vegar afar þýðingarmiklu hlutverki í þessum umræðum. Gagn- rýni þeirra og efa- semdir hafa leitt til þess og munu leiða til þess, að umræð- ur um þetta mikla mál, sem varðar framtíð þjóðarinn- ar, verða á þeim breiða grundvelli, sem er nauðsyn- legur undanfari ákvörðunar sjáv- arútvegsráðherra og ríkisstjórnar. Það væri slæmt, ef slíkar umræður færu ekki fram. Þær auðvelda fólki að gera upp hug sinn.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.