Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992
+ Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma ANNA BENÓNÝSDÓTTIR, Grænuhlíð 14, lést í Landspítalnum 18. júní. Sigrfður G. Skúladóttir, Egill G. Vigfússon, börn og barnabörn.
+ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG JÓNASDÓTTIR, Laufskógum 18, Hveragerði, andaðist 18. þ.m. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju fimmtu- daginn 25. júní ki. 13.30. Guðmundur Bjarnason, Helgi Guðmundsson, Helga Jónsdóttir og barnabörn.
+ Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA JÓNSDÓTTIR, ekkja Steindórs Árnasonar, skipstjóra, áður Öldugötu 53, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn 19. júnf. Jón Steindórsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðmunda Jónsdóttir, Bergur Garðarsson, Guðný Svava Bergsdóttir, Haraldur Jónsson, Asdís ingólfsdóttir, Steindór Haraldsson, Laufey Haraldsdóttir.
+ HÓLMFRÍÐUR PÁLSDÓTTIR Freyjugötu 34, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 23. júní kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á að láta heimahlynningu Krabbameinsfélagsins njóta þess. Fyrir hönd vina og annarra ættingja, Marfa Jóhanna Lárusdóttir, Ólafur Hinrik Ragnarsson, Paul Ragnar Smith, Guðný Valtýsdóttir, Lárus Páll Ólafsson, Sofffa Sigurgeirsdóttir, Ragnar Ólafsson, Ólafur Björn Ólafsson.
+ Frænka okkar, HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR frá Skeggjastöðum, andaöist á Droplaugarstööum 16. júní. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 23. júnf kl. 13.30. Vandamenn.
+ EGGERT Ó. JÓHANNSSON yfirlæknir, verður jarðsunginn þriöjudaginn 23. júní 1992, kl. 15.00 frá Foss- vogskirkju. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Félag velunn- ara Borgarspítalans. Helga Aradóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Þökkum innilega öllum þeim er sýndu samúð og heiðruðu minn- ingu vinar okkar EGILS JÓNSSONAR, við andlát og útför hans. Fyrir hönd vina og vandamanna. Grímur Jónsson, Þórarinn Ólafsson.
+ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför, ELNU GUÐJÓNSSON. Björg Bjarnadóttir, Kristján Þórðarson, Bjarni Kristjánsson, Elna Kristjánsdóttir, Guðmundur Möller Guðfrfður Björg og Stefanfa Ósk.
Sigmjón Jóns-
son — Minning
Fæddur 21. október 1923
Dáinn 8. október 1991
Pabbi, Siguijón Jónsson, „Sjonni
frá Engey“, er farinn!
Hann er farinn frá okkur úr
þessu lífi en bíður okkar á góðum
stað. Loksins hefur hann hitt
mömmu og Týru. Pabbi var yndis-
leg manneskja með stóru Emmi.
Hljóðlátur í sinni elsku og hlýju.
Upp í hugann koma ljúfar minning-
ar þegar hann tók mig í fangið
þegar eitthvað bjátaði á og sagði
„svona litla kjánaprikið mitt, þetta
lagast" og maður var ekkert á því
að láta huggast. En hann talaði
mig til í rólegheitunum og fékk
mig til að brosa. Það voru hans
aðferðir. Og þegar hann var með
mig í gönguferð inná „Gamla
hrauni“ þegar ég var mjög ung og
sagði mér frá álfunum í steinunum.
Maður varð að bera virðingu fyrir
híbýlum þeirra, aldrei að ganga
ofaná steinum þar sem það bjó. Og
upp í hugann koma minningar þeg-
ar við systkinin fórum niður á
bryggju að taka á móti honum,
þegar hann var að koma í land með
fisk. Þar fengum við að bröltast og
skoða, það var gaman.
Hann reyndi að vera okkur
krökkunum bæði pabbi og mamma
t
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og
hlýhug við andlát og útför mannsins
míns,
JÓNS SIGURÐSSONAR,
(Kristófers kadetts).
Guðrún Karlsdóttir.
t
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og bróður,
VALDIMARS JÓNSSONAR,
frá Hallgilsstöðum.
Guðbjörg Valdimarsdóttir,
Valdimar Valdimarsson, Helga Ingólfsdóttir,
Berghildur Valdimarsdóttir, Guðmundur Ásmundsson,
barnabörn og systkini hins látna.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkar samúð, hlý-
hug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR,
Dúfnahólum 2.
Sveinn Eyþórsson, Hafdfs Eggertsdóttir,
Birgir Eyþórsson, Birna Stefánsdóttir,
Gunnar Eyþórsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
andlát og útför sambýlismanns míns,
föður, sonar, bróður og tengdasonar,
PÁLS GUNNARSSONAR,
Álfatúni 1,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki
Landakotsspítala.
Jóhanna Tómasdóttir, Marta Pálsdóttir,
Marta Ingvarsdóttir, Gunnar Valdimarsson,
Valdimar Gunnarsson, Þóður Gunnarsson,
Tómas Kristjánsson, Hólmfrfður Gestsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför föður okkar, tengdafööur, bróöur, afa og langafa,
SIGURÐAR SVERRISSONAR,
Hjallatúni,
Vík f Mýrdal.
Sérstakar þakkir að Hjallatúni og Heiðarbæ.
Ásgeir Sigurðsson,
Oddbjörg Sigurðardóttir,
Sigrfður Sigurðardóttir,
Bára Sigurðardóttir,
Þórhildur Sigurðardóttír,
Sigursveinn Sigurðsson,
Þórey Sverrisdóttir,
Helga Bjarnadóttir,
Gfsli Vigfússon,
Aðalsteinn Bjarnfreðsson,
Þorsteinn Bjarnason,
Rósa Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
og sagði það oft við okkur. Það
tókst honum.
Þó að maður hafí ekki alltaf ver-
ið góða bamið, eins og gengur,
reyndi ég alltaf að bæta það upp á
einhvern hátt. Það var fyrirgefið
sem upp á kom.
Og svo er maður alltaf að vonast
eftir að hafa erft einhverja þá góðu
eiginleika sem pabbi var gæddur.
Umhyggju fyrir dýmm sem hann
leit á sem jafningja. Að sjá fugl
skotinn var erfitt fyrir hann, allt
átti að fá að lifa, allt.
Pabbi var mjög barnelskur sem
sést best á því að hvert einasta
barn sem skreið upp í hlýja faðminn
hans í fýrsta skiptið átti hjarta
hans upp frá því og hann var
„Sjonni" afí, og þau voru ólöt
krakkamir að koma í heimsókn á
Hóló í spjall við „afa“. Hann var
trúnaðarvinur. Þessi maður kenndi
manni ótrúlega mikið. Ekki af bók-
um heldur manngæsku.
Ef fólk hugsaði almennt eins og
pabbi gerði væri heimurinn dásam-
legur. Allir áttu að vera góðir hvor-
ir við annan, ekki rífast og karpa
þá gengi allt betur, það var hans
mottó.
En núna er pabbi farinn héðan
til fallegs staðar og hefur hitt elsku
mömmu og saman ganga þau í fal-
legri náttúru, sem hann elskaði, og
þau spjalla saman um heima og
geima, rifja upp liðna tíma. Og við
hittumst öll að lokum.
Ég vil kveðja elsku pabba með
ljóði eftir Stein Steinarr sem var í
uppáhaldi hjá okkur báðum.
í sólhvítu Ijósi
hinna síðhærðu daga
býr svipur þinn.
Eins og talbiátt regn
sé ég tár þín falia
yfir trega minn.
Og fjarlægð þín sefur
í faðmi mínum
í fyrsta sinn.
Guð geymi hann elsku pabba
minn.
Ég veit að þar sem hann er, get-
ur hann sungið hástöfum í fallegri
sveit, eins og hann hafði svo mikla
unun af.
Bylgja.
Blómastofa
Friðfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099