Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ'1992 15 Gamli skólinn var orðinn heldur óhrjálegur. Nýr grunnskóli, „Margrét Mongorian Primary School“, var vígður í Pókothéraði í Kenýu 8. maí síðast- liðinn. Skólinn er kenndur við íslenska konu, Margréti Hjálmtýsdóttur fegrunarsérfræðing, sem kostaði byggingu skólans. greiddi götu hennar í gegnum flug- vallarkerfið. Gleði og þakklæti Fólkið í Monogrion og í öllu Pókot- héraði, sem hefur frétt af hinum glæsilega skóla, er afskaplega þakk- látt fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Það eru kristniboðarnir líka, sem fengu fjármagn til að byggja skóla fyrir fólk, sem þurfti mjög á honum að halda og hefði aldrei getað safnað nægum peningum til slíkrar bygg- ingar. Það er hægt að fá miklu meira fyrir peningana í Afríku en á Is- landi. Nú eiga böm fátæks fólks, sem ekki á mikið undir sér, mögleika á menntun, en menntun er lykill að framtíðinni. Það eru ekki svo mörg ár síðan við íslendingar vorum frumstæð þjóð í efnalegu tilliti. Nú lifum við hins vegar við allsnægtir. I kristindómn- um lærum við að bera umhyggju fyrir náunganum. Skólinn í Monogri- on er ávöxtur kristilegs náungakær- leika. Máltækið „sælla er að gefa en þiggja" fær dýpri merkingu þegar þetta er haft í huga. Höfundur er kristniboði — Hvað fannst þér um mannlífið í Pókot? „Það er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast. Konur eru al- mennt ekki mikils metnar. Menntun er lítil og við vígslu skólans var verið að hvetja foreldra til að senda öll börn sín í skóla. Mörgum þykir óþarft að mennta öll bömin, þeim finnst að einhver verði að vera heima og hjálpa við búskapinn. Fólkið er stórglæsilegt, það ber sig svo vel og er tígulegt. Vinsemd og þakklæti fólksins í Pókot verður mér ógleymanlegt." — Finnst þér að peningunum, sem áttu að vera þér til skemmtun- ar, hafa verið vel varið? „Ég get ekki hugsað mér neitt sem hefði veitt mér meiri ánægju en að sjá peningunum svona varið. Ekki dró það úr ánægju minni þeg- ar ég sá hve þörfm var mikil. Skól- inn sem þau höfðu áður var hálf- hruninn strákofi og mestöll kennsl- an fór fram undir beru lofti. En ánægjulegast er ef eitthvað af börn- unum getur lært og kynnst menn- ingunni í gegnum nýja skólann." Tónlistarskóla Kópavogs slitið TÓNLISTARSKÓLA Kópavos var slitið 22. maí sl. að viðstöddu fjöl- menni. Þar með lauk 29. starfsári hans. I vetur stunduðu 467 nemend- ur nám við skólann en þar af voru 117 í forskólanum. Nokkrir fram- haldsskólanemendur stunduðu tónlistarnám sem valgrein og 2 voru á tónlistarbraut. Nemandi í pianóleik, Jósep Gíslason tók lokapróf í 8. stigi og var Kári Gestsson kennari hans. Jósep er 6. pianónemand- inn sem lýkur þessum áfanga. Hann kom fram sem fulltrúi skólans á fyrstu hátið íslenskrar pianótónlistar sem fram fór á Akureyri í maí og lék þar „Fjórar abstraktsjónir" eftir Magnús Bl.Jóhannson. í vetur voru haldnir 36 tónleikar innan skólans og hafa þeir ekki áður verið fleiri. Til nýlundu má telja að á vortónleikum söngdeildar voru m.a. flutt atriði úr óperum og komu nemendur fram í búningum. Tónlistarskólinn hefur ávallt veitt bæjarbúum þá þjónustu að koma til móts við óskir ýmissa félagasam- taka um tónlistarflutning eftir því sem við verður komið og gefið þeim þar með kost á að njóta þess list- ræna náms sem nemendur skólans geta miðlað. Fjölmargir nemendur hafa komið fram á þessum vett- vangi og flutt tónlist t.d. hjá Félags- starfi aldraðra og Félagi eldri borg- ara, hjá íbúum Sunnuhlíðar og fyr- ir vistmenn Kópavogshælis. Nem- endur tóku virkan þátt í samstarfs- viku grunnskóla og tónlistarskóla í tilefni af ári söngsins og komu einn- ig fram í tveim útvarpsþáttum. Nemendur Tónlistarskólans komu mánaðarlega fram við messur í Kópavogskirkju í vetur og tvisvar eftir áramót við messur í Hjalla- sókn. Miðsvetrarpróf fóru fram í janúar og um leið voru haldnir foreldradag- ar. Skólanum lauk með vorprófum og árlegu kynningarnámskeiði fyrir börn og er það haldið til vekja at- hygli á forskólanáminu. Anna Sigríður Björnsdóttir píanókennari lét af störfum við skólann fyrir aldurssakir og voru henni færðar þakkir fyrir heilla- dijugt starf á liðnum árum. í vetur festi Tónlistarskólinn kaup á viðbótarhúsnæði í Hamra- borg 11 og þar með opnast mögu- leikar til að efla starfsemi hans enn frekar í framtíðinni. Tónlistarskóli Kópavogs er sjálfs- eignarstofnun rekin af Tónlistarfé- lagi Kópavogs. Skólastjóri er Fjölnir Stefánsson. (Fréttatilkynning) Eg vil gjarnan gerast vinur Hafnarfjarðar Nafn Kennit. íieimilisfang . Sími__________ Vinsamlegast takið tillit til 12 daga afgreiáslutíma «asj Heimilisfangið er: VINUR MINN f HAFNARFIRÐI, PÓSTHÓLF 431,220 HAFNARFIRÐI Við erum vinir vina Hafnarfjarðar Víðskiptaaðilarnir hér að neðan eru vinir vina Hafharfjarðar og bjóða þeim afslátt af vörum sínum og þjónustu. Framvísaðu Vildarkortinu þegar þú átt viðskipti við þessa aðila. Dröfn hf. Bílaþjónustan Lækjarkot sf. Tómstund Tækniþj. Karls Sveinss. Raf-x hf. Tæknistofa PálsV. Bjarnas. Kristján Jónss. Pípulagnir Samax hf. Málmsteypan Hella hf. Herrahornið Fjarðarstál sf. Vörumerking hf. Húsgagnaversl. Nýform Hárgreiðslust Guðrúnar Augnsýn gleraugnaversl. A. Hansen Austri hf. Álfaborg Blómabúðin Burkni Bílahornið hf. Byggðarverk Búsáhöld og leikföng Demantahúsið Dalakofinn Eðalhreinsun hf. Fjörukráin GPhúsgögn Gistiheimilið Berg Glugga- og hurðasmiðja SB Granít hf. Bilaleigan Greiði Hjólbarðaviðgerðin BG Heilsubúðin Hárgreiðslustofan Meyja Ishestar Líkamsræktarstöðin Hress Lögmannsstofan Lakktækni hf. Litla Teiknistofan Nýja fatahreinsunin RafmættiGunnarAndréss. Rafha hf. Steinsteypusögun Svansbakarí Skútan hf. veitingaeldhús Teiknistofa Guðna Gíslas. Tækniþjónusta Gísla Guðmundss. Vélaverkst Þorleifs Jónss. Vikurhugbúnaður Virkinn varahL/bifreiðaverkst. Verkþjónusta Kristjáns Verkfræðistofa Stefáns og Björns Ijffuí geruit vinur Hafnarfjarcfar núna... i . uúsuu^' °6^ ****:«. íó\w^ei,utn 's U v\a efuu1 stt ,.óautu 0„\0U upp’e oVUaf °S \_uvtun V I N.t* R HAFKARÍáRÐAI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.