Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 IT\ \ /^',ersunnudag’.ir21.júní, 173. dagurársins mJJWJ 1992. Árdegisflóðkl. 10.16 ogsíðdegisflóð • kl. 22.23. Fjara kl. 4.09 og kl. 16.13. Sólarupprás í Rvík kl. 2.54 og sólarlag kl. 24.05. Sólin er í hádegisstað kl. 13.30 ogtunglið er í suðri kl. 5.56. (Almanak Háskóla ís- lands.) Því að allar þjóðirnar ganga hver í nafni síns Guðs, en vér göngum í nafni Drottins, Guðs vors, æ og ævinlega. (Mika 4,5.) ÁRNAÐ HHILLA HJÓNABAND. í dag, sunnu- dag, verða gefin saman í hjónaband _ í Dómkirkjunni Steinunn Ásgeirsdóttir og Tommy Carl Gustaf Hákon- son. Heimili þeirra verður í Stokkhólmi. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir gefur brúðhjónin saman. ára afmæli. í dag 21.júní er sextug Hulda Símonardóttir hús- móðir Dvergabakka 18 Rvik. Hún tekur á móti gest- um í dag, afmælisdaginn í Sóknarsalnum, Skipholti 50 í dag, kl.15-18. FRÉTTIR/MANNAMÓT SUMARSÓLSTÖÐUR eru í dag. í Háskóla-almanakinu er tímasetningin gefin upp og er það kl. 3.14 aðfaranótt dagsins í dag, sunnudagsins 21. júní. Á morgun, mánudag, byrjar sólmánuður. Þriðji mánuður sumars að fomís- lensku tímatali. Hefst mánu: daginn í 9. viku sumars. í Snorra-Eddu er þessi mánuð- ur einnig nefndur selmánuð- ur. í dag er þjóðhátíðardagur Grænlands. PRESTSMAKAR. í sam- bandi við prestastefnuna, sem hefst á þriðjudaginn kemur hér í Rvík mun biskupsfrúin, Ebba Sigurðardóttir, að vanda bjóða prestsmökum, ásamt prestsekkjum, til kaffi- drykkju á heimili biskups- hjónanna að Bergstaðastræti 75 næstkomandi miðvikudag kl. 15.30. FERÐAKOSTNAÐAR- NEFND hins opinbera birtir í Lögbirtingablaði sem út kom í byrjun þessa mánaðar um- burðarbréf, sem íjallar um reglur þær er gilda við greiðslu dagpeninga til ríkis- starfsmanna í ferðalögum þeirra erlendis. Greiðslukerfíð er með þrennum hætti: Al- mennir dagpeningar, dagpen- ingar vegna þjálfunar- eða eftirlitsstarfa og loks svo- nefnd almenn ákvæði. HREPPSTJÓRASTAÐA í Sauðaneshreppi í N.-Þing. auglýsir sýslumaður Þingeyj- arsýslu í Lögbirtingi með umsóknarfresti til 30. þ.m. AKSTUR vinnuvéla og drátt- arvéla í Reykjavík hefur verið takmarkaður og birtir lög- reglustjórinn í Reykjavík þessar reglur í Lögbirtinga- blaðinu en þær taka gildi hinn l. júlí. Birtur listi yfír þá vegi og götur sem reglumar ná til og þær reglur sem gilda skulu á þeim akstursleiðum. LANGAHLÍÐ 3, þjónustu- miðstöð aldraðra. Á þriðju- daginn fer fram tónlistar- kynning undir stjóm Sigurðar Bjömssonar, kl. 14.30. Ingi- björg Marteinsdóttir syngur, Lára Rafnsdóttir leikur á fiðlu og Eiríkur Örn Pálsson leikur á trompet. VIÐEY. í dag kl. 15.15 hefst á hlaðinu í Viðey staðarskoð- un, sem hefst í kirkjunni, en síðan gengið um Viðeyjar- hlöð: Fomleifagröfturinn skoðaðurs sagan rifjuð upp m. m. — I kjallaranum í Við- eyjarstofu er búið að setja upp sýningu á munum sem fund- ist hafa við fomleifauppgröft- inn þar í eynni. BARNADEILD Heilsu- vemdarstöðvarinnar, Barón- stíg, hefur opið hús fyrir for- eldra ungra bama þriðjudag kl. 15-16. Umræðuefnið er þunglyndi eftir fæðingu. ATVINNULEYSISTRYGG- INGASJÓÐUR. í Lögbirtingi tilkynnir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið að Margrét Tómasdóttir deildar- stjóri hafi verið skipuð deild- arstjóri fyrir Atvinnuleysis- KROSSGATAN LÁRÉTT: - 1 karldýrs, 5 vangaskegg, 8 skorturinn, 9 smjörskaka, 11 sigruðum, 14 mjúk, 15 smá, 16 reiðan, 17 greinir, 19 fleka, 21 espi, 22 logandi hnöttur, 25 grafreitur, 26 svifdýrs, 27 fljót. LÓÐRÉTT: - 2 fæða, 3 álít, 4 hárlaust höfuð, 5 ertan, 6 elska, 7 spils, 9 svolítil, 10 hæfileg, 12 nærri, 13 grobb- inn, 18 klæðleysi, 20 verkfæri, 21 fæði, 23 dvali, 24 samliggj- andi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 Svíar, 5 svalt, 8 foma, 9 stóll, 11 endir, 14 urr, 15 rýran, 16 penni, 17 aga, 19 næði, 21 alda, 22 aðstoða, 25 aur, 26 úlf, 27 rói. LÓÐRÉTT: - 2 vot, 3 afl, 4 roluna, 5 snerpa, 6 van,. 7 lúi, 9 springa, 10 ófróðar, 12 danglar, 13 reikaði, 18 gult, 20 ið, 21 að, 23 sú, 24 of. ■Ágreiningurinn lifir Flokksþing Alþýðuflokksins er nú afstaðið Grfú\lD- tryggingasjóð og hafi tekið við því starfi 1. maí. FÉLAG ELDRI borgara. Félagsvist spiluð í dag kl. 14 og dansað í kvöld kl. 20 í Goðheimum. Þriðjudag verð- ur Pétur Þorsteinsson lög- fræðingur til viðtals eftir há- degi. BORGARFJARÐAFERÐ efnir Hið ísl. náttúrafræðifé- lag til dagana 26.-28. júní. Þetta er náttúraskoðunarferð og verða jafnan með í för staðkunnugir menn. Verður farið víða um byggðir Borgar- íjarðar. Gist verður á Varma- landi í tjöldum eða svefnpoka- plássi. Nánari uppl. og skrán- ing þátttakenda í skrifstofu félagsins (HÍN), Hlemmi 3, (Náttúrufræðistofnunin), þriðjud.-fimmtud. LAUGARNESSÓKN. Kven- félag sóknarinnar fer í sumar- ferðalagið á laugard. 27. þ.m. og verður lagt af stað frá kirkjunni kl. 9. Þátttöku þarf að tilkynna Hjördísi s. 35121, Brynhildi s. 35079 eða Guðný s. 35434. ARNARSTAPI. í félags- heimilinu Snæfelli Iiggur nú frammi tillaga að skipulagi Arnarstapa 1991-2011. Hugsanlegum athugasemd- um á að koma á framfæri við oddvita Breiðavíkurhrepps fyrir 11. ágúst nk. YFIRSKATTANEFND. Fjármálaráðuneytið auglýsir í nýju Lögbirtingablaði lausar til umsóknar stöður nefndar- manna í yfírskattanefnd. Um er að ræða 6 stöður. Skipað verður í stöðurnar í fyrsta skipti frá 1. júlí. Nefndar- menn verða þá ýmist skipaðir til tveggja ára, tveir til fjög- urra ára, aðrir tveir og loks tveir sem skipaðir verða til 6 ára í senn. Síðan segir: Skulu fjórir nefndarmanna hafa starfið að aðalstarfi og tveir að aukastarfi. Umsóknar- frestinn setur fjármálaráðu- neytið til 29. þ.m. STARF ALDRAÐRA á veg- um Reykjavíkurborgar. Á þriðjudaginn kemur verða tvær stofnanir borgarinnar heimsóttar: Vatnsveitan og Hitaveitan. Tilkynna þarf um þátttöku í s. 689670. SILFURLÍNAN s. 616262. Viðvikaþjónusta við eldri borgara daglega kl. 16-18. HALLGRÍMSSÓKN, starf aldraðra. Á miðvikudaginn kemur verður farið austur að Sólheimum í Grímsnesi og lagt af stað kl. 13. Dagana Þessir strákar héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálpar- sjóð Rauða krossins og söfnuðu 1.270 kr. Þeir heita Kjart- an Hrafn Matthíasson, Birkir Sævarsson og Magnús Jó- hannesson. 8.-11. júlí er ráðgerð ferð um ísafjarðardjúp og verður komið við í Vigur. Þátttak- endur tilkynni Dómhildi þátt- töku sína sem fyrst. SELTJARNARNESSÓKN. Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld, sunnudag, kl. 20.30. SÉRFRÆÐINGAR. í til- kynningu í Lögbirtingi frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu segir að það hafi veitt Sverri Harðarsyni lækni leyfi til að starfa sem sérfræðingur í líffærameina- fræði. Ráðuneytið hefur veitt Birgi Ólafssyni og Helga Indriðasyni leyfi til að stunda tannlækningar og veitt Erni Sveinssyni lækni leyfi til að starfa sem sérfræðingur í augnlækningum. BRJÓSTAGJÖF, ráðgjöf fyrir mjólkandi mæður. Hjálparmæður „Barnamáls" era: Arnheiður s. 43442, Dagný s. 68718, Fanney s. 43188, Guðlaug s. 43939, Guðrún s. 641451, Hulda Lína s. 45740, Margrét s. 18797 o g Sesseljas. 610458. REYKJAVÍKURHÖFN: I dag fara franska herskipið og fylgdarskip þess og mal- biksskipið Stella Lyn. Togar- inn Viðey er væntanlegur úr söluferð. Á morgun, mánu- dag, era væntanlegir að utan Brúarfoss og Dettifoss og Grundarfoss. Þá koma tvö skemmtiferðaskip, Vista- fjord, norskt og rússneskt og fara að bryggju í Sundahöfn og fara út aftur þá um kvöld- ið. Væntanlegt er leiguskipið Lyn og gasflutningaskipið Anne Lise Kosan. Loks er togarinn Ottó N. Þorláksson væntanlegur inn af veiðum. ORÐABÓKIN Hvar kreppir skórinn að? Nokkuð er farið að bera á því, að fólk misskilur gömul orðtök eða máls- hætti og notar þá ekki alltaf rétt. Er leitt til þess að vita, því að hófleg notkun orðtaka eykur á blæbrigði málsins, hvort sem er í ræðu eða riti. Áður hefur hér verið nefnt, að menn væru farn- ir að segja: Hann gerir að því skóna í stað hins uppranalega: Hann gerir því skóna. Merkingin er auðvitað sú að gera ráð fyrir e-u, ganga að e-u vísu. Enginn efi er á því, að þetta er komið úr máli skógerðarmanna. — Ann- að orðtak er svo það, þeg- ar sagt er, að skórinn kreppi að e-m. I upphafi á það við fótinn, en fer svo að fá víðari merkingu, þ.e. um þrengingar eða örðugleika, sem steðja að e-m. Þessi yfirfærða merking er algeng í mál- inu og þekkt allt frá 17. öld. Samsvarandi orðtök eru þekkt i mörgum mál- um. Nýlega heyrði ég á tal tveggja manna í Ríkis- útvarpinu, þar sem verið var að ræða eitthvert mál og erfiðleika í því sam- bandi. Þá sagði annar þeirra eitthvað á þessa leið: Það fer eftir því, hvar kreppir að skónum. Von- andi hefur þetta verið mismæli, en samt sakar ekki að vara við, enda menn þá farnir að snúa hugsuninni við. Ekkert kreppir að skónum sjálf- um, en það er hann, sem getur kreppt að, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. -JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.