Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 31 ATVINNUA/ JGLY. Si iNGAR Hagfræðingur óskast Stéttarfélag óskar að ráða hagfræðing í hlutastarf frá 1. september nk. til að vinna að kjara- og réttindamálum félagsmanna. Umsókn sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „H - 3496“, fyrir 1. júlí nk. Sölufólk óskast Vanur sölumaður óskast til að sinna góðu auglýsingasöluverkefni. Gott tímarit með mikla útbreiðslu. Aðeins vanur maður kemur til greina. Þarf að geta hafið störf strax. Einnig vantar lausafólk í tímabundin sölu- verkefni í sumar. Umsóknir merktar: „Traust - 7995“ sendist til auglýsingadeildar Mbl. Auglýsingateiknari með mikla reynslu óskar eftir starfi á auglýs- ingastpfu eða sem teiknari hjá góðu fyrir- tæki. Á og er vanur að vinna á Macintosh- tölvu. Til greina kemur að vinna sjálfstætt fyrir fyrirtæki og stofnanir. Svör sendist til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Teiknari - 9858“ fyrir 26. júní. Atvinnurekendur ath.l Fjöldi námsmanna á skrá með margvíslega menntun og starfsreynslu. Opið frá kl. 9-18 alla virka daga. A TVINNUMIÐLUN NÁMSMANNA, símar 621080 og 621081. ---1----------------------------- Umbrot á Macintosh Óskum að ráða vanan starfskraft í umbrot á Macintosh. Viðkomandi vinnur með auglýs- ingateiknara. Aðeins vanur aðili kemur til greina. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Umbrot - 9855“ fyrir miðvikudag. Skrifstofu- og sölustarf Óskum að ráða starfskraft í skrifstofu- og sölustarf, heilsdagsstarf. Reynsla af bók- haldsvinnu og ritvinnslu á tölvu nauðsynleg. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Skrifstofustarf - 9856" fyrir mið- vikudag. Forstöðumaður átaksverkefnis Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf., Byggða- stofnun og sveitarstjórnir Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps, Grýtubakka- hrepps og Hálshrepps, óska etir að ráða forstöðumann fyrir átaksverkefni í atvinnu- málum í framangreindum sveitarfélögum. Stefnt er að því að viðkomandi geti hafið störf í byrjun október nk., eða samkvæmt nánara samkomulagi. í boði er fjölbreytilegt, en um leið krefjandi starf. Leitað er að duglegum og traustum starfs- manni sem getur haft frumkvæði að verkefn- um og á auðvelt með að umgangast fólk. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf skal senda til Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar hf., Geislagötu 5, 600 Akureyri, fyrir 10. júlí nk. Nánari upplýsingar veita Valtýr Sigurbjarnar- son, Byggðastofnun, í síma 21210 og Ás- geir Magnússon, Iðnþróunarfélagi Eyjafjarð- ar, í síma 26200. Fóstrur Fóstrur óskast til starfa við tveggja til þriggja deilda leikskóla á Seyðisfirði. Stöðurnar veitast frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar fást í síma 97-21350 hjá leikskólastjóra eða yfirfóstru. Bæjarstjórinn á Seyðisfirði. Matreiðslumaður Óskum eftir að ráða matreiðslumann eða manneskju vana matreiðslu til sumarafleys- inga í grill Söluskála Kaupfélags Héraðsbúa, Egilsstöðum. Húsnæði í boði. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 97-11200. Krossgátu höf u nd u r óskast strax Af sérstökum ástæðum vantar okkar vanan mann (konu) til að sjá um Verðlaunakross- gátubókinna. SEL- ÚTGÁFAN, Austurströnd 10, Seltjarnarnesi, símar 611533 og 611633, fax 616415. Skrifstofustarf hjá stéttarfélagi Starfsmaður óskast til almennra skrifstofu- starfa frá 15. ágúst nk. Um er að ræða 80% starf. Starfið felur í sér vinnu á tölvu auk margvíslegra annarra starfa. Umsókn sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „Þ - 3498“, fyrir 1. júlí. Kirkjuvörður Seljasöfnuður óskar eftir kirkjuverði til starfa við safnaðarheimili og kirkju safnaðarins, Seljakirkju. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september 1992. Skriflegum umsóknum með upplýsingum um aldur, fyrri störf og menntun skal skila fyrir 15. júlí næstkomandi til skrifstofu safnaðar- ins í Seljakirkju, Hagaseli 40,109 Reykjavík. Upplýsingar um starfið veita eftirtaldir aðil- ar: Valgeir í síma 71910, Björn í síma 74075 og Friðrik í síma 74520. Laus störf Óskum að ráða eftirtalda starfsmenn: 1. Fjármálastjóra hjá innfiutningsfyrirtæki í Reykjavík. Leitað er að viðskiptafræðingi af fjármálasviði. 2. Ritara hjá félagasamtökum í Reykjavík. Leikni í ritvinnslu (Macintosh) og mjög góð íslenskukunnátta skilyrði. Vinnutími 12-16 eða 12.30 til 16.30. Ráðning frá 15. júlí nk. 3. Sölumann hjá innflutningsfyrirtæki með fatnað fyrir alla fjölskylduna. Söluferðir út á land. Æskilegur aldur 30-40 ára. 4. Starfsmann til að sjá um mötuneyti fyrir 100 manns. Leitað er að matreiðslu- manni eða aðila með reynslu. Afleysinga- starf til 15. ágúst nk. Vinnutími 8-16 og aðra hverja helgi. Umsóknarfrestur er til og með 24. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavördustíg 1a — 101 fíeykjavík — Sími 621355 ítalska - enska íslendingur, 29 ára, með menntaskólapróf frá Ítalíu, óskar eftir starfi við ferðamanna- þjónustuna og þýðingar. Svör sendist til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „ítalska - A 812“ fyrir 26. júní. Hlutastarf-sept. Barngóð og traust manneskja (yngri eða eldri) óskast inn á heimili í Vesturbænum frá 1. september nk. til að gæta 7 mánaða gam- als drengs. Vinnutími frá kl. 9.30-12.30 þrisvar til fjórum sinnum í viku. Upplýsingar í síma 29667. Hjúkrunarfræðingur óskast Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar í Laugar- ási auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í fullt starf við heilsugæsluselið á Laugarvatni frá 1. ágúst 1992. Framtíðarstarf - staðaruppbót. Upplýsingar gefa Jón Eiríksson, stjórnarfor- maður, í síma 98-65523, hjúkrunarforstjóri í síma 98-68880 og Þórir Þorgeirsson, odd- viti, Laugarvatni, í síma 98-61199. Hárgreiðslusveinn óskast ARpMWL Síðumúla 23, sími 687960. Staða yfirlæknis Staða yfirlæknis í geðlækningum er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að læknirinn sinni geðlækn- ingum við Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi, verði yfirlæknir vistheimilis fyrir ósakhæfa, geðsjúka afbrotamenn að Sogni í Ölfusi og verði ráðgefandi geðlæknir við fangelsið að Litla-Hrauni. Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendast til skrifstofu Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 15. júlí 1992. Upplýsingar um stöðuna eru veittar í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Safnaðarstarfsmaður Guðfræðingur, eða maður með BA-próf í guðfræði eða menntun á uppeldissviði, ósk- ast til starfa við Seltjarnarneskirkju. Starfið er aðallega fólgið í samhæfingu og skipulagn- ingu á barna- og unglingastarfi, sem fyrir er, og uppbyggingu leiðtoga. Ennfremur fræðslu og öðrum störfum eftir samkomulagi. Um er að ræða hálft starf og fer vinnutími og kjör eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur sóknarprestur, Sólveig Lára Guðmundsdódttir, vs. 91- 611550, hs. 91-12655 og formaður sóknar- nefndar, Haukur Björnsson, vs. 91-688777, hs. 91-623434. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist sóknarnefnd Seltjarnarnessóknar, Kirkjubraut 2, 170 Sel- tjarnarnesi, fyrir nk. mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.