Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JUNI 1992 Vogum: Soroptimistakon- ur gróðurselja Vogar. KONUR úr Soroptimistaklúbbum Keflavíkur og Suðui nesja gróður- settu nýlega 700 birki- og lerkiplöntur á nýju skógræktarsvæði ná- lægt Vogum. Að sögn Guðrúnar Valgeirsdóttur, formanns Soroptim- istaklúbbs Keflavíkur, var haft samband við landgræðsluna vegna þessa verkefnis og valdi landgræðslan þennan stað til gróðursetning- ar. Guðrún sagði að gróðursetning væri sameiginlegt verkefni hreyf- ingarinnar í Evrópu, og nýr forseti í Evrópu hefði komið hingað til lands nýlega og gróðursett fyrsta tréð í Olafsvík. Á þriðja tug kvenna tók þátt í Prestastefn- an hefst á þriðjudag PRESTASTEFNAN 1992 verð- ur haldin í Neskirkju í Reykja- vík dagana 23.-25. júní nk. Aðalefni prestastefnunnar í ár er: Þjóðkirkja og þjóðarsál. Fjallað verður um kirkju og þjóð í samtímanum og hlutverk kirkjunnar I fjölhyggjusamfé- lagi. Fyrirlesarar verða: Séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík og fjallar hann um ein- staklinginn í fjölhyggjusamfélagi. Dr. Pétur Pétursson dósent fjallar um þjóðfélag og kirkju. Séra Bald- ur Kristjánsson, sóknarprestur á Höfn í Hornafirði, fjallar um hlut- verk safnaðar í samfélaginu og séra Örn Bárður Jónsson, verk- efnastjóri safnaðaruppbyggingar, fjallar um efnið: Sókn á markaðs- torgi „guðanna". Prestastefnan hefst með messu í Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. júní. Þar predikar séra Bolli Gústavsson vígslubiskup. Altaris- þjónustu annast séra Guðmundur Þorsteinsson, séra Jón Dalbú Hró- bjartsson, séra Hjalti Guðmunds- son og séra Jakob Ágúst Hjálm- arsson. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins Hungers Friðriks- sonar. Setningarathöfn prestastefn- unnar hefst síðan í Neskirkju kl. 14. Þar flytur biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, yfirlits- ræðu sína. Við athöfnina syngur Dómkórinn í Bergen. Prestastefnunni lýkur síðdegis fimmtudaginn 25. júní. ------» ♦ ♦ gróðursetningunni að þessu sinni, en klúbbarnir gróðursettu fyrir tveimur- árum á Vogastapa. Þann stað kusu þær að kalla Bjartsýnis- lund og hinn nýja vilja þær kalla Systrabrekkur, og er því hér með komið á framfæri. - EG Soroptimistakonurnar samankomnar eftir gróðursetninguna. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Borgarráð: 18,5 milljón- ir fyrir loft- ræstikerfi BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka 18.530.967 króna tilboði frá lægstbjóðanda, Blikki og Stáli hf., í loftræstikerfi í íbúðir aldraðra við Lindargötu 57 til 61 og 64 til 66. Tilboðið er 64,91% af kostnaðaráætlun sem er 28.548.950 krónur. Fimm tilboð bárust og átti Blikksmiðjan Höfði hf. næst lægsta boð, eða rúmar 19,5 millj., sem er 68,88% af kostnaðaráætl- un. Blikkás hf. bauð 21,6 millj. eða 75,83% af kostnaðaráætlun, Blikksmiðjan Vík hf. bauð 22,5 millj. eða 78,84% af kostnaðar- áætlun og Gylfi Konráðsson hf. bauð rúmar 23,8 millj. eða 83,65% af kostnaðaráætlun. 1 - 3 vikna ferðir í juní og júlí á ótrúlega lágu verði. NIALLORCA Fjölskylduparadísin Sa Coma SEMÞU HEFUR AfDREI $EÐ AÐUR Vilta í sóiskinsparadís frá 27.550 R0YAL TILB0ÐIÐ 38.330 43.510 ATH. AÐ ROYAL-keaian— er ein glæsilegasta nn hótelkeðjan á Mal|orca. ■■ Aðeins hjá Urvali Utsýn. 4 4 ^URVALUTSÝN / Mjódd: sími 699 300; við Austurvöll: sími 2 69 00 ( Hafnarfirði: sími 65 23 66; við Ráðbústorg á Akureyri: sími 2 50 00 Verðdæmi miðast við staðgrciðslu. Föst aukagjöld (flugvallarskaltar, innrítunargjald og forfallagjald), samtals 3.450 kr. fyrir fúllorðna, ern ckki innifalin f vcrðdæmum. ' °S bjá umboðsmönnum um luild allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.