Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 21. JUNI 1992
að emhver|u leyti en þo þyrrti
neistinn alltaf að vera til staðar.
„Svo fór hann bara að góna út í
hríðina og þóttist sjá drauga og
allskonar forynjur ...“, sagði afi
minn. Það var skaði því hann lang-
aði til að spyija skáldið af hveiju
„Bræðumir í Grashaga" endar eins
og hún gerir. Það hafði alltaf vaf-
ist fyrir honum og nú höfðu forlög-
in varpað að fótum hans einstæðu
tækifæri. En einskis meir var spurt
því galdrar heiðarinnar höfðu tekið
öll völd.
Það var af og frá að afi minn
teldi sig eiga heiður skilinn fyrir
að plægja Hellisheiðina fram og
aftur í öll þessu ár. „Það verður
ekkert af aungvu ...“, sagði hann
og beit í pípuna. M.B.f. sá þó
ástæðu 1974 til að heiðra sína elstu
bílstjóra. Er þeir mættu prúðbúnir
til athafnarinnar, vantaði einn —
Þórmund. Ágrafíð skrín virtist
dæmt til að daga uppi í dimmum
skáp. En mjólkurbústjóri hugsaði
sitt ráð. Vissulega hefði hann get-
að stungið gripnum að Munda útí
mjólkurbúi einhvem morguninn,
en hefði ekki verið hálfgerður
kotungsbragur á því? Því var það
á næsta gamlárskvöldi er við fylgd-
umst með Billy heitnum Smart
leika listir sínar niðrí stofu að
vaskahússhurðinni var skyndilega
hmndið upp og inn stormaði mjólk-
urbústjóri með sinn sirkus og frúin
líka. Mikil var glaðværðin og íraf-
árið þessa stuttu stund og ég sá
að Munda var skemmt og hver
veit hvaða tilfínningar vöknuðu
þama undir hrjúfum skrápnum.
A.m.k. hafnaði skrínið góða innan
virkisveggjanna og var þá ekki
megintilganginum náð? Já, mjólk-
urbústjóra var mikið niðri fyrir.
Eitt sinn ku hann hafa sagt að
Þórmundur væri eini starfskraftur-
inn sem hann hefði nokkm sinni
grætt á. En það var erfítt að heiðra
hann.
Eilífðartíma sem Þórmundur
eyddi við stýrið var fráleitt að akst-
ur væri honum einhver sú ástríða
sem sumir nefna „bíladellu". Hans
fyrirlitning á þeim sem „fákuðust"
um allar jarðir og eyddu bensíni
engum til þægðar, var algjör. Það
var ófagur munnsöfnuðurinn þeg-
ar hann heyrði Rallaksturkeppni
getið í fréttum. Fyrir honum var
bifreið einfaldlega þarfasti þjónn-
inn með mótor. Ég greindi honum
stundum frá þeim ásetningi mínum
að taka aldrei ökupróf. „En þú
vilt sitja í bíl“ sagði hann þá alltaf
með sama þjóstinu.
Þórmundur atti Ópelskijóð til
eigin afnota og varð snemma auð-
kenndur af skráningamúmerinu
sem hann erfði frá mjólkurbúinu
forðum, X 10. Það ergði Munda
geypilega hvað menn gátu gert
mikið veður út af aumu bflnúmeri.
Það var engu líkara en aðdáenda-
klúbbur væri í uppsiglingu. „Ég
ætla að taka niður númerið hjá
Þórmundur Guð-
steinsson - Minning
Fæddur 7. nóvember 1914
Dáinn 24. maí 1992
' Mörgum sinnum hef ég gengið
spölinn upp fyrir Jaðarstún,
sumarbústað þingmannsins allt að
enda vegslóðans og aftur til baka
heim að Flúðum. Á þeim endimörk-
um bæjarins er Selfoss fegurstur,
þar sem sólin glitrar á Ölfusá og
blindar laxveiðimönnum sýn. I
þessari selfyssku sveit — „fyrir
utan á“, reistu þau bæ sinn þau
Þórmundur og Sigurbjörg-Beitar-
húsa-afí og Bogga amma, eins og
ég hef alltaf kallað þau. í þeim
sunnlenska Edensgarði reikaði ég
' um í æsku, gerði at í afa mínum
og var dekurbam ömmu minnar.
Skyndilega er þetta allt orðið
eins og ljúfur draumur fortíðar.
Þórmundur Guðsteinsson er látinn.
Síðast sá ég hann rétt fyrir brott-
för mína, haustið 1986, sem hann
trúði varla að myndi eiga sér stað.
„Mikið held ég að þú verðir hrædd-
ur þegar þú verður kominn til
Bandaríkjanna," sagði hann. Fyrir
honum voru öll ferðalög óþarfa
„héraskapur“ og bruðl. „Til hvers
var nú verið að fara þessa ferð?“
var spurningin sem margir fengu
í framan. En nú ferðumst við í
huganum.
Þórmundur var mikið uppáhald
okkar bamanna þegar hann snýtti
sér með sínum óviðjafnanlega
styrk. Eða þegar hann æsti sig
upp, sem var nokkuð oft. Stundum
hélt hann þó rósemi sinni i öllum
ærslunum en sagði með hægð:
„Það ætti að flengja ykkur með
naglaspýtu".
Kannski vom slíkar spýtur
notaðar á uppvaxtaráram hans í
Grímsnesi, en við sáum aldrei
neina. Við fengum hins vegar að
kenna á þeim skrúflykli sem vora
kramlumar á honum, þegar röðin
kom að honum að gantast. Þau
kraumaði kátínan í karli þegar við
grátbáðum miskunnar.
Já, hann var sterkur sem naut,
tryggur sem tröll og raunar var
fátt mennskt við þennan þráa, stór-
lynda mann. Hann var engum lík-
um.
Hann var aldamótamaður, fullur
af einföldum slagorðum þess ís-
lands sem horfíð er. „Það er ekki
hægt að eyða meira en aflað er.“
var uppáhaldssetning hjá Þór-
mundi. Éða þá: „Peningamir vaxa
ekki á tijánum!"
Ungur gekk Þórmundur sam-
vinnustefnunni á hönd og taldi það
skyldu sína að veija málstað henn-
ar til síðasta blóðdropa ef ekki vildi
betur. Rómsterkur var karlinn,
allajafna en ef vegið var að heiðri
Framsóknarflokksins eða Sam-
bandsins ætiaði þakið bókstaflega
af húsinu. Það var einfaldlega hans
bjargfasta trú að Samvinnuhreyf-
ingin væri einfær um að halda
uppi verslun og atvinnulífi í þessu
landi. „Hver hefur verið að biðja
ykkur um að vera í bísniss!" hreytti
Þórmundur í kaupmenn þegar þeir
kveinuðu í fjölmiðlum um höft og
annað harðræði. Það var ekki stétt
sem hann hafði í miklum metum.
'„Já, heildsalamir í Garðabæ
heimta fína, steypta vegi ... en
þeir vilja ekki borga útsvar!"
Svo gekkst ég undir mína póli-
tísku eldskím, líka og var fímmtán
ára gamall orðinn málpípa hinnar
kommúnísku Heimsbyltingar og
flutti hana með mér til Selfoss.
„Það er auðvelt að hrópa bylt-
ing, bylting á torgum og gatnamót-
um ..." óð afí minn elginn. En ég
gaf mig ekki og skoraði þráfald-
lega á hann að snúast á sveif með
öreigum allra landa.
„Oreigakjaftháttur er þetta alla
tíð. Það eru engir öreigar á íslandi
í dag ...“
„Þú er öreigi ...“ sagði ég.
„Ég! öreigi er sá sem ekkert á!“
Já, áróður minn féll í grýtta urð
bændamenningarinnar. En ég fann
auman blett þegar ég dró Fram-
sókn og íhald í sama dilk sem fóst-
bræður í arðráni verkalýðsins.
„Það var ekki svo beysið þegar
kommar og íhald fóra saman og
tæmdu gjaldeyrissjóðina," skaut
hann þá á móti. „Þjóðfélagið bar
ekki sitt barr í áratugi á eftir..."
Ég þóttist heyra þar óm af þúsund
Tímaleiðuram.
Og hann virtist fá einskonar
staðfestingu á gran sínum þegar
ég fór einu sinni lofsamlegum orð-
um um Áma Johnsen. „Já, komm-
ar hafa löngum verið hrifnir af
íhaldsmönnum“, sagði hann þurr-
lega.
Hans menn vora þeir Jónas og
Hermann, Eysteinn og Erlendur.
Einhveijum þeirra samvinnuhöfð-
ingja hafði hann kynnst lítillega á
löngum bflstjóraferli og var ekki í
þeim að fínna dramb eða hofmóð
minntist Þórmundur á viðkvæmum
stundum. Hann gjörþekkti þó stór-
veldið í túninu heima hjá sér —
Egil Grímsson Thorarensen. Það
var víst í eina skiptið sem honum
sást bregða við mannslát er hann
spurði fráfall Jarlsins í Sigtúnum.
Já, Framsóknarmaddaman lútir
nú höfði. Genginn er einn af síð-
ustu lærisveinum Jónasar frá
Hriflu sem efaði aldrei einn einasta
bókstaf. Það er meira en atkvæði
sem dó í nótt.
Það var þó í bílstjórasætinu sem
menn muna Þórmund best, óhagg-
anlegan með pípuna í munninum,
girtan pijónahúfunni og brúnu
lopapeysunni og oft á tíðum yggld-
an á svip. Sá svipur mildaðist þó
til muna þegar hann fékk „kell-
ingu“ í bílinn hjá sér til að rekja
úr gamimar á langri leið. í þá
daga var mjólkurbfllinn val hins
hagsýna ferðamanns.
Hann hóf ferilinn upp í Gríms-
nesi á ljúfum tímum Charlestones
og heimskreppu. Uppi á hálalofti
ryðguðu 78 snúninga skífur og
fornt myndaalbúm, sneisafullt af
yngismeyjum. Rudolph Valentino
byijaði líka sem vörabflstjóri.
Það var hins vegar hjá Mjólkur-
búi Flóamanna sem Þórmundur
gerði garðinn frægan. Með bless-
aða mjólkina bifaðist hann til
Reykjavíkur um Krísuvík og
Kamba í ein þijátíu ár. Hann hafði
séð öll veður og allar tegundir
umferðarslysa og margan hrakinn
ferðalanginn hafði hann tekið uppí.
Eitt sinn í blindbyl slæddi hann
upp skáldið úr Húsinu, Guðmund
Daníelsson. Hann var þrekaður
nokkuð en hresstist fljótt við vél-
arylinn og þeir tóku að ræða um
bókmenntir. „Er hægt að læra það
að vera rithöfundur?" spurði
Mundi. Það taldi skáldið vera jú,
þér“ var viðkvæðið. „Þú kemst nú
ekki langt á númerinu" sagði Þór-
mundur þá og sperrti sig í framan.
Ásókn manna í titla, embætti
og annan loftkenndan ávinning var
Þórmundi efni í marga ádrepuna.
„Bölvaðan héraskap" nefndi hann
slíkt og klikkti oft út með sögunni
um „Nasreddin og frakkann" úr
eldgömlu kveri sem lá með Skin-
faxaskraddunum upp á lofti. „Já,
Nasreddin fór hús úr húsi og bað
um eitthvað að éta og það vildi
ekki nokkur maður líta við honum.
En þegar hann var kominn í nýjan
frakka þá vildu allir gefa honum
... Þá sagði Nasreddin: Éttu frakki,
éttu ..." og Þórmundur ítrekaði í
gegnum árin „éttu frakki, éttu..“
Stundum virtist andúð
Þórmundar á mannlegu eðli frá
útrás í einskonar ólundarkasti.
Þegar Hekla gaus 1980, nennti
hann varla svo mikið sem að skima
í átt að reykjarmekkinum. „Og
hvað með það“ sagði hann allur
þaninn og hélt áfram sínu verkfæ-
rastússi úti í skúr. Síðar um daginn
þegar einhver tilkynnti að ekki sæi
fyrir enda bílalestarinnar úr
Reykjavík hreytti hann út úr sér
„veistu ekki hvernig fólk er?“ Hér
áður fyrr sagði hann stundum að
annar hver maður á íslandi væri
geðklofa.
I minningargreinina — litteratúr
íslendinga er komin hefð á, ef
ekki óskrifuð lög að segja að „und-
ir hijúfu yfírborði hafí slegið mikið
og gott hjarta". Ja, þeir gerðust
ekki hijúfari en Þórmundur. Við
sem stóðum næst honum vissum
líka að hann var flóknari hverri
véfrétt. Eins laginn og hann var
við að móðga fólk gat hann verið
allra manna viðræðubestur og
alúðlegur var hann við ungu stúlk-
urnar, allt að því föðurlegur. Og í
sönnum anda íslensks sveitamanns
var honum hlýtt til allra skepna
og ekki bara smalahundsins og
sauðkindarinnar. „Já, greyið,“
sagði hann við hrikalegustu skrið-
kvikendum á sjónvarpsskerminum.
En hann var fljótur að skipta aftur
yfír í grátt kaldlyndið, „Vinur ,vin-
ur ... ertu svo vitlaus að halda að
þú eigir vin?“ þramaði hann. „Ég
á aungvan ..." Mér er nær að ætla
að hann hafí verið frændlaus, líka.
Systkini sín þekkti hann varla, af
foreldrum sínum hafði hann lítið
að segja. Ég heyrði hann aldrei
taka sér orðin „mamma“ og
„pabbi“ í munn. Aldrei. Hann gat
talað uppljómaður um gömlu hús-
freyjumar á Kiðjabergi og Brúsa-
stöðum en á fóstru sína Þórönnu
á Stóra-Borg minntist hann ekki.
Eina frændræknin sem ég sá til
hans var þegar hann leitaði uppeld-
isbróður síns í kirkjugarðinum í
Grindavík.
En þó hann hafí aldrei átt móð-
ur, ömmu, systur eða frænku eða
þessvegna vinkonu vissu allir sem
til þekktu að í Boggu-ömmu hafði
Sveinbjöm Enoks-
son — Minning
Fæddur 22. júní 1925
Dáinn 13. júní 1992
Vinur okkar, Sveinbjöm Enoks-
son, lést á heimili sínu laugardaginn
13. júní sl. eftir erfíða baráttu við
illvígan sjúkdóm.
Hann var sonur hjónanna Svein-
bjargar Sveinbjömsdóttur og Enoks
Helgasonar rafvirkjameistara í
Hafnarfirði. Fljótlega eftir nám í
Flensborg gerðist hann leigubfl-
stjóri og eignaðist eigin bfl. G-10
var bílnúmerið hans alla tíð enda
oftast nefndur Bubbi á tíunni. Hans
aðalsmerki var að hann lagði aldrei
mat á mjsfellur í fari samferða-
mann^ sinna og lét aldrei styggðar-
yrði falla um nokkurn mann.
Hann giftist 9. ágúst 1947 Jó-
hönnu Hall Kristjánsdóttur frá
Furafirði á Ströndum. Það var hans
mesta gæfa. Saman eignuðust þau
sjö böm. Þau eru Már, f. 1947,
Öm, f. 1949, Rós, f. 1951, Enok,
f. 1953, Valur, f. 1956, Herdís, f.
1958 og Ólafur Þröstur, f. 1961.
Sveinbjöm átti einnig dótturina
Söndra. Allt er þetta efnisfólk og
samhent systkini.
Samverastundimar okkar vora
helst á hátíðis- og gleðidögum fjöl-
skyldnanna og í sumarferðalögum.
Árin 1960-70 fóram við oft 4-5
fjölskyldur í stuttar ferðir saman,
til dæmis að Laugarvatni, í Fljóts-
hlíðina eða enn nær, t.d. að
Höskuldarvöllum í nágrenni Hafn-
arfjarðar. Þá áttu fæstir bíl en í
þessum hópi voru 20-25 böm. Einn
pabbinn vann hjá fyrirtæki sem lán-
aði vörabíl. Sveinbjöm átti vin og
nafna sem átti hús á vörabílspall
og fékk það lánað og síðan var all-
ur hópurinn selfluttur ásamt úti-
legudóti á staðinn. í öllum þessum
ferðum ríkti einhugur, gleði og
kærleikur. Bubbi, eins og hann var
oftast nefndur, varðveitti alltaf
barnið í sjálfum sér og var óþreyt-
andi að finna upp á leikjum og dró
þá oft upp úr farangursgeymslunni
hann fundið allt sem hann þurfti.
í hennar návist var ljónið sefað ...
um stund.
Og hvað þá um samband okkar
tveggja. Það þótti sumum harla
skrýtið. Ég var ómaginn þeirra á
Flúðum, stúdentinn, skáldið og
hugsuðurinn sem kom engu í verk
nema að éta og tala.
„Ætli það sé til latari maður en
þú?“ sagði hann eins og við sjálfan
sig. „Þú ert svo latur að ég held
að þú nennir ekki að lifa ..."
Já, vissulega hafa umskipti orð-
ið. Frá bamæsku hefur þessi stór-
skorni, grófmælti maður fylgt mér
að. Ég man að hann kallaði mig
„La“ á góðum stundum og hef
aldrei komist að hvort það var ís-
lenska eða ekki. En það skiptir
engu. Litlum dreng undir sæng
þótti hlýlegt að heyra ,jæja, La
..." fyrir nóttina. Annað sem hann
þuldi fyrir mig til fullorðinsára oft
á kvöldin eftir síðasta kaffið var
bjöguð bakaríauglýsing sem hann
hafði séð fyrir mörgum áram í
Reykjavík. „Gísli Brauð og Krist-
inn Kökur ...“ þuldi hann með
hrynjandi, meðan hann kleif stig-
ann ... „Gísli Brauð og Kristinn
Kökur ...“ Á þeim stundum fannst
mér ég komast næst honum, gamla
Beitarhúsaafa. Og það var svo sem
ágætt líka þegar hann sagði mér
að fara út að gelta með hundunum.
Ég eltist eins og lög gera ráð
fyrir, en heimsóknum mínum á
Flúðir fjölgaði fremur en hitt.
Gæska ömmu minnar, orðaflaumur
afa míns og niður Ölfusár hefur
alltaf verið ómótstæðileg veisla.
Grið þreyttri sál. Orðavalið breytt-
ist eilítið: „Það er sláttur á kvikind-
inu ...“ sagði afi minn þegar honum
þótti ég ekki lengur nógu barnsleg-
ur og feiminn. En þegar von var
komu minnar brást það sjaldan að
hann fyllti skápana af uppáhalds-
fóðri mínu, Cocopuffs, rándýram
heildsalainnflutningi. Það er ekki
furða þó ég yrði spilltur prins.
Mundi gerði þó alltaf sitt til að
minna mig á afturför mína: „Ég
held þér sé að versna, Jónsi,“ sagði
hann eftir að ég ruddi út úr mér
nýjustu viðhorfum mín og ævintýr-
um. Það var svar karlsins í Gríms-
nesinu þegar Jónsi sonur hans
sagðist ætla að fara gifta sig.
Ég ræddi nokkrum sinnum við
hann símleiðis frá Ameríku og
þótti gott að heyra þróttmikinn
róminn svona óbreyttan og óbug-
andi. En fjörið fór þverrandi. í síð-
asta samtali voru á afmælisdaginn
hans í haust hafði hrumleika
greinilega sett að. En við vönduð-
um okkur vel. „Kristinn minn“ kom
ekki af hans vöram oft m dagana.
Þórmundur andaðist að morgni
sunnudagsins 24. maí. Síðasta
spölinn frá sjúkrahúsi út í garð fór
hann í endurreistum Ópelnum,
sjálfum sér nógur til hins síðasta.
Kristinn Jón Guðmundsson,
New York.
heimasmíðuð tól til að leika með.
Síðasta hópferðin okkar með bömin
var 1969, 14 daga ferð norður í
land. Þá höfðum við öll umráð yfír
fólksbflum. Átta fullorðinir og átján
böm fóru Kjalveg með svefnpoka-
gistingu á Hveravöllum. Allar þess-
ar ferðir vora börnunum mikils virði
og við búum enn að þessum mikil-
vægu samverastundum foreldra og
bama.
Árin 1973-1981 fóram við hjón-
in með Bubba og Hönnu og stund-
um fleiri hjónum í fjögur mikil ferð-
alög. Hugmyndin var að kynnast
lífsháttum annarra þjóða og skoða
sig um. Fjárhagur og gjaldeyrishöft
leyfðu ekki lúxuslíf með tilheyrandi
þjónustu, svo tjald var heimili okkar
í öllum ferðunum og sameiginleg
eldamennska á gastækjum. Árið
1973 skoðuðum við meginland Evr-
ópu í sjö vikur. Árið 1976 fórum
við á svipaðar slóðir en fóram miklu
víðar og sunnar, alla leið til Na-
pólí. Þá voram við níu vikur. Árið
1979 fórum við um Færeyjar, Skot-
land og England í sex vikur og
1981 var ekið um Bandaríkin í sex
vikur. Það er ekki sjálfgefíð að
svona ferðalög takist vel þó um
vini sé að ræða. Þetta er samspil