Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 17
I andasteggir að sækja á Tjörnina síðsumars til að fella flugfjaðrirnar. Þeir koma víða að og allt upp í 500 stokkandasteggir fella þarna ár- lega. Svo nú er Tjömin ein stærsta þekkta fellistöð stokkanda á íslandi. Aðrar tegundir bættust ekki við af sjálfsdáðum og sumar hurfu reyndar sem varpfuglar svo sem lóuþræll og óðinshani. Byggðin var að þenjast út í austur og vestur við Tjömina. Flóinn við suðurenda Tjarnarinnar var þurrkaður og fyllt- ur og Hljómskálagarðurinn búinn til á uppfyllingunni. Vatnsmýrin var ræst fram og ræktuð og seinna var þar lagður flugvöllur. istaka fór Verulega var fram a Tjörn- gengið á varp- inn, ^ og eftir sióustu aldamót. Ljósmynd Magnús Ól- afsson. lönd mófugla. Snemma eftir 1920 hófst umræðan um að skemmti- legt væri að auka fjöl- breytni fuglalífsins á Tjörninni. Hafa verið gerðar tilraunir með 14 tegundir andfugla, að því er Olafur segir. Af þeim hafa 13 myndað frjálsa og fleyga stofna, sem haldið hafa tryggð við Tjörnina. Álftin sem borðar kleinur Eitt mesta skart Tjarnarinnar á veturna eru álftirnar. Alftir hafa alltaf haft vetursetu á Innnesjum. Tveir álftamngar voru fengnir á Tjörnina sumarið 1920 og tveimur árum síðar vom keyptir 12 ungar. Álftimar vom vængstýfðar árlega og hýstar á hveijum vetri. Þessir bandingjar, sem síðar fengu að fljúga, kenndu þeim villtu smám saman að nota Tjörnina. Síðan um 1980 hefur allur Innnesjahópurinn, um 150 álftir, haft vetursetu á Tjörninni. Þær hafa breytt háttum sínum. Áður vom þær úti á sjó. Þetta er stærsti álftahópurinn sem dvelur á Islandi yfir veturinn. Álftirnar koma víða að á Tjörn- ina. Ólafur segir mér að merktir fuglar af Tjöminni verpi víða. Til dæmis norður í Skagafirði, í Vatns- dal, í Jökuldalsheiðinni og á Mýmm. Ein sem alltaf hefur haft vetursetu í Skotlandi breytti háttum sínum í fyrra og ákvað að vera hér kyrr. Hann kann skemmtilegar sögur af slíkum álftum. „Ein fyrsta álftin sem við merkt- um fékk merkið með áletmninni LLB. En merkingin er stór gulur plasthólkur, sem hægt er að lesa af úr fjarlægð. Ekki leið á löngu áður en hringt var norðan frá Bakka í Vatnsdal og tilkynnt um LLB og frú. Álftaparið hafði dvalið þar í nokkur sumur. Sótti heim á bæ, bönkuðu á gluggann í hretum og steggurinn kom meira að segja inn og át kleinur við eldhúsborðið og sníkti sér mjólk í íjósinu. Það var ekki fyrr en hann kom merktur vorið 1990 að fólkið áttaði sig á því að þessar álftir vom mannvanar af Tjörninni. Þær fara seint í mars beint á varpstöðvamar og koma aftur á Tjörnina seint í október. Maki þessa álftarsteggs drap sig í flugslysi," segir Ólafur. Viðmæl- andi hans hélt að fuglinn hefði lent á flugvél. Ekki var það svo. Álftirn- ar sofa ekki á Tjöminni og á leið álftamömmu í svefnstað í ofsaroki skellti sviptivindur henni utan í húsvegg í Vesturbænum. Húsfreyj- an á Bakka í Vatnsdal hafði slæm- ar draumfarir um þetta leyti, álft- irnar vitjuðu hennar blóðugar. Svo kom steggurinn einn í vor á varp- stöðvamar. Þegar húsfreyjan á Bakka kom í bæinn í vetur hafði hún fullan poka af kleinum handa svönu sinni. LLB tók fóstru sinni fagnandi og hoppaði með orgi miklu upp á bakkann og át allar kleinurn- ar. Þarna var hann kominn steggur- inn sem kemur í eldhúsið til hennar fyrir norðan á sumrin. Hann hefur lag á að eignast vini hér fyrir sunn- an Iíka. Á áranum 1950-60 voru settar nokkrar grágæsir á Tjörnina og þær og afkomendur þeirra höfðu hér vetursetu, fyrstu grágæsirnar sem haft hafa reglubundna vetursetu á Islandi. Þeim hefur fjölgað mjög. 20-30 pör verpa á svæðinu og 500-600 hafa nú vetursetu. 1956 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JUNI 1992 17 og 1957 var gerð umfangsmikil til- raun til að setja endur á Tjörnina. Voru það um 500 endur af 9 mis- munandi tegundum. Af þeim eru 4 tegundir þar enn.Það er æðarfugl, duggönd, skúfönd og gargönd. En ef við bemm fuglalífíð í dag saman við það sem var á sl. áratug, þá hefur orðið nokkur fækkun. Varp- fuglum hefur fækkað og færri ung- ar komist upp, segir Ólafur. Líkleg- asta skýringin á verri afkomu unga er sú að minna æti sé fyrir þá á Tjörninni núna. Ungarnir byggja tilvera sína fyrstu vikuna á náttúmlegu æti, Suóur meó Tjörn og vió Tjarnar- endann óx svokallaó tjarnarsef (gulstör), sem var eftir- sótt til slsegna enda var leigan ó þvi sérstakur tekjulióur i reikningum bæjarstjórn- ar, skrifar Guójón Frió- riksson. útskýrir hann. Þeir drepast ef þeir fá bara brauð. Þessu æti ná þeir á 4-5 metra belti með bakkanum. Þvi em sveiflur á vatnsborðinu slæmar. Óæskilegt ef verið er hleypa vatni úr Tjörninni, því þá drepast nýlirfur og önnur botndýr á grynningum við bakkana. Kring um Ráðhúsbygg- inguna var rask í langan tíma. Nú er því lokið, en Ólafur kvaðst hafa séð fyrir aðeins fáum dögum að af einhveijum ástæðum var búið að hleypa úr og grynningar við bakk- ana. Ungamir em mjög viðkvæmir á þessu fyrsta skeiði. Eðlileg afföll em 60% en geta orðið allt að 90%-100%. Forsenda þess að viðhalda auð- ugu fuglalífi er að tryggja fuglun- um svigrúm, þ.e. að hætta að fylla upp í Tjörnina og varðveita varp- stöðvarnar í Vatnsmýrinni. Einnig að hafa einhveijar skynsamlegar umgengnisreglur við lífríkið. Ein af þeim að vera ekki að hleypa úr Tjörninni í tíma og ótíma, segir Ólafur. Varðveisla vatnasvæðisins Þetta leiðir talið að vatnasviði og vatnsmagni Tjarnarinnar. Það endurnýjar sig 20 sinnum á ári. Vatnasviðið er um 3 ferkílómetrar, þar á meðal Vatnsmýrin og vestur- hluti Öskjuhlíðar. Síðustu áratugina hafa orðið miklar breytingar. En forsenda þess að varðveita fuglalíf- ið á Tjörninni er að varðveita bú- svæði fuglanna. Af varpsvæði utan flugvallargirðingar er um 7 ha frið- land. Innan flugvallarsvæðisins eru allstórar spildur eftir. En stór svæði hafa verið plægð upp og breytt í grasflatir, sem em slegnar reglu- lega. Afleiðingin sú að á þessar flat- ir koma nú mávar og gæsir á beit, en mófuglamir em horfnir, svo og varpsvæði Tjarnarandanna. I grein um skipulag Tjarnarsvæðisins segir Yngvi Þór Loftsson að Tjömin og Vatnsmýrin séu á náttúruminjaskrá Náttúruverndarráðs og gildi það um allar tjarnirnar með hólmum og bökkum ásamt svæðinu í Vatn- smýri milli Hringbrautar, Norræna hússins og Háskólavallar. í aðal- skipulagi Reykjavíkur fyrir tímabil- ið 1990-2010 eru Tjömin og Vatns- mýrin skilgreind sem borgarvemd- uð svæði.„Borgarstjóri hefur sam- þykkt að friða svæði undir borgar- vernd vegna sérstæðrar náttúm, landslags og söguminja, umhverfís eða útivistargildis. Þessum svæðum mun borgarstjórn leitast við að halda ósnortnum. í einstaka tilfell- um getur borgarstjóm þó leyft vissa starfsemi eða framkvæmdir, sem hún telur tengjast eðli og hlutverki svæðanna og em í þágu almenn- ings. Borgarverndaða svæðið nær yfír tjamirnar, Hljómskálagarðinn og Vatnsmýrina norðan Norræna hússins að Hringbraut. Hústjöm verður stækkuð og grafíð síki að Njarðargötu og Hringbraut. Með því að taka upp brýr á síkinu verð- ur hægt að loka hluta af friðland- inu, um 5 ha, fyrir umferð manna á varptímanum 15. apríl til 15. júlí. Við allar framkvæmdir er lögð áhersla á að gmnnvatnsstaða í Vatnsmýrinni breytist ekki.“ Á vegum Háskólans og borgaryf- irvalda hefur verið unnið að sam- starfsverkefni um deiliskipulag Háskólalóðarinnar. Miðað er við að fullbyggt rúmi svæðið háskóla með allt að 8000 nemendum. Skipulagið gerir ráð fyrir akstursaðkomu að Háskólanum frá Njarðargötu og um göng undir Hringbraut á móts við Bjarkargötu. Meginuppbygging í Háskólahverfínu austan Suðurgötu verður í mýrinni sunnan við Nor- ræna húsið. Þar verða byggð nokk- ur tveggja til þriggja hæða hús og sagt að þau verði hönnuð þannig að sem minnst traflun verði á grunnvatnsrennsli vegna þeirra. í grein vinnuhópsins um framtíð Tjarnarsvæðisins segir m.a.: Fyrir- hugaðar byggingar Háskóla íslands gætu minnkað rennsli til Tjarnarinn ar um 5%. Ræðst það að nokkru af því hvernig staðið verður að frá- rennsli frá opnum svæðum milli bygginganna, en ef rennsli af grón- um svæðum fer í grunnvatnið má minnka áhrif þessara framkvæmda. Ef flugvallarsvæðið yrði allt tekið undir byggingar má búast við að aðrennsli til Tjamarinnar minnkaði n r verulega. Vatn af þökum, götum og bílastæðum færi þá í holræsa- kerfí borgarinnar. Þessi minnkun mundi samsvara hlutfalli húsa, gatna og bflastæða af heildarflatar- máli vatnasviðsins. Einnig mundi frágangur á undirstöðum mann- virkja ráða miklu um rennsli gmnn- vatns. Á flugvellinum em fyrirhug- aðar breytingar, þar sem norð- austur-suðvestur brautin verður lögð niður og flugstöðin færð á austurhluta svæðisins, norðan Nauthólsvíkur. Þessar breytingar verða samfara færslu Hringbraut- ar. í lokaorðum segja þeir félagar að það sem gefí útivistarsvæðunum hvað mest gildi sé hið íjölskrúðuga fuglalíf, en samskipti borgarbúa og þá einkum yngstu kynslóðarinnar við fuglana á Tjörninni séu ef til vill sá þáttur í borgarmenningu okkar sem á sér orðið hvað sterk- asta hefð. Lífvemmar gefí svæðinu mest gildi. Til að tryggja viðgang þeirra megi ekki ganga frekar á Tjömina með uppfyllingum. Þetta sé í fullu samræmi við stefnu borg- aryfírvalda, enda njóti Tjörnin borg- arverndar. Meginstefnan ætti að vera sú að viðhalda sem fjölbreytt- ustu lífríki, mönnum til ánægju og fróðleiks. Nauðsynlegt sé að ganga þannig frá Vatnsmýrinni, vatns- forðabúri Tjarnarinnar, að tryggt sé að nægilegt og ómengað vatn streymi áfram til Tjarnarinnar. Lít- ið sé eftir af hinni fornu Vatns- mýri. Votlendisspildur þurfi að varðveita eins og hægt er, bæði sem heimild um gróðurfar og fræðslu, en einnig sem þýðingarmestu varp- lönd anda og vaðfugla á svæðinu. Hægt sé að hafa áhrif á framvindu botndýrasamfélaga og vatnagróð- urs í Tjöminni með því að draga úr eða koma í veg fyrir næringar- efnaauðgun. Botndýrin séu for- senda fyrir viðkomu andaunga og em aðalæti þeirra fyrstu vikurnar. Forðast beri að hleypa vatni úr Tjörninni, þannig að strandsvæði standi á þurm og botndýrin drep- ist. Fjölbreytt varpfuglafána ( 20 tegundir) Tjarnarsvæðisins ráðist af búsvæðum. Ljóst sé að ef Vatns- mýrin verði öll lögð undir mann- virki og grasflatir, hverfi 12-20 teg- undir varpfugla. Til að tryggja framtíð varpfuglanna hafí borgin friðað 7 ha svæði umhverfis Vatns- mýrartjörn. Þetta friðland sé nógu stórt fyrir allar endur og gæsir, sem verpa við Tjörnina, en aðeins Íítinn hluta vaðfugla. Því er lagt til að borgaryfírvöld semji við flugvallar- yfírvöld um að eyðileggja ekki frek- ar en orðið er óræktarspildur innan flugvallargirðingar og þá sérstak- lega svæðin við Njarðargötu og Seljamýri sunnan flugvallar. Tillögumar miðast við að varð- veita umhverfíð og lífverurnar. Þriðji þátturinn og ekki sá veiga- minnsti sé að koma þessum fróðleik til almennings með skipulagðri vett- vangsfræðslu, og er þessi bók lóð á þá vogarskál. Hlutverk Tjamar- svæðisins í umhverfísfræðslu eigi eftir að verða mikilvægari á kom- andi ámm. Hin góða samvinna, sem tekist hafi milli Reykjavíkurborgar, vísindastofnana Háskólans og Nátt- úruverndarráðs muni tryggja að í framtíðinni verði staðinn vörður um lífríki Tjarnarinnar og vel að því hlúð um ókomin ár. ...alltafþegar 'Cfc það er betra Trjáplöntur - runnar Á meðan birgðir endast seljum takmarkað magn af eftirtöldum tegundum á ótrúlega lágu verði (gerið verðsamanburð); Hansarós stór frá kr. 360, birkikvistur kr. 210, gljá- mispill, 80-100 cm, kr. 150-170, gljávíðir kr. 79, sunnukvistur kr. 290, birki i pottum kr. 230, sírenur kr. 330-390, alaskavíðir og viðja kr. 69. Að auki höfum við fjöldan allan af trjáplöntum og runnum á verði, sem á sér ekki hliðstæðu. Magnafsláttur, greiðslukjör. Verið velkomin. Opið alla daga frá kl. 10-21. TRJÁPLÖNTUSALAN NÚPUM, ÖLFUSI, (beygt til hægri við Hveragerði), sími 98-34388.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.