Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SIÓNVARP SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 43 18.00 íslandsdeildin. Islensk dæguriög. 19.00 Kvöldverðartónar. 20.00 i saeluvímu á sumarkvöldi. Óskalög, afmælis- kveðjur o.fl. 22.00 Blármánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson. Fréttirkl. 8,9,10,11,12,13,14,15,16 og 17. STJARNAN FM 102,2 7.00 Morgunútvarp. Umsjón Asgeir Páll. Morgun- korn kl. 7.45-8.45. Gunnars Þorsteinsson. 9.00 Jódis Konráðsdóltir. 11.00 „Á góðum degi". Kristbjörg, Óli og Gummi bregða á leik. 13.00 Ásgeir Páll. 17.00 Morgunkorn. Gunnars Þorsteinsson. 17.05 Ólafur Haukur. 19.00 Kvölddagskrá i umsjón Rikka E. 19.05 Ævintýraferð í Odyssey. 20.00 Reverand B.R. Hicks prédikar. 20.45 Richard Perinchief prédikar. 22.00 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr. James Dobson. 24.00 Dagskrárlok. Bænastund kl. 9.30,13.30,17.30,22.45 og 23.50. Básnalinan er opin kl. 7 - 24. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Fréttir. 7.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson og Guðrún Þóra eru árrisul sem fyrr. 8.00 Fréttir. 9.05 Tveir með öllu. Jón Axel Ólafsson og Gunn- laugur Helgason. Fréttir kl. 10, 11 og 12. 12.00 Hádegsfréttir. 12.15 Rokk og rólegheit. /yina Björk • Birgisdóttir og góð tónlist i hádeginu. iþróitafréttir kl. 13.00. 16.05 Reykjavik síðdegis. HallgrimurThorsteinsson og Steingrímur Ólafsson. 18.00 Landsiminn. Bjarni Dagur Jónsson. 19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. 19.19 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgason 23.00 Bjartar nætur. Eria Friðgeirsdóttir. 3.00 Næturvaktin. EFFEMM FM 96,7 7.00 í morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson. 9.00 Morgunþáttur. Ágúsl Héðinsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdís Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir. 15.00 ívar Guðmundsson. Stafamglið. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason. 19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin. 22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 1.05 Haraldur Jóhannsson. 6.00 Náttfari. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson. Tekið á móti óskalögum og afmæliskveðjum. Fréftir frá frétta- stofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00. HiTTNÍUSEX FM 96,8 7.00 Morgunþáttur. Umsjón Amar Albertsson. 10.00 Klemens Arnarson. Tónlist. 13.00 Arnar Bjarnason. Tónlist. 16.00 Páll Sævar Guðjónsson. Tónlist. 19.00 Kari Lúðviksson. 22.00 Rokkhjartað. Umsjón Sigurjón Skæringsson. 1.00 Næturvaktin. SÓLIN FM 100,6 8.00 Morgunþáttur. Haraldur Kristjánsson. 10.00 Jóhannes. 13.00 Hulda Skjaldar. 17.00 Steinn Kári. Óskalög. 19.00 Hvað er að gerast? 21.00 Vigfús. 1.00 Næturdagskrá. ÚTRÁS FM 97,7 16.00 Iðnskólinn í Reykjavík. 18.00 FB. 20.00 Kvennaskólinn. 22.00 í öftustu röð. Umsjón Ottó Geir Borg og Isak Jónsson. 1.00 Dagskrárlok. Sjömenningarnir og börn þeirra. Stöð 2: Á fertugsaklri Stöð 2 mun á mánudagskvöld taka upp þráðinn þar sem nn 40 Sjónvarpið hætti og hefja sýningar á Emmy:verðlaunaþátt- ~ unum A fertugsaldri (Thirtysomething). í þáttunum er fylgst með daglegu lífi sjö vina sem eru þijátíu og eitthvað og ekki allir sáttir við þá stefnu sem líf þeirra hefur tekið. Leikaramir hafa samtals hlotið 8 Emmy-verðlaun og 23 útnefningar fyrir utan þátt- inn sjálfan sem var verðlaunaður sem besta dramatíska serían. Timot- hy Busfield fer með hlutverk auglýsingamannsins Elliots sem hefur átt í vandræðum með vinnuna og einkalífið, Polly Draper leikur El- lyn sem vegnar vel í starfí en kynlífíð er aftur á móti með daprara móti. Mel Harris fer með hlutverk Hope sem stöðugt endurskoðar lífsafstöðu sína. Eiginmaður hennar, Michael, er leikinn af Ken Olin, Melanie Mayron fer með hlutverk ljósmyndarans sem hefur sett vinn- una ofar öllu öðru, Peter Horton er í hlutvérki háskólaprófessorsins og Patricia Wettig leikur eiginkonu Elliots sem einhvem veginn fell- ur ekki inn í þennan sjö manna hóp sem er að gera það upp við sig hvernig þau ætla að takast á við framtíðina. John Moulder-Brown í hlutverki Felix Krulls. Sjónvarplð: Felix Krnll Sjónvarpið sýnir á mánudagskvöld annan þátt af fímm sem 55 gerðir em eftir sögu nóbelsverðlaunahafans Thomasar ^ -l Manns um lífslistamanninn Felix Krull. í öðrum þætti er Krull-fjölskyldan flutt til Frankfurt. Felix leggur sig fram um að kynnast borginni og rekur sú viðleitni hans hann á fjörur gleðikonunn- ar Roszu. Hún tekur hann upp á arma sína og gerir hann að lærlingi í ástamálum. Þegar Rosza vill gera hann að fylgdarsveini sínum og vemdara verður honum órótt. Hann hafði ekki séð sjálfan sig í því hlutverki í framtíðinni. Þá býðst honum til allrar lukku að gerast lærlingur á hinum fræga hóteli Hotel de Paris í Monte Carlo. En fyrst þarf hann að sjá til þess að hann þurfí ekki að gegna herskyldu til að geta haldið til Monte Carlo með hreina samvisku. VASKUR 0G VAKANDI „STÓRMÓT í skák eru mjög kreíjandi. Þess vegna nota ég Rautt eðal-ginseng. Þannig RAUTT EÐAL GINSENG kemst ég í andlegt jafn- vægi, skerpi athyglina og eyk úthaldið." Helgi Ólafsson, stórmeistari ( skák. - þegar reynir á athygli og þol Hvert hylki inniheldur 300 mg af hreinu rauðu eðal-ginsengi. eftir Elínu Pálmadóttur SAMLEIKUR LJNDIR AGA Sinfóníuhljómsveit æskunnar lék á listahátíð við mikið lof. Hvílíkt happ þegar tónlistarmað- urinn frægi Paul Zukofsky stofn- aði hér þessa hljómsveit á árinu 1985 í framhaldi af námskeiðum sem hann hafði verið með hér fyr- ir tónlistarfólk. Og að hann í frægð og önnum heldur áfram að láta sér annt um hana. Hljómsveitina skipa nú um 100 ungmenni víðs vegar af landinu og í þetta sinn kom hann til viðbótar með 10 bestu nemendur hins fræga Juilli- ard-skóla í New York. Það var happ fyrir okkur öll sem njótum. En kannski er það enn meira happ fyr- ir allt ' þetta unga fólk, sem kemst í slíka ögun. Það er svo íjarska erf- itt að koma út í lífíð án þess að hafa neyðst til að temja sér einhvern sjálfs- aga. Þann heimanmund út í lífíð er ekki víða að fá í okk- ariandi annars staðar en við hljóðfæraleik. Það er víst eng- in leið að leika skaplega á hljóðfæri án mikils sjálfs- aga, hvað þá að leika með öðrum í hljóm- sveit. Hugsið ykkur hljóm- sveit þar sem hver fer sínu fram og þrjósk- ast við að falla inn í. Vísast tekur tíma og átak að temja sér nægi- lega ögun til þess að geta leikið með öðrúm, í hljómsveit eða í líf- inu. Mörgu ungmenninu reynist býsna erfitt að standa andspænis andstreymi, t.d. í hjónabandi, á vinnustað eða þegar einhveijir erfíðleikar verða á veginum. Þeim sem eru þjálfaðir í að mæta því sem að höndum ber með aðlögun eða með sjálfsaga verður ekki hálft eins mikið um. Fallast ekki strax hendur. Mótlætið verður ekki þvílík katastrófa. Þetta sjáum við allt í kring um okkur. Meira að segja auðsæ lagskipting í aldur- skalanum á því hvemig fólk bregst við. Síðan tónlistarskólamir komu til og tækifæri til tónlistarþjálfun- ar um allt land, streymir út í lífíð ungt fólk með' nokkra þjálfun í sjálfsaga í farteskinu. Haft var eftir Paul Zukofsky þegar hann var að hrósa sinfóníuhljómsveit æskunnar á íslandi: Ekki það að börnin séu ekki spillt héma eða ofvemduð, en þau hafa brennandi áhuga á tónlistarsköpun og leggja hart að sér. Auðvitað getum við þetta ef við viljum. En allir þurfa einhvers staðar að læra. Það er víst eðli allra barna alls staðar að prófa sig áfram, reyna hvað þau geti gengið langt, þreifa fyrir sér um hvar mörkin liggi. Finna viðmiðun í lífínu. Það er eðlilegur hluti af því að vaxa upp og þroskast. En hvar á obbinn af íslenskum böm- um að læra nauðsynlegan sjálfs- aga til þess að komast áfallalaust gegn um lífíð í sambúð við annað fólk? Margir balda því fram að sjálfsaga vanti í íslendinga. Þess- vegna reynist þeim allt svona erf- itt. Ekki tíðkist agi á heimilunum? Ekki í skólanum? Og ekki lendi strákarnir svo sem síðasta úrræði í agaþjálfun þegar þeir komast á herskyldualdur, eins og víða ann- ars staðar? Hvar þá? Jú, í tónlist- inni! Það er víst engin leið að spila á hljóðfæri án þess að beita sjálf- an sig aga. Og ekki spila í hljóm- sveit án þess að vera undir aga. Það má reyna í hjónabandinu, sem vísast springur þá eða leysist upp, ef hinn aðilinn lætur ekki bara kúga sig. Eða í samfélaginu og verða í hlutverki hneykslarans, kvartarans eða uppreisnarseggs- ins, ef allt gengur ekki í haginn, sem það gerir sjaldnast. Saga sem að minnsta kosti gæti verið sönn, er sögð af fjöl- hæfum hljóðfæraleikara, sem fór að leika í Sinfóníuhljómsveitinni á fyrstu árum hennar. Á æfíngu á hann að hafa staðið upp og sagt: Ef hér á að fara að spila eitthvað nauið, þá er ég bara farinn! En nú streymir semsagt út í íslenskt samfélag ungt fólk, sem hefur í tónlistamámi tamið sér sjálfsaga. Verður þá væntanlega ekki svona óskaplega mikið um það þótt það þurfi í lífinu að laga sig að verkefnunum eða takast á við þau. E.t.v. hefur það verið eitt af þvi besta sem fyrir íslendinga hefur komið á seinni árum, er lög- in voru sett um tónlistarskóla um allt land. Ekki veitir okkur víst af fólki með obbolitla þjálfun í að takast á við hlutina. Fólki sem ekki fallast hendur við minnsta mótbyr. Eða hvað? Það voru þessir frábæru tón- leikar og samspil yfir 100 ung- menna sem gáruðu hugann og hrintu af stað bjartsýninni um að næsta kynslóð yrði minna kvartsár og kvíðin en sú sem nú er að nálg- ast miðjan aldur og fínnst óbæri- legt að hugsa til þess að neita sér um eitthvað. Einhver kunnur spekingur orðaði það svo að eigin- gimi væri sjálfstraust sem stefndi í ógöngur. Þótti nokkuð gott hjá karli. Flokkast undir fleyg orð. Þegar farið var að ræða við Paul Zukofsky um þau erfiðu verk sem hann veldi hljómsveit þessa unga fólks, hafði hann það svar að nauðsynlegt væri að auka gróskuna í íslenskri tónlist, tii að vinna gegn vissu sinnuleysi og til að gefa nemendum okkar ögrandi verkefni að kljást við. Kannski þetta geti eins átt við í íslensku samfélagi nú um stundir. Þar blasa óneitanlega við ögrandi verkefni, 'sem þarf að takast á við. Vonandi verður mannskapn- um ekki allt of mikið um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.